Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
79
Atlanta:
„Tara“ skal
endurfæðast
Evelyne Bouix leikur Edith l*iaf.
Marcel Cerdan yngri leikur foður
Vivien Leigh (Scarlett) og Thomas Mitchell (faðir hennar;
fyrir framan búgarðinn „Tara“ úr myndinni „Á hverfanda hveli“.
Höfundurinn, Margaret Mitchell, er til vinstri.
sinn.
Fyrsta spurningin, sem ferðamað-
ur í Atlanta í Bandarfkjunum spyr
þegar hann kemur til borgarinnar,
er hvort hann geti farið á staðinn þar
sem kvikmyndin „Á hverfanda
hveli“ var tekin. Og önnur spurning-
in er, hvar er Tara (búgarðurinn í
myndinni) og er hann opinn almenn-
ingi. Svarið er stutt: l’að er engin
Tara.
En nú á að reyna að leysa úr því
vandamáli. „Kvikmyndin „Á
hverfanda hveli" hefur vakið at-
hygli á Atlanta um allan heirn,"
segir Ted Spraque formaður
ferðamálaráðs borgarinnar. „Við
. aettum að sjálfsögðu að reyna að
nýta okkur það.“ Núna, þegar 45
ár eru liðin síðan mynd David 0.
Selznick með þeim Clark Gable og
Vivien Leigh var frumsýnd í Atl-
*anta og einu ári fyrir 50 ára af-
mæli samnefndrar skáldsögu eftir
Margaret Mitchell, eru borgaryf-
irvöld að leita leiða til að hagnast
svolítið á þjóðsögunni um „Á
hverfanda hveli“.
1 Það er þó ekkert nýtt. Árum
saman hafa dúkkað upp áætlanir
um framkvæmdir í þessa veru en
þær hafa aldrei náð langt. Ástæð-
an hefur í mörgum tilfellum verið
sú að lögfræðingarnir sem sjá um
eignir höfundarins hafa ekki leyft
neinum að hrófla við þeim. Nú
hafa þeir breytt um skoðun og lýst
áhuga sínum á ráðagerðum kaup-
sýslumanna og bæjaryfirvalda í
Clayton-sýslu, um að byggja safn,
skemmtigarð og fleira í kringum
þemað „Á hverfanda hveli". Clay-
ton-sýsla suður af Atlanta er
sögusvið skáldsögunnar og þar var
staðsettur hinn skáldaði búgarð-
ur, Tara.
Einn er alfarið á móti þessu
öllu. Það er frændi höfundarins,
Joseph Mitchell að nafni, sem seg-
ir að safnið verði ekki byggt nema
„gengið verði af mér dauðum".
Hann óttast að Mitchell-nafnið
verði notað til að selja ódýra
minjagripi. „Við erum ekki að tala
hér um að selja lélegar japanskar
brúður,“ segir þá einn af sýslu-
nefndarmönnum Clayton-sýslu,
Valerie Purser. „Það sem við erum
að leitast við að gera er staður
sem fólk er ann bókinni og kvik-
myndinni getur komið á og séð
Scarlett og Rhett og Tara.“ Á
meðal þeirra hluta, sem Purser
leyfir sér að vona að eigi eftir að
laða fólk að staðnum, er framhlið-
in á Tara, sem notuð var í mynd-
inni frá 1939, en þessi merka
framhlið er í eigu kaupsýslukonu
að nafni Betty Talmadge, sem
keypti hana fyrir fimm árum.
Til eru þeir, sem halda því fram
að Atlanta hafi ekki gert nóg til
að halda uppi minningu síns fræg-
asta rithöfundar. Raunar er ein
gata, torg, skóli og heilsugæslu-
stöð nefnd eftir henni, en húsið
þar sem hún skrifaði megnið af „Á
hverfanda hveli“ er í algerri
niðurníðslu, með hlerum fyrir
gluggum og skilti á girðingunni
sem á stendur „Til sölu“. Þannig á
ekki að fara með þetta sögulega
hús segja menn.
Það, sem komst hvað næst því
að verða að safni um „Á hverf-
anda hveli“, var sjoppa í miðborg-
inni, sem m.a. seldi vaxmyndir af
Clark Gable og „Á hverfanda
hveli“-klósettmottur.
Hinar merkilegu eignir Mitch-
ell, sem viðkoma hennar frægustu
skáldsögu, eru dreifðar víða um
Bandaríkin. Handrit hennar er að
finna i háskólanum í Georgíu,
New York-bókasafninu og nokkr-
um stofnunum í Atlanta. Bóka-
safn Mitchell er í eigu Atlanta-
bókasafnsins og sömuleiðis ritvél-
in, sem hún skrifaði söguna með.
Og nú er það bara spurningin
hvort Tara eigi eftir að endurfæð-
as.
— ú
Mynd um
NÝLEGA lauk franski leikstjórinn
('laude Lelouch við mynd um ævi
frönsku söngkonunnar, litla spör-
fuglsins, Edith Piaf. Myndin fjallar
að mestu um stormasamt ástarsam-
band l’iaf og hnefaleikakappans
Marcel ('erdan.
Myndin hefur hlotið misgóða
dóma. Franska pressan segir að
hið rétta eðli Piaf komi ekki nógu
vel fram, að Evelyne Bouix í hlut-
verki spörfuglsins sé engan veginn
nógu villt. Evelyne Bouix er korn-
ung leikkona. En það sem vekur
einna mesta athygli er að Marcel
Cerdan yngri leikur föður sinn.
Þeir þykja ótrúlega líkir. Það var
algjör tilviljun að sonurinn kom
inn í myndina; maðurinn sem átti
að leika boxarann stytti sér aldur
nokkrum dögum áður en tökur
hófust.
Ástarsamband Piaf og Cerdans
var all sérstakt. Hann var giftur
og átti þrjú börn og tók ekki í mál
Edith Piaf
að skilja við konu sína. Cerdan
ferðaðist milli landa og keppti í
íþrótt sinni milli þess sem hann
sótti vinkonu sína heim. Þau
vöktu mikla athygli hvar sem þau
komu. Piaf söng sig inn í hjörtu
margra milljóna um heim allan;
Cerdan lét hnefana tala fyrir sig.
Cerdan fórst í flugslysi um það
leyti sem hann bjó sig undir
keppni við Jake La Motta um
heimsmeistaratitilinn. Edith Piaf
varð aldrei söm eftir dauða hans,
engu að síður hélt hún áfram að
syngja, en pilluátið og drykkjan
ágerðist og hún lést fjórtán árum
síðar. Marcel yngri, sem einnig
gerðist hnefaleikakappi, kynntist
ástkonu föður síns og urðu þau
góðir vinir.
Tveir af nánustu vinum Edith
Piaf, þeir Francis Lai og Charles
Aznavour, höfðu umsjón með tón-
listinni sem flutt er I myndinni.
HJÓ
Peggy Ashcroft og Victor Banerjee ( hlutverkum sínum.
ar til þeirra af öllum myndum í ár,
eða ellefu talsins. Það verður svo
ekki kunngjört fyrr en í apríl
hverjir hljóta þessi eftirsóttu
verðlaun, en greinilegt að A Pass-
age to India er í fylkingarbrjósti.
Samstarfsmenn hefur hinn
gamli skörungur, Lean, ekki valið
af verri endanum, frekar en fyrri
daginn. Tónlistin er samin og
stjórnað af Maurice Jarre og leik-
in af The Royal Philharmonic
Orchestra. Kvikmyndataka er í
höndum Ernest Day, B.S.C. Hand-
ritið og klippingin var í höndum
Leans sjálfs, auk leikstjórnarinn-
ar. Áður er getið hins ágæta leik-
arahóps.
Sir Alec Guinnéss hefur leikið í flestum myndum Leans.
A Pnssage to India er engin undantekning. Þar fer
hann með hlutverk bramatrúarmannsins og dulspek-
ingsins prófessors Godbole.
Judy Davis sem Adela Quested og James Fox sem
kennarinn frjálslyndi Kichard Fielding í A Passage to
India.