Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 74

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 t Eiginkona min, móöir okkar, amma og langamma, KRISTÍN ÁGÚSTA ÞÓRÐARDÓTTIR fré Súgandafiröi, Hrafnistu, Reykjavik, veröur jarösungin frá Hallgrimskirkju þriöjudaginn 5. marskl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu skal bent á Hallgrimskirkju. Jóhannes Gisli Mariasson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, CARLGUNNARROCKSÉN fyrrverandi vararæöismaður, Sólheimum 25, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju þriöjudaginn 5. mars kl. 15.00. Helga Rocksén, Karl-Erik Rocksén, Halldóra Ásgrímsdóttir, Helga Karlsdóttir, Ásgeröur Karlsdóttir, Gunnhildur Karlsdóttir, t Móöursystir mín, GUORÚN JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. mars kl. 15.00. Finnur Eyjólfsson. t Utför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, RAGNHEIÐAR BOGADÓTTUR, Frakkastíg 6A, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 5. mars kl. 13.30. Gunnar Ólafsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn R. Einarsson, Ragnheiöur Gunnarsdóttir, Bragi Hannesson, K Elísabet Gunnarsdóttir, Júlíus P. Guöjónsson, Ólafur Gunnarsson, Elsa Benjaminsdóttir. t Utför SVEINS JÓNSSONAR, leígubílstjóra, Artúni 10, Selfossi, sem lóst 25. febrúar, fer fram frá Skaröskirkju i Landssveit mið- vikudaginn 6. mars kl. 3 siödegis. Kveöjuathöfn veröur i Selfosskirkju kl 12.30 sama dag. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Bjarnheiöur Ástgeirsdóttir og systkini hins látna. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, fré Eyri í Svinadal, Kambsvegi 14, Reykjavlk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. mars kl. 1.30. Erla Guömundsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ragna Þorgeirsdóttir, Erla Dögg Ólafsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og úttör móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR THORLACIUS, Alftamýri 8. Þorleifur Thorlacius Guörún Thorlacius Ólöf Thorlacius Gisli Steinsson Anna Thorlacius barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför, RANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR. Sórstakar þakkir færum viö starfsfólki sjúkradeildar elliheimilisins Grundar fyrir góöa umhyggju. Fyrir hönd ættingja og vina hinnar látnu. Vilborg Pálsdóttir. „Torrijos, vinur minn og gestgjafi“ Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Graham Green:Getting to Know the General. The Story of an Involvement. The Bodley Head 1984. „Vinur minn spurði mig, þegar ég var að ljúka við síðustu setn- ingarnar í þessari bók: „Hvers vegna hefurðu slíkan áhuga á Spáni og spænsku Ameríku?" Ef til vill er svarið þetta: stjórnmála- baráttan í þessum löndum hefur sjaldan verið barátta andstæðra stjórnmálaflokka um fylgi kjós- enda, heldur barátta upp á líf og dauða.“ Þegar Graham Greene hafði gengið frá farangri sínum tilbúinn að leggja af stað í fimmtu ferð sína til Panama, í ágúst 1981, var hringt í hann og honum tilkynnt, að vinur hans Omar Torrijos Herrera, hefði farist í flugslysi. Nokkrum dögum síðar hringdi Chuchu liðþjálfi, vinur þeirra beggja, í hann og taldi sig hafa óyggjandi heimildir fyrir því að um morð hafi verið að ræða. Að sprengju hefði verið komið fyrir í flugvélinni. „Þá fékk ég þá hugmynd að skrifa stuttar minningar um mann, sem mér þótti því vænna um eftir því sem árin liðu...“ Kynni Torrijos og Greenes höfðu staðið í fimm ár og á ferðum sín- um til Panama og um nágranna- löndin hafði Greene haldið dag- bækur og þær eru uppistaðan í þessu riti. Þessar ferðaminningar fjalla mikið um kynni Greenes af her- foringjanum og einnig af Chuchu, þeim manni í þjóðvarðliðinu sem hershöfðinginn treysti fullkom- lega. Greene fékk skeyti frá Panama veturinn 1976 þar sem honum var boðið til landsins af Torrijos hershöfðingja, sem gesti hans. Greene segist ekki hafa haft hugmynd um ástæðurnar fyrir þessum áhuga hershöfðingjans, en hann þáði heimboðið og bókaði far frá Amsterdam beint til Panama. Höfundur segir ferðasöguna yf- ir hafið og lýsir síðan móttökun- um. Hann fjallar töluvert um mat og drykkjarföng, og hefur ýmis- legt við hvorttveggja að athuga, það var fremur sjaldgæft að hann væri verulega ánægður með mat- inn og rommið var oftar en hitt heldur lélegt. Greene lýsir síðan ferðalögunum um þetta litla land, Panama, sem var fram á 19. öld eitt héraða Kolumbíu þar til hér- aðið var viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Bandaríkjunum 2. nóvem- ber 1903. Þar réðu m.a. hagsmunir Bandaríkjanna vegna Panama- skurðarins. Það var gerður samn- ingur um svæðið sem skurðurinn lá um og samkvæmt honum höfðu Bandaríkin full yfirráð yfir svæð- inu. Svo hélst frá 1903 til 1977, þegar nýr samningur var gerður að undirlagi Torrijos. Samninga- þófið stóð lengi og loksins hafðist það sem Torrijos og Carter Banda- ríkjaforseti stefndu að. En þótt samningurinn væri staðfestur var t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, GUNNARSJÓNSSONAR, •ölustjóra, Framnesveg 65. Sérstakar þakkir til allra i Nathan & Olsen hf. Fyrir hönd vandamanna, Guöbjörg Aöalheiður Þorsteinsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, eiginkonu minnar, systur okkar og mágkonu, ÞÓRUNNAR SÓLVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Friörik Jörgensen, Gyóa Þorsteinsdóttir, Árni Kr. Þorsteinsson, Sigrlöur Siguröardóttir, Þorsteinn J. Þorsteinsson Ingibjörg Magnúsdóttir, Garðar Þorsteinsson, Christel Þorsteinsson, Póll Sigurösson, t Þökkum af alhug samúö og vináttu okkur sýnda viö andlát og útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGILSAR GUÐMUNDSSONAR. Margrét Þorgilsdóttir, Elln Þorgilsdóttir, Þorbergur Kristjónsson, Krístjón Þorgilsson, Sasunn Guójónsdóttir, Sigurþór Þorgilsson, Jónlna Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fr\ Kjdafööur, afa og langafa, ALFREÐS JÚSTSSONAR, Seltjörn, Seltjarnarnesi. Hulda Helgadóttir, Jón Alfreösson, Gunnar Þór Alfreösson, Baldur Alfreösson, Helgi Már Alfreósson, Ásthildur Alfreösdóttir, barnabörn og bi Inga Marlusdóttir, Sigrióur Þóröardóttir, Ingibjörg Magnúsdóttír, Kristfn Th. Hallgrímsdóttir, Þórhallur Bírgir Jónsson, rnabarnabörn. Graham Green honum breytt af bandaríska sen- atinu. Greene var viðstaddur und- irskrift samningsins ásamt flest- um valdsmönnum S-Ameríku, þeirra á meðal Pinochet. Lýsingar höfundar á þeirri samkomu eru með skemmtilegri köflum þessara minningabrota. Höfundur endurtekur síðan þessar ferðir til Panama í boði hershöfðingjans, hann fer til Man- agua eftir sigur Sandinista, þá var stutt liðið frá jarðskjálftunum sem jöfnuðu miðhluta borgarinn- ar við jörðu. Það barst mikil að- stoð alls staðar að úr heiminum, en féð var ekki notað til endur- byggingar. Somoza stakk því öllu í eigin vasa. Greene kemur til skila þeirri stefnu sem Torrijos barðist fyrir í Panama og leitaðist við að efla í öðrum ríkjum Mið-Ameríku, sem var að brjóta upp vald hershöfð- ingjaklika og þar með ofurvald erlendra hagsmunasamsteypa, sem oftast voru bandarískar og koma á sósíal-demókratískum stjórnarháttum, sem gætu forðað frá rússneskum áhrifum og jafn- framt tryggt að bandarískir stjórnmálamenn gætu sofið áhyggjulausir þess vegna. Torrijos studdi Sandinista í Nicaragua og tók við flóttamannastraumnum frá Chile eftir valdarán Pinochets. Greene álítur að hefði Torrijos lifað hefði hann komið þessu ætl- unarverki í höfn. I þessum minninga- og dagbók- arbrotum segir talsvert af sam- skiptum Greenes við hershöfð- ingjann og frá samtölum þeirra, ferðalögum og nokkuð frá veislu- höldum. f bókarlok skrifar Greene eftirmála, þar sem hann lætur liggja að því að CIA hafi getað átt þátt í flugslysinu, þar sem Torrij- os fórst. Hann segist lengi hafa verið vantrúaður á allar sögusagn- ir um þátt CIA í slysinu, en vegna afstöðu Torrijos til skæruliða- hreyfingarinnar í E1 Salvador og fleiri atriða, telur hann alls ekki ólíklegt lengur að svo hafi verið. Þessi bók er eins og áður segir unnin upp úr dagbókum og skrifuð fyrst og fremst af ræktarsemi við vin Greenes, en hún veitir einnig innsýn í pólitískt ástand í Panama og víðar í Mið-Ameríku og þau mál sem þar ber hæst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.