Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 15 Vel mætt á afmælis- og árshátíð í Skagafirði Bxe, Höfóaströnd, 11. mare. EFTIR að hin árlegu þorrablót hættu á þessum vetri hefur verið smáuppi- hald á stórhátíðum þar til nú, 9. mars, að Lionsklúbburinn Höfði í Austur- Skagafirði hélt sína venjulegu árshá- tíð og minntist þá einnig tíu ára af- mælis á veglegan hátt. Klúbbfélagar eru nú 36 úr 7 hreppum austan Skagafjarðar. Mjög samhentur hópur sem hefur hjálpað ótrúlega mörgum á ótrúlega mörgum sviðum á þessum tíu ára starfsferli, allt frá því að moka út úr húsum fyrir náungann og til stórgjafa á sviði líknarmála. Lengstu vegalengdir, sem klúbbfélagar þurfa að fara, munu vera um 40 kílómetrar. Á þessari veglegu tíu ára afmæi- ishátíð mættu um 200 manns og mjög margir boðsgestir frá nær- liggjandi klúbbum og fóru örugg- lega allir ánægðir heim. Formaður klúbbsins er nú ófeigur Gestsson, en veislustjóri var Stefán Gestsson. Stórviðri sneiða hjá Skagfirðingum Skagfirðingar þurfa síst að kvarta yfir tíðarfarinu, því að öll stórviðri virðast sneiða hjá okkur. Til dæmis hefur nú tíu daga af mars verið hiti um daga en svalara um nætur. Alveg er snjólaust á lág- lendi og elstu menn muna ekki svo samfellda veðurbliðu. Eins og ann- ars staðar kringum landið hefur verið uppihald með sjósókn, en nú eru togarar farnir til veiða. Smærri bátar stunda aðeins skelfiskveiðar og grásleppuvertið er rétt að byrja. Silungsveiði hefur verið dágóð und- ir ís í Höfðavatni í vetur. Mikið er um veikindi, sem sögð eru vera norska flensan og leggur hún undir sig heimili þar sem enginn sleppur. Björn í Bæ. Kjúklingafóður endursent til Danmerkur Fóðurvöniverslun Guðbjarnar Guðjónssonar á nú von á farmi af kjúklingafóðri til landsins með Ms. Langá. Vegna mistaka, sem urðu í Ála- borg í Danmörku, er hluti af þessu fóðri blandaður efninu nítróvin, en þetta efni og önnur svipuð eru nú á bannlista hér á landi. Að sögn Péturs Björnsson, framkvæmdastjóra hjá Guðbirni Guðjónssyni hf., hefur þessu efni verið blandað í kjúklingafóður víðast hvar í heiminum og er yfir- leitt ekki talið til lyfja. Efnið er talið koma í veg fyrir sýkingu í þörmum kjúklinga. Nú eru komin á markaðin svipuð efni sem talin eru fullkomnari og hefur notkun nítróvíns því farið minnkandi. Pétur Björnsson sagði að fóðrið, sem hefur að geyma nítróvín, verði sent aftur til Danmerkur með skipinu. TERCEU Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannaraðfjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum ----— Qlns og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfrá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinniraf samaöryggi 2 og4 hjóla drifunum. TOYOTA Nýbýlavegi8 200Kópavogi S. 91-44144 BÍLANAUST NOACK SHELL TUDOR OLÍS VARTA SÖNNAK RAFGEYMAR ESSO CHLORIDE PÓLAR CHLORIDE KR. 1.805 KR. 1.750 KR. 1.838 KR. 1.844 KR. 1.580 KR. 1.580 essemm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.