Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 AÖ8tada til kennslu og rannsókna í lífeðlisfræöi við háskólann hefur breyst mikið á undan- förnum árum, en þó hvergi nærri nóg, segir dr. Jóhann Axelsson. Hér er hann ásamt dr. Stefáni B. Sigurðssyni, lektor, að störfum i Rannsóknar- stofu í lífeðlisfræði á Grensásvegi12. Jóhann Axelsson er fæddur á Siglufirði árið 1930. Föðurætt hans er úr Svarfaðardal, en móð- urætt hans frá Svínárnesi á Látraströnd. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950, hóf háskóla- nám árið 1951 og lauk mag. sci- ent.-prófi í lífeðlisfræði við há- skólann í Lundi. Hann lauk svo doktorsprófi í lífeðlisfræði í Lundi 1962 og doktorsprófi í lyfjafræði í Oxford árið 1964. Hann vann að rannsóknum á miðlun boða frá taugum til rákóttra vöðva við Farmakologisk Institutt í Osló 1955—56, að rannsóknum á mið- og kennslu. Það verður þá pólitísk ákvörðun hvaða aðstaða fæst og þar með hve mörgum er hægt að veita kennslu." Hefur ekki svipuð staða og nú er í læknadeild komið upp fyrr? „Jú, mikil ósköp. Fyrir réttum áratug. Þá brást deildin þannig við fjölgun, að ítarleg úttekt var gerð á aðstöðuleysinu. Kröfur læknadeildar um úrbætur voru síðan lagðar fyrir ráðherra menntamála og heilbrigðismála með fullu samþykki háskólaráðs, sem studdi allar kröfur og gerðir deildarinnar." Fóruð þið ekki í kröfugöngu? „Jú, læknanemar og nokkrir kennarar gengu frá Landspítala á fund þeirra Magnúsanna, Torfa og Kjartanssonar, sem stýrðu þá ráðuneytum mennta- og heilbrigð- ismála. Þeir tóku okkur vel og kurteislega og hétu úrbótum, loks var svo fundað í anddyri háskól- ans.“ Sjúkt fólk verður að vernda gegn ofskoðun Stóðust þau heit? „Já, að langmestu leyti. í fjár- lögum 1974 má lesa um verulegar hækkanir á framlögum til háskól- ans til að „komast megi hjá fjölda- takmörkunum i læknadeild", eins og þar segir; var þar m.a. um að tefla 10 kennarastöður, sem áður hafði verið synjað um. Einnig fengust miklar úrbætur í húsnæð- ismálum og fleira. Háskóladeild á ekki að hafa forystu um fjöldatakmarkanir Rœtt við dr. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfrœði við lœknadeild Háskóla Islands „Mér virðist oft gæta nokkurrar ruglandi og óbilgirni í umræðunni um fjöldatakmarkanir við Háskóla íslands, og það á báða bóga.“ Þetta segir dr. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla íslands í viðtali, sem nýlega birtist í tímaritinu Harðjaxl, sem tannlæknanemar við Háskólann gefa út. Morgunblaðið hefur fengið leyfí til að endur- birta kafla úr viðtalinu með fáeinum viðaukum. taugakerfi við Centre Etude de Physiologie nerveuse et Electro- physiolgie i París 1957, og að rannsóknum á rákóttum vöðvum og kennslu við Farmakologiske Institutt í Lundi 1957—59. Árið 1959—60 var Jóhann Riker-fellow við lyfjafræðideild háskólans í Oxford og vann þar að rannsókn- um á sléttum vöðvum og við kennslu til ársins 1962, en þá var hann settur prófessor í líf- eðlisfræði við háskólann í Gauta- borg í eitt ár. Þar gegndi hann bæði störfum dósents og rann- sóknardósents þangað til hann var skipaður prófessor í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ árið 1965. Jóhann hefur verið gistiprófess- or við ýmsa erlenda háskóla, m.a. í Lundi og Gautaborg. Árið 1971 sæmdi stúdentaakademían Jó- hann stúdentastjörnunni fyrir „framúrskarandi störf á sviði raunvísinda", eins og segir í grein- argerð fyrir veitingunni. Fyrir nokkrum árum mátti lesa í tíma- ritinu Skírni og dagblöðunum að tölvukönnun hefði leitt í ljós að Jóhann Axelsson væri sá vísinda- maður íslenskur sem oftast væri vitnað til í erlendum vísindatíma- ritum. Starfar fyrir sex háskóladeildir Jóhann er spurður að því hvers vegna hann hafi komið til starfa, þegar vitað er að hann átti kost á góðu starfi og launum erlendis. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst af því að ég er Islendingur. Ég ætlaði mér alltaf að koma heim og vinna hér, a.m.k. um nokkurt skeið. Það virtist heill- andi verkefni og ærið starf að byggja upp íslenska lífeðlisfræði," segir Jóhann. „Um langan aldur hafði einn maður, Jón Steffensen prófessor, annast kennslu í líf- eðlisfræði, lífefnafræði og líffæra- fræði við læknadeild, ofurmann- legt átak eins og allir sjá, og þegar það réðist að ég kæmi heim, þá var einn og sami maður, Davfð Dav- íðsson, prófessor bæði í lífeðlis- fræði og lífefnafræði. Þess má geta að við læknadeild í Svíþjóð af svipaðri stærð og hér eru þrír prófessorar í lífeðlisfræði, auk allra dósentanna og lektoranna. En uppbyggingin hefur tekið lengri tíma en ég bjóst við — ég er enn eini prófessorinn í lífeðiis- fræði við HÍ og þjóna fimm deild- um eða námsbrautum auk lækna- deildar. f bjartsýni minni hélt ég að byggja mætti upp viðunandi rannsókna- og kennsluaðstöðu á svo sem einum áratug, ég hefði þá taiið mig lausann mála, búinn að greiða skuld mína við land og lýð.“ Fjöldatakmarkanir: Obilgirni á báða bóga Talsverðar umræður hafa verið um fjöldatakmarkanir við Há- skóla íslands að undanförnu. Stúdentspróf veitir rétt til náms við HÍ, en engu að síður hafa ýms- ar háskóladeildir meinað nemend- um, sem standast faglegar kröfur 1. námsárs, setu á 2. námsári. Ýmsu er borið við: ófullnægjandi kennslu- og rannsóknaraðstöðu deilda, offjölgun í starfsstéttum, að ekki skuli menntu fleiri en þörf sé fyrir o.fl. Jóhann er spurður um afstöðu sina til fjöldatakmarkana. „Mér virðist oft gæta nokkurrar ruglandi og óbilgirni i umræðunni um fjöldatakmarkanir, og það á báða bóga. Margir virðast gera sér litla grein fyrir mikilvægi verk- legs náms í raungreinum, t.d. læknis- og tannlæknisfræði, og á það jafnt við um grunngreinarnar og „klíníska" námið. Lífeðlisfræði t.d. er aðferð, sem verður ekki numin að neinu gagni nema á rannsóknarstofu," segir Jóhann. Og hann heldur áfram: „Árang- ur byggist að verulegu leyti á persónulegri tilsögn í verklegu námi og verður bestur ef einn kennari getur sinnt 2—4 nemend- um. Við núverandi aðstæður, kennaraskort, tækjaskort og hús- næðisskort, krefst slík kennsla mikilla endurtekninga og verður mjög dýr. Nákvæmlega sama máli gegnir um „klínísku" kennsluna — gæði hennar verða að öðru jöfnu í öfugu hlutfalli við fjölda nemenda á hvern kennara. Við það fjár- svelti sem háskólinn býr nú við virðist bókstaflega til þess ætlast að við rýrum gæði kennslunnar. Slíkt kemur auðvitað ekki til mála — við þær aðstæður er heiðar- legra að loka háskóladeild alveg þar til úr rætist.“ Ertu þá fylgjandi fjöldatak- mörkunum? „Nei, ég lít á þær sem óyndis- úrræði, sem beri oftar en ekki vott um uppgjöf, en eins og ég hefi þeg- ar sagt þá geta þær réttlæst af aðstæðum. Það er hins vegar ekki siðferðilega rétt að háskóladeild hafi forystu um að takmarka fjölda nemenda, nema aðstæður séu fyrir hendi, sem engar aðgerð- ir stjórnvalda geta breytt." Hvað áttu þá nákvæmlega við? „Ég á við það að deild á ekki að hafa forystu um eigin stöðnun og dauða," segir Jóhann. „Hún á að gera háskólayfirvöldum og ríkis- stjórn glögga grein fyrir því hvað það kostar að mennta þann fjölda, sem til hennar sækir og stenst þær faglegu kröfur sem hún gerir. Hún má í engu slá af réttmætum kröfum um aðstöðu til rannsókna * ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.