Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR L MARS 1985
31
Ryður snjó frá hjólastólnum sínum
Þessi tuttugu og Hmm íra Bandaríkjamaður, Witold Debrowski, hefur fundið upp tæki sem er fest framan á
hjólastól hans og ryður frá honum snjó. Debrowski ryður einnig fyrir nágranna sína og notar peningana sem
hann fær fyrir ruöninginn til að kosta nám sitt. Hann hefur verið bundinn við hjólastólinn frá tíu ára aldri er
hann lenti í mótorhjólaslysi.
Rauðir khmerar í Kambódíu:
Náðu bækistöð Víetnama
og felldu 15 hermenn
Bangkok. Thailandi, 27. rebrúar. AP.
SKÆRUUÐAR Rauðra khmera
halda því fram, að þeir hafi fellt níu
víetnamska hermenn og sært 15 er
þeir tóku á sitt vald eina af bæki-
stöðvum Víetnama, í bænum Puny-
alue Kompong-Oss, sem er í um 12
km fjarlægð frá Phnom Penh, höfuð-
borg Kambódíu.
í útvarpi Rauðra khmera, sem
heyrðist í Bangkok, sagði að í
árásinni, sem gerð hefði verið á
laugardag, hefðu skæruliðar eyði-
lagt mikið magn vopna og sprengi-
efnis. Það hefði aðeins tekið þá tíu
mínútur að ná bækistöðinni á sitt
vald og hrekja 367. herdeild Víet-
nama á brott.
Yfirleitt er talið að fréttir af
þessu tagi, sem koma frá Rauðum
khmerum, séu ýktar, en þó hefur
fengist staðfesting á sumum bar-
dagafréttum, sem útvarpsstöð
þeirra skýrði frá í fyrra.
Bandaríkjaþing veitir
175 millj. dollara til
neyðarhjálpar í Afríku
Wuhington, 28. febriur. AP.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld 175 milljóna dollara
fjárveitingu til aðstoðar hungruðum Afríkubúum, eða sjö sinnum meiri upp-
hæð en stjórn Reagans hafði farið fram á. Aðstoðin er skilyrt að því leyti að
hún verður ekki notuð til matvælakaupa.
Fjárveitingin var samþykkt
með 62 atkvæðum gegn 35. Sams-
konar frumvarp hafði áður verið
samþykkt í fulltrúadeildinni, og
verða bæði tekin til meðferðar á
fundi sameiginlegrar nefndar
beggja þingdeilda, þar sem þau
verða samræmd.
Reagan hafði óskað eftir heim-
ild til neyðaraðstoðar að upphæð
25 milljónir dollara. Fjárveitingin
verður notuð til að styrkja sjálf-
boðaliðasamtök, sem tekist hafa á
hendur neyðaraðstoð í Afríku.
Hluti fjárveitingarinnar verður
notaður til aðstoðar flóttafólki og
fólki sem flutt hefur verið nauð-
ungarflutningum milli landshluta.
Þá eru báöar þingdeildir með til
umfjöllunar frumvarp, sem gerir
ráð fyrir allt að 700 milljóna doll-
ara matvælaaðstoð við þurrka-
svæðin í Afríku, en til þessa hafði
stjórn Reagans óskað eftir 185
miíljónum dollara.
20 milljónir Banda-
ríkjamanna líða skort
Boston, 27. febrúar. AP.
MILIJONIR Bandaríkjamanna fá að jafnaði ekki nóg að eta, og niðurskurð-
ur stjórnvalda á framlögum til félagsmála hefur valdið því, að fleiri eru
hungraðir en nokkru sinni frá því á kreppuárunum, samkvæmt niðurstöðum
rannsóknar, sem kunngerð var í gær, þriðjudag.
„Hungrið er mikið vandamál
með þjóðinni," sagði í skýrslu
læknanna sem að rannsókninni
stóðu. „Enginn veit nákvæma tölu
þeirra Bandaríkjamanna sem
svelta, en margt bendir til þess að
þeir kunni að vera allt að 20 millj-
ónir. Er þá átt við fólk, sem er
hungrað a.m.k. ákveðin tímabil í
hverjum mánuði."
J. Larry Brown, prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla, sem
stjórnaði rannsókninni, sagði á
fréttamannafundi, að þessi tala
væri „varlega áætluð" og byggð á
gögnum frá stjórnvöldum.
I læknanefndinni, sem að rann-
sókninni stóð, voru 22 læknar, þar
af margir af fremstu sérfræðing-
um Bandaríkjanna.
NÍU LÍF?
Líf og stðrfsorka er dýrmæt-
asta eign hvers og eins, enda
grundvöllur þeirra verðmæta
sem standa undir þörfum ein-
staklinga og fjölskyldna.
Eru þér ljós þau áhrif sem
skyndilegt fráfall þitt myndi hafa
á stöðu þinna nánustu?
Veitir lífeyrissjóður, al-
mannatryggingarkerfi, eða
kjarasamningur stéttarfélags
þíns nauðsynlega grundvallar-
vemd?
Líftrygging vemdar fjöl-
skyldu þína gegn fjárhagslegum
áföllum við óvænt fráfall þitt.
Við bjóðum verðtryggingu
allt tryggingartímabilið svo líf-
tryggingin heldur ætíð verðgildi
sínu.
Tryggingaráðgjafar okkar
aðstoða þig við val á tryggingar-
upphæð og tegund tryggingar
svo ömggt sé að þú hafir há-
marksvernd á hagstæðu iðgjaldi.
Verðtryggð líftrygging
K'uftrygging
GAGNKV€MT TRYGGINGAFÉLAG
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Skrifstofur: Laugavegur 103 105 Revkjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND