Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 58
58
5 j.i JrQ A.JL' I Q r ' I | I 'PJI ( jn * ii.’i » 1.1 A»Jf
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
„Éq h«ld oub \/i& gctum kom'&i
af á.r\ hanalar benctinga. á.
ir>i5ju kyrrahafinu."
ást er ...
... bað í bala
TM Rea U.S. Pat. Ott.-all rlghts re»rv«t
•19M Los Angeles Tlmes Syndlcate
Einkennilegt hve oft mig dreymir
sama drauminn: Ég stend með
fullt fangið af skemmdum tómöt-
um og grýti verkstjórann en þó
kurteislega?
Með
morgunkaffinu
Hann er kominn þessi ynrnáttúru-
lega freki, Gunna systir!
HÖGNI HREKKVÍSI
Bréfritarar eru ósáttir við það hve þungarokk er sjaldan leikið í útvarpi og
sjónvarpi.
Hvar heyrist allt
þetta þungarokk?
Óskað
upplýsinga
Gísli skrifar:
Starfandi eru tvö félög um
málefni fólks með geðræn
vandamál, Geðhjálp og Geð-
verndarfélag íslands. Því spyr
ég:
1. Hvar er hægt að gerast fé-
lagsmaður?
2. Hvernig er háttað starfsemi
þessara félaga og hvernig
vinna þau að hagsmunum
þessa fólks?
3. Er fræðslu- og upplýsinga-
þjónusta hjá þessum félög-
um og ef svo er, þá hvar og
hvernig?
4. Veita félögin fólki með geð-
ræn vandamál einhverja
þjónustu?
Karate á
Skagann
Þrjár þrettán ára:
Hæ Velvakandi.
Við erum hérna þrjár á Akra-
nesi sem finnst vanta mjög mik-
ið karate á Skagann. Er ekki
hægt að fá einhvern hingað til
að kenna það?
Við vitum um fullt af krökk-
um sem langar til að æfa karate
og því yrði slíkt námskeið alveg
örugglega vel sótt. Við vonumst
til að sem flestir Skagamenn
taki undir þetta.
Tveir þungir skrifa:
Við eigum vart orð til að lýsa
undrun okkar á skrifum Boggu í
Mbl. 7. og 21. feb. Við lestur greina
hennar kemur það berlega í ljós að
hún er mikill andstæðingur þunga-
rokks og virðist hún heyra það alls
staðar. Hvar hún heyrir allt þetta
þungarokk þætti okkur vænt um að
vita. Ríkisútvarpið, sjónvarpið og
rás 2 spila ekkert sem kallast
þungarokk og kallast það gott ef að
leikið er eitt þungarokkslag í þess-
um fjölmiðlum á viku.
Þá er það Skonrokk. Bogga talar
um að setja þungarokkið út af
dagskrá þar, henni væri nær að
segja að láta það á dagskrá þar, þvf
að í hverjum þætti er að meðaltali
leikið eitt þungarokkslag. Það köll-
um við ekki mikið fyrir okkur
þungarokksaödáendur þvi að þó að
við séum minnihlutahópur þá erum
við stór minnihlutahópur sem taka
þarf fullt tillit til.
Rás 2 er í okkar augum ekkert
nema hneyksli og ættu stjórnendur
hennar og annarra fjölmiðla að
skammast sín fyrir framkomuna við
þungarokksaðdáendur. Viljum við
nota tækifærið og óska eftir því að
fjölmiðlar fari að sýna réttlæti í
þessum málum. Því fyrr því betra.
Hvernig væri svo að sjónvarpið
sýndi tónleika með einhverri þunga-
rokkshljómsveit í staðinn fyrir alla
þessa popptónleika og rás 2 mætti
fara að setja á laggirnar þunga-
rokksþátt. Svo við víkjum nú aftur
að Boggu þá erum við alveg hneyksl-
aðir á rógburði hennar í garð
þungarokks og unnenda þess. Lang-
ar okkur til að vita ástæðu þess að
hún er svo mjög á móti þungarokki
og eina ástæðu þess að hún hleypur
með það alla leið í fjölmiðlana.
Sæl að sinni.
Illa farið með bændur
Þau mistök áttu sér stað við birt-
ingu þessa bréf þann 17. febrúar að
niður féllu nokkrar línur. Því birtist
bréfið aftur i heild sinni.
K.S. skrifar:
Bændur kvarta ekki þótt þeim
séu áætlaðar tekjur f gegnum
skrifstofur í Reykjavík. Það er að-
dáunarvert, hvað þeir þegja við
öllu sem af þeim er krafist og ætl-
ast af mönnum sem fara með
þeirra mál. Þeir hafa í hendi sér
kvóta, kjarnfóður og verð á afurð-
um. Já, verð á afurðum, sem er
fjandakornið sama og ekkert. En
það er ekki hægt að ætlast til að
neytendur geti keypt landbúnað-
arafurðir á þessu verði, sem á
þeim er út úr verzlun, fólk með
20—25 þús. kr. tekjur getur ekki
veitt sér þann munað. Eg tek smá
dæmi af fjölmörgum ... viðvíkj-
andi verði á því sem bóndi fær og
svo því sem varan er seld á út
verzlun. Bændur sætta sig við að
fá t.d. fyrir kálfakjöt 55—64 krón-
ur kg (í des. ’84 er búið að draga
frá sláturkostnað). Hvert kíló er
svo selt út úr verzlun á 198 kr. —
520 kr. kg (21. jan. ’85). Bændur fá
ekkert fyrir lifur og hjörtu, sem
aftur á móti kosta 93 kr. út úr
verzlun.
Bóndi fékk í haust 47 kr. fyrir
kíló af folalda- og trippakjöti, sem
er selt út úr verslun (31. jan. ’85) á
279 kr. — 318 kr. hvert kg. Smjör
úr rjóma sem kannski er tekinn úr
léttmjólkinni, meðal annars, er
selt á óheyrilega háu verði. Fram-
leiðsluráð lítur svo á, að osta- og
smjörbirgðir hrannist upp fyrir
það að fólkið í landinu getur ekki
keypt vörurnar. En söluaðilar
segja, það er offramleiðsla á af-
urðum. Þeim dettur ekki í hug að
lækka verðið til neytenda með því
að lækka milliliðakostnaðinn.
Framleiðendur þurfa á neytendum
að halda og því ætti það að vera
krafa bænda að söluaðilar síni
sanngirni í verðlagningu búvara.
Ég held að heilsugæslukostnaður,
svo sem tannlækna-, lyfja, læknis-
og sjúkrahúskostnaður, myndi
lækka ef börn og fullorðið fólk
borðuðu meira af landbúnaðaraf-
urðum. Börn sem fá nógan og holl-
an mat sækjast ekki eftir sælgæti.
En eiga íslendingar ekki met í
sykuráti?
Bréfritari segir að bændur fái alltof lítið fyrir vöru sína miðað við það verð sem hún er seld á út úr verslun. Tekur
hann sem dæmi kálfa- og hrossakjöt.