Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
Orðaskipti
Þáttur Sigurðar G. Tómasson-
ar um Daglegt mál var núna á
þriðjudagskveldið óvenju fyndinn
en þar fjallaði Sigurður um mál-
far á skýrslu nokkurra „kjúkl-
ingabaenda".
Var málfar skýrslunnar afar
frumlegt, nánast einsog klippt út
úr fáránleikaleikhúsinu, til dæmis
úr Bubba kóngi Alfreds Jerry eða
hvernig skiljiði hugtakið: „for-
eldradýr"? Téður Sigurður G.
Tómasson var ekki alveg eins
fyndinn er hann birtist síðar á
þriðjudagskveldið í þætti Ingva
Hrafns Jónssonar: Setið fyrir svör-
um enda voru þá alvarlegri mál-
efni á dagskrá eöa sjálf fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar. Að
sjálfsögðu sat borgarstjórinn
okkar, Davíð Oddsson, hér fyrir
svörum en Sigurður G. Tómasson
var í hópi fulltrúa minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn er gerðu
harða hríð að borgarstjóranum.
Flugu skeytin svo ótt og títt
milli manna, að Ingvi Hrafn kom
nánast ekkert við sögu nema undir
lokin er ónefnd valkyrja gerðist
full aðgangshörð.
Orðaflaumur:
Ég verð að segja einsog er að ég
var mjög ánægður með hversu
harðskeyttir þeir minnihlutamenn
voru að þessu sinni, því lýðræðið
verður ekki virkt nema til staðar
sé stjórnarandstaða, er veitir
þeim sem sitja við stjórnvölinn
hæfilegt aðhald, og svo held ég að
Davíð hafi grætt á þessari hörðu
sókn þeirra minnihlutamanna, því
hún leiddi í Ijós styrk hans sem
stjórnmálamanns. Tel ég að ýmsir
þeir „stjórnmálamenn" er nú fara
offari í fjölmiðlum gætu ýmislegt
lært af Davíð í þessu efni, sér-
staklega hvað varðar orðheldni því
það er ekki nóg að henda á lofti
þau mál er henta mönnum best í
sviðsljósi augnabliksins, ef hugur
og athafnir fylgja ekki máli. Ann-
ars ætla ég ekki að fara neitt frek-
ar út í efnisatriði þeirrar orra-
hríðar er geisaði kringum Davíð
borgarstjóra í fyrrgreindum þætti
en þar fannst mér einkar áberandi
umræðan um dagvistunarmál.
Af vettvangi
Nú vildi svo til að ég var nýkom-
inn af foreldrafundi, er haldinn
var á einum af leikskólum Reykja-
víkurborgar, er þáttur Ingva
Hrafns hófst.
Fannst mér því nánast eins og
ég kæmi beint af starfsvettvangi
borgarstjóra inní umræðuna. Eða
ætti ég kannski fremur að segja að
umræðan á leikskólanum hafi á
vissan hátt runnið saman við um-
ræðuna í sjónvarpssal. Þó var sá
munur á, að á fundinum uppí
leikskóla var lítið rætt um dag-
vistunarvandamál en því meir um
hin margvíslegu hegðunarvanda-
mál er þróast með börnum, vegna
of langs vinnutíma foreldra. Ann-
ar af tveimur sálfræðingum
barnavistunar var mættur á for-
eldrafundinn og fjallaði um árás-
arhneigð barna og unglinga er
hann taldi oft stafa af fyrr-
greindri fjarvist foreldra frá
heimili, en einnig taldi hann alltof
stóra skóla, með of fjölmennum
bekkjardeildum, auka á árásarat-
ferlið. Þá taldi sálfræðingurinn að
hægt væri að undirbúa börnin á
allan hátt betur fyrir lífið og skól-
ann á vel búnum og hönnuðum
leikskólum.
Persónulega er ég mjög ánægð-
ur með leikskóla barna minna.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Andrés Indriðason höfund-
ur verksins.
Ágúst Guðmundsson er
leikstjóri.
„Greta Garbo fær
hlutverk“
— útvarpsleikrit eftir
Andrés Indriöason
■^^■i { kvöld kl. 20.00
90 00 verður flutt
£vf — nýtt útvarps-
leikrit eftir Andrés
Indriðason; „Greta Garbo
fær hlutverk".
Kvikmyndaleikstj óri
nokkur og aðstoðarstúlka
hans eru að leita að heppi-
legum stað fyrir lokaupp-
töku á kvikmynd. Þau fá
að skoða gamalt hús þar
sem allar aðstæður eru
hinar ákjósanlegustu.
Eigandi hússins, sem er
eldri kona, er himinlif-
andi yfir tilbreytingunni
sem hún á í vændum og
vill allt fyrir gesti sína
gera. Ekki verður ánægja
hennar minni þegar leik-
stjórinn fær þá hugmynd
að láta köttinn hennar fá
veigamikið hlutverk í
kvikmyndinni.
Leikendur eru: Guðrún
Þ. Stephensen, Edda
Heiðrún Backmann, Egill
ólafsson og Ketill Larsen.
Leikstjóri er Ágúst Guð-
mundsson. Tæknimaður
Runólfur Þorláksson.
Minnisstætt fólk
— fjallað um Maríu Maack
■■■■ í útvarpi í
Ol 40 kvöld kl. 21.40
& A ™ verður Emil
Björnsson með fyrsta þátt
sinn af fimm í þáttaröð-
inni Minnisstætt fólk.
Segir Emil í þessum
fyrsta þætti sinum frá
kynnum sínum af Maríu
Maack og nefnist þáttur-
inn „Guðhrædd bæði og
mikilmenni".
María, sem hét fullu
nafni María Bóthildur
Jakobína Maack, fæddist
21. október 1889 á prests-
setrinu Stað í Grunnavík í
Norður-ísafjarðarsýslu og
lést 9. mars 1975 eftir
nokkurra mánaða sjúkra-
húslegu. María réð sig eitt
sumar sem gangastúlka í
Holdsveikraspítalanum í
Laugarnesi með loforði
um að hún yrði lærlingur
um haustið 1909. Hjá
Sæmundi Bjarnhéðins-
syni, þá yfirlækni, og yfir-
hjúkrunarkonunni Harr-
iet Kjær, sem bæði skipa
veglegan sess í sögu heil-
brigðismála á lslandi,
lærði María hjúkrun sem
varð síðan hennar ævi-
starf eða í 55 ár. María
vann um tíma við hjúkrun
í Franska spítalanum en
síðar starfaði hún um
áratugi sem forstöðukona
Farsóttarhússins við
Þingholtsstræti.
María var mikill ferða-
garpur og dreif hún með
sér hópa vina og kunn-
ingja í ferðalög sín um
landið. María tók og mik-
inn þátt i félagsstörfum.
Hún var mjög atkvæða-
mikil innan Sjálfstæðis-
flokksins og var meðal
helstu stofnenda Sjálf-
stæðiskvennafélagsins
Hvatar, fyrsta flokkspóli-
tiska kvenfélagsins á ís-
Ötroðnar slódir
ótroðnar slóð-
1 coo ir, þáttur um
10“ kristilega popp-
tónlist, er á dagskrá rásar
2 í dag kl. 15. Stjórnendur
eru Andri Már Ingólfsson
og Halldór Lárusson.
Að sögn Andra Más
verður þátturinn eitt alls-
herjar hanastél. „íslensk
tónlist fær nokkuð mynd-
arlega umfjöllun í þættin-
um,“ sagði Andri Már.
„Þar má nefna tónlist eft-
ir Þorvald Halldórsson,
Anne og Garðar og jafn-
framt tónlist sem Sam-
hjálp, Krossinn og Nýtt líf
hafa gefið út á síðustu ár-
um. Von er á nýju ís-
lensku efni frá nokkrum
einstaklingum með vorinu
og má vænta ýmissar
nýbreytni þar á meðal."
Þá leika þeir félagar
nýtt efni frá Bretlandi og
Bandaríkjunum s.s. af
plötu hljómsveitarinnar
Rez-band, tónlist hennar
verður talin til þunga-
rokks. Þá verður kynnt ný
María Maack
landi. Hún var jafnframt
formaður Hvatar í mörg
ár. María var m.a. félagi í
Sálarrannsóknarfélagi ís-
lands, Slysavarnafélagi
íslands, Vestfirðingafé-
laginu og Kvenréttindafé-
laginu. Hún átti sæti í
framfærslunefnd Reykja-
víkur í allmörg ár og var
sæmd riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu.
Andri Már Ingólfsson
plata frá Michael Card
sem kunnur er fyrir af-
bragðsgóða lagatexta.
Loks munu umsjónar-
Halldór Lárusson
mennirnir lesa ummæli
ýmissa ágætra manna í
gegnum aldirnar, um
trúna.
ÚTVARP
v
FIMMTUDAGUR
14. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Málræktarþáttur.
Endurt. þáttur Baldurs
Jónssonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð — Sigurveig
Guðmundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Agnarögn" eftir Pál H.
Jónsson. Flyfjendur Páll H.
Jónsson, Heimir Pálsson og
Hildur Heimisdótfir (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 Málefni aldraðra
Þáttur i umsjá Þóris S. Guð-
bergssonar.
11.00 „Eg man þá tlö“
Lög frá liðnum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11.30 „Sagt hefur það veriö"
Hjálmar Arnason og Magnús
Gislason sjá um þátt af Suð-
urnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Barnagaman
Umsjón: Guðlaug Marla
Bjarnadóttir. (RUVAK).
13.30 Tónleikar
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot. Bryndls Vlg-
lundsdóttir les þýöingu slna
(26).
14.30 A frivaktinni
Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
15J0 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Slödegistónleikar
a. Næturljóð I H-dúr op. 40
og
b. Slavneskur dans i e-moll
op. 46 eftir Antonln Dvorák.
Josef Suk og Alfreð Holecek
leika á fiölu og planó.
c. Strengjakvartett nr. 3 I
es-moll op. 30 eftir Pjotr
Tsjalkovskl; Vlach-kvartett-
inn leikur.
17.10 Síödegisútvarp
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
19.25 Ærslabelgirnir
Sovésk teiknimynd um
nokkra óþekka apa og
mædda móður þeirra.
19.354 Sðgur trá Kirjálalandi
Finnsk teiknimynd. Þýöandi
Kristln Mántylá. Sögumaður
Sigrún Edda Bjðrnsdóttir.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið)
19.40 Sæti grauturinn
Sovésk teiknimynd gerö eftir
einu ævintýra Grimms-
bræöra.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
20.00 Leikrit: „Greta Garbo
fær hlutverk" eftir Andrés
Indriðason.
Leikstjóri: Agúst Guð-
mundsson. Leikendur: Guð-
rún Þ. Stephensen, Edda
Heiðrún Bachmann, Egill
Olafsson, Ketill Larsen.
Planóleikur: Ester Andrés-
dóttir 12 ára.
21.05 Samleikur I útvarpssal
Einar Jóhannesson og Phil-
ipp Jenkins leika á klarinettu
og planó.
a. „Rek" eftir Þorkel Sigur-
björnsson.
b. Sónatína eftir Arthur Hon-
egger.
15. mars
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaöur Sigrún Stef-
ánsdóttir.
21.15 Skonrokk
Umsjónarmenn Haraldur
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21j45 San Francisco
Þýsk heimildamynd.
Yfir borginni San Francisco á
vesturströnd Bandarlkjanna
hvllir ævintýraljómi I hugum
margra. Fagurt umhverfi en
þó einkum fjölbreytt mannllf
borgarinnar stuöla einkum
aö þessu aö dómi höfundar
þessarar myndar sem lýsir
llfinu þar. Þýðandi Eirlkur
Haraldsson.
22.45 Vassa
Sovésk blómynd frá 1982,
gerö eftir leikriti eftir Maxim
Gorki. Leikstjóri Gleb Panfll-
c. Fantasla eftir Carl Nielsen.
d. Sónata I Es-dúr op. 167
eftir Camille Saint-Saéns.
21.40 Minnisstætt fólk
„Guöhrædd bæði og mikil-
menni”
Emil Björnsson segir frá
kynnum slnum af Marlu
Maack.
22.00 Lestur Passlusálma (34)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 „Að lengja nóttina helst
ekki minna"
Umsjón: Anna Ólafsdóttir
Björnsson. Lesari með
henni: örnólfur Thorsson.
of. Aðalhlutverk: Inna Tsjúr-
ikvoa, Nikollaj Skorabogatof,
Valentfna Télihina og Valent-
Ina Jakúnlna. Myndin gerist I
borginni Nlznl Novgorod viö
Volgu, nú Gorki, áriö 1913.
Vassa Tselesnova hefur
safnað auði með skipaút-
gerð. Hún hefur þolað ýmsar
raunir I einkallfinu um dag-
ana en býr nú I glæsilegu
husi ásamt dætrum slnum,
drykkfelldum bróður, sonar-
syni og fjölda þjónustufólks.
Þá snýr tengdadóttir hennar,
sem er byltingarsinni, heim
úr útlegð m.a. til að krefjast
sonar slns. En Vassa hyggst
halda drengnum sem og for-
réttindum stéttar sinnar
meöan hún má. Þýöandi
Hallveig Thorlacius.
00.55 Fréttir I dagskrárlok.
23.00 Músikvaka
Umsjón: Oddur Björnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
14. mars
10.00—12.00 Morgun(Dáttur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Sigurður Sverr-
isson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Stjórnandi: Leópold Sveins-
son.
15.00—16.00 Ótroðnar slóöir
Kristileg popptónlist.
Stjórnendur: Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lárusson.
16.00—17.00 Jazzþáttur
Stjórnandi: Vernharður Linn-
et.
17.00—18.00 Gullöldin
Lög frá 7. áratugnum.
Stjórnandi: Þorgeir Ast-
valdsson.
Hlé
20.00—21.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
10 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00—22.00 Nú má ég!
Gestir I stúdlói velja lögin
ásamt léttu spjalli.
Stjórnandi: Ragnhelður Dav-
lösdóttir.
22.00—23.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests
23.00—24.00 Astandið
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR