Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1986 M .JL T mÆkm örgum vísindamönn- um, verkfræðingum og verkamönn- um í Sovétríkjunum þótti það kald- hæðni öriaganna þegar þeir lásu grein í Pravda 29. desember 1962 um fjölda látinna úr sjúkdómum vegna geislunar í Hiroshima og Nagasaki. Nærri 20 árum eftir að kjarnorkusprengjum hafði verið varpað á borgirnar tvær voru Japanir enn að deyja úr geislunarsjúkdóm- um. En þeir sem starfað höfðu við atómsprengjutilraunir Stalíns á ár- unum frá 1945—60 þekktu vel geisl- unarhættuna — þrátt fyrir þá miklu leynd, sem átti að hvfla yfir málinu. „Hversvegna benda á Japan,“ hljóta margir lesendur greinarinnar að hafa hugsað, „þegar óteljandi manns hafa þjáðst af sama sjúkdómnum hér í Sovétríkjunum, og þúsundir dáið úr honum.“ Árið 1945 gaf Stalín skipun um smíði kjarn- orkusprengju. Áriö 1949 var verkinu lokið. Fórnarlömb kjarnorkusprengju AVesturlöndum var hinsvegar lítið vitað um hætturnar í sam- bandi við kjarnorku- tilraunir Sovétríkjanna þar til andófsmaðurinn og vísindamaður- inn dr. Zhores Medvedev birti grein í tímaritinu New Scientist (hefti 72, bls. 264) um kjarnorku- slys í sunnanverðum Oralfjöllum árið 1958. Nú þegar áhyggjur hafa vaknað varðandi áhrif frumtil- rauna Bandaríkjamanna með kjarnorkusprengingar, er nauð- synlegt að líta einnig á áhrifin í Sovétríkjunum. Þessi grein er byggð á eigin rannsóknum mínum á kjarnorkutilraunum í Sovétríkj- unum, viðtölum við vini og sam- starfsmenn við tilraunirnar, og efni úr sovézkum vísindaritum. I þessum vísindaritum kemur ekki einungis fram hvenær gripið var til aðgerða í Sovétríkjunum gegn geislunarsjúkdómum, heidur koma þar einnig fram athyglis- verðar upplýsingar í æviágripum vísindamanna og annarra starfs- manna, sem aðild áttu að tilraun- unum. Þótt sovézk æviágrip og dánarminningar nefni aldrei beinlínis geislunarsjúkdóma, geta ýmsar staðreyndir, sem þar koma fram, svo sem starf við kjarnorku- tilraunir, stutt æviskeið, Iangvar- andi og alvarlegur (en ónefndur) sjúkdómur, bent til dauða vegna sjúkdóms sem tengist geislun. Eitt vandamálanna í sambandi við STALMS Eftir Mikhail Klochko skráningu sovézkra kjarnorkutil- rauna er sú venja sovézkra yfir- valda að vera sífellt að endur- semja söguna. Frá árinu 1946 hef- ur í sovézkum fjölmiðlum og bæði almennum og vísindalegum rit- verkum verið reynt að sanna að kjarnorkuvísindi í Sovétríkjunum væru innlend vísindi, sem hefðu notið stuðnings yfirvalda jafnvel fyrir síðari heimsstyrjöldina. Það var hinsvegar á allra vitorði í Len- ingrad að á fjórða áratugnum litu yfirvöldin þá vísindamenn horn- auga, sem unnu að rannsóknum á litrófi atómsins eða kjarnans við Ljósfræðistofnunina þar. Vísinda- mennirnir voru sviptir skömmtun- arseðlum sínum vegna þess að starf þeirra hafði „ekkert hagnýtt gildi". Þessi afstaða sovézkra yfir- valda var ein ástæðan fyrir því að forstöðumaður stofnunarinnar, vísindamaðurinn Dmitri S. Rozh- destvehsky, framdi sjálfsmorð ár- ið 1940, 65 ára gamall. Stalín tekur við sér Á því leikur enginn vafi að alls- herjar þróun kjarnorkuvísinda og tækni hófst ekki í Sovétríkjunum fyrr en Stalín bárust fréttirnar um kjarnorkusprengjurnar, sem varpað var á Hiroshima og Naga- saki í ágúst 1945. Eftir það hófst vinna við sovézku sprengjuna með öllum tiltækum ráðum. Hundruð vísindastofnana, háskóla, tækni- skóla og iðnfyrirtækja áttu hér hlut að máli, og ríkisstjórnin hóf smíði sérstakra rannsóknarstofn- ana og verksmiðja fyrir þessa „Manhattan-áætlun" Sovétríkj- anna. Ein áberandi vísbending um þessa hröðu uppbyggingu var það þegar laun reyndari vísindamanna voru þrefölduð í apríl 1946. Til dæmis voru mánaðarlaun mín sem doktors í vísindum og yfirmanns rannsóknarstofu við háskólastofn- un skyndilega hækkuð úr 2.000 í 6.000 (gamlar) rúblur. Til að breiða yfir ástæðuna fyrir hækk- uninni, var hún látin ná til allra reyndari vísindamanna, ekki að- eins þeirra, sem störfuðu við sprengjuna. En kjarnorkuvísinda- mennirnir hlutu með leynd auka- uppbætur og sérstök forréttindi, svo sem bíla og dachas (sumar- bústaði). Vísindamennirnir hædd- ust hinsvegar að þessum auka- greiðslum, sem þeir sögðu að væri beitan, en við hlið hennar væri svipan — það er leynilögregla Stalíns. Þúsundir vísindamanna höfnuðu í vinnubúðum á árunum milli 1918 og 1945. Hundruð létust þar. Vinsæl sovézk skopsaga frá þessum tíma lýsir streitunni, sem þjáði sovézka vísindamenn og stjórnendur. „Ríkisstjórnin veitir tvennskonar bónus: litla bónus og stóra bónus. í litla bónus felst ís- skápur, sjónvarpstæki (hvort- tveggja sjaldséð þá), streita og slag. Stóri bónus: dacha, bíll og hjartaáfall." Vísindamenn sem störfuðu við þróun sprengjunnar nutu svo að auki sérstakra forrétt- inda: Stöðugrar hættu á sjúkdóm- um tengdum geislun. Hættulegur aðbúnaður IONKH er rússneska skamm- stöfunin fyrir Kurnakov-stofnun sovézku vísindaakademiunnar fyrir almenna og ólífræna efna- fræði. Þar starfaði ég sem yfir- maður rannsóknarstofu frá 1934 til 1961. Stofnunin var ein þeirra mörg hundruð visindastofnana, sem beint var inn á kjarnorku- sviðið árið 1945. Þar rannsökuðum við úraníumblöndur, isótópa þeirra og transúraníumblöndur. Við flutninga, ásamt mörgum öðrum vísindastofnunum, frá Len- ingrad til Moskvu árið 1934, var IONKH komið fyrir í húsnæði smærri stofnunar, sem lögð hafði verið niður. Smám saman varð húsnæðið yfirsetið og holræsa- kerfi þess ofnýtt. Loftræsting var einnig ónóg. Þegar vinna hófst með kjarnaefni voru engar varúð- arráðstafanir gerðar hvorki með hlífðarskermum eða einangrun glerkassa. Fljótandi geislavirkum úrgangi var hellt niður í holræsa- kerfið, sem oft yfirfylltist, rann úrgangurinn þá út um gólfið og gufaði þar upp. Andlit starfs- manna og líkamar voru óvarin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.