Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l. MARS 1985 Marteinn Skaft- fells - Minning Fæddur 14. ágúst 1903 Dáinn 20. febrúar 1985 Vinur minn Marteinn Skaftfells er látinn. Mikill baráttumaður hefur lokið ævistarfi sínu. Maður, sem þorði að standa við skoðanir sínar hvar og hvenær sem var. Eldhugi, sem aldrei þreyttist á því að vekja skilning manna á þeim einfalda sannleika að góð heilsa er dýr- mætasta eign hvers manns, að við getum aflað okkur vitneskju um hvað er líkama okkar til uppbygg- ingar og hvað við verðum að forð- ast ef við óskum eftir því að lifa góðu lífi lengi. Marteinn Skaftfells missti heilsuna á besta aldri og barðist við sjúkdóminn af slíkri karl- mennsku og einurð að með ein- dæmum var. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árin urðu áttatíu og eitt og þrekið síst minna en al- mennt gerist. Marteinn var aðal- hvatamaður að stofnun Heilsu- hringsins árið 1977. Byrjað var að gefa út tímarit félagsins Hollefni og heilsurækt árið 1978. Fyrstu árin var Marteinn formaður fé- lagsins og átti alltaf glæsta drauma um framtíð þess. Sumir þeirra hafa ræst, aðrir eru enn í deiglunni, en árangur starfs hans og annarra innanlands sem utan, er vinna að því að glæða áhuga manna á heilbrigðu lífi lýsir sér i því, sem glöggt má sjá hvarvetna í dag. áhugi fólks og skilningur á þessum efnum hefur stóraukist og fer stöðugt vaxandi. Digur sjóður er enginn til í eigu félagsmanna og vinna við blaðið er öll unnin í sjálfboðavinnu, en samvinna er góð. Við óskum þess af alhug að draumur vinar okkar Marteins Skaftfells megi rætast — að maðurinn læri að varðveita líkamlega heilsu sína og vinni gegn mengun og niðurrífandi efn- um í umhverfinu. Móðir mín og ég þökkum Mart- eini holl ráð á síðastliðnum áratug og óskum honum farsældar á nýj- um leiðum. Astrid konu hans vott- um við innilega samúð. Hún hefur með huga og höndum hjálpað svo mörgum, að hún hlýtur að fá ríku- leg laun. Elfa-Björk Gunnarsdóttir Mér brá mjög þegar ég heyrði í útvarpsfréttum að vinur minn, Marteinn Skaftfells, væri látinn. Raunar má alltaf búast við slíkum tíðindum um roskið fólk, en hann var svo sprækur og andlega hress þegar ég ræddi við hann nýlega að lát hans kom mér mjög á óvart. Nú hefi ég fengið að vita hjá Astrid ekkju Marteins, að fyrir tveim árum hefði fundist lokugalli í hjarta hans og hefur hann senni- lega riðið honum svo skyndilega að fullu. Þó Marteinn væri mjög hrein- skilinn og opinskár, hafði hann ekki haft orð á þessari veilu við mig og sagði ævinlega að sér liði ágætlega, þegar ég spurði um heilsufar hans. Það var með ólíkindum hve miklu hann gat afkastað, enda sí- starfandi og alltaf datt honum eitthvað í hug, sem nauðsynlega þurfti að gera. Ég held að við Marteinn höfum kynnst fyrst á fundi í Dýravernd- unarfélagi Reykjavíkur fyrir rösk- um tuttugu árum. Hann var þá formaður félagsins. Marga fundi sat ég með honum, bæði í því fé- lagi og Sambandi dýraverndunar- félaga íslands. Alltaf hafði hann margt og gott til málanna að leggja og áhuginn mikill. Hann~lét sér ekkert óvið- komandi, sem dýravernd snerti, einkum er mér þó minnisstæð hin þrotlausa barátta hans fyrir góðri meðferð hesta, er þeir voru fluttir héðan til útlanda. Árið 1948 afhenti móðir mín, Guðrún J. Erlings, Dýraverndun- arfélagi íslands nokkra fjárhæð að gjöf til myndunar „Sólskríkju- sjóðs“ í minningu manns síns, Þorsteins Erlingssonar skálds. Að móður minni látinni árið 1960 tók ég við forstöðu sjóðsins og hefi síðan eftir mætti reynt að afla honum tekna, útvega fuglafóður og senda það til flestra barnaskóla landsins og nokkurra annarra skóla og einstaklinga. 1 þessu starfi fyrir Sólskríkjusjóðinn hefc ur Marteinn verið mér mjög hjálp- legur á ýmsa lund, aðstoðað mig við útgáfu og sölu jólakorta, stækkaðra fuglamynda, merkja o.fl. Um langt árabil hefur hann geymt nokkurn kornforða, sem sjóðurinn hefur miðlað af til ým- issa aðila hér í borginni og ná- grenni. Fyrir alla þessa hjálp við mig og Sólskríkjusjóðinn er ég i mikilli þakkarskuld við Martein, sem af sinni miklu ljúfmennsku og fórnfýsi hefur ávallt verið reiðu- ibúinn til þess að rétta hjálpar- hönd. Marteinn var óvenju víðlesinn og fjölfróður, og kunni góð skil á hinum ólíkustu hlutum og málefn- um. Hann hafði t.d. mikinn áhuga á læknisfræði og fræddi mig oft á ýmsu, sem hann hafði lesið af því tagi í erlendum ritum, einkum var það um áhrif mataræðis, bætiefna og hollefna á heilsufar manna. Marteinn er löngu landskunnur fyrir fjölda greina, sem hann hef- ur ritað í blöð og tímarit um ýmis efni svo sem dýravernd, náttúru- lækningar og margt fleira, auk þess samdi hann og gaf út all- margar bækur. Það verða margir sem sakna þessa góða drengs og mæta manns, nú þegar hann er horfinn af sjónarsviðinu. Það var alltaf hressandi og gaman að ræða við Martein. Hann var svo glaðvær og kunni frá svo mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. Þau mörgu ár sem við höfum þekkst og starfað saman hef ég verið tíður gestur hjá honum og Astrid eiginkonu hans. Frú Astrid, sem er af norskum ættum, er einkar glaðlynd og geðþekk kona, myndarleg og góð húsmóðir, sem hefur búið manni sínum vist- legt og gott heimili. Hún var hon- um mikil stoð og stytta í lífsstarfi hans og áhugamálum. Að lokum vil ég biðja Marteini vini mínum guðs blessunar og velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út í. Blessuð veri minning hans. Ég, Þórdís kona mín og fjöl- skylda okkar vottum frú Astrid, börnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Erlingur Þorsteinsson Marteinn kennari Skaftfells var fæddur í Skaftafellssýslu að Auðnum í Meðallandi. — Foreldr- ar hans voru Magnús Jónsson og Unnur Ingibergsdóttir, góðir Skaftfellingar í ættir fram. Sín fyrstu spor fetaði sveinninn ungi — Marteinn Skaftfells — á sléttum grundum Meðallands skammt frá brimgörðum Ægis konungs annarsvegar og ólgandi jökulelfum hinsvegar. En um það bil fimm ára flyst sveinninn ásamt foreldrunum frá byggðum þessarar friðsælu sveitar, sem átti að umgjörð einhverja þá fegurstu fjallasýn, sem fyrirfinnst meðal íslenskra byggðarlaga með sjálfan konunginn, Öræfajökul tignar stærstur við ystu sýn til austurs en hinsvegar breiðar bungur Mýrdalsjökuls til vesturs, gljá- skyggðar með Kötlugjá að agnar- litlu fegurðartákni utanvert við háhvirfilinn mót sólarátt. Frá þessu svipmikla umhverfi flyst ungi sveinninn ásamt for- eldrunum og setjast að á Álftanesi með Skerjafjörð og Reykjavík að nágrönnum. Á þessum sögufræga stað þroskast Marteinn Skaftfells til þess sem hann varð, til mann- virðingar og til margskonar forustustarfa, aðkallandi þjóðþrifamála, og þeim öllum til trausts og vonandi langra lífdaga. Nú voru það stóru byggðarlögin, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem þjónuðu hlutverkum risajöklanna, sem töfruðu augnatillit unga sveinsins hátt, allt til ystu randar og tignar að himinhvolfinu sjálfu. Fyrsta áfanga til menntunar lýkur Marteinn Skaftfells vorið 1931 með kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands og það sama ár er hann ráðinn kennari skólaskyldra unglinga í sinni fæðingarsveit — Meðallandi. En 1933 er hann fast- ráðinn kennari við Miðbæjarskól- ann i Reykjavík og að Melaskólan- um flyst Marteinn 1946, en það ár byrjaði kennsla við þann skóla og var hann í fyrstu almennt skoðað- ur sem einskonar útbygging frá höfuðskóla höfuðstaðarins — Miðbæjarskólanum við Tjörnina. Marteinn Skaftfells var glað- vakandi unglingafræðari og til þess að uppfylla skyldu sína betur en gengur og geríst varðandi kröf- ur aðstandanda og vonir ung- mennanna í fræðsluefnum, jók hann verulega við sína grunn- menntun með ýmsum hætti, svo sem með utanlandsferðum til margra menntastofnana á Norð- urlöndum og Þýskalandi. — Hér heima nam Marteinn Skaftfells án afláts allt mögulegt, sem sneri að íslenskri tungu — móðurmálinu enda skipaði sú námsgrein önd- vegissess í hans fræðslustarfi. Þeirri ályktun minni til sönnunar vísa ég til gagnlegrar námsbókar — íslensk málfræði — sem hann ritaði ásamt Magnúsi Finnboga- syni og sem gefin var út 1940 námsgreininni til trausts og halds í öllu skólakerfi tslands. Með fullu kennarastarfi þjónaði Marteinn Skaftfells af lífi og sál fjölmörg- um áhugamálum sínum, persónu- legum og félagslegum. Þeim sinnti hann öllum með stakri trú- mennsku og óviðjafnanlegri fórn- arlund. Aldrei mér vitanlega voru það launin, sem skiptu þar máli til eða frá. Honum var það nóg, ef aðilinn hlaut það, sem vonin gaf ríkulegt tilefni til í öðruveldi við- komandi farsælla lffi, heilbrigði og hamingju. Á fyrrihluta fimmta áratugs þessarar aldar sýktist Marteinn Skaftfells af mænuveiki og var um tíma allþungt haldinn. Þá héldu margir, að dagar hans að leggja land undir fót væru með öllu tald- ir, en svo reyndist ekki. Með frá- bærum vilja og sjálfsmeðferð til andófs þessum hryllilega sjúk- dómi tókst Marteini Skaftfells að endurheimta sitt fyrra þrek mun meira en nokkur gat vonað. — Þessi sífellda og stanslausa þjálf- un til endurvakningar lífi í útlim- um var hvatinn að því, að Mart- einn Skaftfells fór að hugleiða eitt og annað tilheyrandi heilbrigð- ismálum okkar þjóðfélags og yrði það allt rakið til enda, myndi það nægja í býsna góðan bókaflokk al- þýðumanna til aflestrar, því víða stakk Marteinn Skaftfells á mein- unum. Hann læddist aldrei með görðum í þessum efnum, hann var opinskár og hikaði aldrei við að deiia við andskoðendur ef honum fannst ástæða til þannig átaka. Og í öllum slíkum viðskiptum var það með ólíkindum, hversu fjölmargar tilvitnanir voru Marteini Skaft- fells tiltækar úr allskyns fræðirit- um austanhafs og vestan framsett af heimsþekktum vísindamönnum sínum eigin málefnum til stuðn- ings. Ég efast um að nokkur alþýðu- maður í okkar þjóðfélagi hafi með slíkri alúð og samviskusemi unnið til jafns við Martein Skaftfells að batnandi heilsufari meðbræðra okkar og systra. Og þá hef ég i huga hið mikla magn af hollustu- efnum, sem hann fékk smátt og smátt leyfi til að flytja inn frá öðrum þjóðum og urðu öllum sem neyttu þeirra til margskonar heilsubóta. Marteinn Skaftfells var einlæg- ur og traustur dýravinur og marga blaðagreinina ritaði hann í dag- blöðin til áminningar um að dýrin, smá og stór, tamin og frjáls, væru líka verur, sem þörfnuðust tillits- semi á borð við mannfólkið. Altítt á hörðum vetrardegi mátti líta mörg hundruð spörfugla gæða sér á góðgæti — fuglafæðu — framan við stofugluggann i Hamrahlíð 5 og víst voru það meðal ánægju- samlegustu tilverustunda Mart- eins Skaftfells, er hann þjónaði þessum fiðruðu lífverum. Marteini var létt um mál, rökfastur og fljótur að greina aðalatriðin frá miðlungnum. Hann ritaði mikið í dagblöðin um öll möguleg málefni, hann þýddi úr ýmsum þjóðtungum fjölbreytt lesefni fyrir unglinga. Hann ritstýrði unglingablaðinu Hörpunni í tvö ár og nú síðast var hann aðalritstjóri tímaritsins Hollefni og heilsurækt — frábært að efni og víðlesið. öll samtök í okkar þjóðfélagi, sem að stofni til miðuðu að velferð og bættu lífi, studdi Marteinn Skaftfells með fyllstu orku hugar og handar og í því sambandi er vert að minnast á hið víðþekkta heilsuhæli í Hveragerði, sem Marteinn og aðrir skynsamir áhugamenn stofnuðu til og hrintu af stað um miðbik þessarar aldar með hinn kunna og dáða lækni Jónas Kristjánsson að leiðarljósi. Eftirlifandi kona Marteins Skaftfells er Astrid Vik, fædd og uppalin í Blakstad í Noregi. Á sín- um yngri árum lærði hún hjúkr- unarfræði. Hún ann list í mörgu formi og þjónar henni við og við með fjölbreyttum litum, pensli og lindarpenna. Á fyrri árum ritaði Astrid Vik bókina Ævintýri bókstafanna. Bókin var skrifuð á norsku, móðurmáli frúarinnar, en maður hennar, Marteinn Skaft- fells, sneri henni til íslenskrar tungu. Heimili þessara elskulegu hjóna, Astridar og Marteins, var aðlaðandi og vistlegt. Þar hylja veggina bókahillur, sem varðveita eitt hið stærsta bókasafn sem ég hef litið í eins manns eigu. Astrid Vik og Marteinn eignuð- ust eitt barn, soninn Hákon Magn- ús, fæddur 2. janúar 1945. Hann er fyrirliði og forstjóri heildverslun- arinnar Elmaro á Bergstaðastíg 19, Reykjavík. j J í dag kveðjum við hugsjóna- og baráttumanninn Martein Skaft- fells. Marteinn fæddist á Auðnum, Meðallandi 14. ágúst 1903, en ólst að mestu upp á Álftanesi. Hann tók kennarapróf árið 1933 og bætti síðar við menntun sína í Askov, Kennaraháskóla Kaup- mannahafnar og Háskóla íslands auk ýmissa námskeiða bæði utan- lands og innan. Kennslu stundaði hann þar til hann fór á eftirlaun. Hann hóf sambúð með Þórunni Björnsdóttur árið 1931 en þau slitu samvistir að sex árum liðn- um. Þau áttu tvö börn saman, Heiðar kvikmyndagerðarmann í Vestmannaeyjum og Venný Keyth, gift og búsett í Vestur- heimi. Eftirlifandi kona hans er Astrid fædd Vik, hjúkrunarkona ættuð frá Noregi. Þeirra sonur er Hákon sem nú er framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Elmaro. Marteinn lagði á sinni löngu ævi gjörva hönd á margt fleira en kennslustörf. Hann sat allra manna lengst í stjórn Náttúru- lækningafélags íslands og var einn aðalhvatamaður að stofnun Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði og NLFÍ-búðarinnar. Hann var lengi formaður Dýraverndarfélags Reykjavíkur, vann að málefnum Sólskríkjusjóðsins og ýmsum öðr- um dýraverndunarmálum. Þá þýddi hann eða frumsamdi fjölda barnabóka auk annarra rita um ýmis málefni. Þekktastur var Marteinn þó sennilega fyrir ótölu- legan fjölda greina um heilsu- fræðileg efni, sem birst hafa í dagblöðum og tímaritum um heil- brigðismál, sérstaklega Heilsu- vernd og Hollefni og heilsurækt, sem Heilsuhringurinn gefur út, en Marteinn var fyrsti formaður hans. Marteinn var hugsjóna- og bar- áttumaður. Eigin reynsla ásamt skarpri greind og opnum hug fékk hann til þess að endurskoða hefð- bundnar hugmyndir um sjúkdóma og heilbrigði. Hann veiktist mjög alvarlega árið 1946 og var þá ekki hugað líf. Hinn þekkti frumkvöð- ull og baráttumaður Jónas Krist- jánsson læknir kom honum þá til aðstoðar og óbilandi viljaþrek Marteins og lækniskunnátta og hæfileikar Jónasar unnu það kraftaverk að koma honum til heilsu, þó að líkamsþrek Marteins hafi þó líklega aldrei náð sér að fullu. Þetta opnaði augu hans fyrir því að iæknisfræði væri að mörgu leyti á villigötum. Orsök ýmissa sjúkdóma mætti rekja til rangra lífsvenja og alveg sérstaklega til rangrar og ófullnægjandi nær- ingar, sem fylgir efnaskertri mat- vöru 1 nútíma þjóðfélögum. Þetta leiddi til þess að hann fór að kynna sér gagnsemi bætiefna og hvernig skortur þeirra leiðir til sjúkdóma og vanheilsu. f milli þrjátíu og fjörutíu ár las hann allt sem hann náði í um vísindalegar rannsóknir um þessi efni og var áskrifandi að fjölda erlendra tímarita um slíkar rannsóknir og einnig um það sem í nágranna- málunum er nefnt „alternativ medicin", þ.e.a.s. óhefðbundnar lækningaaðferðir, sem sannanlega gefa oft athyglisverðan árangur. Þekking hans á næringarfræði og fæðubótaefnum var því orðin mjög yfirgripsmikil og hefðu margir, einnig háskólagengnir í þeim fræðum, getað ýmislegt af honum lært. Hann stofnaði innflutningsfyr- irtækið Elmaro árið 1946 til að bæta úr tilfinnanlegum skorti fæðubótaefna hér á landi. Mart- einn notaði þekkingu sína á þess- um vörum til að velja til innflutn- ings það sem hann taldi best og nauðsynlegast að fólk hefði að- gang að hér á landi. Fljótlega fóru þó vissir sterkir aðilar, sem ætla má að hagsmuna hafi átt að gæta í sambandi við innflutning lyfja, að reyna að hindra innflutning þessara efna. Beittu þeir til þess aðferðum sem Marteinn taldi brjóta í bága við lög og reglugerðir auk þess að vera ögrun við heil- brigða skynsemi og rannsóknir þekktra erlendra vísindamanna. Þá benti hann á það með réttu, að túlkun hliðstæðra laga í ná- grannalöndunum væri öll önnur en hér á landi og flest þau heilsu- bótarefni sem hér hefur verið reynt að banna sölu á væru seld hindrunarlaust þar. Vel má vera að einhverjum sem les þessar lín- ur finnist ósmekklegt í minn- ingargrein að rifja upp þessi mál. Um það verður vitanlega hver og einn að hafa sína skoðun, en það er hreinlega ekki hægt að skrifa um Martein Skaftfells án þess að þetta sé rætt. Ég er þess fullviss að hvar sem andi Marteins dvelur nú ætlast hann beinlínis til þess að ég minni á baráttumál hans í meira en þrjátíu ár i þessari grein. Hann barðist lengi vel, að mestu einn, við ofureflið og í fjölda greina í dagblöðum sést, að á stundum var sú barátta óvægin á báða bóga. Andstæðingar hans skreyttu nöfn sín oft með alls kon- ar lærdómstitlum, en hann varð að láta sér kennaranafnbótina nægja. Þekking hans var þó svo yfirgripsmikil, að í fræðilegum efnum máttu „sérfræðingarnir" vara sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.