Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR L MARS 1986
61
Nýr glæsilegur sjö hæða íþróttaleikvangur í Mónakó:
Knattspyrnuvöllurinn
er á annarri hæð!
• Hið glæsilega mannvirki séð úr lofti: Stade Prinz Rainier III.
NÚ ER nýlokið byggingu glœsi-
legs íþróttaleikvangs í fursta-
dæminu Mónakó á Miójaröar-
hafsströnd Frakklands. Þrátt
fyrir að í ríkinu væri til staðar
knattspyrnuvöllur þar sem um
15.000 áhorfendur komast fyrir,
Stade Louis II, og sjaldgæft sé
að þar sé þröngt setinn bekkur-
inn, réðst Rainier fursti í bygg-
ingu þess glæsilega mannvirkis
sem meöfylgjandi mynd er af.
Leikvangurinn er nefndur eftir
furstanum: Stade Prinz Rainier
III.
i
Nýi leikvangurinn er á sjö
hæöum — og líkist meira íbúöar-
blokk en íþróttavelli. Hann er all-
ur hinn glæsilegasti. Á neöstu
hæöinni eru bílastæöi, íþrótta-
salur þar sem 2.500 til 3.700
áhorfendur rúmast í sæti, sund-
laug, nægilega stór fyrir alþjóö-
leg mót og bílastæöi. Þar er
einnig aö finna mjög góöa æf-
ingaaöstööu fyrir öll íþróttafélög i
Mónakó. Stærsta plássiö fær
knattspyrnuliö staöarins, AS
Monaco, en auk mikils pláss fyrir
æfingar hefur liöiö veitingahús,
eldhús, sjónvarpsherbergi og
fleira í þeim dúr til umráöa. Sem
sagt, flest sem hægt er aö hugsa
sér á slíkum staö, og kannski
meira til.
Völlurinn er svo á annarri hæö
og sérstakir rúllustigar eru í
þessari „höll“ til aö áhorfendur
eigi auöveldara meö aö komast
aö sínum stööum — en rými er
fyrir 20.000 áhorfendur á leik-
vanginum. Þar af 10.000 í sæti,
og byggt er yfir öll áhorfenda-
stæöin.
Fyrir 20 árum var svæöiö þar
sem leikvangurinn hefur nú veriö
byggöur ekki til — hafiö náöi þá
yfir allt þaö svæöi ríkisins sem
kallast Fontvielle. Þá var ráöist i
þaö aö stækka ríkiö um 22 hekt-
ara og fyllt var upp í svæöið. Þar
hefur nú talsvert veriö byggt —
en þess má geta aö viö þessa
uppfyllingu stækkaöi Mónakó-
ríkiö um hvorki meira né minna
en 16%.
Hafist var handa viö byggingu
nýja leikvangsins í mai 1981 og
lauk verkinu nú um áramótin.
Heildarkostnaöur viö bygging-
una var tæplega tveir og hálfur
milljaröur íslenskra króna.
Rainier Prinz vígöi nýja leik-
vanginn 25. janúar siöastliöinn
og Mónakó-liðið í knattspyrnunni
mun nú fariö aö leika sina heima-
leiki þar. Er blm. Mbl. var á ferö í
Mónakó á síðastliðnu ári var
honum tjáö aö skv. áætlun ætti
aö taka völlinn i notkun fljótlega
upp úr áramótum og þaö hefur
staöist. Þá var enn leikiö á gamla
vellinum — og óhætt er aö segja
aö leikmenn Mónakó-liösins,
sem nokkrir af bestu knatt-
spyrnumönnum Frakklands
skipa, hafi kunnaö ágætlega viö
sig þar.
Le Roux, Genghini, Amoros,
Bellone og Bravo, svo einhverjir
séu nefndir, sýndu þá hvaö í
þeim býr. Sýndu sannkallaöa
snilldartakta í tveimur stórsigrum
á fáum dögum — og vonandi er
enginn þeirra verulega loft-
hræddur, þannig aö þeir veröi i
vandræöum meö aö leika á nýja
vellinum!
Mónakó hefur gengiö nokkuö
vel í frönsku 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu undanfarin ár og liö-
iö varö meistari keppnistímabiliö
1981 — 1982. Liöiö leggur ætíö
áherslu á létta knattspyrnu sem
er mikiö fyrir augaö. Þaö hefur
veriö á kostnaö árangurs í Evr-
ópukeppninni undanfarin ár —
liöiö hefur ætíö veriö slegiö út er
þaö hefur mætt liöum þar sem
líkamlegur styrkleiki skiptir meira
máli.
En þaö er greinilegt aö for-
ráöamenn liösins og Rainier
fursti ætla aö halda liöi sinu á
toppnum. Þaö hafa þeir sýnt
meö byggingu þessa nýja leik-
vangs.
Þaö hefur nú veriö ákveöið aö
„Supur Cup“-viöureignin ár
hvert, leikurinn milli Evrópu-
meistara bikarhafa og sigurveg-
aranna í Evrópukeppni meistara-
liða áriö á undan, fari fram á
Stade Prinz Rainier III: Leikinn
veröi einn leikur þar í staö
tveggja, heima og heiman, eins
og tiökast hefur undanfarin ár.
AP/Símamynd
• Mark Hately, í miðið, { baréttu við Mal Donaghy, varnarmann norður-írska liösins, í fyrrakvöld. Hately
skoraði eina mark leiksins. Til vinstri er Norman Whiteside.
Ensku blöðin ekki ánægð
þrátt fyrir sigur í Belfast
ENSKU blöðin voru ekki hrifin af
leik enska landsliösins í knatt-
spyrnu í Belfast í fvrrakvöld, er
liðið sigraði Norður-lra, 1:0, í und-
ankeppni heimsmeistarakeppn-
innar. Það var Mark Hately sem
skoraöi eina mark leiksins, eins
og kom fram í Mbl. í gær, en
Englendingar voru mjög heppnir
að ná báöum stigunum úr viöur-
eigninni.
England átti tvö skot aö marki
allan leikinn og skoraöi úr ööru
þeirra, en blaöiö Daily Express
kvaö Mark Hately hafa skotiö
„enska liöinu hálfa leiö til Mexíkó“,
en þar fer úrslitakeppnin fram
næsta ár.
Skotar voru ekki heppnir á
Spáni — þ.e.a.s. ekki áöur en viö-
ureign þeirra viö heimamenn hófst,
þar sem þeir voru án tveggja lyk-
ilmanna, Liverpool-leikmannanna
Kenny Dalglish, sem leikiö hefur 96
sinnum í landsliöinu, og Steve Nic-
ol. Þeir veiktust skyndilega aö
morgni leikdagsins — og enginn
viröist vita hvaö amaö hefur aö
þeim. Þeir fengu einhverja dular-
fulla bakteriu í sig.
Jock Stein, þjálfari skoska liös-
ins, neitaöi aö kenna því um aö liö
hans tapaöi aö leikmennirnir tveir
heföu ekki verið meö, en sagöi
jafnframt aö þaö heföi vissulega
veriö skarö fyrir skildi aö jafn leik-
reyndur maður og Dalglish heföi
ekki verið. „Við notum þaö þó ekki
sem afsökun," sagöi Stein.
Gerry Armstrong, framherjinn
kunni hjá Norður-írum, sem áöur
lék meö Watford en nú með Real
Mallorca á Spáni, sagöi eftir leik-
inn viö Englendinga aö England
væri „heppnasta liö i heimi aö
sigra í þessari viöureign". Hann
bætti viö: „Þeir áttu tvö skot á
mark og unnu okkur sarnt."
Mark Hately, nýjasta stjarna
Englendinga, sem leikur meö AC
Mílanó á ítalíu, var besti maður
liðsins og sá eini sem eitthvaö
sýndi af eölilegri getu. Hately kem-
ur með mexíkanskan sólargeisla,“
sagði eitt enska blaöið i gær.
Ray Wilkins, sem var fyrirliöi
enska liösins í staö Bryan Robson,
sem er meiddur, sagöi aö leikurinn
heföi verið léleg skemmtun. „Þetta
var hryllingur,” sagöi hann. „Þetta
var einn af þeim leikjum sem mað-
ur er ánægöur með aö hafa fengið
tvö stig en reynir aö gleyma öllu
ööru sem allra fyrst. Urslitin voru í
sjálfu sér allt sem máli skipti. Þaö
sem skiptir máli er aö komast i
úrslitakeppnina í Mexíkó — ekki
hvernig viö komumst þangaö,“
sagöi Wilkins.
Skoski þjálfarinn Stein haföi
svipaöa sögu aö segja eftir leikinn
i Sevilla. „Aðalmáliö er aö komast
til Mexíkó og viö eigum enn alla
möguleika á því.
Ef einhver heföi sagt okkur áöur
en riölakeppnin hófst að þegar
baráttan væri hálfnuö yröum viö i
efsta sætinu meö jafn mörg stig og
Spánverjar — og hefðum þegar
lokiö báðum ieikjunum viö þá,
heföum viö ekki oröiö mjög
óánægöir."
kemur
í dag
GORDON Lee, Englendingurinn
sem þjélfa mun 1. deildarlið KR í
knattspyrnu í sumar, kemur til
landsins í dag, ásamt Steinþóri
Guðbjartssyni, sem verður að-
stoðarþjélfari hans í sumar.
Steinþór hefur dvalist undan-
farna daga hjá Arsenal í London,
fylgst meö æfingum, og kynnt sér
meðferö meiösla.
KR-ingar byrja að æfa af fullum
krafti undir stjórn Lee nú á næstu
dögum.