Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 7 „Viljum byggja upp fé- lagslíf án vímugjafa“ „KKAKKAK sem koma úr meðferð springa oftast á því að lenda aftur í gamla kunningjahópnum, af því að þau hafa ekkert annað að fara. l>ess vegna viljum við stofna stað, þar sem þessir krakkar geta hist og rætt sín mál, svo að þau geri sér grein fyrir því að þau eru ekki ein á báti," sögðu stöllurnar Guðríður Gunnarsdóttir og Svava Svavarsdóttir í stuttu spjalli við blm. Mbl. í vikunni. Þær eru 18 og 19 ára og eru í hóp, sem hefur í hyggju að koma á fót „opnu húsi“ fyrir ungt fólk, sem hefur farið í meðferð vegna ofnotk- unar áfengis og annarra vímuefna og er að koma undir sig fótunum í lífinu á ný. Að sögn þeirra Guðríðar og Svövu hafa undirtektir verið afar góðar og hyggst hópurinn halda fund um málið nk. miðvikudag, klukkan 20.30, á Hótel Hofi. „Ungu fólki sem fer í meðferð er alltaf að fjölga og aldurinn er líka alltaf að færast neðar," sögðu þær. „Pólk notar sjálft sig sem tilrauna- dýr fyrir ótrúlegustu lyf,“ bætti Sava við. „Þegar það kemur úr meðferð á það oft mjög erfitt með Horgunblaðið/Árni Sieberx „Krakkar sem koma úr meðferð eiga oft mjög erfitt með sig, af því að þau hafa ekkert að fara nema í gamla kunningjahópinn," segja þær Guð- björg og Svava. sig, af því að það hefur ekkert að fara nema í gamla kunningjahóp- inn sem er ennþá í ruglinu, og á hverjum degi sér maður fólk fara aftur niður á Hlemm. Sjálf hef ég farið tvisvar í með- ferð og féll á þessu í fyrra skiptið. Um daginn hitti ég strák, sem ég vissi að var búinn að vera í með- ferð, á leið inn á Hlemm aftur. Þegar ég spurði hann af hverju hann væri að leita í sama gamla farið aftur, spurði hann á móti: — Hvert annað á ég að fara? Að vísu er til unglingaathvarf fyrir aldurshópinn 13 til 16 ára. En fólk staðnar í dópi og eldri krakk- arnir þurfa oft ekkert síður á stað að halda. Við viljum líka gjarnan geta skemmt okkur og byggt upp nýtt félagslíf, m.a. til að sýna öðr- um fram á, að það er hægt án vímugjafa. En því á fólk oft erfitt meö að trúa, þegar það heldur að það sé eitt um að vera að berjast við þetta. Við höfum engin aldurstakmörk í huga, en erum þó kannski mest að hugsa um okkar eigin aldur, sem á oft hvorki samleið með þeim yngstu né þeim fullorðnu. Þegar þau, sem ennþá eru virk, sjá að aðrir geta þetta, fá þau trúna á að það sé hægt,“ segir Guð- ríður, sem sjálf hefur farið einu sinni í meðferð. „-Við höfum hugsað okkur stað, sem væri opinn nokkra klukkutíma á dag á virkum dögum, lengur um helgar og gæti líka e.t.v. boðið upp á símaþjónustu. Við erum ekki með kröfur á neinn í þessu sambandi, heldur viljum við fá að byggja þetta upp sjálf. En allir sem leitað hefur verið til, Æskulýðsráð, ungl- ingar og foreldrar krakka sem hafa lent í ofneyslu, hafa tekið okkur mjög vel,“ sögðu þessar frisklegu stúlkur að lokum og svifu við svo búið út úr dyrunum á vit lífs án vimugjafa. H.HX Innréttingar í Gerdubergsbókasafniö: Kristján Sig- geirsson hf. með í upphaf- lega útboðinu í FRÉTT í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fimmtudag, um að tilboð frá Kristjáni Siggeirssyni hf. um gerð innréttingar í Gerðubergsbókasafnið hafi verið tekið, kom fram að útboðið hafi verið endurtekið. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að Félag íslenskra iðnrekcnda mótmælti fyrra útboðinu, þar sem íslenskum fyrirtækjum hafi ekki verið gefinn kostur á að bjóða í verkið. Magnús L. Sveinsson, formaður stjórnar Innkaupastofnunar ríkis- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri alrangt sem Félag ísl. iðnrekenda héldi fram, að engu ís- lensku fyrirtæki hafi verið gefinn kostur á að vera með í fyrra útboð- inu. Kristjáni Siggeirssyni hf., sem nú átti hagstæðasta tilboðið, var ein- mitt eitt af þremur fyrirtækjum sem var með í upphaflega útboðinu. Fyrirtækið hafði smíðað svona inn- réttingar áður og var því strax inni f myndinni. Magnús sagði að endir málsins hafi orðið sá, að þegar mótmælin bárust frá Félagi ísl. iðnrekenda hafi útboðið verið endurtekið og opnað meira til að taka af öll tvímæli. En þegar tilboðin voru opnuð kom I ljós að Kristján Siggeirsson hf. var með hagstæðasta tilboðið. MorRunblaðið/EmilIa Kitstjórarnir Jenný Axelsdóttir og Katrín Baldursdóttir með eintök af fyrsta tölublaði „Nú“. Nýtt tfmarit hefur göngu sína NVTT tímarit, sem ber heitið „Nú!“, hefur hafið göngu sína og er hlutverk þess einkum að kynna þá margvíslegu menningarstarfsemi sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu. Ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Katrín Baldursdótt- ir og Jenný Axelsdóttir. Fyrirhugað er að gefa tímaritið út mánaðarlega og í ritstjórnarpistli fyrsta tölublaðs segir m.a. að tíma- ritið eigi „fyrst og fremst að þjóna sem handbók á breiðum grunni um það sem mannlif höfuðborgarsvæð- isins hefur upp á að bjóða“. I ritinu er að finna yfirlit yfir margvíslega starfsemi á sviði menningar, lista og skemmtana á höfuðborgarsvæðinu f marsmánuði svo sem tónlistarlif, leiksýningar, veitinga- og skemmti- staði, myndlistarsýningar, íþróttir, félagsstarf aldraðra, kvikmyndasýn- ingar, pólitiska starfsemi og yfirlit um myndbandaleigur í Reykjavík og nágrenni. Þá er fléttað inn í greinum og viðtölum af ýmsu tagi. Timaritinu „Nú!“ er dreift ókeypis og reksturinn byggður á auglýsingatekjum. í5l,1W nkkar i ár «nn<w<MTofunn' Föstudaginn 1. mars 1985 kl. 15.30 höíðu 5.826 farþegar bokað sig í hopferðir okkar í sumar Tiyggðu þér léttu ferðina tímanlega íslenskra feröalanga við sumaráætlun Samvinnuferöa-Landsýnar hafa oft veriö góöar en þó aldrei eins stórkostlegar og nú. Þegar þetta er skrifaö hafa alls 5.826 farþegar pantað farseðil í hópferöir sumarsins - eða helmingur þess fjölda sem núverandi sætaframþoö gerir ráö fyrir. nú þegar er orðið uppselt í allmargar feröir, einkum til sæluhúsa í Hollandi, Rhodos og Rimini og Ijóst er að sumarhúsin í Danmörku fagna jafnvel enn meiri vinsældum en fyrr. Það er því full ástæöa til þess aö hvetja alla þá sem hyggja á utalandsferðir í ár aö kynna sér sumaráætlanir feröaskrifstofanna sem fyrst, gera nákvæman saman- þurð á verði og gæöum og veröi Samvinnuferðir-Land- sýn síðan fyrir valinu ráðleggjum við fólki eindregið að ganga frá ferðaþöntun sinni sem fyrst og tryggja sér þannig sumarleyfisferð á þeim tíma sem þest hentar. _ __ KIMIM RHODOS TIöm xmu ITOmörkii RKCIOIME nvjasti „smellur' un Pað hafa margir spurt um Rhodos að undanförnu og þá eðiilega ekki sist um verðið - enda hefur þessi stórkost- lega aevintýraevja aldrei boðist islensk- um sóldýrkendum á sérstöku útsölu- verði! I þeim efnum höfum við nú snúlð blaðlnu hressllega vlð. Við fliúgum til Rhodos i siálfstæðu belnu lelguflugl á þrlggja vlkna frestl. lækkum þannig verðið verulega og með fvrirfram greiddri gistingu höfum við einnig náð umtalsverðum árangri i gistikostnaði. ölskyldudrauminn að veruleika Ferðirnar til sæluhúsa í Hollandi siO- astliðið sumar seldust að langmestu levti upp strax í febrúar og mars á sl. ári. Við fljúgum vikulega til Hollands i allt sumar og jafnvel þótt við höfum aukið við mögulegan farþegafjölda takmarkast hann enn af glstirým- Inu, sem seint virðist ætla að verða nægilegt til þess að anna eftirsþum. Við kvnnum í ár nýjan sæluhúsa- kjarna, Meerdal, sem áreiðanlega á eftir að njóta vinsælda i sumar, og bjóðum að auki upp á sæluhúsin i Kempervennen sem slógu svo hressi- lega I gegn á síðastliðnu sumri. storboiv, strandhf Sumarhúsin i Danmörku hafa ávallt notið mikilla vmsælda og nú bjóðum við upp á nýjan og einstaklega fjöl- brevttan áfangastað - sumarhus vlð Cllleleje. þar sem fjölskvldan öll finnur sér endalaust aöstöðu fvrir sameigin- lega dægradvöl og leiki Að auki verða hin sivinsælu sumarhus I Karislunde að siálfsögðu á dagskránni. tveir sólríkir skemmtisladir i sémokki Sólarstrendurnar Rimini og Riccione hafa fyrir löngu haslaö sér völl meðal islenskra ferðalanga Enn höfum við aukið við fjölbrevtni i ibúðar- og hót- elgistingu, bætt við dagskrá barna- klúbbsins og brvddað ubp á ýmsum nýjungum til þess að gera friið að ósviknu .llfandl sumarteyfl' VERÐIÐ KEMUR ÞER VERULEGA Á ÓVART! Rlmlnl - Rlcclone frá kr 19.700 11 daga ferð, íbúðargisting, aðildarfélagsverð. Sæluhús í Hollandl frá kr. 14.800 2ja vikna ferð, 8 saman í húsi, aðildarfélagsverð Sumarhús ( Danmörku frá kr 14.800 2ía vikna ferð, 5 saman ( húsi, aðildarfélagsverð. Dubrovnlk frá kr. 21.400 2ia vikna ferð, hótelgisting m/hálfu fæði, aðildarfélagsverö. Rhodos frá kr 24.500 3ja vikna ferð, hótelgisting m/morgunverði, aðildarfélagsverð. Crlkkland frá kr. 21.800 Einnar viku ferð, hótelgisting m/morgunverði, aðildarfélagsverð. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.