Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 23 hreyfihamlaðir gætu búið í þeim. Erfitt væri að framfylgja því ákvæði að ein íbúð á jarðhæð væri hönnuð í þessu tilliti í fjölbýlishús- um. Um 200 íbúðir hefðu verið byggðar í borginni frá 1979 sem hentuðu þörfum hreyfihamlaðra. í verkamannabústöðum væru nú 31 íbúð í byggingu við Neðstaleiti, sem hentað gæti þessum þörfum, þar sem m.a. lyfta væri í húsunum. Nokkuð margar byggingar væru nú að koma upp með slíkar íbúðir á jarðhæð, í Seljahverfi, Hólahverfi og Ártúnsholti, en litlu þyrfti til að kosta t.d. til að fullnægja þðrfum við breidd hurða. Erfitt væri að fylgjast með því hvort byggingarað- ilar almennt fylgdu þessum ákvæð- um. Sigurður E. Guðmundsson sagði að ijóst væri að þessum ákvæðum væri ekki nægilega framfylgt hjá emb- ætti byggingarfulltrúa borgarinnar, þrátt fyrir það að bráðum væru sex ár síðan þessi skylda var bundin í reglugerðinni. Hreyfihamlaðir hefðu bundið miklar vonir við það er þessi ákvæði voru sett, en sú von hefði brugðist, eins og komið hefði í ljós. Ólöf Rfkharðsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, þakkaði Sig- urði fyrir að hafa hreyft þessu máli í borgarstjórn. Þessi ákvæði í bygg- ingarreglugerð væru ekki ákvæði sem erfitt væri að framfylgja, held- ur ákvæði sem bæri að framfylgja. Ef hreyfihamlaðir ættu að vera virkir þegnar í þjóðfélaginu þá væru þessi skilyrði meðal nauðsynlegra þátta. Varðandi jarðhæðir gætu þessar kröfur þjónað fleirum en hreyfihömluðum, m.a. fólki með börn í vögnum. Varðandi salernin, þá ættu hreyfihamlaðir oft ekki kost á að heimsækja vini sína, sem hefðu ekki þær aðstæður í heima- húsum, sem hentuðu hreyfihömluð- um. Davíð Oddsson borgarstjóri kvaðst mundu árétta það við bygg- ingarnefnd að slfkum reglum yrði framfylgt, en vandkvæðin á eftirlit- inu væru ekki orðum aukin hjá formanni byggingarnefndar. Hilmar Guðlaugsson sagði að stjórn verkamannabústaða reyndi að uppfylla þessar kröfur m.a. með tilliti til breidda á hurðum og stærð- ar baðherbergja. Síðustu árin hefði verið gætt að stærð lyfta þannig að hjólastólar ættu greiðan aðgang að þeim. Byggingarnefndin hefði verið kröfuhörð í þessu efni við atvinnu- húsnæði. Lagði Hilmar fyrirspurn fyrir Sigurð E. Guðmundsson um viðbótarlán frá Húsnæðisstofnun vegna breytinga á húsnæði til ráð- stöfunar fyrir hreyfihamlaða. Er um allt að hálft nýbyggingarlán að ræða til slfkra breytinga. Kvaðst Sigurður fagna orðum borgarstjóra um að hann tæki málið upp fyrir sitt leyti. Menn yrðu að hafa skiln- ing á því, að hreyfihamlað fólk kysi að búa úti í íbúðarhverfunum með öðru fólki en ekki sér. Ákveðinn reynslutfmi ætti að vera kominn á reglugerðina eftir 6 ár og ákvæði hennar ætti að halda. varna. Fremur hefði borið að efla deild Heilsuverndarstöðvarinnar. Með þessum samningi væri borgin að fela einu fyrirtæki mikilsverðan þjónustuþátt, sem henni væri lögum samkvæmt ætlað að annast. Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, sagði m.a. að þessi ráðstöfun væri á mörkum þess að vera lögleg — áfengisvarnardeildin væri eðlilegur hluti af heilbrigðis- þjónustunni, sem hlutlæg ráðgjafar- þjónusta um mismunandi leiðir til hjálpar, m.a. um hvaða stofnanir yrðu fyrir valinu. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, gerði að umræðuefni að ekki væri get- ið sérstaklega um konur í þessum samningsdrögum, en viðurkennt væri að konur hefðu sérstöðu m.t.t. með- ferðar vegna ofnotkunar vímuefna. Páll Gíslason sagði að því miður færi ofnotkun vímuefna vaxandi hjá konum, en að hann teldi ekki að með- ferðin væri frábrugðin hjá konum og körlum — og nefndi þá m.a. að AA- samtökin hefðu beitt sömu aðferðum gagnvart konum og körlum. Það væru fleiri aðilar og sjúkrastofnanir en SÁÁ sem veittu meðferðarþjónustu svo þessi ráðstöfun myndi ekki tak- marka val manna i þvi efni. SÁÁ hefði unnið gott starf á þessum vett- vangi og það bæri að efla. Styttri ábyrgðartími á vörum og þjónustu en lögboðið er EnTHVAÐ hefur borið á því hérlend- is að í kaupsamningum og kvittunum vegna kaupa á vöru eða þjónustu sé kveðið á um styttri ábyrgðartíma en kveðið er á um í lögum að skuli vera vegna galla er kunna að koma fram, en það er eitt ár. Þessi ábyrgðartími hefur verið allt niöur í þrjá mánuði. Neytendasamtökin hafa vakið at- hygli á þessu máli og í fréttatil- kynningu frá þeim segir að það sé seljendum til hnjóðs að blekkja kaupendur með þessum hætti. Ennfremur segir f fréttatilkynn- ingunni: „Neytendasamtökin hvetja neytendur til þess að mótmæla við seljendur, verði þeir varir við slíka skilmála á kaupsamningum eða sölunótum. Ef seljendur standa fast á slíkum skilmálum eiga kaupendur að sjálfsögðu að hætta við kaupin." AJIir með Steindóri! jeijqipuas jjQjæis jbhv ERTU í GÓLFTEPPA HUGLEIÐINGUM? Teppaland gefur skýr svör og freistandi Filtteppi í 200 sm breidd. Slitsterk og hentug gólfteppi t.d. ó kjallara, veislusali, verslanir o.s.frv. Margir litir. Mjúkur botn eða massívt Verö frá: pr. m’ 249. Slitsterkir Vinylgólfdúkar Ákaflega slitsterkir og þykkir gólfdúkar. Þægi- legir undir fæti og auðþrífanlegir. Fjölmörg mynstur og litir. 100% PVC. í mörgum breiddum. Verð frá: pr. m’ 399. BELGISK BERBER-TEPPI Virkilega falleg beigelituö teppi á stofur, hol og herbergi með mjúkum botni. 20% ull og 80% acryl. Breidd 400 sm. Verð frá: pr. m’ 489. tilboð Teppaland er eölilegt svar viö kröfum neytenda sem hafa gott veröskyn og leita aö gæöateppum á góöu verði. Ekki síst þess vegna er Teppaland orðin stærsla teppaverslanakeöja í Evrópu á innan vió áratug (93 versl- anir). Viö teljum okkur hlekk í þessari keöju, þar sem viö, beint og óbeint njótum sömu kjara hjá helstu teppafram- leiöendum veraldar, og njót- um ráðgjafar sórfræöinga Teppalands-keöjunnar. jrfíi WILTON-OFIN STÖK TEPPI úr kembdri 100% ull. Einstök klassa- teppi með austurlenskum mynstrum í hlýjum og djúpum litum. Stærð 140x200 Stnrö 200 x 300 5.040.- 10.800. Stærö 170 x 240 Stærð 250 x 350 7.330.- 15.750.- «■ <■- SNÖGG OG ÞÉTT LYKKJUOFIN TEPPI 100% ullarteppi, sem henta á allá fleti heimilisins. Einkar hentug sem umgjörö fyrir stök teppi. í Ijósum berber-litum. Mjúkur svampbotn. Breidd 400 sm. Verö frá pr. m’ ^ BERBER-M/ ULLARMERKI Bráðfalleg lykkjuofin berber-teppi á stofur og hol. 100% hrein ný ull. Mjúkur svampbotn. Breidd 400 sm. Verð frá: pr. m’ 629.- LUXUS-RYJA-BERBER Svellþykkt 100% ullarteppi, sem sómir sér vel á hvaöa stofu sem er. Dúnmjúkur botn. Breidd 400 sm. Verö: pr. m’ § 1.090. GRENSÁSVEG113, REYKJAVÍK, SÍMAR 83577 OG 83430

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.