Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Brotajárn frá Norður- löndunum Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Ýmsir flytjendur Scandinavian metal attack RCA/Skífan Lengstum hefur mér þótt lítið til frænda vorra á Norðurlönd- um koma hvað popp og rokk áhrærir. Það er helst að hinn finnski Jukka Tolonen lifi í minningunni, sem afburða gít- arleikari, svo og norski TNT-flokkurinn hin seinni ár, sem besta þungarokkssveit Norðurlanda. Ég varð því harla undrandi er ég fékk í hendur eigi alls fyrir löngu safngrip þennan með þessu líka fáránlega heiti. Ekki hélt ég að þungarokkssveitir Norðurlanda væru það magnað- ar að þær gætu staðið fyrir árás- um af einu eða öðru tagi, hvorki einar á báti né í samfloti við aðr- ar, enda kom það átakanlega í ljós við hlustun. Drýsill okkar Islendinga stendur öllum þess- um fimm sveitum, sem hér koma fram, langtum framar. Ég vildi bara segja ykkur það. Á Scandinavian metal attack (ég á bágt með að skella ekki upp úr við að sjá þennan titil) koma fram fimm sveitir, hver með tvö lög. Og þær heita Oz, Spitfire, Bathory, Zero Nine og Trash. Sú síðastnefnda kemur einna best út á plötunni þótt nafn hennar sé ekki beint uppörvandi. Nöfn hinna sveitanna segja meira en margt um tónlistina. Oz, Bath- ory og Spitfire eru allar gikk- fastar í þungarokki eins og það var á blómaskeiði Black Sabbath 1969—1973. Sú finnska, Zero Nine (ekki er hægt að átta sig á því hvaðan af Norðurlöndunum hinar koma, m.a. vegna þess að ensk nöfn eru ríkjandi innan þeirra) sýnir smálit í öðru laga sinna en þar með er það upptal- ið. Ekki bætir það úr skák að upptökustjórn á plötunni er bágborinn og megnar ekki einu sinni að sparsla í stærstu rifurn- ar, sem oft er nú hægt að gera. Sjálfur er ég einlægur unn- andi þungarokks en menn verða að vera gersamlega forfallnir til að kyngja þessu. Mætti ég orða það svo að þær séu með ákveðinn gæðastimpil og er hér fjarri verið að gera lítið úr leiklist í öðrum skólum — alls ekki. Mikill fjöldi kemur við sögu í sýningunni Náðarskotið, ekki aðeins leikarar, heldur og að- stoðarfólk fyrir sýningu, ljósamenn eru önnum kafnir alla sýninguna, og níu manna hljómsveit lætur ekki sitt eftir liggja. Og það er freistandi eftir að hafa horft á sýning- una að taka einnig undir þau með erfitt hlutverk Gloriu, stúlkunnar sem á sér ekki við- reisnar von og hlýtur að far- ast. Halldóra var sviðsvön og greinargóð í leik sínum, en skorti að draga fram þá djúpu angist er því veldur, að hún getur ekki afborið að lifa leng- ur. Sæmundur Norðfjörð er Robert, mótdansari hennar, einlægur í túlkun og sýnir töluverð tilþrif í yfirheyrslun- um. Maríó, Baltasars Kormáks Samper var liðugur í hreyfingum og með góða mim- Sviósmyndir úr Náðarhöggi sem Herranótt MR fnimsýndi á þriðju- dagskvöldið. í trylltum dansi Myndlíst Jóhanna Kristjónsdóttir Herranótt Menntaskólans í Reykjavík sýnir á Broadway: Náðarskotið eftir Ray Herman, byggt á sögu Horace McCoy. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Búningar: Vilhjálmur Vil- hjálmsson Lýsing: Ágúst Pétursson Tónlistarútsetning: Jóhann Moravek Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Auðvelt er að taka undir orð í leikskrá um að metnaður hafi oft og einatt einkennt sýningar némenda Mennta- skóla Reykjavíkur. Nemendur MR hafa ráðist í að sýna mjög svo fjölbreytileg verk og auð- vitað þarf ekki að orðlengja um þann sess sem Herranótt hefur fyrir löngu áunnið sér í menningarlífi borgarinnar. Augljóst er að löng hefð leik- listar í MR er sýningum til framdráttar fyrirfram, og enda yfir þeim nokkuð annar blær en á sýningum ýmissa annarra framhaldsskóla. orð leikstjóra, að skólayfirvöld meti framlag nemenda á Herranótt til umbunar, þegar námsárangur er metinn. Hug- mynd sem mætti komast í framkvæmd. Efni leiksins er ekki beinlín- is ástæða til að rekja, enda mörgum kunnugt sem séð hafa kvikmyndina. Hilmar Jónsson stóð sig með afbrigð- um vel í hlutverki hins spillta og ófyrirleitna dansstjóra. Framsögn skýr og blæbrigða- rík og hæfilega töff og hreyf- ingar og fas til fyrirmyndar. Halldóra Björnsdóttir fer ik, aftur á móti ekki alltaf skýrmæltur, bjagað mál hans átti áreiðanlega að vera skilj- anlegra. Þetta kann að mega rekja til mismunandi hljóm- burðar í húsinu. Stúlkan Mary var í góðum höndum Sigurrós- ar Friðriksdóttur og Guðbjörg Daníelsdóttir söng ágæta vel, naut þess að visu að fá að hafa míkrófón, sem hefði til dæmis hjálpað Halldóru Björnsdótt- ur, einkum í fyrsta söngnum. Góðar týpur þau Brynhildur Ólafsdóttir og Björn M. Sigur- jónsson. Mér finnst ástæða til að geta Ingibjargar Stephen- sen sem fór með ýmis hlutverk og sagði líklega aldrei orð, en illúderaði ágætlega einkum sem fegurðardrottningin. Enn er margra ógetið sem skiluðu sínu með sóma. Viðar Eggertsson hefur unnið mjög vel úr þeim unga og ólíka efni- við sem hann fékk í hendurnar svo að úr verður eftirminnileg menntaskólasýning. Veröld gefur út „Stríðsdag“ ÚT ER komin hjá Bókaklúbbnum Ver- öld skáldsagan „Stríðsdagur" eftir handari.sku höfundana Whitley Strieb- er og James Kunetka. í frétt frá veröld segir m.a. um efni bókanna: „Sjö milljónir Bandaríkjamanna farast í skyndilegum ógnareldi. Milljónir til viðbótar farast vegna geisiunar, hungurs og sjúkdóma á næstu árum. Milljónir lifa af, millj- ónir manna sem vissu að land þeirra hafði orðið fyrir kjarnorkusprengju — en ekki hvers vegna. Dagana og mánuðina á eftir börð- ust öll Bandaríkin fyrir lífi sínu, myrkvuð og lömuð. En fimm árum eftir að kjarnaflaugin sprakk leggja tveir þeirra er eftir lifðu land undir fót, þvert yfir Ameríku. Þeir eru ákveðnir í að komast að þvf hvað gerst hefur í öðrum hlutum þessa stóra lands. Og för þeirra verður mikil landkönnunarför, sársaukafull för — en full vonar. Þeir fara frá Texas til Kaliforníu, yfir hinar miklu sléttur og til hinna fyrrum stoltu miðstöð viðskipta og valda á austur- ströndinni." „Striðsdagur" kom út samtfmis viða um heim og hefur vakið mikla athygli, segir í frétt Veraldar. Bókin er 368 bls. f stóru broti. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Káputeikning er gcrð hjá Auglýsingastofunni Octavo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.