Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 1
120 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 52. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aþena: Sprengja við sendi- ráð Vestur- Þýskalands Aþenu, 2. mars. AP. SÉRSVEITIR lögreglunnar í Aþenu geröu í dag óvirka tíma- sprengju, sem komiö haföi verið fyrir í ruslahaug viö vestur-þýska sendiráðiö í hjarta borgarinnar. Öfgasamtök, sem segjast styöja Rauöa herflokkinn í Vestur-Þýskalandi og fleiri hópa hryðjuverkamanna í Evrópu, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á sprengiunni. Skákin: Sætta sig lítt við síðbúnar reglur Moskvu, 2. mars. AP. ANATOLY Karpov, heimsmeist- ari i skák, og áskorandinn, Garri Kasparov, segjast báðir una því illa, aö reglurnar fyrir næsta ein- vígi þeirra verði ekki ákveönar . fyrr en í ágúst, á þingi FIDE, en einvígiö á aö hefjast 2. septem- ber. í viðtali við Tass-fréttastofuna sovésku sagði Karpov, að reglurn- ar yrðu líklega ekki ákveðnar fyrr en nokkrum dögum fyrir einvígið og við það vildi hann ekki sætta sig. Kasparov hafði sömu orð um þetta í gær í viðtali við Tass og sagði, að hann gæti ekki búið sig undir einvígið með eðlilegum hætti nema hann vissi í tíma hvernig því yrði háttað. Þess vegna yrðu reglurnar að liggja fyrir í maí í síðasta lagi. í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kasp- arov, að sér hefði skilist, að verð- launafénu frá fyrra einvíginu, 80.000 dollurum, yrði skipt jafnt milli þeirra Karpovs. Sprett úr spori óvíða er betra að spretta úr spori á sprækum fákum en á rennisléttum fjörusandi. Þessa mynd tók Sigurður Sigmundsson nýlega austur við Þorlákshöfn og knaparnir á myndinni eru f.v. Hróðmar Bjarnason, Bjarni E. Sigurðsson, Daði Bjarnason og Hjalti Jón Sveinsson. Ósigur breskra námumanna blasir við: Meirihluti leiðtoga námu- manna vill hætta verkfalli Lundúnum, 2. mars. AP. MEIRIHLUTI leiðtoga kolanámumanna á Bretlandi er hlynntur því aö hætta námuverk- fallinu, sem staðið hefur í tæpt ár, að því er fram kemur í breska dagblaðinu The Financial Times í morgun. Á morgun, sunnudag, hefst aukaþing samtaka námumanna, sem 120 fulltrúar sitja, og verð- ur þar tekin afstaða til þess hvort aflýsa eigi verkfallinu, sem hefur verið að renna út í sandinn eftir að þúsundir verk- Shultz og Ortega ræða samskiptin Montevideo. VV'a.shin?ton, 2. mara. AP. » Montevideo, Wa.shington, 2. mara. AP. FYRIRHUGAÐIIR var í dag fundur þeirra Daniels Ortega, forseta Nicar- agua, og George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, um samskipti ríkjanna og hugsanlegar leiðir til að bæta þau. Eden Pastora, sem frægur varð fyrir framgöngu sína gegn Somoza, fyrrum einræðisherra, segir, að marxistastjórnin í Nicaragua muni falla fljótlega ef skæruliðar fá nægan stuðning. Shultz Ortega Síðastliðið miðvikudagskvöld greindi Ortega frá því, að ákveð- ið hefði verið að senda heim 100 kúbanska hernaðarráðgjafa og hætta fljótlega frekari vopna- kaupum. Kvað hann ákvörðun- ina tekna í samræmi við tillögur Contadora-ríkjanna um frið í Mið-Ameríku en Shultz hefur gefið í skyn, að honum finnist lítið til koma. Kúbönsku hernað- arráðgjafarnir í Nicaragua væru nokkur þúsund talsins og 100 til eða frá skiptu ekki máli. Einnig sagði hann ákvörðunina um að hætta vopnakaupum tekna eftir gífurlega vopnaflutninga til landsins að undanförnu. Það voru fulltrúar Nicaragua, sem fóru fram á fundinn með Shultz, en sjálfur kveðst hann ekki líta á hann sem samningafund, samn- ingar muni aðeins fara fram fyrir milligöngu Contadora- ríkjanna, Venezuela, Panama, Kólombíu og Mexíkó. Eden Pastora, „Commandante Zero“, fyrrum hetja sandinista, sem frægur varð fyrir baráttu sína gegn Somoza, fyrrum ein- ræðisherra í Nicaragua, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna, að marxistastjórnin í Managua myndi falla á skömmum tíma ef skæruliðum bærist meiri stuðn- ingur. Ef ekki drægist baráttan gegn henni á langinn og yrði þeim mun blóðugri. fallsmanna hafa snúið til vinnu síðustu daga. Lundúnablaðið The Times segir í morgun, að sennilega muni allur þorri þeirra námu- manna, sem enn eru í verkfalli, koma til starfa á mánudag, án þess að samkomulag hafi tekist um höfuðatriði vinnudeilunnar, lokun kolanáma sem ekki skila arði. Arthur Scargill, leiðtogi sam- taka kolanámumanna, sagði í dag, að ef á þinginu á sunnudag yrði samþykkt að snúa aftur til starfa áður en samið hefði verið við stjórn kolanámanna, þýddi það að verkfallinu væri lokið. Forystumenn námumanna í Yorkshire, sem er heimahérað Scargills, eru andvígir því að hætta verkfallinu, en leiðtogar námumanna í Suður-Wales, þar sem stuðningur við verkfallið hefur fram að þessu verið hvað mestur, eru því samþykkir. Stjórn kolanámanna segir að 52% námumanna, sem eru sam- tals 186 þúsund, séu nú að störf- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.