Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. MARS 1985
Undarleg ósköp að deyja — seg-
ir Hannes Pétursson skáld í ljóði.
Undarleg ósköp eru það einnig,
þegar hæfileikaríkir listamenn
njóta sín ekki svo sem efni standa
til, vegna þess að einhver aðsteðj-
andi ógæfa eða heilsuleysi kemur
til skjalanna og tekur frá þeim
máttinn. Það er þó huggun harmi
gegn, að Sverrir Haraldsson náði
að blómstra ungur; þótt hann sé
fallinn frá fyrir aldur fram, liggur
eftir hann gott dagsverk. Kannski
gildir hún hér kenningin um að
undrabörn endist illa og það er
meinlegt þegar málari á í hlut, því
þroskaleiö málarans er að jafnaði
ákaflega löng.
Við Sverrir vorum jafnaldrar og
áttum góð samskipti. En ég var
enn að smala kindum og gefa kúm
austur í Tungum, þegar Sverrir
var orðinn fleygur í kúnstinni og
töluvert umtalaður, þótt ungur
væri. Fundum okkar bar fyrst
saman fyrir alvöru, þegar við
bjuggum báðir við Sogamýrina
fyrir tveimur áratugum. Fólki í
nágrenninu þótti undarlegt að sjá
málarann, sem fór út á síðkvöld-
um að leika sér að flugdrekum.
Það var skemmtilegt að ræða
við hann um myndlist, en það var
ljóst, að honum leið stundum illa.
Samt var hann sístarfandi. Mér er
minnisstætt, að eitt sinn sem
oftar, þegar við sátum að spjalli
yfir kaffibolla, tálgaði Sverrir
spýtu allan tímann, unz næstum
ekkert var eftir af henni. Það var
eins og eitthvað ræki hann áfram,
— og það sem eftir stóð af spýt-
unni var talandi tákn um fínleik-
ann og tilfinninguna, sem aldrei
brást.
Hann hafði þegar þetta var, lagt
sprautunni, sem verið hafði upp-
áhaldsverkfæri hans um hríð. Og
nú voru tímamót. Ég fann og
skildi erfiðleikana við þetta nýja
landnám. Við horfðum lengi á
myndir úr Sogamýrinni, sem
Sverrir hafði málað út um glugg-
ann. Það var nýtt, um langt árabil
hafði hann sótt í eigin hugarheim.
Nú uppgötvaði hann landið sem
myndefni, en fyrstu skrefin í þá
átt voru stigin með mikilli var-
færni. Rétt eins og það væri stór-
hættulegt. Hann sleppti nálega
öllum húsum; landið leit út eins og
það væri með öllu óbyggt. Og Víf-
ilfellið og Bláfjöllin í fjarska.
Þetta voru markverð tímamót,
mótunarskeið. Hann virtist eiga
framtiðina fyrir sér, en það varð
aöeins árabil. Á því tímabili tókst
hann á við landið svo að segja;
gerði það að yrkisefni og styrkur
hans var fólginn í því að vera allt-
af persónulegur. Við fluttum báðir
úr Sogamýrinni, en fundum okkar
bar saman annað veifið og ég er
þakklátur fyrir þá hlýju og vin-
áttu, sem ég reyndi af honum. Það
eru undarleg ósköp að deyja ekki
sízt fyrir aldur fram. En til eru
þeir, sem álíta, að sú ráðstöfun al-
mættisins sé ekki út í bláinn. í
skólastarfi er framúrskarandi
nemendum stundum gefinn kostur
á hraðferð, vegna þess að þeir eiga
ekki samleið með jafnöldrum sín-
um, það má að minnsta kosti
hugga sig við að eitthvað sam-
bærilegt sé á ferðinni þegar snjöll-
um listamanni er kippt burtu.
Ég votta samúð börnum Sverris,
sambýliskonu og aldraðri móður.
Gísli Sigurðsson
Á sjötta áratugnum var Sverrir
Haraldsson meðal helstu form-
byltingarmanna í myndlist. Það
sem athygli vakti voru ekki síst
hin fáguðu vinnubrögð, vægðar-
lausar kröfur sem hann gerði til
sjálfs sín.
Sverrir slakaði aldrei á í list
sinni. Hann vissi nákvæmlega
hvað hann var að gera, hvert
stefna skyldi.
Þegar Sverrir kom heim frá
Þýskalandi 1960 með nýjar mynd-
ir, óvænta sýn þar sem umhverfi
og himingeimur birtist okkur á al-
veg sérstakan hátt, var á ferðinni
enn ein bylting, en nú gagnbylt-
ing. Þessi bylting var fyrir ofan
skilning þeirra sem héldu að af-
straktstefna væri lokatakmarkið.
Myndir Sverris sem þróuðust æ
meir í átt til fígúratífrar listar
voru heimkoma hans. Hann fann
sinn tón, gat miðlað þeirri reynslu
sem var hans eigin.
Landslag sem hann hafði séð í
fjarska skýrðist smám saman og í
ljós komu fjöll, hraun, dalir, ár og
fólk.
í fyrstu voru þessar myndir í
heillavænlegu jafnvægi, yfirveg-
aðar, einskonar trúarjátning til
landsins. En hægt og hægt færðist
meiri órói yfir sviðið. Það var eins
og náttúran logaði. Innri maður
steig fram í hálfsúrrealískri tján-
ingu landslags. Klettar og rofa-
börð vitnuðu um lífsmynd þar sem
ágengar spurningar verða æ
heimtufrekari.
t sumum myndanna var mystik,
aðrar voru ógnvænlegar þrátt
fyrir sóldýrðina.
En ekki má gleyma hinum leik-
andi munúðarfullu kventeikning-
um, sumum með húmorisku ívafi.
Og ekki heldur mannamyndum
sem oft eru fullar af glettni, jafn-
vel stríðni.
Ég held að hátindur listar
Sverris Haraldssonar sé í verkum
hans frá sjöunda áratugnum og
upphafi hins áttunda, þeim sem
lýst heimkomunni best.
En margir munu enn heillast af
æskuverkum hans, fyrstu sporum
tilraunamannsins. Þessi verk eru
á margan hátt einstæð og vitna
um miklar gáfur, en ástæðulaust
er að láta ferskleika þeirra
skyggja á verk þroskaáranna.
Mönnum mun efiaust verða tíð-
rætt um vandvirkni Sverris og
hagleik. Allt lék í höndum hans.
En allt hafði líka merkingu. Ekk-
ert var aðeins handverksins
vegna.
Sverrir myndskreytti eftir mig
eina bók: Mig hefur dreymt þetta
áður (1965). Hún lýsir eins konar
heimkomu eins og Sverrir gerði
sér fljótt grein fyrir. Við höfðum
ákveðið meira samstarf, en úr því
varð lítið. Sverrir var alla tíð
bókamaður og las mikið. Hann
minnti mig stundum fremur á
skáld en málara. Ég er ekki fjarri
því að í samræðulist hafi hann á
köflum líkst Steini Steinarr, enda
kynntust þeir vel.
Eitt af því sem mátti læra af
Sverri Haraldssyni var að nauð-
synlegt er að listin eigi sér
grundvöll til að byggja á og það er
aldrei langt bil á milli lífs og list-
ar. Skorti þennan grundvöll tekur
tómið við.
Ég kynntist ungur Sverri Har-
aldssyni og naut þess að umgang-
ast hann. Þegar veikindi hans
ágerðust fækkaði fundum. Hann
var sannur vinur.
Jóhann Hjálmarsson
Á þeim tímum, þegar kyrrð var
að komast á eftir síðari heims-
styrjöldina og íslendingar hús-
næðislausir að flytjast í braggana
sem verið höfðu íverustaðir út-
lendra hermanna í Reykjavík,
fréttist í hópi áhugafólks um listir
og bókmenntir, að í Handíða- og
myndlistarskólanum væri ungur
piltur, vart eldri en sextán eða
sautján ára, sem vekti mikla at-
hygli kennara og nemenda og væri
talinn skara fram úr öðrum í skól-
anum, nýr snillingur.
Miklir umbrotatímar voru þá í
myndlist og bókmenntum á ís-
landi, septembersýningin fræga
haldin í Listamannaskálanum við
Austurvöll 1947 og Svavar Guðna-
son kom frá Kaupmannahöfn og
sýndi myndir gersamlega abstrakt
eða óhlutbundnar í cobra-stílnum,
en aðrir voru á leið til hinnar
ströngu geómetríu eða flatarmáls-
fræði í málaralistinni, hinsvegar í
bókmenntum nýjungar svo miklar
að ungir ljóðasmiðir voru taldir
höfuðfjendur íslenskrar menning-
ar, allt vegna þess að unnið var í
nýjum stíl og frá nýjum sjónar-
hornum.
Myndlistarmaðurinn ungi sem
fréttist af í Handíðaskólanum,
eins og hann var þá kallaður
manna á meðal, kom beint inn í
þessar miklu menningarsveiflur
og tileinkaði sér þær umsvifa-
laust. Hann var sagður kominn
frá Vestmannaeyjum. Þaðan má
einnig sjá umhverfi í elstu mynd-
um hans. Og nú leið ekki á löngu
áður en fyrstu myndir hans eftir
nám í Handíða- og myndlistar-
skólanum voru hengdar upp á
samsýningu innanum myndir full-
tíða málara og sómdu sér vel, ólík-
ar öllu öðru sem hér hafði sést í
málverki. Þetta var mikill við-
burður fyrir ungt áhugafólk um
listir og bókmenntir þeirra tíma.
Þá var Reykjavík minni en nú á
þó bærilega nema í eitt skipti. Þá
var ég eitthvað viðutan og gleymdi
að taka sprettinn og náði því ekki
í neina stúlku, en sat uppi með
Benedikt Gunnarsson. Við dönsuð-
um saman tangó eða enskan vals,
ég man ekki hvort heldur var, en
hitt er víst, að ég fór ekki í fleiri
tíma.
Ég var að vísu orðinn hálfleiður
á dansinum, áður en þessi ósköp
dundu yfir. Rigmor Hanson var
glæsileg kona með allar kúrvur,
sem kvenmann má prýða, og
venjulega í glitrandi, þröngum
kjólum, sem undirstrikuðu kven-
legan þokka hennar. En þegar hún
dansaði sjálf við okkur til að
kenna okkur hreyfingarnar til
hlítar, setti hún vasaklút i hægri
lófa okkar, svo að ekki kæmi svita-
blettur í fína kjólinn. Þessi vasa-
klútur milli mín og mjaðmar
hennar fór óskaplega í taugarnar
á mér, því að mér fannst ég svik-
inn um dálitla ánægju, eins og á
stóð.
Þú veizt það náttúrlega eins og
allt annað, að barnaskólaprófið
hafði í för með sér, að það var ekki
laust við, að ég yrði hálfgert vand-
ræðabarn: hvað átti eiginlega að
gera við þetta fyrirbæri? Ég var
síteiknandi og smíðaði viðstöðu-
laust, jafnvel vélritunarborð fyrir
Lifrarsamlag Vestmannaeyja,
sem afi stjórnaði. Ég smiðaði mik-
ið af bátum og er byrjaður á því
aftur. Auk þess kom upp enn eitt
vandamálið, hvort ekki ætti að
senda mig í tónlistarskóla, því að
ég hafði lært á orgel hjá tveimur
kirkjuorganistum í Eyjum og var
byrjaður að læra á fiðlu. Ég hef
yndi af tónlist og get ekki án
hennar verið. Beethoven er heim-
ur út af fyrir sig, en það er Duke
Ellington einnig. Hann er ekkert
stundarfyrirbrigði, eins og sumir
halda. Djass og dægurlög eru sitt
hvað. Ellington er klassíker. Hann
gerði mikið úr litlu.
Margar ráðstefnur voru nú
haldnar að mér fjarverandi og
umræðuefnið; hvað átti að gera
við gripinn? Niðurstaðan varð sú
og átti ég talsverðan hlut að máli,
að ég færi i Iðnskólann í Vest-
Sjálfsmynd, 1977.
Þórbergur Þórðarson, 1971.
mannaeyjum, sem var kvöldskóli
og ekkert sérstakt við hann að at-
huga. Én aðalástæðan til þess, að
ég vildi fara í þennan skóla, var
sú, að ég gat ekki hugsað mér að
flytjast til Reykjavíkur frá Bjarna
afa og ömmu minni, enda voru þau
orðin gömul og ég var sólargeisli
þeirra, eins og þau sögðu. Það er
ekki litil ábyrgð og raunar ljótt að
taka sólargeislann frá gömlu fólki.
Iðnskólinn í Eyjum var fjögurra
ára skóli, en ég lauk honum á
tveimur árum og þá hófust ráð-
stefnur að nýju um framtíð mína.
Ég hafði hálft í hvoru verið að
gæla við að læra skipasmíðar eða
húsgagnasmíði, þvi að þá gat ég
verið áfram heima í Eyjum. Ég
var ekkert að hugsa um, hvað
þótti fínt eða merkilegt, aðeins um
afa og ömmu og eitthvað, sem
væri skemmtilegt að taka sér fyrir
hendur. Þá hvarflaði hugurinn að
smíðum. Presturinn, sem fermdi