Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 29 Kýpur-Tyrkir: Þingíð samþykkir stjórnarskrárdrög OVENJULEG VIÐGERÐ Símamynd AP. Lítil eins hreyfils flugvél af Turbo-Arrow-gerð lenti í vandræðum í dag er hún var að koma inn til lendingar í Augustine í Florída. Eitt lendingarhjólanna sat fast og tæki vélarinnar gátu þar engu breytt. Það varð því úr, að Joe Lippo, vélvirki á flugvellinum, freistaði þess að bjarga málunum með þeim hætti sem hér sést. Hann teygði sig upp um sóllúgu Audi-bifreiðar, sem ók á allt að 144 kílómetra hraða á klukkustund, og meðan flugbrautin entist og flugvélin hélt sama hraða, reyndi hann að losa hjólið. Á endanum tókst það og vélin náði að lenda rétt áður en eldsneytið var þrotið. Áframhaldandi róst ur við Persaflóann Nieosíu, Kýpur, 13. mars. AP. í NOTT samþykkti stjórnlagaþing tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Fékk frumvarpið fulltingi 63 þingfulltrúa, en 6 voru á móti. GENGI GJALDMIÐLA Hækkun á gulli Lundúnum, 13. mars. AP. GENGI bandaríkjadals var lægra í dag, en búist hafði verið við. Aftur á móti varð talsverð hækk- un á gullverði. Við lok viðskipta í Tókýó fengust 259,70 japönsk yen fyrir hvern bandaríkjadal, sem er hækkun frá verðinu í gær, sem var 259,15. Við lok viðskipta í Lundúnum fengust 260,60 yen fyrir dalinn. Fyrir hvert sterlingspund fékkst í dag 1,0860 bandaríkja- dalur, en í gær var 1,0855 dalur greiddur fyrir pundið. Gengi bandaríkjadals gagn- vart öðrum helstum gjaldmiðl- um var sem hér segir í lok viðskipta í dag 3,3590 vestur- þýsk mörk (í gær 3,3450); 2,8500 svissneskir frankar (2,8575); 10,2550 franskir frankar (10,2700); 3,7975 hollensk gyllini (3,7990); 2.099,00 ítalskar lírur (2.099,50); 1,3890 kanadadalur (1,3925). yFyrir hverja únsu af gulli fengust í dag 293,40 bandaríkja- dalir, en í gær fengust 288,40 dalir. Frumvarpið verður að bera undir þjóðaratkvæði, sem að líkindum fer fram 31. mars, til þess að næg- ur tími gefist vegna almennra þingkosninga í júnímánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hugsanlega stofnun sambandsrík- is á Kýpur, en á sama fundi og afgreiddi stjórnarskrárfrumvarp- ið var samþykkt þingsályktunar- tillaga, sem kvað á um, að „nýja stjórnarskráin mun ekki koma í veg fyrir hugsanlega stofnun sam- bandsríkis, sem grundvallast á pólitísku jafnrétti þjóðarbrotanna tveggja". Verkföllum enn frestað Kaupmannahöfn, 13. mars. AP. ÞEGAR aðeins fjórir dagar voru til stefnu frestaði sáttasemjari ríkisins áður boðuðum verkfollum í Dan- mörku í hálfan mánuð. Verður nú reynt til þrautar að finna lausn á deilunni. Ef verkfallinu hefði ekki verið frestað hefðu rúmlega 300.000 manns lagt niður vinnu nk. mánu- dag en samningaumleitanir hafa engan árangur borið og ber mikið á milli. Sáttasemjari hefur nú frestað verkfallinu tvisvar og get- ur ekki gert það í þriðja sinn. Ekki er víst, að vinnufriður verði í Danmörku næsta hálfan mánuðinn því ef sáttasemjara miðar ekkert mun hann skýra frá því og hefst þá vinnustöðvunin innan þriggja daga. Baghdad, írak. 13. mars. AP. ÍRAKAK sögðust í dag hafa hrundið sókn írana sem miðaði að því að einangra borgina Basra, sunnarlega á víglínunni. Sögðu þeir að þrjár herdeildir hefðu ráðist á írani úr jafn mörgum áttum og hrakið þá frá. íranir greindu frá því í útvarps- fréttum, að gagnsókn íraka hefði gersamlega misheppnast og þeir hefðu „goldið háðulegt afhroð". Á hinn bóginn staðfestu báðir, að ír- askar herþotur hefðu gerst loft- árásir á tvær íranskar borgir og drepið fjölda manns. Það var raunar lítið að frétta af suðurvígstöðvunum, íranir sögðu eitt og Irakar annað. íranir segj- ast hafa drepið 700 iraska hef- menn í bardögunum sem staðið hafa í mýrlendinu eigi fjarri Basra að undanförnu, íraskar þotur steyptu sér yfir borgina Isfahn, næst fjölmenn- ustu borg íran, og 11 manns létu lífið, en 36 særðust. Nokkrir létust einnig í samsæri í bæ í jaðri Isfah- an. „Hverjir kaupa allar þessar IBM PC einkatölvur?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.