Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 47

Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 47 Marteinn hafði hvassan stíl og var ófeiminn að segja það sem hann taldi sannast og réttast. Sumt af því var þess eðlis að hefðu andstæðingar hans verið með al- gerlega hreinan skjöld málefna- lega séð hefðu þeir auðveldlega átt að geta höfðað mál á hendur hon- um og fengið orð hans dæmd ómerk. Enginn hafði þó kjark til þess og sýnir það e.t.v. betur en flest annað hver hafði rétt fyrir sér. Sumt af hugsjónum Marteins er nú orðið að veruleika og hug- myndir hans hafa smátt og smátt síast út í þjóðfélagið, og einnig læknar hafa tileinkað sér þær. Annað bíður framtíðarinnar. Marteinn leitaði ávallt sann- leikans í hverju máli og þó að hann væri oft óvæginn í skrifum um andstæðinga sína, fyndist hon- um réttu máli hallað, var hann mikill mannþekkjari og fljótur til sátta ef hann taldi að einhver hefði af fljótfærni eða fávisku fremur en af illvilja veist að hon- um eða sagt eitthvað sem hann taldi rangt. Hann hafði andstyggð á undirferli og flærð, enda voru þeir þættir skapgerðar einna fjærst eðli hans. Einnig var hroki í öllum myndum honum lítt að skapi. Sjálfur var hann allra manna ljúfastur, þrátt fyrir heita skapgerð, og allra vanda reyndi hann að leysa, væri það á færi hans. I blaðadeilum var oft reynt að láta líta svo út að hagsmunir Elamro væru það eina sem skipti máli fyrir Martein og fyrir hann væru hagnaðarsjónarmið aðalat- riðið. Slík skrif verkuðu þó sem argasta öfugmæli á þá sem þekktu hann eitthvað. Fáa veit ég sem peningagræðgi hefur minna þjáð en Martein. Allt hans starf var unnið af hreinni hugsjón, en vit- anlega getur enginn látið leggja ævistarf sitt í rúst án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Hversu I margir hafa ekki heimsótt heimili þessara hjóna á liðnum árum og verið leystir út með gjöfum í formi bætiefna og hollra ráðlegginga? Kynni okkar Marteins hófust í Heilsuhringnum árið 1978 og hef ég síðan verið tíður gestur á heim- ili þeirra hjóna. Það er ávallt mik- ið lán að kynnast góðu fólki. Mart- einn var óvanalegur og sérstæður persónuleiki, sem öllum sem kynntust hlaut að þykja vænt um og verður ógleymanlegur í minn- ingunni. Um þátt Astrid konu hans í lífsstarfi hans mætti skrifa langa grein en hún hefur alltaf staðið sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, auk þess að búa honum fal- legt heimili. Missir hennar er því sárastur, en ég veit þó, að hún býr yfir þeirri trúarvissu að skilnað- urinn sé aðeins tímabundinn. Nú kveðjum við hugsjónamann- inn, baráttumanninn og mannvin- inn Martein Skaftfells. Ég og fjöl- skylda mín biðjum þess að sá er öllu ræður veiti ástvinum hans styrk og óska þess um leið að við ættum fleiri menn sem líktust Marteini Skaftfells. Ævar Jóhannesson Kveðja frá Heilsuhringnum Marteinn Skaftfells, vinur okkar og félagi, átti frumkvæði að stofnun Heilsuhringsins árið 1977 og var fyrsti formaður félagsins. Með honum hverfur af sjónarsvið- inu litríkur, sterkur og heillandi persónuleiki, sem verður öllum ógleymanlegur sem kynntust hon- um. Hann var flestum fróðari um allt er snerti holla lifnaðarhætti og fagurt mannlíf og var óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni, sem hann stöðugt bætti við og endurnýjaði. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og verða okkur ógleymanlegar margar stundir á heimili hans og Astrid, sem hvatti mann sinn til allra góðra verka. Hann fræddi og leiðbeindi án þess að prédika og dæma eða skipa fyrir. Hann var örlátur og gaf af sjálfum sér og var ákaflega næm- ur á tilfinningar og líðan annarra, ekki einungis manna heldur einnig málleysingja. Hann lét því ekkert tækifæri ónotað ef hann taldi sig geta orðið þeim að liði, sem voru hjálparþurfi og minnimáttar. Marteinn var fullhugi og baráttumaður allt til hinstu stundar og hopaði hvergi, þótt stundum sýndist við ofurefli að etja. Hann lét aldrei sinn hlut ef honum þótti gengið á rétt almenn- ings til greiðari aðgangs að heilsu- bætandi fæðuefnum. Við þökkum Marteini samfylgd- ina og allt það góða, sem hann gaf af örlæti hjarta síns. Astrid eig inkonu hans, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðj ur. Stjóm Heilsuhringsins Kveðja frá Náttúru- lækningafélaginu Marteinn Skaftfells hóf ungur afskipti af málefnum náttúru- Félag íslendinga á Norðurlönd- um, SÍDS, hélt 9. ársþing sitt í Árós- um helgina 22.—24. febrúar sl. SÍDS var stofnað vorið 1976 og var í upphafi samband íslendinga- félaga í Danmörku og Suður-Sví- þjóð. Markmið félagsins er að stuðla að menningarsamskiptum íslendinga á Norðurlöndum og efla tengsl þeirra, bæði innbyrðis og við Island og íslensk málefni. Árið 1980 var sambandinu breytt'í félag. Eru hin einstöku íslend- ingafélög, sem mynda deildir í lækningahreyfingarinnar. Hann veiktist snemma á ævi sinni af lömunarveiki, en náði sér nær al- gjörlega þrátt fyrir að veikindin hafi verið alvarleg. Þakkaði hann batann Jónasi Kristjánssyni, lækni, sem var stofnandi Náttúru- lækningafélagsins á íslandi. Jónas beitti aðferðum náttúrulækna við endurhæfingu sjúklinga og var ár- angurinn oft næsta ótrúlegur eins og m.a. sýndi sig á bata Marteins. Upp frá því starfaði Marteinn með Jónasi og öðrum brautryðj- endum náttúrulækningastefnunn- ar að framgangi hennar hér á landi. Hann var um skeið stjórn- armaður í Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur og einn af stofnend- um pöntunarfélags þess. Marteinn vann mikið að uppbyggingu heilsuhælis Náttúrulækningafé- lagsins í Hveragerði og átti einna mestan þátt í útvegun landsvæðis- ins sem það stendur nú á. Nær- ingarfræði var eitt af megin- SÍDS, nú 18 og var gert ráð fyrir að 5 myndu bætast við á ársþing- inu. Að því er segir í frétt, sem Mbl. hefur borist frá SÍDS, rekur félag- ið m.a. sérstakan sjóð, sem ætlað er að styrkja menningarviðburði ýmiskonar. Hafa fjölmargir ein- staklingar og hópar notið góðs af starfsemi sjóðsins. Þess er einnig getið, að hópar listafólks frá ís- landi hafi komið til Skandínavíu með verkefni sín og fengið til þess styrk frá SÍDS. áhugamálum Marteins, einkum sá þáttur er varðar fæðubótaefni. Hann myndaði félagsskap, Heilsu- hringinn, sem vinnur að fræðslu um náttúruleg heilsuefni. Hann stofnaði heildverslunina Elmaró, sem helgað hefur sig innflutningi slíkra efna. „Heilbrigð sál í hraustum lík- ama“ var eitt af orðatiltækjum Marteins, en hann leit svo á að rétt fæðuval væri grundvöllur góðrar heilsu. Marteinn var mikill baráttumaður og hreif menn gjarnan með sér í ræðu. Efaðist enginn um sannan vilja hans til þess að fyrirbyggja sjúkdóma hjá hinum heilu en líkna hinum hrjáðu. Marteinn var heiðursfélagi í Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur frá 1982. Við kunnum hon- um bestu þakkir fyrir stöf hans og samfylgd á liðnum árum. Eigin- konu og börnum vottum við dýpstu sámúð vegna fráfalls góðs drengs. Annar hluti starfseminnar, sem orðið hefur æ umfangsmeiri með árunum, er að útvega féiagsmönn- um flugferðir til lslands á hag- stæðum kjörum. Segir í fréttinni að góður og mikill árangur hafi náðst í þeim efnum. En á síðasta starfsári flugu um 3.500 farþegar á vegum SÍDS frá Skandinavíu til Islands og er það mesta þátttaka í sögu félagsins. Félagið starfar á sex svæðum og á hvert svæði einn fulltrúa í stjórn. Höfuðaðsetur félagsins er í Kaupmannahöfn. Arsþing Islendinga á Norð- urlöndum haldið í Árósum BókamarkaÓur Máls og Menningar Opnar í daQ íslenskar og Bókaveislaá erlenda': bækAur wwiwivwiu u • a gomlu verði öllum hæoum • * tnboðsverði • í tilboðspökkum • með afborgunum • með staðgreiðsluafslætti Bókaveisla fjölskyldunne i—É—i f Bókabúð 3 LmALS & MENNINGAR J LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 Þrjú gramsborð hlaðin bókum á 25 krónur - 50 krónur og 75 krónur ir - 24242

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.