Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 23 „Nauðsynlegt að setja lög um dráttarvexti" — segir Baldur Guðlaugsson hrl., sem telur dráttarvaxtamálin í hinum mesta ólestri Lögfræftingafélag fslands hélt ný- lega fund um réttarreglur um drátt- arvexti. Að sögn Baldurs Guðlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns, sem var einn fjögurra framsögumanna á fundinum, var sú skoðun ríkjandi á fundinum að þessi mál væru í hinum mesta ólestri og væri brýn nauðsyn á því að setja almenn lög um dráttar- vexti. Sagði Baldur að Seðlabankanum hefði verið falið það vald að fara með dráttarvexti en bankanum hefðu verið ákaflega mislagðar hendur í því efni. Hann hefði ekki fylgt neinni markaðri stefnu, dráttarvextir hefðu á undanförn- um árum sveiflast frá því að vera neikvæðir um tugi prósenta miðað við verðbólgu og upp í það að vera 12% miðað við mánaðarlegan dráttarvaxtareikning, eins og ver- ið hefði á sl. ári. Þetta hefðu menn almennt verið sammála um að væri óþolandi auk þess sem dráttarvaxtaákvarðanir Seðlabankans hefðu á undanförn- um árum verið haldnar ýmsum öðrum ágöllum. Sagði Baldur að fyrir lægju tillögur að lagareglum um bætur vegna dráttar á greiðslu gjaldkræfra peningakrafna þar sem annarsvegar væri gert ráð fyrir verðbreytingu, þannig að krafa héldi verðgildi sínu frá gjalddaga og hinsvegar kæmu hin- ir eiginlegu dráttarvextir. Þeir þyrftu að vera hóflegir, en tryggja kröfuhafanum raunverulegar skaðabætur vegna greiðsludráttar skuldarans. Morjfunblaðift/Ól.K.M. Kyndill við Eyjagarð „EYJAGARÐUR", hin nýja oliubryggja í Örfirisey, er nú að verða fullgerð, en um tveir mánuðir eru síðan fyrsta skipið lagðist þar upp að. Á meðfylgjandi mynd má sjá olíuskipið Kyndil við festar á Eyjagarði nýverið. Félag bókagerðarmanna: Atkvæðagreiðsla um aðild að ASÍ FÉLAGSMENN í Félagi bókagerð- armanna munu á næstunni greiða atkvæði um hvort félag þeirra eigi að æskja aðildar að Alþýðusambandi íslands. Þegar félagið var stofnað úr þremur félögum bókagerðarmanna (Hinu íslenska prentarafélagi, Graf- íska sveinafélaginu og Bókbindara- félaginu) fór fram atkvæðagreiðsla um aðild þess að ASÍ en þeirri til- lögu var hafnað með afgerandi meirihluta. Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt tillaga um að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um aðild að ASÍ og til undirbúnings þeirri atkvæða- greiðslu heldur FBM almennan fé- lagsfund um aðild á Hótel Hofi 10. mars næstkomandi. Málshefjend- ur á fundinum verða þeir Ólafur Björnsson, sem talar fyrir aðild, og Ársæll Ellertsson, sem mælir gegn aðild Félags bókagerðar- manna að Alþýðusambandinu. Lögbannskröfu Ávöxt- unar gegn Ávöxtun- arfélaginu LÖGBANNSKRÖFU, sem Ávöxtun sf. gerði á hendur Ávöxtunarfélaginu hf. vegna firmanafns síðarnefnda fé- lagsins, hefur verið synjað af fógeta- rétti Keykjavíkur. Avöxtun sf. er verðbréfamiðlari en Ávöxtunarfélag- ið hf. er stofnað til að ávaxta hlutafé eigenda sinna á sem bestan hátt og hefur hingað til starfað sem verð- bréfasjóður. Ávöxtunarfélagið hf. var stofn- að í lok sl. árs og taldi Ávöxtun sf. synjað að firmanafn þess bryti gegn lög- vernduðu firmanafni sínu. Bryti það gegn þeim rétti þegar aðrir aðilar tækju sér nafn sem líktist þeirra nafni. Forráðamenn Ávöxt- unarfélagsins hf. vefengdu það að lögverndin næði yfir heiti sem lýstu ákveðinni starfsemi, eins og væri um heitið Ávöxtun. Allavega gæti lögverndunin ekki náð yfir aðrar samsetningar slíks orðs. Eins og fyrr segir náði lögbanns- krafan ekki fram að ganga. Viö veröum með kynningu á Stendahl snyrtivörum í dag frá kl. 10—17 í Snyrtistofunni Evu, Ráðhústorgi, Akureyri. Bestu kveöjur, Yolande Keizer, sérfræöingur frá Stendahl, París. ■■■ Viö verðum meö kynningu á Stendahs snyrtivörum í dag frá kl. 10—18 í Amaro, snyrtivöFudeild, Akureyri Bestu kveöjur, Yolander Keizer, sérfræöingur frá Stendahl, París. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Kynnum í dag í Mjóddinni: PÍZZU rúllur Ostakökur frá MS Fiskibollur frá HUMLI Z-Snakk-ðLaukídýfu í starmýri: Aldiil Ávaxtagrauta KYNNINGAVERÐ Bananar Folaldahakk .00 pr. kg. AÐEINS .00 pr.kg. AÐEINS \ .00 pr.kg. Lambakiöt, .. í 1/1 skrokkum g yl niðursagað ■ Onið fil kl TÍ ‘kvö,d p o n j mjóddinni en til kl. 19 í austurstræti & starmýri. IDJ STARMYRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJODDINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.