Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 51

Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 51 Sjötugur á morgun: Guðlaugur Guðmunds- son í Ólafsvík Mætur Snæfellingur gat þess í afmælisKrein nýlega, venna «aKn- rýni á slík greinaskrif yfirleitt, að þau hlytu að réttlætast, ef menn væru að minnast á sjaldgæf „ein- tök“ sem óvíða eiga sína iíka. Fyrrgreindur Snæfellingur er með réttu mikill aðdáandi sr. Árna Þórarinssonar og vitnar oft til athugana hans á atferli og hugsunarhætti Snæfellinga. Ég ætla að leyfa mér það lika. Sr. Árni sagði m.a. að Snæfell- ingar hefðu búið sér ýmis lögmál til að fara eftir. Hér með tökum við okkur þann rétt, Snæfellingar, að skrifa afmælisgreinar þegar okkur þykir sem gildar ástæður séu til. Til þess svo að útkljá þetta við aðra íbúa þessa lands og sýna að alvara er að baki er rétt að geta þess áð okkar kæri sr. Árni sagði líka að nóg væri af blygðunarleysi hér vestra, iðrun ekki til, heldur stælur og þjark. Má af því sjá að frá þessu iög- máli verður okkur ekki hrundið. Að þessu gefnu sting ég niður penna til þess að láta þess getið að á morgun, 4. mars, verður sjötug- ur Guðlaugur Guðmundsson, út- gerðarmaður í Ólafsvík. Kunnugir trúa því vart, enda verður ekki á útliti né athöfnum merkt að þar fari maður árgerð 1915. Teinréttur gengur hann til dag- legra starfa við útgerðina, aðal- lega í iandi nú orðið, en þó kemur fyrir að synir hans fá hann til róðra og þá er Laugi ánægðastur. Sjómannsferill hans spannar nú vel á sjötta áratuginn, ailt frá því að vera unglingur á skútu við handfæraveiðar til sóknar á bát- um nýjustu gerðar. Það hefir því margt á dagana drifið. Skipstjóraárin eru orðin mörg og farsæl. Eitt sinn tókst honum með snarræði og auðvitaö hjálp æðri máttarvalda að bjarga báti sínurn og áhöfn frá því að hverfa í djúpið í suðvestan stór- viðri suður í Faxaflóa. Það bar þannig til að í þessum erfiða róðri kom ákafur leki að bátnum og virtist ekki verða við neitt ráðið. Önnur skip voru ekki nálæg. Lét Laugi þá taka hálm- dýnur úr kojum, rista þær upp og ýta hálminum niður með kinnung bátsins. Þar kom aðsog sjávarins inn í bátinn, greip hálminn með sér og festi í þar sem báturinn hafði slegið úr sér. Dugði þetta þar til hjálp barst og báturinn var dreginn til Akra- ness. Laugi er ekki margmáll um þetta atvik eða önnur sem eru honum til upphefðar en í frásögn- um frá lífsins léttu völsum dregur hann sjálfan sig hvergi í skjól. Þannig hefi ég heyrt hann segja frá því er hann komst í það senni- lega einn íslendinga að þurfa að ganga til skips endilanga Hverfis- götuna i Reykjavík á prjónbuxum nær einum klæða og ódrukkinn í þokkabót. Laugi Guðmunds hefir sem sé ekki kallað allt ömmu sína frekar en bróðir hans, hinn frægi Ólafs- víkur-Kalli. Enginn er heldur svikinn af því að heyra Lauga segja frá. Bæði er að minnið er gott og frásagnar- gleðin rík og gamansemin í besta lagi. Atvinnusaga Ólafsvíkur og sagnir af mönnum og málefnum eru honum hugleikin. Það eru ekki neinar ýkjur að eftirsóknarvert þykir að vera með Lauga á góðri stund. Þá er nú ekki verið að sigla á svörtu ljósunum. Laugi hefir verið hinn spakasti í hjónabandi með sinni vænu konu, Ingibjörgu Steinþórsdóttur. Níu börnum hafa þau komið til manns og eru búin að gifta þau öll. Það var stundum þröngt í hreiðrinu á árum áður en ævinlega nóg í sig og á. Þrátt fyrir níu barna þreytu má oft líkja þeim Ingu og Lauga við tvær ástfangnar dúfur, sem nú eru raunar einar eftir í kotinu. Öðru hverju fyllist svo kotið hópi afkomenda sem sækja í að heim- sækja þau. Laugi er eins og áður sagði enn- þá fullur af gamni og glettum. Hann er að vísu nýlega hættur að fara í hryggspennu og slíkar þrautir við syni og tengdasyni en bregður heldur á leik við þá á ýmsan annan hátt ef svo ber und- ir. Fer hann ekkert leynt með að hafa gaman af að bera hærri hlut. Það má því segja að með þessum greinarstúf komi frá mér krókur á móti bragði því lítt er Laugi gef- inn fyrir að láta á sér bera. Aðalsviðið er sjórinn, bryggjan, verbúðin og svo heimilið og er svo um marga bestu menn þessarar þjóðar. Jú, reyndar hefir Laugi gaman af að fylgja bátum sínum í slipþ, t.d. í Stykkishólm. Hittir hann þá gjarnan kunningja frá gamalli tíð, félaga úr sjósókninni. Þá ber Laugi sig vel og fer á kostum við að rifja upp gamlar sögur og minningar og er tekið þar sem kóngi. Kunningja- og vinahópurinn er reyndar stór og víða um land. Veit ég að þeir staðfesta að hér er fjall- að um mjög sérstakt „eintak". Eftir því sem ég best veit ætlar Laugi að vera einhverstaðar úr kallfæri á afmælisdaginn. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vinir og ættingjar skáli við hann í hug- anum. Ég veit ég mæli fyrir munn margra þegar ég færi honum hlýj- ustu kveðjur í tilefni dagsins með þeirri ósk að enn megi Laugi Guð- munds sigla fleyi sínu með glæsi- brag og vera fengsæll á lífsgleðina þá löngu leið sem enn er eftir að. hinstu vör. Helgi SERHANNAÐ FYRIRÞIG Samvinna við frábæra hönnuði, tækni og reynsla hefur gert okkur kleift að bjóða einingahús við hæfi íslendinga. Samtakshúsin eru falleg, traust, framúrskarandi hlý og síðast en ekki síst hagkvæm og hönnuð eftir óskum hvers og eins. Stuttur afgreiðslufrestur - Lán frá HR fyrir hendi - Ytri klæðning eftir vali (timbur, múrsteinn, steniplötur) - Sérstaklega góð einangrun, þrefalt gler. Gerum tillögur ykkur að kostnaðarlausu SAMTAKfR HUSEININGAR LJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI99-2333 Umboð í Reykjavík: Múlasel hf.( Síðumúla 4. S.: 91-68 64 33 HjóTaslólarall í Laugardalshöll 36 þekktir stjórnmálamenn, íþróttamenn og hjólastólanotendur keppa á stórkostlegu hjólastólaralli, sem Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stendur fyrir í tilefni 25 ára afmælis síns, í Laugardalshöll sunnudaginn 3. mars. Keppnin verður sett kl. 14:00 en Lúðrasveitin Svanur mun leika frá kl. 13:30. Á milli umferða verður sýndur breakdans, Rúrik Vignir Albertsson og fél., Þjóðlagakvartettinn Frost syngur. Sjálfsbjjörg andssamband vatlaðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.