Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 49 Yfirlýsing frá Avöxtun sf. VEGNA fróttar í Morgunblaðinu á föstudaginn um að lögbannsksru Ávöxtunar sf. gegn Ávöxtunarfélag- inu hf. hafi verið synjað, hefur Ár- mann Reynisson, framkvsmdastjóri Ávöxtunar sf., beðið blaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: Það er álit eigenda og lögmanns Ávöxtunar sf. að nafngift sem Ávöxtunarfélagið hf. og Ávöxtun- arfélagið sf. brjóti í bága við rétt Ávöxtunar sf. á því nafni. Slík nafngift er siðlaus í meira lagi, þar sem um er að ræða hliðstæða starfsemi, auk þess eru að hluta til sömu hluthafar í Ávöxtunarfé- laginu hf. og Kaupþingi hf. Það þykir furðu sæta að þeim mönnum nægi ekki eitt nafn á starfsemi sinni. Það ber vott um ófrumleika að finna ekki annað heiti yfir fjár- mál í íslenskri tungu en Ávöxtun, þar sem það heiti er löglega skráð fyrir 2 árum. Spurningin er sú, hvaða hvatir liggja að baki slíks yfirgangs. Þar sem lögbannskröfu Ávöxt- unar sf. gegn Ávöxtunarfélaginu hf. var synjað af fógeta, munu eig- endur Ávöxtunar sf. leita réttar síns fyrir dómstólum landsins. Áð auki mun hinu nýja Ávöxtunarfé- lagi sf. verða stefnt í sama máli. í frétt Morgunblaðsins 1. mars sl. kom fram að „Ávöxtun sf. er verðbréfamiðlari en Ávöxtunarfé- lagið hf. er stofnað til að ávaxta hlutafé eigenda sinna á sem best- an hátt og hefur hingað til starfað sem verðbréfasjóður." Hið rétta er, að meginstarfsemi Ávöxtunar sf. er að ávaxta fjár- muni viðskiptavina sinna á sem bestan hátt og hefur félagið f 2 ár starfað sem verðbréfasjóður. Virðingarfyllst, Ármann Reynisson. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LVKILLINN AO VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 Sendum ekki skatteftiriitinu svona boðskort áy' Þegar skatteftirlitsmenn fara yfir framtalsgögn fyrirtækja meö aöstoð nýjustu tölvutækni fá þeir stundum upp í hendurnar það sem þeir kalla „Boðskort‘ - þ.e. gloppur í framtali eða bókhaldi sem þrautþjálfaðir eftirlitsmenn sjá að eru tilraunir til skattsvika. í framhaldi af þessu fer fram nákvæm rannsókn á öllum fjárreiðum fyrirtækisins. Stöndum saman um heiðarleg framtöl Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis, og í því formi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, t.d. bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.