Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 4

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Kostnaður við leigubíla áætlaður 11,2 milljónir — segir Eggert Jónsson borgarhagfræðingur „ÞETTA voru rangar tölur hjá Magdalenu, hún hefur ruglað saman tölum,“ sagði Eggert Jónsson borgarhagfreóingur í samtali við Morgunblaðið. Til- efnið var sjónvarpsþáttur í fyrrakvöld, þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri sat fyrir svörum fulltrúa minnihlutaflokkanna um borgarmálefni, en í þaett- inum kom upp ágreiningur milli borgarstjóra og Magdalenu Schram frá Kvennaframboði um hver bflakostnaður borgarinnar hefði verið undanfarin ár og yrði í ár samkvemt fjárhagsáaetlun. „Þessi kostnaður er nokkuð hækkuðu í 19,8 milljónir 1985, en skiptur og dálitið flókið mál að segja frá honum, en ég held að það nægi að segja að Magdalena hafi misskilið yfirlit um bílakostnað, sem tekið var saman fyrir fulltrúa Kvennaframboðsins, í sambandi við gerð fjárhagsáætlunar. Til dæmis hefur hún blandað kostnaði við akstur sorpbílanna þarna inní og notaði þá tölu fyrir annað árið en ekki fyrir hitt árið og svo fram- vegis," sagði Eggert ennfremur. Eggert kvað kostnað borgarinn- ar vegna leigubílaaksturs vera 10,2 milljónir árið 1984 og gert væri ráð fyrir að hann yrði 11,2 milljónir 1985. Bifreiðastyrkir væru tæpar 15 milljónir árið 1984, og gert væri ráð fyrir að þeir þar er um að ræða ýmsar samn- ingsbundnar greiðslur, til dæmis vægi þungt ýmislegt í sambandi við heilbrigðisþjónustuna, heima- hjúkrun og annað. Auk þessa bæri borgin einnig kostnað vegna notk- unar eigin bifreiða Vélamiðstöðv- ar borgarinnar, svo sem sorpbif- reiða, en þessir þrír liðir gerðu saman heildarkostnað borgarinn- ar vegna bifreiða. „75 milljónirnar hennar Magda- lenu Schram fást með því að leggja saman leigubíla, bifreiða- styrki og kostnað af eigin bílum Vélamiðstöðvar, en hún gætti þess ekki að hún hefði þá einnig þurft að gera það sama fyrir árið á und- an,“ sagði Eggert ennfremur. Fegurðarsamkeppni kvenna í Færeyjum íslenskir og færeyskir aðilar í samvinnu um framkvæmd keppninnar „Ungfrú Færeyjar“ Morgunblaðið/ Bjarni Fulltrúar Samtaka áhugafólks um úrbætur i húsnæðismálum á fundi með forsætisráðherra, f.v. Sigurgeir Þorgeirsson, Ögmundur Jónasson, Sturla Þengilsson, Baldur Gíslason og Björn Ólafsson. Húsnæðishópurinn á fundi með forsætisráðherra: Nauðsynlegt að taka á vandamálinu nú þegar SAMKEPPNI um titilinn „Ungfrú F*reyjar“, verður haldin í fyrsta skipti þar í landi I aprfl nk. Er keppnin haldin í samvinnu íslenskra og færeyskra aðilja, þ.e. Ólafs Laufdal, veitingamanns í Hollywood og Broadway, og Martin Mouritsen, eiganda skemmtistaðarins Dallas I Þórsböfn. Ólafur Laufdal, veitingamaður, var nýlega á ferð í Þórshöfn vegna fyrirhugaðra „íslandsdaga", sem haldnir verða í Færeyjum f apríl á vegum Flugleiða, en jafnframt er fyrirhugað að bjóða upp á svokall- aða „helgarpakka" milli Færeyja og íslands, eins og boðið hefur ver- ið upp á hér á landi og á Norður- löndum í samvinnu Flugleiða og skemmtistaðanna Hollywood og Broadway. Á ferð Ólafs í Færeyj- um kom upp sú hugmynd að efna til fegurðarsamkeppni kvenna i Færeyjum, sem er nýlunda þar í landi. Martin Mouritsen er staddur hér á landi þessa dagana vegna undirbúnings keppninnar og kvaðst hann vonast til að vel tæk- ist til með þessa fvrstu fegurðar- samkeppni kvenna í Færeyjum. Þar í landi hefði aðeins farið fram keppni um „Herra Færeyjar", meira í gamni en alvöru, en nú yrði sem sagt reynt að gera kven- þjóðinni jafnhátt undir höfði. Að- spurður kvaðst Martin vongóður um að auðvelt yrði að fá kvenfólk- ið til þátttöku. „Strákarnir voru til i þetta og því skyldu stelpurnar ekki vilja það líka,“ sagði hann og bætti við, að fyrstu viðbrögð kvennanna lofuðu góðu í þessum efnum. TALSMENN hinna nýstofnuðu Samtaka áhugafólks um úrbætur í húsnæðismálum gengu f gærmorg- un á fund Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, og gerðu grein fyrir viðhorfum sínum um vanda íbúðarkaupenda og hús- byggjenda. Að sögn Björns Ólafssonar, eins talsmanna hópsins, tók for- sætisráðherra þeim félögum vel og lýsti vilja sínum til úrbóta á þeim vandamálum sem við blasa í húsnæðismálum. „Við gerðum honum grein fyrir hver staða þessa fólks er og kröfum okkar í þessum efnum," sagði Björn. „Forsætisráðherra kvaðst gera sér grejn fyrir vandanum og ekki síst þeirri staðreynd, að þetta vandamál nær aftur í tfmann. Við lögðum áherslu á að eitthvað yrði að gera i málunum og það strax. { rauninni er nauðsynlegt að „frysta" vandamálið nú þegar svo að ekki verði gengið á fólk og selt ofan af því, eins og er í raun- inni að gerast nú í stórum stíl. Steingrímur sagði að reynt yrði að finna lausn á málinu og sagði reyndar að unnið væri að því þessa dagana," sagði Björn Ólafsson. „Meirihluti háskólanema stefnir ljóst eða leynt að starfi hjá hinu opinbera — segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ U SKRÁÐIR háskólanemar við heil- brigðisbrautir Háskóla íslands skólaárið 1984 til 1985 eru samtals 882, en það jafngildir 21,3%háskóla- nema. Háskólanemar í guðfræði- deild eru 61 talsins, í félagsvísinda- deild 399, í heimspekideild 823 og í námi til kennsluréttinda eru þeir 90. Samtals eru þessir nemendur 1312, en það eru um 32% háskólanema. MorgunblaðUk/EmUfa Ólafur Laufdal, veitingaraaður í Hollywood og Broadway, og Martin Mourit- sen, eigandi Dallas í Þórshöfn. Þetta kom fram í ræðu sem Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vin- nuveitendasambands íslands, flutti nýlega. Þar kom fram að Magnús telur að skipting háskólanema eftir námsgreinum sé vísbending um ógnvænlega þróun fyrir íslenskt at- vinnulíf, þar sem fjöldinn stefni Ijóst eða leynt að því að komast í störf hjá hinu opinbera, svo sem í heilbrigðis- þjónustu og kennslustörf, en fram- leiðslugreinarnar standi frammi fyrir því að mcnntað fóik sæki ekki í þær. „Það eru hvorki meira né minna en 32% háskólanema sem virðast stefna inn í þessa umdeildu stétt, kennarastéttina," segir Magnús í samtali við Morgunblaðið, um þessi mál og bendir á að talan 1312 hér að ofan sé einungis úr Háskóla íslands. Hægt sé að bæta við tæp- lega 400 úr Kennaraháskóla ís- lands. Laganemar við Háskóla íslands eru 378 talsins, og Magnús bendir á að lögfræðingar fari mjög marg- ir í opinbera þjónustu. Þeir séu ekki nema í undantekningartilvik- um þátttakendur í atvinnulífinu. „Samtals eru þeir nemendur, sem mér virðist stefna að því að starfa að námi loknu á einn eða annan hátt í þjónustu hins opinbera, 2633 talsins eða 64% af heildinni," segir Magnús. Nemendur í viðskiptadeild á þessu skólaári eru 697 talsins og í verkfræði- og raunvísindadeild 812, samtals 36% háskólanema, en Magnús telur að það sé mjög vægt reiknað að um 30% þeirra fari til starfa hjá hinu opinbera. „Við er- um því að tala um það í reynd- inni,“ segir Magnús, „að það séu á milli 75 og 80% þeirra sem innrit- aðir eru í Háskólann sem ljóst eða leynt stefna í ævistarf sem er í tengslum við aðra starfsemi en at- vinnulífið.“ Magnús segist með þessu síður en svo vilja gera lítið úr þessum stéttum og menntun þeirra. Hins vegar segist hann vilja vekja at- hygli á þessari þróun, sem hljóti að vera hættuleg fyrir þróun at- vinnulífsins I landinu. „Það er mjög ánægjulegt að Háskólinn er farinn að líta meira tl atvinnulífs- ins,“ segir Magnús, „og þetta átak Háskólans, að efna til umræðu um tengsl atvinnulífsins og skólans eins og gera á næsta laugardag, er mjög til fyrirmyndar." Magnús segir jafnframt: „Val stúdenta á námsgrein hlýtur að vekja þá spurningu hvort þetta sé það sem við þurfum á að halda. Allir þeir, sem skoða málið þann- ig, hljóta að sjá að svo er ekki. Það getur ekki verið, sérstaklega þegar litið er til þess hver þróunin hefur verið undanfarin 20 ár, varðandi þenslu ríkisgeirans. Ef litið er á þetta mál í samhengi, þá má segja að þarna séum við með vanda þjóðfélagsins í hnotskurn." Magnús sagði að auðvitað væri það ekki björgulegt fyrir þjóðfé- lagið ef allt langskólagengna fólk- ið, fólkið sem þjóðfélagið hefði verið að mennta til þess að tryggja framtíð landsins, stefndi að al- mennri þjónustustarfsemi, í stað þess að stefna að því að nýta þekk- ingu sína til þess að efla verð- mætasköpunina í landinu. „Þá á ég auðvitað við framleiðslu- starfsemina í landinu," sagði Magnús. „Þarna þarf að koma til ákveðin hugarfarsbreyting," sagði Magn- ús, er hann var spurður með hvaða hætti hann teldi að hægt væri að sporna við þessari þróun. „Við þurfum að tengja menntakerfið í heild sinni atvinnugreinunum og verðmætasköpuninni í þjóðfélag- inu. Málið snýst um það að aðlaga menntakerfið þörfum atvinnulífs- ins.“ „Við höfum í áratugi sagt í há- tíðarræðum að við værum að mennta þjóðina til þess að tryggja okkur betri framtíð, en ég held að við höfum einhvers staðar á leið- inni gleymt því til hvers við erum að leggja út í alla þessa almennu menntun. í raun og veru er ekki hægt að saka neinn einstakan um þessa þróun, því hér virðist vera um gagnkvæmt vantraust að ræða. Annars vegar hefur at- vinnulífið verið hikandi við að nýta sér þekkingu og reynslu lang- skólamanna og hins vegar hafa langskólamenn verið ragir við að taka þá auknu áhættu sem stund- um fylgir því að vera virkur þátt- takandi í atvinnulifinu. Það, sem við þurfum að gera, er að færa þetta nær þeirri lifsbar- áttu sem þjóðin er að heyja á hverjum tíma. Ég legg því áherslu á að við þurfum að eyða þessu djúpi sem er á milli menntakerfis- ins og atvinnulífsins. Strax ( grunnskólanum þurfum við að efla áhuga nemenda á þátttöku f at- vinnuuppbyggingu og atvinnu- rekstri. Til þess að geta gert það, verðum við að efla samstarf at- vinnulífsins og skólakerfisins. Ef við gerum það, aukast líkurnar á því að stúdentar velji þær deildir Háskólans sem tengjast atvinnu- lífinu, þegar að því vali kemur,“ sagði Magnús að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.