Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS1985 9 HUGVEKJA Ein urð á æskulýðsdegi eftir séra HEIMI STEINSSON Frá Þingvöllum „Við veitum ógæfunni viðnám af öllum mœtti, hvert um sig og í sameiningu. En enginn getur horið hörmung heimsins nema Guð sjálfur. Það gjörir hann í syninum Jesú Kristi, sem er það lamb Guðs, er axlar ábyrgð allra trúaðra. Þessi hugsun er ekki skálkaskjól, held- ur raunsœtt mat á skelfilegum stað- reyndum og einföld játning trúarinnar á frelsara heimsins. “ Meðal margra efna, sem ís- lenzkt kirkjufólk hefur úr að vinna um þessa helgi, ber æsku- lýðsdag Þjóðkirkjunnar hæst. Önnur skulu þó nefnd í upphafi máls og nær lokum að nýju: Runninn er annar sunnudagur í föstu. Lestur Passíusálma í Ríkisútvarpinu er nærfellt hálfnaður. Enn heldur séra Hall- grímur að oss þeirri „Jesú Kristí píslarminning", sem ásamt upp- risu frelsarans er hyrningar- steinn kristinsdóms. Eitt af guðspjöllum dagsins geymir orð Bartímeusar: „Dav- íðs sonur, Jesú, miskunna þú mér.“ Svar Krists við þeirri bæn er kraftaverk. Söm eru viðbrögð Jesú, er kanverska konan leitar til hans í nauðum. Hér er hin fornu, kirkjulegu ígrundunarefni annars sunnudags í föstu að finna: Örvæntingarfóik ákallar Drottin í trú. Og bæn hinna trúuðu hrakningsmanna er heyrð. Bæn fyrír ís- lenzkrí æsku Allt að einu hljótum við að hverfa að því efni, sem heilög kirkja á íslandi hefur gjört að þungamiðju þessa dags um hríð: Ef þú, lesandi góður, flettir þessu blaði að morgni sunnu- dagsins þriðja marz, er þess að minnast, að næstu eyktir eru helgaðar íslenzkri æsku með sérlegum hætti. Þess vegna hæf- ir að beina huganum til þeirra barna og unglinga, sem þér eru með nokkrum hætti áhend. Eigir þú enga nákomna fulltrúa þeirr- ar kynslóðar, gjörir þú rétt í að biðja fyrir ungmennum yfirleitt. „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið," segir í Jakobs- bréfi, sem reyndar varðveitir enn einn texta annars sunnu- dags í föstu. Þú ert réttlátur, réttlát, af því að Jesús Kristur hefur réttlætt þig með dauða sínum og upprisu. Ber þú því óhikað fram þína kröftugu bæn. Þroskaferíil æskunnar Sú skoðun er almennt viðtek- in, að æska þjóðar sé hópur, er veita beri hina ýtrustu umsýslu. Þróun samfélags veltur á því, að ungmenni komist til þroska. Fjölþætt nám og sundurleit starfsreynsla eru forsendur þessa þroska, meðal annarra gagnsamlegra hluta. Af sjálfu leiðir, að seint er of vel gjört við það fólk, sem hverju sinni er að komast á legg í landinu. í því tilliti hafa raunar orðið stórstíg- ar framfarir á undangengnum áratugum. Skólahald hefur tekið hamskiptum á marga vegu. Þetta er fagnaðarefni, meira en orð fá lýst. Markmid uppeldis Margbrotið skólakerfi er þó ekki einhlítt til þroska. Mestu skiptir það stefnumark, sem uppeldi æskunnar er sett. Þar vaknar spurning: Veitum við ungmennum þá fótfestu, sem gjörir þeim kleift að feta ævi- veginn án annarra áfalla en þeirra, sem óhjákvæmileg mega teljast á jörðu? Síðastliðinn mannsaldur hefur nýtt viðhorf rútt sér til rúms hér á landi og víðar. Það er kennt við „fjölhyggju". — Fjölhyggjan birtist í ýmsum myndum, styðst m.a. við meintar hlutlausar út- tektir á félagslegum fyrirbær- um. Fjölhyggjan telst endur- spegla lýðræðislegan hugsun- arhátt og vísindaleg vinnubrögð. Fjölhyggjan gjörir öllum sjón- armiðum jafnhátt undir höfði. Hún heldur ekki fast við nein grundvallarviðhorf, er óhögguð séu og hafin yfir efasemdir. Af sjónarhóli fjölhyggjunnar er all- ur sannleikur jafn giidur. Rökleg afleiðing þeirrar skoðunar er sú, að enginn endanlegur sannleikur er til. Þetta viðhorf veldur upp- lausn. Sjálfsmynd einstaklings verður óskýr, staða hans meðal manna margræð. Þær stoðir haggast, sem rennt er undir hvort tveggja, fjölskyldu og samfélag. Allt er að álitum gjört. Fjölhyggja er alls óskyld hefðbundnum hugmyndum um fjölvísi. Fjölþætt þekking veitir yfirsýn ásamt þroska. Sá er hinn arftekni og ólastanlegi draumur kynslóðanna um sanna menntun. Fjölmenntaður maður í viðtek- inni merkingu þeirra orða er því vel að sér um marga hluti. En hversu víða sem hann skyggnist, heldur hann fast við nokkur grundvallarsannindi lífs og til- veru, sem hann hefur tekið að erfðum. Þau sannindi haggast ekki og verða eigi að álitum gjörð. Fjölvísi veitir víðan sjóndeild- arhring. Fastheldni er leiðar- steinn um lífsins haf. Fjölvísi og fastheldni geyma þeirra þráða, sem hamingja er af spunnin og kallazt gætu markmið uppeldis. Veröld fjölhyggjunnar er hins vegar þokuheimur, þar sem eng- inn sér átta skii eða handa. Verra er að heita konungur í því skuggaríki en vera þræll á landi lifenda. Hlutverk kirkjunnar Öldum saman bar kirkjan ábyrgð á menntun ungmenna og uppeldi. Fjölvísi var þar löngum í hávegum höfð. En grundvall- armarkmið kirkjulegrar uppeld- isstarfsemi var ljóst: Einstakl- ingur, fjölskylda og samfélag skyldu hljóta þá fótfestu trúar og siðgæðis, er eigi varð hnekkt ævilangt. Með þessum hætti urðu til fjölmenntaðir einstakl- ingar, en staðfastir. Fjölskyldu- líf einkenndist af jafnvægi. í samfélaginu þekkti hver maður sjálfan sig og stöðu sína. Það er enn hlutverk kirkjunn- ar að standa vörð um sömu fót- festu. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Á þann grundvöll bendir kirkjan í æsku- lýðs- og uppeldisstarfi sínu. Kristur er sannleikurinn. I krafti Krists heyjum við varn- arstríð gegn óskapnaði fjöl- hyggjunnar, af fullri einurð á æskulýðsdegi og endranær. Kirkjan væntir hins sama af skólum og bendir á, að a.m.k. grunnskólinn er skuldbundinn kristnum lífsgildum að lögum. Hart er í heimi Prestum Islands og söfnuðum er í dag falið af kirkjustjórninni að hvetja til aðstoðar við þá, sem um sárt eiga að binda sakir nátt- úruhamfara, kúgunar, styrjalda og annara óskapa. Með þessu sinnir kirkjan hlutverki, sem henni er á hendur falið af þeim Drottni, er miskunnaði Bartíme- usi og kanversku konunni. Þeir, er á föstunni geyma Jesú Kristí píslarminning sér í hjarta, eiga fulikomna samstöðu með hinum, sem hart eru leiknir í miskunn- arlausum heimi. Hjálparstofnun kirkjunnar er oddviti þessarar samstöðu. En öllum er okkur ætlað að fylkja liði að baki henni. Þess er að vænta, að dag- ur sá, sem nú er runninn, verði enn nokkur árétting þeirrar skyldu. Lamb Guös Hins er þó jafnframt að minn- ast, aö við erum þess ekki um- komin að frelsa heiminn af eigin rammleik, enda hefur enginn látið slíkt í veðri vaka. Unnt er að halda hrikaleik ógæfunnar svo mjög á lofti, að mönnum hætti til örvæntingar. Slíkt er eigi kristinna manna. Þeim er það fullkunnugt, að veröldin er fallin og fráhverf Guði. Afleið- ingar fallsins er að finna hvar- vetna, þar sem ógæfa ber að dyr- um, nær og fjær. Við veitum ógæfunni viðnám af öllum mætti, hvert um sig og í samein- ingu. En enginn getur borið hörmung heimsins nema Guð sjálfur. Það gjörir hann í synin- um Jesú Kristi, sem er það lamb Guðs, er axlar ábyrgð allra trú- aðra. Þessi hugsun er ekki skálka- skjól, heldur raunsætt mat á skelfilegum staðreyndum og ein- föld játning trúarinnar á frels- ara heimsins. Hið síðastgreinda sé okkur minnissamt, þegar við erum að því komin að láta hugfallast vegna margvíslegra vandkvæða. Kristur er nær með fyrirgefn- ingu sína og miskunn. Sú sé huggun manna, þegar sverfur að börnum jarðar í fjarlægum landsálfum ellegar þegar upp- lausn á heimavelli gengur okkur til hjarta. Leggjum þann mis- brest allan í Guðs hendur í bæn og í trú. Svar Krists við bæninni verður kraftaverk nú eins og forðum: Við munum varðveita sjálfsmynd og sálarró, en hvort tveggja er eindregin forsenda þeirrar léttvægu liðveizlu, sem við í Jesú nafni leitumst við að láta öðrum í té. — r v SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 4. mars 1985 Sparisbrtemi og happdrœttislan nkíssjoðs Ar-flokkur Sölugengi Avöxtun- DagafjóWi pr kr. 100 arkrafa til innl d. 1971-1 19.361,25 8,60% 191 d. 1972-1 17.292,46 8,60% 321 d 1972-2 13 990.48 8,60% 191 d. 1973-1 10.188,26 8,60% 191 d 1973-2 9.582,20 8,60% 321 d. 1974-1 6.174,81 0,60% 191 d 1975-1 4.986,70 Innlv iSeðlab 10.0185 1975-2 3.762,65 Innlv í Seðlab 25.01.85 1978-1 3 584,19 Innlv Seðlab 10 03 85 1976-2 2816,67 Innlv Seölab 25.01 85 1977-1 2 628.89 InnN i Seðlat) 25 03.85 1977-2 2.131,14 8.60% 186 d 1978-1 1 782,39 InnN Seölab 25 03 85 1978-2 1.361,43 8.60% 186 d. 1979-1 1 178,59 Innlv i Seölab 25 02 85 1979-2 883,31 8,60% 191 d. 1980-1 797.58 8.60% 41 d. 1980-2 610,01 8,60% 231 d. 1981-1 518,07 8,60% 321 d. 1981-2 372,60 8,80% 1 ár, 221 d 1982-1 369,97 Innlv I Seðlab .03.05 1982-2 269,95 8,60% 207 d. 1983-1 205,08 8,80% 357 d. 1983-2 129,24 8,80% 1 ár, 237 d. 1984-1 125,47 8,80% 1 ár, 327 d. 1984-2 117,70 9,00% 2 ár, 186 d 1984-3 113,48 9,00% 2 ár, 248 d. 1985-1 Nýflútboð 9,00% 2 ár, 306 d. 1975-G 3.075,09 10,00% 267 d. 1976-H 2.790,65 10,00% 1 ár, 26 d. 1976-1 2.117,07 10,00% 1 ár, 266 d. 1977-J 1 861,82 10,00% 2 ár, 27 d. 1981-1FL 404,33 10,00% 1 ár. 57 d. 1985 1 SlS Nýflútboð 10,70% 5 ir, 27 d. Veðskuldabrel - veiðtryggð Söiugengi m.v. 2a1b áári vextir HLV mism. ávðxtunar- kröfu 14% 16% 18% 1 ár 4% 93 92 91 2ár 4% 90 88 86 3ár 5% 87 85 83 4ár 5% 84 82 79 5ár 5% 82 73 75 6ár 5% 79 73 72 7éf 5% 77 73 69 8ár 5% 75 71 67 9ár 5% 73 68 64 10 ár 5% 71 66 62 Veðskuldabréí - OTerðtryggð Sðkjgengi m.v. Lánst 1 atb. áári 2afb.ááh 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2ár 66 73 73 79 207 d. 56 63 63 70 4ár 49 57 55 64 5ár 44 52 50 59 Spariskirteini ríkissjóðs, verðtryggð veðskultiabréf, óverðtryggð veðskuldabréf óskast á söluskrá. Sparifj áreigendur og eftirspyijendur fjármagns. Hjá okkur er að íinna lausnir í samrœmi við þaríir og óskir hvers og eins. Þjónusta okkar felst meðal annars í: Fjármálaráðgjöí - Fjárvöxtun - Kaup og sölu verðbréfa. Líttu áður Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.