Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 15 Egilsstaðir: Þorrafagn- aöur grunn- skólanema Kgil.sstööum, 17. febrúar. SÁ siður hefur viðgengist undanfar- in 10 ár hjá grunnskólanemendum hér á Egilsstöðum að efna til sér- staks fagnaðar á þorra, og eru þá kræsingar góðar á borðum. Að vísu ekki súrmeti eða hákarl heldur vænar hnallþórutertur og flatbrauð með hangikjöti. Og í stað þess mjaðar sem fullorðnir neyta gjarn- an á þorrafagnaði og reynist á stundum göróttur væta grunnskóla- nemendur kverkarnar með kóla- drykkjum hvers konar, appelsíni eða malti. Að þessu sinni var þorrafagn- aður grunnskólanemenda haldinn með sérstökum myndarbrag og vöktu skreytingar athygli, en þær voru unnar af völdum hópi nem- enda er naut aðstoðar Guðrúnar Sigurðardóttur, hannyrða- kennara. Þorrafagnaðurinn hófst með borðhaldi, en meðan á því stóð var haldið uppi hvers konar skemmtan og fjöldasöng undir öruggri stjórn veislustjórans, Hjalta Þorkelssonar í 7. bekk. Skemmtiatriði voru undirbúin af þar til völdum hópi nemenda er naut aðstoðar tómstundafulltrúa Egilsstaðahrepps, Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur. Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu, og lék hljómsveitin Náttfari fyrir dansi. Þorrafagnaður þessi fór eins og endranær mjög vel fram. Formaður nemendaráðs Eg- ilsstaðaskóla er Hilmar Gunn- laugsson. — Ólafur. Sjómenn á Djúpavogi: Oryggisæfing í Sunnutindi Djúpavogi, 27. febrúar. FUNDUR um öryggismál sjómanna var haldinn hér á Djúpavogi sunnudag- inn 24. febrúar síðastliðinn. Þorvaldur Axelsson erindreki SVFÍ kom á fundinn og flutti hann erindi um öryggismál. Fundurinn var vel sóttur og voru nánast allir sjómenn mættir. Tekið var fyrir allt sem viðkemur slysum og slysagildrum um borð í skipum. Hvatti Þorvaldur menn til að halda æfingar um borð og sáum við fljótt árangur af komu hans því á þriðjudag mætti öll áhöfnin á Sunnutindi um borð i skipinu og æfðu þeir þar allt frá reykköfun og að bjarga manni sem fallið hafði fyrir borð. Er þetta i fyrsta skipti sem svona ítarleg æf- ing fer fram hér. — Fréttaritari. Utvarp Akureyri: Fyrsta staðbundna út- varpið hefur starfsemi FYRSTA staðbundna útvarpið á ís- landi tekur til starfa hjá ríkisútvarp- inu á Akureyri í dag, föstudaginn 1. mars klukkan 7.30 og stendur í 30 mínútur. Síðar um daginn klukkan 18.00 verður útvarpað aftur og þá einnig í 30 mínútur. Reglulegar útsendingar verða fimm daga í viku, frá mánudegi til föstudags, og er útvarpað á FM-bylgju 96.5 megariðum. Þetta eru tilraunaútsendingar og 1. júní verður árangur veginn og metinn og breytingar gerðar eftir þörfum. Talið er víst, að útsendingar stað- bundins útvarps heyrist á Akur- eyri, í Eyjafirði og í Mývatnssveit. Sjö starfsmenn ríkisútvarpsins á Akureyri annast staðbundna út- varpið, með tveimur tækni- mönnum og undir stjórn Jónasar Jónassonar deildarstjóra. Útvarp- ið flytur staðbundnar fréttir, upp- lýsingar, auglýsingar og tónlist, viðtöl og annað sem þurfa þykir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.