Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 32

Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Morgunblaðið/Bjarni Eiríkason Leikfangastólinn mé nota til dœmia aem heat, bfl, bát eöa akríða í gegnum hann. NÝJUNG í HÚSGAGNAHÖNNUN A mánudaginn opnar í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis sýning á nýstárlegum stólum eftir Herdísi Júlíu Einarsdóttur, en hún hlaut árið 1982 verðlaun í iðnhönn- unarsamkeppni Sparisjóðsins. Hér er rætt stuttlega við Herdísi Júlíu. Það er alltaf gaman að heyra af ungu fólki, sem nýtir menntun sína og hugvit, til að fara nýjar og vogaðri leiðir að markmiði sínu. Herdís Júlia Einarsdóttir hús- gagnahönnuður er ein þeirra, en hún hefur hannað tvær gerðir sérkennilegra stóla. Annar er bæði fyrir börn og fullorðna og er jafnframt leiktæki, hinn er aðeins fyrir fullorðna en með þarfir barna í huga. Stólarnir eða hæg- indin eins og frekar mætti kalla þessi húsgögn eru nýstárleg að því leyti að setið er á hnjánum en ekki á hefðbundinn hátt. Þessi stelling á sér skýringar. Herdfs segist lengi hafa haft áhuga á að hanna húsgögn sem bættu um- hverfi barna á dagvistarstofnun- um og heimafyrir. „Börn gera engar kröfur um umhverfi sitt og er það oftast sniðið að þörfum hinna full- orðnu," segir hún. „Jafnframt er þessum húsgögnum ætlað að bæta aðstöðu hinna fullorðnu, þvf við umönnun barna þurfa fóstrur og foreldrar oft að bogra yfir bðrn- unum og fer það sérstaklega illa með bakið. Eru þessi húsgögn þannig úr garði gerð, að þeir sem nota þau eru f eðlilegum lfkams- stellingum, en ég hef unnið mikið með sjúkraþjálfa, sem hefur frætt mig um gerð og hreyfingar líkam- ans bæði hjá fullorðnum og börn- um. Þurfa ekki að bogra Óneitanlega ar þngilegra að sitja svona á hnjánum í stólnum hennar Herdísar, því borðið ar lágt, sam börn- in sitja við. Þessi líkams- stelling ar líka aðlilag líkam- anum. réttinn á honum annaðhvort hér heima eða erlendis, eða framleitt hann sjálf. Þessi stóll er mjög ódýr í framleiðslu, en það er nauð- synlegt ef hann á að seljast jafn- framt því sem hann er einfaldur og hefur mikið notagildi. Tekur tíma að venjast nýjungum Þú spyrð um áhugann á leik- fangastólnum. Ég reyndi að koma honum á framfæri á sínum tíma, bæði hér og í Danmörku. Það virt- ist vera áhugi fyrir honum en eins og framleiðendur skorti þor til að fara út í fjöldaframleiðslu." Er meiri áhugi núna? „Nú eru liðin 2 ár og svo virðist sem bæði framleiðendur og al- menningur hafi meiri áhuga á nýjungum. Það er eins og það taki alltaf ákveðinn tíma að venjast nýjungum. Einnig er fólk farið að gera sér betur grein fyrir mikil- vægi heilbrigðissjónarmiðsins." Finnst þér iðnhönnuðum sköp- uð nógu góð atvinnuskilyrði? „Það er nú oftast þannig, að ef fólk ætlar að gera eitthvað sjálft, þá verður það að afla fjármagns og stunda sölu og upplýsingastörf á uppgötvun sinni án nokkurs stuðnings auk þess að stunda brauðstritið. Mín vinna hefur oft strandað á blankheitum. Eg hef þó verið það heppinn að Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur verið afar hjálplegur við mig.“ Hvernig lýst þér á iðnhönnun- armál hér á landi? „Það er erfitt fyrir mig að dæma um þau mál þar eð ég hef ekki búið hér svo lengi. En við eigum margt vel menntað og dijg- legt fólk á þessu sviði og hér ættu skilyrði því að vera góð. En ég er hrædd um að ungt fólk eyði kröft- um sínum fyrstu árin eftir skóla- nám í húsbyggingar og daglauna- vinnu og því gefist lítill tími til sköpunar. Mér finnst líka eins og hugvitið sé ekki metið hér að verðleikum, því það er eins og það skipti meira máli að fá sem flest- ar krónur f Iaunaumslagið.“ Erfitt að fá vinnu við húsgagnahönnun Herdís Júlía hefur verið búsett í Danmörku undanfarin sex og hálft ár. Eftir að hún Iauk námi, hefur hún einkum unnið við fata- hönnun og hönnun á skiltum, þvf Herdís Júlía Einarsdóttir húsgagnahönnuöur. „Ef við tökum stólinn fyrir full- orðna sem dæmi þá er hentugt að nota hann við 40 sm hátt borð og í stað þess að þurfi að bogra yfir borðið og barnið þá situr viðkom- andi beinn f baki og þreytist þvf síður," heldur Herdfs áfram. „Ég er með svona stóla heima hjá mér og sit gjarnan f þeim við sófaborð- ið þegar ég er að fá mér kaffi f staðinn fyrir að sitja í sófanum og beygja mig niður að borðinu. Stól- arnir eru mikið notaðir á mfnu heimili. Ég hef rætt við iðnaðarmenn, sem þurfa að liggja mikið á hnjánum við vinnu sfna, eins og múrara og flfsalagningarmenn og telja þeir sig geta notað stólinn við vinnu sína.“ Jafnframt leikfang Hinn stóllinn er jafnframt leik- fang eins og áður segir og er að- eins hærri en sá fyrrnefndi. Að sögn Herdlsar nota börnin hann einkum sem einhverskonar far- artæki, þegar þau eru að leika sér. ímynda sér að þau sitji á hesti f bát eða bfl eða skrfða f gegn um hann. Þau geta lfka sett nokkra stóla saman og þóst vera f strætó eða lest. „Ég gerði leikfangastólinn árið 1982 eða sama ár og ég lauk prófi f húsgagnahönnun frá Skolen for Brukskunst, sem er í Kaupmanna- höfn,“ segir Herdfs. Sama ár vann stóllinn iðnhönnunarsamkeppni, sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stóð þá fyrir en það ár átti sparisjóðurinn 50 ára afmæli. Hinn stólinn hannaði ég svo f fyrra og setti á sýningu í Kaup- mannahöfn i haust og fékk hann mjög jákvæða dóma. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur ákveðið að styrkja mig til að framleiða 10 reynslustóla, sem ég mun nota i markaðskönnun. Von- ast ég til að geta selt framleiðslu- hún segir erfitt að fá vinnu f sinni grein. En hún er með vinnuað- stöðu heima hjá sér og á teikni- borðinu er hún með nýjar hug- myndir, sem hún á eftir að full- vinna. Mánudaginn 4. mars. gefst fólki kostur á að skoða stólana hennar Herdísar í húsakynnum Spari- sjóðs Reykjavfkur og nágrennis og mun sýningin standa í 3 vikur. HE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.