Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 fólk í fréttum JOHN JAMES EKKI FISJAÐ SAMAN Greindi frá giftingar- áformum fyrst í sjónvarpi John James heitir leikari sem áhorfendur Dynasty munu fljótlega kannast við er þeir sjá hann. Hann leikur eiginmann hinnar útsmognu Fallon Carr- ington. Hann fór sínar eigin leiðir til að vinna hug og hjarta heit- konu sinnar, hinnar 25 ára gömlu Marciu Wolf. Hann opinberaði trúlofun þeirra í beinni útsend- ingu sjónvarpsþáttar sem heitir „The Merv Griffith Show“ og Marcia var heima að horfa á pilt- inn sinn og vissi ekki hvað í vænd- um var. „Hún hágrét af gleði," segir John hróðugur, en útskýrir svo nánar hvernig honum datt þvílíkt og annað eins uppátæki í hug: „Einhver óþokki hringdi í ýmsar leikkonur í Hollywood, kynnti sig sem John James og fór á fjörur við þær á miður siðlegan hátt og dónalegu orðalagi. Þetta spurðist út og ég vissi að ég myndi missa Marciu ef ég gerði ekki eitthvað afgerandi. Eg hreinlega varð, það er engin kona eins og Marcia. Nú, hún tók þetta uppá- tæki ekki óstinnt upp og nú er ekkert annað að gera en að gifta sig. Ætli við skreppum ekki til Ba- hamaeyja í brúðkaupsferð, það mætti segja mér,“ segir John. Morgunblaðið/Ólafur EGILSSTAÐIR ÓRABELGIR Á ÖSKUDEGI Það var mikið um að vera hjá yngstu kynslóðinni á Egilsstöð- um á öskudaginn, kötturinn var sleginn úr tunnunni, síðan var gengið um bæinn með söng og h'ærs konar glensi og að lokum var diskótek i Valaskjálf. Tómstundaráð Egilsstaðahrepps gekkst fyrir öskudagsuppákomum eins og venjulega, og var vandað vel til búninga. Auk foreldranna hafa kennarar og fóstrur að líkindum lagt þar hönd að verki. Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust að slá köttinn úr tunninni, því að bæði var tunnan rammgerð og bareflið létt í hendi, auk þess sem þátttakendur urðu fljótt krók- loppnir í kuldanepjunni. En það tókst að lokum með hraðfylgi og þá var haldið um bæinn með söng og glensi. Á dansleiknum milli kl. 17 og 19 voru verðlaun veitt fyrir grimubúninga og fyrstu verðlaun hreppti Andri nokkur Sigurjónsson í 3. bekk Egilsstaða- skóla, enda var hann klæddur eins og ofurhugum er tamast nú á dögum. Það hlýtur að vera að órabelgir hér á Egilsstöðum hafi fengið dágóða útrás í ærslum þessa öskudags. Ýmsum mun hafa þótt nokkur reisn að venju yfir útskrift úr HÍ, sem fram fór fyrir skömmu, enda stór stund í lífi þeirra sem hafa lokið löngu og ströngu námi. Þó mun flestum er á horfóu hafa þótt sem einn hinna stoltu skírteiníshafa stœli senunni þennan dag. Hún var þeirra elst aö árum, nýi sagnfrmöingurinn Friöný G. Pétursdóttir, sem skartaói íslenskum bún- ingi þennan merkisdag. Blm. heimsótti hana og innti hana svolítið eftir náminu fyrr í vikunni. „Samtfdarsaga og hagsaga hagnýtustu föginu Friðný G. Pétursdóttir Hvernig var þínu skólanámi fyrr á árum háttað? — 15 ára gömul hóf ég nám í eldri deildinni, Alþýðuskólanum að Laugum en þá hófu nemendur nám 18 ára, þannig að ég var nemandi á ábyrgð skólastjórans. Þaðan tók ég próf upp í 3. bekk menntaskólans. Þetta var á kreppuárunum og ekki allir sem áttu tækifæri á því að fá að læra. Mér fannst afskaplega gaman í Menntó og við vorum 3 „brylur" eins og strákarnir kölluðu okkur Margréti Indriðadóttur frétta- stjóra og Evu Ragnarsdóttur fyrrv. blm. auk mín, strákarnir voru 35. Ég var síðan viðloðandi Há- skólann í tvö ár og tók „fíluna" 1944. Mest heillaði nú samt bókmenntasagan hjá Sigurði Nordal. Síðan giftist ég lækna- nema eins og gerist og gengur og börnin fara að koma í heiminn og þá voru engin námslán, þannig að námið var lagt á hilluna í bili. Við fórum erlendis því maður- inn minn fór i framhaldsnám og enn voru börn að koma í heiminn hjá okkur, urðu alls fimm, og auk þess hugsaði ég um tvö gamal- menni, þannig að ég hafði nóg að gera sem húsmóðir. Það var svo eiginlega fyrir orð dóttur minnar að þetta hófst að nýju, en hún sagði við mig fyrir nokkrum ár- um: „Elsku mamma farðu nú að gera eitthvað fyrir sjálfa þig, t.d. að fara í skóla." Svo að ég ákvað að taka upp þráðinn að nýju og drifa mig í Háskólann. Morgunblaöið/Július Hvernig hagaðir þú svo nám- inu? — Ég byrjaði á þvi að vera að hálfu í guðfræði og hálfu i sagnfræði. Ef maður lærir sagnfræði verður maður líka að læra listasögu, kirkjusögu, þjóð- háttafræði og strauma og stefnur auk venjulegrar mannkynssögu og íslandssögu. Kirkjusaga er undirstaða menntunar og sögu íslands, en hitt er allt nauðsyn- legt að kunna skil á einnig. Hvað fannst þér hagnýtast af þessu námi? — Fyrir utan það sem ég var að telja upp þá voru samtíðarsag- an og hagsagan hagnýtustu fögin. Hvernig var að setjast á skóla- bekk eftir 37 ára hlé? — Ég fann engan mun. Þetta er alveg eins og þegar ég settist á skólabekk á Laugum, þó ég hafi e.t.v. verið elsti nemandi Háskól- ans. Ég fann ekki fyrir neinu kynslóðabili og mér fannst sér- staklega gaman að fá að vera fé- lagi unga fólksins. Um hvað fjallaði BA-ritgerðin þín? — Hún var um komu karak- ulfjárins til íslands. Það var ekki erfitt fannst mér að vinna að henni. Fólk var sérstaklega hjálpsamt bæði þeir sem ég ræddi við munnlega og þeir er lánuðu mér heimildir. Hvað tekur við núna? — Það er allt óákveðið. Ég byrja eflaust á því að dunda mér og leika við barnabörnin og njóta þeirra áður en skólinn fer að spilla þeim. FRIÐNÝ G. PÉTURSDÓTTIR VAR AÐ LJÚKA BA-PRÓFI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.