Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 44

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Neskaupstaður: Tölvuver í fram- haldsskólanum NeskupsUA, 19. febrúar. NVLEGA voru teknar í notkun hjá framhaldsskólanum á Neskaupstað 12 tölvur af gerdinni Apple 11 e. Þær eru keyptar í samráði við menntamálaráðuneytið en fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir í Neskaupstað stuðluðu að því að kaupin gátu átt sér stað. Er þeg- ar byrjað að kenna nemendum í framhaldsnámi á þennan útbún- að. í náinni framtíð er einnig fyrirhugað að gefa nemendum í efstu bekkjum grunnskóla kost á LITGREINING MEÐ I CROSFIELD I 5 40 LASER LYKILLINN AD VANOAÐRI LITPRENTUN að kynnast þessum tækjum. Um mánaðamótin febr.-mars hefst tölvunámskeið fyrir almenning á vegum skólans, og hafa þegar um 50—60 manns skráð sig. Auk þes sem fyrirtæki og stofnanir hafa farið fram á sérstök námskeið fyrir sitt starfsfólk. Fram- haldsskólinn er kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austur- landi og mun verða lögð áhersla á það að iðnnemar kynnist með- ferð tölva en ljóst er að þær muni ryðja sér til rúms í iðngreinum sem annars staðar. Nemendur í framhaldsnámi í skólanum á nýhafinni vorönn eru 118 talsins, en auk þess sækja um 70 manns ýmis námskeið sem skólinn býður uppá. Þá stunda nám í skólanum um 100 nemend- ur í efstu bekkjum grunnskóla- stigs. Sigurbjörg Morgunblaðið/Gudni Ágústason Nýja tölvuverið í framhaldsskólanum í Neskaupstað. BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU: FJÖLSKYLDUBfLL f FYRSTA SÆTI OPEL KADETT er nýjasta meistaraverk hinna víðfrægu bílahönnuða í Þýskalandi - „Bíll ársins" í Evrópu, handhafi „gullstýrisins" í sínum stærðarflokki og fjölda annarra viðurkenninga. Þetta er einstaklega rúmgóður fjölskyldubíll, sterkur, öruggur og snaggaralegur við allar þær aðstæður sem íslenskir vegir og veðurfar bjóða upp á. OPEL KADETT er ósvikin þýsk úrvalshönnun - og verðlaunaður fyrir minnstu loftmótstöðu, eldsneytissparnað, þægindi, öryggi, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við misjafnar aðstæður og síðast en ekki síst - gæði miðað við verð. OPEL KADETT er framhjóladrifinn. • Lengd: 3998 mm. • Breidd 1666 mm. • Hleðslurými 485L-1385L m/niðurfelldu aftursæti. • Þyngd 830 kg. • Rými bensíntanks 421. • Lengd milli hjóla 2520 mm. • Sporvídd framan 1400 mm. • Sporvídd aftan 1406 mm. • Hjólbarðar 155SR13. • Hæð undir lægsta punkt 16 sm. • Vélarafn 55HP - 115 HP. • Rafkerfi 12 volt • Alternator45amper •Gírkassi: 4gírar, 5 gírar eða sjálfskiptur • Bensíneyðsla 6,5-7,5 1/100 km. THE NEW KADETT CAR OF THE YEAR ’85 Nýr Opel er nýjasti bíllinn BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Úthlutað úr Tónlistarsjóði ÚTHLUTAÐ veröur úr Tónlistar- sjóói Ármanns Reynissonar öóru sinni í byrjun júní nk. Úthlutunarfé sjóðsins nemur krónum 100.000 og er óskað eftir umsóknum aðila, sem hafa tónlist að aðalstarfi og hafa hug á að semja eða flytja tónverk, innan lands eða utan. Stjórn Tónlistarsjóðsins skipa frú Ólöf Pálsdóttir, myndhöggv- ari, Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri, Knútur R. Magnússon, tónlistarfulltrúi hjá Ríkisútvarp- inu, og Ármann Reynisson, fram- kvæmdastjóri. Þeir sem hyggjast sækja um út- hlutun úr sjóðnum eru beðnir að senda umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum verkefn- um, fyrir 1. maí nk., til Tónlist- arsjóðs Ármanns Reynissonar, Laugavegi 97, Reykjavík. (KrétUtilkynning.) Mótorhjólasýn- ing í Garðabæ Mótorhjólasýning verður haldin í Félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg sunnudaginn 3. mars frá kl. 14.00 til kl. 21.00. Sýnd verða hjól af mjög mörg- um gerðum og öllum stærðum, m.a. hjól íslandsmeistara í kvartmílu og torfæruakstri. ióaf meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.