Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Scfawarzenegger og Jones spenna vöðvana í Conan the Destroyer. Hormónahasar Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Conan the Destroyer ★ * Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Stanley Mann. Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Grace Jones, Wilt ('hamberlain, Sarah Douglas. Tvö ofurmenni úr hasarblöðum gnæfa nú við tjöld og hnykla vöðv- ana í bíóum borgarinnar. Finnist einhverjum hasarinn of heim- spekilegur í Greystoke, The Leg- end of Tarzan í Austurbæjarbíói, þá þarf hann ekki að hafa áhyggj- ur af slíku í Conan the Destroyer í Laugarásbíói. Conan er kannski ekki brött mannvitsbrekka en hann er mikið vöðvafjall og það dugir til að halda uppi býsna spretthörðum hasar sem ekki krefst neinna vangaveltna um uppruna tegundanna. Conan the Destroyer fellur kirfilega inní þá hasarmyndahefð sem vinsæl hefur verið undanfarin ár og kennd er við „sword and sorcery", þar sem ægisterkar og hugumstórar hetjur berjast fyrir fagrar meyjar við skrímsli og skilmingakappa í ævintýraheimi seiðskratta og hulinna vætta. Persónan er teiknimyndafígúra sem fæddist í blaðinu Weird Tales Magazine árið 1930 en tók fyrst á sig kvikmynd í Conan the Barbari- an árið 1982. Um söguþráð er óþarft að fjölyrða. Conan The Destroyer er hin frambærilegasta afþreying fyrir þá sem hafa gam- an af kraftmiklum bardagaatrið- um. Arnold Schwarzenegger legg- ur Conan ekki aðeins til skæslegan hormónaskrokk heldur líka nokk- urn sjarma og kímnigáfu. Diskó- drottningin Grace Jones veitir honum dyggilega aðstoð sem rennilegur svartur villiköttur. Að- rir þátttakendur eru mun þynnri. Gjarnan hefði mátt henda rest- inni af leikurunum og persónun- um út úr myndinni og setja eitt- hvað kryddaðra í staðinn. Þetta er voða bragðdauft lið. En seigt und- ir tönn. Smiöjuvegi 1^ Kópavogi. Föstudagur: Gömlu dansarnir 21—03. Hljómsveit Jóns Sigurössonar leikur og syngur. Nú veröur stanslaust fjör. Aög. 150 kr. Laugardagur: Lokað vegna einkasamkvæmis. Sunnudagur kl. 21.00—00.30. Gömlu dansarnir og samkvæmisdansar. 150 kr. sími ÍÓ 46500. Vínveitingar ekki enn sem komiö er. Snyrtilegur klæönaöur. Aldurstakmark 18 ára. Hinir óttalegu ísræningjar. Á köldum klaka Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: ísræningjarnir Leikstjóri: Stewart Raffil. Framleið- andi: John Foreman. Handrit: Raff- ill og Stanford Sherman. Kvik- myndataka: Matthew F. Leonetti, ASC. Tónlist: Bruce Broughton. Frumsýnd í mars 1984. Bandarísk frá MGM/UA. Sýningartími: 96 mín. Það sem hefur vakað fyrir fá- kunnandi aðstandendum þessarar rislágu kvikmyndar er erfitt að ráða í, þó hefur kvikmyndin fsræn- ingjarnir líklegast átt að verða sat- íra á borð við Airplane myndirnar, o.fl., nú skyldu geimsstríðsmyndir skrumskældar. Þessi ásetningur mistekst að vel flestu leyti. Efnið og umbúðirnar með þynnsta móti, húllumhæ í lé- legu stúdíói. í einhverri vetrar- braut út i blámanum líða menn mikinn vatnsskort. Ulmenni ráða yfir þeim fáu dropum sem enn seytla uppá yfirborðið. Söguhetjur myndarinnar eru einskonar Hróar Hettir sem stela frá þeim lindar- vatninu og miðla á meðal þyrstra. Að sjálfsögðu fléttast inní þessa margslungnu atburðarás prins- essa sem týnt hefur honum pápa sínum og söguhetja vor finnur þegar hann lítur upp frá vatns- austrinum. Ekki þarf að fara í grafgötur með hver fundarlaunin eru! Mikið af illa gerðum leiksviðum, aflóga vélmennum, fimmaura bröndurum og stælingum frægra atriða úr geimmyndum, allt frá 2001 til Return Of The Jedi, ein- kenna ísræningjana. Úll tækni- vinna er í hálfgerðum handaskol- um og leikurinn óburðugur. Ein af þeim myndum sem best eru gleymdar sem fyrst. íslenzka hljóm- sveitin í Borgarnesi ÍSLENZKA hljómsveitin heldur tónleika í íþróttamiðstöðinni í Borg- arnesi á laugardaginn klukkan 15, og endurflytur hljómsveitin þar dag- skrána „Sveiflur" sem hún flutti í Laugardalshöll á öskudagskvöld. Með hljómsveitinni koma fram gítarleikararnir Björn Thorodd- sen og Vilhjálmur Guðjónsson, Sverrir Guðjónsson söngvari og Ásgeir H. Steingrímsson tromp- etleikari. Á dagskránni eru fimm ný „sveifluverk". Stjórnandi er Guð- mundur Emilsson Bónatær Tónabær Friðarvika Topp tískusýning Modelsamtökin meö sýningu á fatnaöi fra versluninni Hjartaö. Kung Fu flokkurinn. 50 fyrstu fa Trillu- borgara. l escw. inc Þann fyrsta mars nk. hefst friöarvika í félagsmiðstöövum Reykjavíkur og nágrennis. Hefst vikan kl. 17.00 á Lækjartorgi meö glæsilegum skemmtiatriöum. Þaðan verður síðan gengiö með friðarljós í Tónabæ þar sem haldinn verður dansleikur frá 9.00—01.00. Reynt veröur að hafa vikuna sem fjölbreyttasta á hinum ýmsu félagsmiðstöðvum, þó meö nokkrum sameigin- legum verkefnum t.d. veggplakatsamkeppni, skemmti- kvöldum í öllum félagsmiöstöövum og umræðuhópum. En umræðuhóparnir koma til meö að taka fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi, skoöuð verða myndbönd og m.fl. m.fl. Opiö kl. 21.00—01.00. Trillan, Ármúla, toppstaöur með opiö til kl. 03.00. 3 stuð-hljómsveitir kynda upp fjöriö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.