Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 43 Þóra S. Ingimund- ardóttir - Minning Fædd 10. febrúar 1918 Dáin 21. febrúar 1985 í gær, 28. febrúar, fór útför Þóru Ingimundardóttur fram frá Kapellunni í Fossvogi. Þóra var fædd 10. febrúar 1918 að Kletti í Gufudalssveit, dóttir hjónanna Sigríðar Þórðardóttur og Ingimundar Þórðarsonar. Hún var yngst sjö systkina og missti föður sinn sjö ára gömul. Eftir það fylgdi hún móður sinni fyrst til Vestfjarða og síðan til Reykjavik- ur. Þær mæðgur áttu heimili sam- an, þar til árið 1945, að Þóra gift- ist Brynjólfi G. Ársælssyni, stýri- manni, nú húsverði hjá Lands- banka íslands. Þau eignuðust einn son, Brynjólf Þór, skrifstofu- stjóra. Hann er kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. í árslok 1980 kenndi Þóra fyrst þess meins, sem nú hefur bundið enda á líf hennar. Við, vinir henn- ar, höfðum gert okkur vonir um að hún næði heilsu á ný, en um miðj- an vetur varð okkur ljóst, að svo yrði ekki. Hún lagðist inn á Landspítalann í byrjun janúar, og þar lá hún þar til yfir lauk, þann 21. þessa mánaðar. Það er sagt, að orð séu til alls fyrst, en þó er eins og þau láti á sér standa, þegar lýsa skal látnum vini. Minningarnar hrannast upp, þær verða ekki frá manni teknar, en ekki er auðvelt að finna hverjar þeirra gefa bezta mynd af hinum látna. í ársbyrjun 1952 var okkur hjónunum úthlutað íbúð í sambýl- ishúsi við Bústaðaveg ásamt þrennum öðrum ungum hjónum. Þeirra á meðal voru Þóra og Brynjólfur. Hófust allir handa við innréttingar af miklu kappi og nýttu hverja frístund. Við fluttum inn í septemberbyrjun sama ár ásamt dætrum okkar tveimur, og þá var húsið fullsetið. Nokkru áð- ur hafði Þóra, sem fyrst flutti, boðið okkur hjónunum í kaffi. Hófust þar kynni okkar og upp úr þeim sú vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Við eignuðumst gott sambýlisfólk og vorum þakk- lát fyrir það, en nú hefur stórt skarð verið höggvið í frumbyggja- hópinn. Við Árni erum einu hjón- in, sem ennþá erum bæði á lífi, hjá öllum hinum er annar makinn fallinn frá. Þóra vinkona mín var smávaxin, fínleg kona og einstaklega snyrti- leg. Undraðist ég oft, hversu hreinlegt var f kringum hana, að hverju sem hún gekk. Aldrei sást blettur á vinnufötum hennar, né óhreinindi á vegg eða gólfi. Fyrstu árin á Bústaðaveginum var Brynjólfur enn á sjónum, og hygg ég að Þóra hafi oft verið ein- mana. Þá var skotist milli íbúða og drukkinn kaffisopi meðan rædd voru dægurmál og einnig oft þau, sem þyngra lágu á hjarta. Við gættum barna hvor fyrir aðra þegar skreppa þurfti í bæinn og studdum hvora aðra ef einhvers þurfti með. Þóra var mjög tryggur vinur og einhver sú hjálpfúsasta manneskja, er ég hefi kynnst. Hún var alltaf boðin og búin, hvernig sem stóð á hjá henni sjálfri. Á þetta reyndi mest, er fjölskyldan flutti til útlanda í ársbyrjun 1957, og við höfðum aðeins viku til und- irbúnings. Þóra hafði þá nýlega tekið bílpróf, en ekkert ekið. Nú þurfti ég á aðstoð hennar að halda, var þá óhikað sezt undir stýri og mér ekið, hvert sem þurfti. Löngu síðar frétti ég, að hún hefði alveg lagt aksturinn á hilluna að þessu loknu. Ekki lét hún við þetta sitja. Hún leit eftir telpunum og hafði okkur öll í fæði síðustu dagana heima, þegar bús- áhöldum okkar hafði verið pakk- að. Einu sinni á þeim fjórum árum, sem við bjuggum erlendis, komum við mæðgurnar heim til þess að heimsækja foreldra mína og tengdaforeldra, sem bjuggu úti á landi. Höfðum við ákveðið að dvelja nokkra daga í Reykjavík síðsumars, áður en við færum aft- ur af landi brott. Þegar Þóra heyrði það, bauð hún okkur að búa hjá þeim Brynjólfi, sem þá var hættur á sjónum, svo að telpurnar gætu verið í gamla hverfinu og hitt leikfélaga sína. Ekki tókst þó betur til en svo, að Þóra varð að leggjast á sjúkrahús skömmu áður en við komum í bæinn. Áður en hún fór þangað, hringdi hún í mig og tók af mér loforð um að láta spítalavist sína engu breyta. Það mátti ekki bregðast bðrnunum. Þetta atvik lýsir Þóru e.t.v. betur en margt annað og ekki síður sam- bandi þeirra hjóna. Hún gat full- komlega treyst því, að Brynjólfur léti ekki sitt eftir liggja og væri fús til þess að taka á móti okkur og hýsa. Síðan þetta gerðist eru liðin tuttugu og fimm ár. Þóra og Brynjólfur hafa alltaf átt heima á Bústaðavegi, við í næsta nágrenni, Hvassaleiti, og þvi verið skammt milli vina. Á síðari árum hafa heimsóknir þó ekki verið eins tíð- ar og fyrrum, en síminn meira notaður, svo að oft hefur verið fylgst með því helsta, sem gerst hefur í fjölskyldunum báðum. Ég veit, að ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki lengur slegið á þráðinn og rætt við Þóru, og ég mun ekki ein um það. Vinir henn- ar og ættingjar munu ætið minn- ast þeirrar frábæru gestrisni og hlýju, sem alltaf beið þeirra á heimili hennar, og einnig gjaf- mildi hennar og greiðvikni, sem til fádæma má telja. Á kveðjustund þakka ég af al- hug nábýlið góða á Bústaðavegin- um, vináttu og tryggð við okkur hjónin og dætur okkar, og allar samverustundir. Ég sakna Þóru úr vinahópnum. Þeir verða margir, sem sakna hennar og þeir mest, sem þekktu hana gerst og stóðu henni næst. Þeim öllum sendum við hjónin og dætur okkar hugheilar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Guðrún Gestsdóttir. Hinn 21. febrúar sl. andaðist á Landspítalanum Þóra Sigríður Ingimundardóttir, Bústaðavegi 57, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þóra var fædd 10. febrúar 1918 á föðurleifð sinni, Kletti í Gufu- dalssveit, dóttir hjónanna Sigríð- ar Þórðardóttur, ættaðri frá Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, og Ingimundar Þórðarson- ar. Þau hjónin eignuðust átta börn og var Þóra þeirra yngst. Þegar Þóra var enn barn að aldri, hafði faðir hennar þegar meðtekið þann sjúkdóm, sem um síðir leiddi hann til dauða. Vegna veikinda húsbóndans, ákváðu þau hjónin að leggja niður búskap og flytja af jörðinni til Hnífsdals. Þar lézt Ingimundur árið 1924. Sigríður flutti með börnin til ísafjarðar og síðar til Reykjavíkur. Með fádæma dugnaði og aðstoð eldri barnanna tókst henni að halda heimili fyrir börnin og koma þeim til manns. Eins og að líkum lætur, þurfti Þóra snemma að fara að vinna fyrir sér. Á kreppuárunum var lítið um vinnu, en Þóru tókst alltaf að ná sér í vinnu við sitt hæfi, enda fljótt þekkt fyrir dugnað og trúmennsku í starfi. Kynni okkar Þóru hófust fyrir fjórum áratugum, þegar hún og yngsta systkin hennar, Ingibjörg, komu saman til Vestmannaeyja. Voru þær systumar ráðnar til að reka matstofu Hraðfrystistöðvar Einars Sigurðssonar. Mér er enn í fersku minni, er ég sá þær í fyrsta sinni. Þótti mér mikið til þeirra koma og sótti fast eftir félagsskap við þær. Ingibjörg varð síðar konan min. Samskipti okkar hjónanna við Þóru og heimili hennar voru bæði mikil og góð um áratuga skeið. Árið 1945 giftist Þóra eftirlif- andi manni sínum, Brynjólfi G. Ársælssyni, ættuðum úr Reykja- vík. Eignuðust þau hjónin einn son, Brynjólf Þór, sem kvæntur er Ragnheiði Jónsdóttur. Þau ungu hjónin hafa eignazt 3 börn, sem hafa verið mikið eftirlæti ömmu og afa. Þær Þóra og Ingibjörg voru mjög samrýndar eins og títt er um börn, sem alin eru upp af einstæðu foreldri. Leið varla sá dagur, að þær systur töluðu ekki saman í síma, ef ekki var hægt að hittast. Það var því mikið áfall fyrir Þóru, þegar Ingibjörg lézt árið 1970 fyrir aldur fram. Þá kom vel í ljós eins og oft áður, hversu góða vini ég og fjöl- skylda mín áttum, þar sem þau Brynólfur og Þóra fóru. Þóra saknaði alltaf systur sinn- ar og stundum fannst mér eins og hún gæti aldrei sætt sig við, að hún væri horfin af sjónarsviðinu, svo mikil var trúfesta hennar og kærleikur til þeirra, sem hún unni. Þóra var hreinskiptin og dreng- lunduð, það var bjart yfir henni og hún gat verið ákveðin og hispurs- laus í tali við fólk, ef henni mislik- aði, en um leið mild og sáttfús ef því var að skipta. Mikill harmur er kveðinn við fráfall hennar að eiginmanni og börnum, sem gerðu allt, sem í mannlegu valdi stendur, til að létta henni þungbær veikindi. Ég og fjölskylda mín söknum vinar í stað og við sendum eigin- manni, syni, tengdadóttur og barnabðrnum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. GIsli Kristjánsson Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 32213 Minning — Helena Sjöfn Svansdóttir Fædd 22. maí 1984 Dáin 25. febrúar 1985 Þegar ungbörnin koma á eilífðar strönd, Jesú auglit þeim Ijómar svo blítt. Þau fá mjallhvitan skrúða og hörpu í hönd, þeirra höfuð er kórðnu prýtt. Margt er fagurt að sjá, þar með brosandi brá, ganga bömin í skrúðgrænan lund. Og með Guðs englum þá sínar gullhörpur slá, í þeim gullfagra angandi lund. Og þau sitja til borðs í Guðs himnesku höll, aldrei hungur þar finnst eða neyð. Þar hin líknsami Frelsari fræðir þau öll, stjarna friðarins Ijómar þar heið. Og þau teyga þar á lifsins eilífa straum, Jesú auglit þau sjá þar svo ljóst. Og þau horfa á Guð sem i himneskum draum, og þau hvíla við Frelsarans brjóst. (Sálmur S.Sv.) Lífið getur verið ansi harður skóli, það finnst okkur að minnsta kosti í svona tilfelli þegar Guð gefur ungum foreldrum yndislegt barn, en tekur það svo frá þeim aftur. Við spyrjum Guð aftur og aftur, af hverju, Guð? En við fáum ekki svar við því. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Leið okkar í gegnum lífið er mislöng og misgóð, það verðum við að sætta okkur við hvort sem okkur líkar betur eða verr. Leið litlu Helenu Sjafnar var stutt, en góð. Níu mánuðir er ekki langur tími af heilli mannsævi. En þessa mánuði fékk hún að njóta mikillar gleði, ástar og umhyggju frá for- eldrum sínum og öðrum ættingj- um. Við sem eftir lifum geymum mynd hennar og brosið hennar bjarta ávallt í hjörtum okkar. Stórt skarð er nú skorið í hjörtu foreldra hennar og ættingja. En tíminn græðir sárin, það vitum við, þótt örin sitji alltaf eftir. Við biðjum Guð að styrkja og styðja foreldra hennar, Gerðu og Svan, og aðra ættingja og vini. Guð blessi og geymi minninguna um litlu rósina sem vaknaði að vori en fölnaði að vetri, og láti engla sína vaka og halda vörð um hennar næturstað. Þess óskar Fjölskyldan að Lambastekk 2 Konur standi saman á kvennaáratugnum EFTIRFARANDI ályktanir voni gerðar á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík um sl. helgi: Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 23. og 24. febrúar 1985, beinir þeirri áskorun til stjórnar bandalagsins, að leitað verði leiða ti að uppræta hinn mikla mun sem er á kjörum karla og kvenna á almennum vinnu- markaði. Aöalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík 23. og 24. febrúar 1985, minnir á, að á þessu ári lýkur ára- tugnum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað sérstaklega því átaki að bæta stöðu kvenna í heiminum. Hvetur fundurinn allar konur í landinu til þess að standa saman Hugmyndasamkeppni Iðnaðarbankans 373 tillög- ur bárust UMSÓKNARFRESTUR í hug- myndasamkeppni Iðnaðarbankans um nýtt merki, skrift og einkenn- islit fyrir Iðnaðarbankann og ennfremur um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynn- ingargögnum bankans rann út 15. febrúar sl. Mikil þátttaka var í sam- keppninni. AIls bárust 373 tillög- ur og er dómnefnd nú að störf- um. Dómnefnd skipa Bragi Ás- geirsson listmálari, Gísli B. Björnsson teiknari, Rafn Hafn- fjörð prentsmiðjustjóri, Tryggvi Tryggvason teiknari og Valur Valsson bankastjóri. Verðlaun fyrir bestu tillögu um nýtt merki, skrift og letur eru kr. 120.000,- en verðlaun fyrir myndrænt tákn eru kr. 40.000,-. Úrsíit verða kynnt og efnt til sýningar á tillögum fljótlega. um þennan áfanga og þær aðgerð- ir sem fyrirhugaðar eru á íslandi á þeim dögum sem konur hafa helgað sér, 8. mars, 19. júní og 24. október. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð viö Hagkaup, simi 82895. Útfaraskreytingar Kistuskreytingar, krans- ar og krossar meö stutt- um fyrirvara. Sendum um allt land. Flóra, Langholtsvegi. Sími 91-34111. Opiö til kl. 22.00. löfðar til . fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.