Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Boðveitukerfi sveitarfélaga í burðarliðnum? Breiðbandsnet um höfuðborgarsvæðið með stór- auknu upplýsingastreymi og tjáningarfrelsi SAMTÖK sveitarfélaga á höfud- borgarsvæðinu íhuga að hafa forystu um að leggja svokallað boðveitu- kerfi á svæðinu. Kramkvæmdastjóm samtakanna hefur falið Gesti Ólafs- syni arkitekt og framkvæmdastjóra Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins að kynna málið og búa það undir nánari umfjöllun. Er hér um að ræða, að lagt verði svokallað breið- bandsnet um allt höfuðborgarsvæðið sem gæfi mikla möguleika á sam- ræmdu gagna- og sjónvarpskerfi með stórauknu upplýsingastreymi og tjáningarfrelsi. Gestur Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið að tímabært væri að taka þessi mál til alvar- legrar athugunar þar sem þróunin væri mjög ör í þessum efnum og álitið væri, að Póstur og sími hafi ekki möguleika á að ráðast í þetta verkefni fyrr en eftir aldamót. „Kostirnir við að koma upp slíku boðveitukerfi eru fjölmargir," sagði Gestur. „Aðalatriðið er það, að með þessu opnast möguleikar á fjölmörgum störfum í rafiðnaði og einnig í upplýsingaiðnaði. Þetta þýðir einnig, að tími fólks á höfuð- borgarsvæðinu myndi nýtast miklu betur auk þess sem ótæm- andi möguleikar opnast fyrir upp- lýsingastreymi af ýmsu tagi,“ sagði Gestur. Tölvuboðveitur í þéttbýli í nýútkomnu fréttablaði, „Skipulagsmál höfuðborgarsvæð- isins“, sem gefið er út af skipu- lagsstofu svæðisins er grein eftir Sigfús Björnsson dósent, þar sem fjallað er um tölvuboðveitur í þéttbýli. í upphafi greinar sinnar segir Sigfús m.a.: „Ymislegt bend- ir til þess að framundan sé þörf mikilla breytinga í samskiptum með boð, upplýsingar og dreifingu fjölrása sjónvarpsefnis. Nútíma boðveitu, sem annaðist jöfnum höndum flutning á þessu þrennu innan bæjarfélags, nefni ég breiðbandskerfi, eða almennara nafni tölvuboðveitu. Slík bæjarveita lyti hér á landi bæði lögum um fjarskiptamál og útvarpsmál, sem eru í öllum höf- uðatriðum í höndum ríkisins sam- kvæmt einkarétti. — Sú spurning vaknar þó, hvort þróunin á þessu sviði á einstökum landsvæðum varði ekki einnig viðkomandi sveitarfélög. Færi rekstur bæjar- boðveitu betur í höndum bæjarfé- lagsins ásamt rekstri annarra veitna á vegum þess? Er þörf á skipulagi af þeirra hálfu, sem samræmir þessa þróun annarri þróun í bæjarfélaginu, eða nægir að láta ríkisforsjánni og framboði og eftirspurn á tölvu- og fjöl- miðlamarkaðinum það eftir að finna þessu farsælan farveg?" Möguleikar breiö- bandskerfísins Sigfús fjallar síðan almennum orðum um breiðbandskerfi frá sjónarhóli tækninnar og þá mögu- leika sem slík kerfi geta boðið upp á. Einnig er komið inn á mynd- bandavæðingu þjóðarinnar að undanförnu og eftirspurn eftir er- lendu afþreyingarefni. Síðan segir í grein Sigfúsar: „Þetta er fremur einhæft framleiðsluform, sem ger- ir öflugri miðlunartækni lítil skil, en ótrúlegur fjöldi fólks nýtur þessa, þó á háu verði sé, og hefur ekki kost á öðru. WANG WANG WANG WANG WANG WANG 1 ö 1 Heimilistæki hf T ölvunámskeiðin í mars Eftirfarandi námskeiö veröa haldin í mars: Ritvinnsla I. Ritvinnsla II. (glósur) Wang PC MS-DOS Multiplan BA SlC-forritun OlS-kynning Kennt er á helstu atriði Wang-ritvinnslunnar. Að nám- skeiöinu loknu eiga þátttakendur aö geta sett upp sín skjöl sjálfir, breytt þeim og bætt og prentað út í endanlegri mynd. Framhaldsnámskeið fyrir notendur sem lengra eru komn- ir. Fariö veröur í aö búa til fast form á texta og uppsetn- ingu, sem hægt er aö kalla upp í ritvinnsluskjali. Námskeiðiö fyrir notendur Wang PC, sem vilja kynna sér MS-DOS stýrikerfið nánar. Fariö veröur yfir sögu MS-DOS og kynntar helstu skipanir og hjálparforrit. Einnig fá nem- endur æfingu í notkun og viöhaldi valmynda á Wang PC, auk ýmissa annarra heilræöa. Uppbygging töflureiknisins Multiplan. Æfingar í notkun skipana og reikniaögeröa. Útprentun taflna. Námskeiöiö er ætlað öllum þeim er vilja læra forritunar- máliö BASIC. Fariö verður í helstu skipanir forritunarmáls- ins. Námskeiö fyrir OIS (Office Information Systemj-notendur. Kennt verður á ýmsar hliðar OIS kerfisins, s.s. Hjálpar aögerðir, Aörar aögeröir og hlutverk DOS-valmyndar. Tímasetning námskeiöa Heiti námskeiös Dagsetn. Timi Leiðbeinandi Ritvinnsla 1 18.—21. mars 09—12 Guörún Magnusdóttir (fullbókaö) Ritvinnsla II 11.—13. mars 09—12 Guörún Magnúsdóttir (fullbókaö) MS-DOS 05.—07. mars 09—12 Ingólfur H. Tryggvason Multiplan 04,—07. mars 13—16 Halldór Guömundsson BASIC-forritun 11.—14. mars 13—16 Halldór Guömundsson OlS-kynning 25. mars 09—16 Guörún Magnúsdóttir Einnig viljum viö vekja athygli á kvöldnámskeiöum sem hefjast i april og veröa nánar auglýst siöar. NÁMSKEIÐIN ERU HALDIN í HÚSAKYNNUM TÖLVUDEILDAR HEIM- ILISTÆKJA HF. SÆTÚNI 8. SKRÁNING FER FRAM í SÍMA 27500 WANG WANG WANG WANG WANG WANG Almenn boðveita hefði bolmagn til að bjóða fjölbreyttara sjón- varpsefni, lægra verð, auk ýmissar félagslegrar þjónustu og gæti orð- ið lyftistöng á ýmsan hátt fyrir atvinnulíf í því bæjarfélagi. Fé- lagsleg þjónusta fælist t.d. í upp- lýsinga- og pöntunar- og greiðslu- þjónustu ýmiss konar, námskeiða- haldi, tölvufundum og persónu- legum samskiptum á tölvuneti, þ. á m. þjónusta við aldraða og sjúka á heimilum. Stoð við at- vinnulíf fælist t.d. í sjálfvirkri vörslu, mælaaflestri, skoðana- könnunum og samskiptum fyrir- tækja gegnum tölvunet við starfs- fólk, sem af ýmsum ástæðum yrði að vinna á heimili sínu. Að færa vinnustaðinn inn á heimili sitt, ef þörf krefur, með hjálp tölvuboð- veitu bæjarfélagsins, er raunhæf launabót til þegna þess, t.d. fjöl- skyldna þar sem báðir makar verða að „vinna úti“, einstæðra foreldra, hreyfihamlaðra, skóla- skyldra barna og unglinga o.fl. At- vinnulífið í því sveitarfélagi nyti hæfs vinnukrafts í lengri tíma og með minni truflunum, og gildir þetta almennt á vetrum þegar samgönguleiðir teppast. Fjölrásasjónvarp Við þetta bætist, að áhugi hér á landi beinist æ meir að erlendu skjalasafna (gagnabanka). I net- inu felst fjölhæft tilkynningar- kerfi um allt fyrirtækið (rafeinda- póstur), sem auk þess sparar bið og leit að mönnum, einkatölva við- takanda geymir og framselur boð og fundarefni ef viðtakandi er ekki við, eða sendir á annan stað ef vill. Á hliðstæðan hátt annast kerfið tölvufundi þar sem fund- armenn geta innan ákveðins tíma- ramma sótt fundinn þegar þeim hentar án tafa eða truflana fyrir hina. Skýringin á örri útbreiðslu tölvubúnaðar er að miklu leyti sú, að einkatölvur finnast nú í ríkari mæli á vinnuborðum manna, sem hvergi komu nálægt tölvuvinnslu áður, og notkunarsvið þessa bún- aðar er að stóraukast frá því sem var í upphafi tölvutækninnar. En án tölvuboðveitu eru einkatölvur mjög í líkingu við ökutæki án vegakerfis." Hvað er skynsam- legast að gera? í niðurlagi greinar sinnar nefnir Sigfús Björnsson ýmislegt sem hann telur skynsamlegast að gera. í fyrsta lagi telur hann mikilvægt að samræma aðgerðir á höfuð- borgarsvæðinu á þessu sviði. í öðru lagi að lögð verði drög að heildarskipulagi fyrir breiðbands- kerfi á höfuðborgarsvæðinu í sam- Valkostir til upplýsingamiðlunar fjölrásasjónvarpi, sem sent er frá gervihnöttum. Bæjarfélög hefðu bolmagn til að ná þessum sending- um hér á landi með samnýttum viðtökubúnaði, en raunhæfasta lausnin í þéttbýli til að dreifa fjöl- rásasjónvarpi til einstakra neyt- enda hefur reynst vera breið- bandskerfi. Önnur framför sem mun gera kröfu til bæjarboðveitu er síaukin tölvuvæðing fyrirtækja og þá einkum samtenging tölvuneta þeirra (svonefndra nærneta). — Nærnetið gerir notendum kleift að samnýta dýr jaðartæki og veitir aðgang að samnýtingu stærri ræmi við byggðarskipulag og að fylgst verði með framkvæmdum fyrirtækja varðandi nærnet. Þá nefnir Sigfús að gera megi kröfu til húsbyggjenda um að að- staða sé fyrir hendi til tengingar breiðbandsveitu frá stofngreinum í hús. Hvetja þurfi byggjendur at- vinnuhúsnæðis og fyrirtæki til að leggja hornsteininn að breið- bandsveitu strax í upphafi og loks, að með öðrum veitulögnum í nýj- um hverfum, meðfram helstu um- ferðaræðum og stofngreinum út í íbúðarhverfi, megi leggja rör og draga í veitukapla seinna þegar þörf krefur. Framleiðslusjóður landbúnaðarins: Vanefndir ríkisins nú um 100 milljónir Framleiðnisjóður landbúnaðarins samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 19. febrúar sl.: „Stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins harmar vanefndir á framlögum ríkisins til nýbúgreina og eflingar atvinnulífs í sveitum eftir ákvæðum laga nr. 43/1979 um breytingu á jarðræktarlögum. Vanefndir þessar á því að það fé sem sparast hefur i jarðræktar- framlögum hafi komið til Fram- leiðnisjóðs nema á núverandi verðlagi um það bil 100 milljónum króna. Auk þess er ljóst að sam- kvæmt fjárlögum ársins 1985 skortir 20—25 milljónir króna á fjárveitingu til þess að hægt sé að standa við ákvæði laganna um greiðslur til sjóðsins. Stjórn Framleiðnisjóðs treystir því að Alþingi sjái til þess að staðið verði við ákvæði laga nr. 43/1979 og sjóðnum gert kleift að beina um- ræddu fjármagni til uppbyggingar nýbúgreina."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.