Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 24

Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Strindberg fagnað þegar í fyrsta þætti Sex þættir um líf hans í sænska sjónvarpinu — eftir Pétur Pétursson Nýlega var sýndur í sænska sjónvarpinu fyrsti þáttur af sex um líf Augusts Strindberg. Þætt- irnir eru byggðir á handriti rit- höfundarins Pers Olovs Enquist sem hann hefur unnið að í mörg ár í samvinnu við útgefendur, sænska sjónvarpið og kvikmynda- gerðarmenn. Enquist hefur gefið út ævisögu Strindbergs sem ekki hefur fallið öllum í geð og valdið töluverðum umræðum hér áður en þættirnir voru fullgerðir. Hér var mikið í húfi að vel tækist því fyrirtækið kostaði um 35 milljónir sænskra króna. Hluti af þessu fjármagni hefur komið frá þýsku fyrirtæki sem hefur einkarétt á sölunni til sjónvarpsstöðva í Evr- ópu, en nú þegar munu flestar stöðvar í Vestur-Evrópu hafa keypt þættina til sýningar. Lik- lega kemst myndin einnig á mark- að í Bandaríkjunum og gæti þá malað gull fyrir sænska sjónvarp- ið. August Strindberg (1849—1912) er án efa frægasti rithöfundur Svía fyrr og síðar. Bæði hann sjálfur og það sem hann skrifaði var mjög umdeilt á sinni tíð — og svo er enn í dag. Strindberg lifði á miklum breytingatímum í evr- ópskri menningarsögu. Hann var manna fljótastur að kynnast and- ans mönnum annarra þjóða og veita áhrifum frá þeim yfir til Sví- þjóðar. í verkum hans mótar greinilega fyrir áhrifum frá t.d. Darwin, Marx, Nietzche, Brandes, Zola og Ibsen. Strindberg vinsaði úr öllu þessu á sinn persónulega hátt og bjó úr því sprengjur sem hann sendi.inn í sænskt lista- og bókmenntalíf. Andróðurinn gegn honum í heimalandinu varð svo mikill á tímabili að hann flúði land og bjó í nokkur ár í Frakk- landi. " Strindberg var maður barátt- unnar og hann var oft hamslaus.í gagnrýni sinni á sænskt þjóðfélag, hræsni borgaranna og aumingja- skap millistéttanna. Stundum var hann vinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu en stundum fyrirleit hann þá. Þó hann væri þjóðfé- lagsgagnrýnandi leit hann á til- veruna fyrst og fremst sem drama og vildi kanna það út í ystu æsar og með öllum ráðum — og verða þannig betri og snjallari rithöf- undur og skáld. Hann var sjálfur miðpunkturinn — leikstjórinn og séníið. Flest, ef ekki öll verk hans, eru að einhverju leyti byggð á reynslu og lífi hans sjálfs, sem var mjög litríkt á köflum — sem sagt hér er ekki á ferðinni neinn „med- el-Svenson“. Það er því ekki að undra að skoðanir Svía á þessum manni hafi verið skiptar. Sjálfur var hann mótsagnakenndur og breytti oft um skoðanir, vildi ekki vera háður neinu eða neinum. Margir hafa spreytt sig á því að skrifa ævisögu hans og eru ævisöguhöf- Danskennarasamband Islands heldur sunnudaginn 10. marz nk. Heimsmeistararnir í suöur-amerískum dönsum, þau Donnie Burns og Gaynor Fairweather sýna alla suöur-amerísku dansana. Danssýning — Nemendur frá öllum skólum sambandsins sýna og börnin fá aö dansa. Kvöldskemmtun . kl. 20.30 Heimsmeistararnir syna og nemendur allra skóla sambandsins dansa. Ljúffengur kvöld- veröur veröur framreiddur frá kl. 20.30. MATSEÐILL Fordrykkur S'innepssteiktur svínahryggur framreiddur með ristuðum an- anas. gljáðum gulrótum. hlómkáli I ostasósu og Rohert-sósu. h og ávextir með súkkulaðisósu. Forsala aögöngumiða og boröapantanir fyrir matargesti í Broadway 1. og 2. marz kl. 17—19. Aögöngumiöar gilda sem happdrættismiöar. Missiö ekki af þessu einstæöa tækifæri til aö sjá þaö besta í dansinum í dag. íöj. Danskennarasamband íslands DSÍ m. L V n w m 1 1 August Strindberg undar ekki á eitt sáttir — enda hefði sjálfum höfuðpaurnum sennilega fallið það afarilla. Einn þekktasti bókmenntahöfundur Svía, Sven Stolpe (sem að sjálf- sögðu hefur skrifað sína Strind- berg-ævisögu sjálfur) hefur harð- lega gagnrýnt þá mynd sem koll- egi hans, Per Olov Enquist, gefur af Strindberg í þeirri bók sem liggur til grundvallar sjón- varpsþáttunum. Hún sé of ein- hliða og á lágu plani segir hann og sýni Strindberg aðallega sem óþokka, tillitslausan og grófan. Stolpe vill einnig að glæsi- mennska, lífsþrá og kímnigáfa Strindbergs komi fram. Honum finnst það galli á myndinni að höf- undurinn tekur ekki með hinn trú- arlega þátt í persónu og lífi Strindbergs. En eftir að hafa séð fyrsta þátt myndarinnar er þó Stolpe nokkuð ánægður og telur hann út af fyrir sig mjög góðan að flestu leyti. Flestir aðrir gagnrýn- endur eru enn jákvæðari og telja bæði leikstjórn og persónusköpun til fyrirmyndar. í lifanda lífi var Strindberg ekki fagnað í fyrsta þætti af lands- mönnum sínum. Atakanlegar eru lýsingarnar á örbirgð hans og fá- Rithöfundurinn Per Olov Enquist Tommy Berggren í hlutverki Strindbergs. tækt fyrstu skrefin á rithöfunda- brautinni. Pétur Pétursson er fréttaritari Mbl. í Lundi í Svíþjóð. Eggjadreifingarmiðstöðin: 30 % hækkun eggja SAMBAND eggjaframleiðenda hækkaði heildsöluverð eggja um 30% frá og með 20. febrúar. Aðrir eggjaframleiðendur hafa ekki hækk- að verð framleiðslu sinnar, en búist er við svipaðri hækkun hjá þeim um eða upp úr mánaðamótum. Algengt smásöluverð á eggjum fyrir hækkun er 113 krónur kílóið og má búast við að það hækki í 147 kr. Frjáls verðmyndun er á eggj- um og hafa þau verið auglýst allt niður í 77 kr. kílóið að undanförnu, þannig að um mismunandi miklar hækkanir getur verið að ræða hjá einstökum framleiðendum og verslunum. Eyþór Elíasson, framkvæmda- stjóri eggjadreifingarmiðstöðvar Sambands eggjaframleiðenda, sagði í samtali við Mbl. að egg hefðu síðast hækkað í nóvember um 15% en fram að þeim tíma hefði verðið verið óbreytt í heilt ár. Hækkunin í nóvember hefði bæði komið of seint og verið minni en til stóð. Síðan þá hefði orðið gengisfelling með tilheyrandi launa- og fóðurhækkunum og verðbólgu í kjölfarið. Því væri þessi hækkun nú ekki óeðlileg þeg- ar til lengri tíma væri litið. Ýms- um eggjaframleiðendum utan eggjadreifingarmiðstöðvarinnar þótti hækkunin nú of mikil í einu stökki þó þeir teldu í sjálfu sér þörf á hækkuninni, skv. heimild- um Mbl. Hafa þeir ekki hækkað verð framleiðslu sinnar enn sem komið er, en búist er við svipuðum hækkunum hjá þeim á næstunni. Framleiða eggjamassa fljótlega f MARS koma til landsins vélar til að vinna massa úr eggjum. Eggja- dreiflngarstöð Sambands eggjafram- leiðenda kaupir vélarnar og verða þær settar upp í húsakynnum stöðv- arinnar í Kópavogi. Að sögn Eyþórs Elíassonar, framkvæmdastjóra Sam- bands eggjaframleiðenda, er stefnt að því að hefja framleiðslu með vél- unum í apríl. Sagði Eyþór að í vinnsluna yrðu notuð þau egg sem flokkuðust frá, væru með brotinni skurn og þ.h. Tilgangurinn með vélakaupunum væri að koma afgangseggjunum í verð með þessum hætti. Þau yrðu brotin upp, rauðan og hvítan að- skildar og búin til gerilsneyddur eggjamassi úr þeim, sem fyrirhug- að er að selja til iðnaðar, svo sem bakaríum og sælgætisgerðum. Frumsýning HRINGURINN, íslensk kvikmynd, sem Friðrik l*ór Friðriksson. Einar Bergmundur Arinbjarnarson og Gunnlaugur l*ór Pálsson gerðu á sl. hausti, verður frumsýnd nk. laugar- dag, 2. mars. Myndin var þannig gerð, að kvikmyndatökuvél var sett fram- an á bifreið og tók hún 1 mynd- ramma á hverjum 12 metrum, „Hringsins“ meðan keyrt var hringinn í kring- um landið. Tónlist við myndina gerði Lárus Grímsson og mun hljómplata með kvikmyndatón- listinni koma á markaðinn í næstu viku. Frumsýningin verður í Háskóla- bíói kl. 16.00 og er forsala að- göngumiða á frumsýninguna f verslununum Fálkanum og Gramminu og Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.