Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 71

Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 71 s. ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON sveitarfélaga verði gerð skýr- ari. Fjárhagslegri ábyrgð á al- mannavörnum verði skipt sam- kvæmt verkefnum. Ekki verði um kostnaðarskiptingu að ræða milli ríkis og sveitarfé- laga nema í einu tilfelli: bygg- ingu opinberra öryggisbyrgja. Kostnaðarskipting milli sveit- arfélaga sem hafa samstarf um almannavarnir verði sam- kvæmt íbúatölu. 2) Ekki náðist samstaða um skip- an almannavarnanefnda í hér- aði. í megintexta er þó sett fram tillaga sem mest fylgi hlaut í nefndinni, en aðrar koma fram í skýringum. Sams konar ákvæði og nú gildir í Reykjavík verði tekið upp í lög- um um skipan almannavarna- nefnda í öllu landinu. Gefst sveitarstjórnum með því mögu- leiki á að skipa áhugamenn um björgunar- og líknarstörf í al- mannavarnir. 3) Aukið verði við verkefni al- mannavarnaráðs í málaflokk- um á sviði almannavarna, sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í gildandi lögum: a) athugun og mat á hættu vegna náttúru- hamfara og hernaðar, b). rekst- ur viðvörunarkerfa, c) al- mannavarnir vegna æðstu stjórnar iandsins og mikil- vægra stofnana, d) söfnun neyðarbirgða og tæknibúnaðar, e) aðstoð milli umdæma og að- stoð ríkisstofnana á sviði al- mannavarna, f) umboð al- mannavarnaráðs verði rýmkað til skyndiráðstafana á hættu- tímum. 4) Lágmarkskröfur um viðbúnað á sviði almannavarna verði settar með reglugerð, svo tryggt verði að sveitarstjórnir hugi að og sinni viðbúnaði gegn vá. Allsherjarvarnir f nóvember 1983 berst þingkjör- inni nefnd um eflingu almanna- varna, sem fyrr er getið, bréf frá forsætisráðuneytinu með tilvísun til fyrri erinda nefndarinnar. Þar segir m.a.: „Eins og málum er nú háttað telur ríkisstjórnin ekki líkur á, að árás verði gerð á ísland nema hún sé liður í allsherjarstyrjöld. Brysti það öryggiskerfi sem fsland hefur tekið þátt í að skapa og kæmi til árásar á landið gæti orðið um sprengjuársásir að ræða og til- raunir til að ná fótfestu loftleiðis. í slíkum aðgerðum kynnu efna- vopn að verða notuð. Þá verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið, að kjarnorku- eldflaugar gætu náð til fslands frá núverandi skotpöllum. Af þessum sökum hfjóta almannavarnir að taka mið af því, að hugsanlega yrði kjarnorkusprengju varpað á fsland eða geislavirkt úrfelli bær- ist til landsins." í athugasemdum með frumvarpi því, sem hér er rætt, eru mörg fylgigögn tíunduð. Þar er m.a. fjallað um allsherjarvarnir, og þær skilgreindar sem samræmd áætlun um viðbrögð, samvinnu og verkefni allra aðila innan ríkis við vá sem að ríkinu steðjar, þar á meðal hernaðarvá. „Því sem sinnt er hér á landi í þessum efnum eru einkum áætlanir og viðbúnaður til að bjarga mannslífum, veita líkn í neyð, ásamt hjálparstarfi og að- stoð löggæzlu. Þá hafa Almanna- varnir ríkisins lagt grunn að brottflutningi fólks af hættu- svæðum og gerð öryggisbyrgja." Þá kemur fram að Almannavarnir hafi undir höndum áætlanir um viðbrögð vegna hugsanlegra hern- aðarátaka. Ennfremur að í Lög- regluskóla ríkisins fari fram kennsla fyrir lögreglumenn í framkvæmd geislamælinga og skýlingar gegn afleiðingum kjarn- orku- og eiturvopna, auk kennslu í almannavörnum. Hinsvegar er ekkert skipulag til innan stjórnkerfisins, utan al- mannavarna og lögreglunnar í Reykjavík, til að bregðast við vá sem að landinu steðjaði t.d. vegna hernaðarátaka. Nefndin telur því nauðsynlegt að hyggja að: 1) Stjórnsýsluviðbúnaði (að stjórn ríkis og sveitarfélaga geti ávallt leyst verkefni sín og rækt skyldur sínar), 2) Upplýsinga- og fræðslu- viðbúnaði (kerfisbundin miðlun nauðsynlegra upplýsinga á hættu- tímum), 3) Heilbrigðis- og holl- ustuviðbúnaði (skipulag aðstoðar, fræðsla, skyndihjálp, skipulag á lyfjabirgðum — og hjúkrunarvör- um) 4) Hagvörnum (með hagvörn- um „er í raun átt við skynsamlega nýtingu allra auðlinda og verð- mæta, þannig að þörfum þjóðfé- lagsins fyrir vörur og þjónustu verði fullnægt á styrjaldar- og átakatímum"). Nefndin leggur jafnframt áherzlu á skipulag löggæzlu ef neyðarástand skapast, „en reynsla af náttúruhamförum á síðasta áratug hafi sýnt að lögregla þeirra umdæma, sem orðið hafi fyrir skakkaföllum, hefur ekki haft bolmagn til að mæta því álagi, sem af þeim hefur leitt". Friður í fjörutíu ár Allt frá lyktum síðari heims- styrjaldar, eða réttara sagt frá stofnum Atlantshafsbandalags- ins, hefur friður ríkt í heimshluta okkar, V-Evrópu og N-Ameríku, þótt meir en 150 staðbundin stríð hafi geisað á sama tíma annars staðar í vöröldinni og kostað tugi milljóna mannslífa. Minni hluti þjóða og mannkyns býr við lýðræði og mannréttindi í þeim skilningi þessarra orða, sem við leggjum í þau. Varnarsamtök vestrænna þjóða eru stofnuð til verndar og öryggis þeirri þjóðfé- lagsgerð og þeim þegnréttindum, sem Vesturlönd vilja varðveita og þróa til meiri fullkomnunar — og til að tryggja frið í krafti styrk- leikajafnvægis. Vesturiönd vilja síðan stuðla að heimssátt, sem byggist á gagnkvæmri afvopnum lýðræðis- og alræðisríkja. Þau vara hinsvegar við einhliða af- vopnun; veikleika, sem bjóði hætt- unni heim. Vonandi tekst að tryggja frið um framtíð alla. Það er bæn alls venjulegs fólks, hvar sem það býr í veröldinni. Frumvarp til laga um almannavarnir ber þess hinsvegar ljósan vottinn, að allur er varinn góður; að nauðsynlegt er að þjóðin kunni og geti nýtt tiltækar varnir gegn vá, ef út af bregður. Frumvarp til laga um almanna- varnir á erindi til allra hugsandi manna. Hér er ekki fjallað um það á tæmandi hátt, raunar langt frá því. Þessar línum er hinsvegar ætlað að vekja athygli á máli, sem vert er skoðunar, og fólk getur kynnt sér nánar, ef hugur stendur til. IINMN Full búð af nýjum vörum ★ Postulín ★ Kristall ★ Glervörur ★ Kopar ★ Listmunir ★ Garðstofuhúsgögn Verið velkomin. (DíízaíjtóniLcf Postulín ©'Kristall eSrUDIÓ Pósthússtræti 13 - Sími 621780 Flótta- maður flúði aftur Hof, Vestur-Þýskalandi, 28. febrúar. AP. 36 ÁRA austur-þýskur rafvirki, sem flúði til Vestur-Þýskalands árið 1983, lagði til atlögu við járntjaldið í dag, komst yfir og aftur heim til Austur-Þýskalands. Notaði hann tvær tréstangir og vó sig yfir víg- girðingar skammt frá smábænum Hof. Maðurinn fótbrotnaði þegar hann lenti á austur-þýskri grund og 12 manna austur-þýsk landamæra- sveit fjariægði hann. Lögreglan í Hof sagði að maður- inn hefði átt fremur dapra dvöl í vestrinu, hann var atvinnulaus og fékk mikla heimþrá I kjölfarið á því. Hann hafði nokkrum sinnum sótt um að komast heim, en ýmsar reglugerðir í kerfinu komu i veg fyrir framgang þess máls. Maður- inn var áður í austur-þýsku fang- elsi. OGÞETTA FLETUJSVO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.