Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 36

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Til þingfundar Hér stendur Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, með krata á báðar hendur, Karvel Pálmason á vinstri hönd og Eið Guðnason á hægri, á leið til þingfundar. Stuttar þingfréttir * STEINGRÍMUR HER- MANNSSON forsætisráðherra mælti í gær fyrir tveimur stjórn- arfrumvörpum sem tengjast vandamálum sjávarútvegs og sjó- mannasamningum, annarsvegar um aflatryggingarsjóð og hins- vegar um lækkun sérstaks kostn- aðarhlutar útgerðar (sjá þingsíð- ur Mbl. í gær og fyrradag). — AL- EXANDER STEFÁNSSON fé- lagsmálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um ríkis- ábyrgð á launum og Jón Helgason dómsmálaráðherra fyrir stjórnar- frumvarpi til breytinga á þinglýs- ingarlögum. — Frumvarp þing- manna Alþýðuflokks um afnám ríkiseinokunar á innflutningi eldspýtna og vindlingapappírs var samþykkt frá efri til neðri deildar með 12:1 atkvæði. — Þá var fram haldið í neðri deild annarri um- ræðu um frumvarp að nýjum út- varpslögum, sem staðið hefur marga fundi, og stóð umræða fram á kvöld. Afnám alls misréttis gagnvart konum Fram hefur verið lögð stjórnar- tillaga til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda samning um afnám alls misréttis gagnvart konum, sem gerður var og samþykktur á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 18. desember 1979. Lífeyrisréttindi húsmæðra Þingmenn úr öllum flokkum nema Samtökum um kvennalista fluttu frumvarp til laga um Iíf- eyrisréttindi húsmæðra, en heimavinnandi húsmæður eru eina atvinnustéttin hér á landi sem engra lífeyrisréttinda nýtur. Fyrsti flutningsmaður er Sighvat- ur Björgvinsson (A). Þinglesning og bflasala Frumvarp til breytinga á þing- lesningarlögum hefur verið lagt fram á Alþingi. Samkvæmt frum- varpi til umferðarlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því að umdæmisskráning ökutækja verði lögð niður, og að Bifreiðaeftirlit ríkisins annist skráningu ökutækja í stað lög- reglustjóra. Nauðsynlegt þótti að aðlaga ákvæði þingskaparlaga nýjum reglum um skráningu öku- tækja, ef lögfestar verða. Frum- varpið felur í sér breytingar að þessu leyti og er þá gert ráð fyrir því, að um þinglýsingu skjala, er varða skráðar bifreiðir, fari eftir sömu reglum og um lausafé al- mennt, svo sem ákveðið er í VII. kafla þinglýsingarlaga. Hreyfíhamlaðir og Þjóðleikhúsið SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTT- IR og fleiri þingmenn Samtaka um kvennalista hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verð- ur, „að sjá til þess að fyrir upphaf næsta leikárs verði gerðar endur- bætur á aðstöðu fatlaðra til að sækja Þjóðleikhúsið. Undirbún- ingsvinna að þessum fram- kvæmdum hefjist hið fyrsta". Vitnað er til þingsályktunar frá 1980 um endurbætur á opinberu húsnæði til að auðvelda hreyfi- hömluðum aðgang. Starfshópur um ferlimál fatlaðra hafi árið 1981 lagt fram hugmyndir um endurbætur á Þjóðleikhúsinu m.a. um lyftu með fimm viðkomustöð- um á austurhlið hússins, nýtt stórt anddyri með miðasölu hús- sins verði byggt við austurhlið, um sérhannaða snyrtiaðstöðu o.fl. Þróunarstofur landshlutanna GUÐMUNDUR EINARSSON o.fl. þingmenn Bandalags jafnaö- armanna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, sem felur ríkis- stjórninni, verði hún samþykkt, „að láta semja frumvarp til laga um þróunarstofur landshlut- anna“. Þróunarstofur hafi for- göngu um mótun byggðastefnu og veiti alhliða ráðgjöf á öllum svið- um atvinnulífsins. Stjórnir þróunarstofa séu skipaðar full- trúum lýðræðislega kjörinna landshlutasamtaka. Þær starfi í nánum tengslum við Byggða- og áætlandeild. Fyrirspurnir • BIRGIR ÍSLEIFUR GUNN- ARSSON (S) spyr menntamála- ráðherra, hvað líði framkvæmd þingsályktunar um eflingu list- iðnaðar og iðnhönnunar sem sam- þykkt var á Alþingi 3. maí 1982. • GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR (Kvl.) spyr félagsmálaráðherra, hve miklar tekjur sveitarfélaga hafi verið árið 1984 af 4% hlunn- indaskatti, skv. 5. mgr. 3. gr. Iaga nr. 73/1980; hvaða sveitarfélög hafi möguleika á að nýta þennan tekjustofn og hver hafi beitt heimild laganna og lagt hlunn- indaskatt á utansveitarmenn; hve margir eigendur hlunninda á landinu séu búsettir utan þeirrar sveitar þar sem hlunnindaeign þeirra er. • SIGHVATUR BJÖRGVINS- SON (A) og KJARTAN Jó- HANNSSON (A) spyrja við- skiptaráðherra, hvort hann sé reiðubúinn til þess að setja reglur um gerð greiðslukvittana frá bönkum, lífeyrissjóðum og öðrum lánastofnunum, sem tryggi að ávalit séu gefnar við greiðslu sundurliðaðar upplýsingar um af- borgun láns annars vegar og upp- hæð vaxta, verðbóta og kostnaðar hins vegar. • KJARTAN JÓHANNSSON (A) spyr viðskiptaráðherra, hvaða raunvextir hafi verið á afurðalán- um vegna útflutnings annars veg- ar og á afurðalánum vegna sölu innanlands hinsvegar 1/8/84 til 1/2/85. Ef um mismun sé að ræða spyrja þeir, hvort ráðherra telji muninn eðlilegan og hvaða efna- hagsleg rök séu fyrir honum. Fjárfestingarsjóður launamanna: Launin betur komin í launaumslögum fólks sagði Valdimar Indriðason Kagnar Arnalds (Abl.) mælti í gær í efri deild fyrir frumvarpi, sem hann ílytur ásamt flokks- bræðrum sínum, Helga Seljan og Skúla Alexanderssyni, um fjár- festingarsjóð launamanna. Frum- varpið gerif ráð fyrir að allur at- vinnurekstUr greiði W % af heild- arlaunum starfsmanna 1986 í fjár- festingarsjóðinn og fari framlagið hækkandi um V\% á ári unz það nær 2%. Sjóðinn á m.a. að nota til að fjárfesta í atvinnulífinu, en hann er hugsaður sem sjálfstæð stofnun með 45 manna yfirstjórn frá samtökum launafólks. Greiðsla frá atvinnurekstri skal færð á reikning viðkomandi launamanns sem telst inneign hans hjá sjóðnum. í gréinargerð flutningsmanna segir m.a.: „Spyrja má hvort með þessu væri ekki verið að leggja gjald á atvinnureksturinn sem síðan væri endurgreitt í formi hlutafjár eða lánsfjár. Svo er ekki. Greiðslan Kiöur Gudnason kæmi frá báðum aðilum, launa- greiðendum og launamönnum, án þess að greint yrði á milli hvað væri frá hverjum; hún kæmi til frádráttar í bókhaldi rekstrar og væri því í mörgum tilvikum greidd af neytendum og auk þess kæmi greiðslan ekki til skatts, hvorki hjá launagreiðanda né launa- manni og væri þess vegna að hluta til greidd af ríkissjóði." Valdimar Indriðason (S) sagði m.a. efnislega að þessi kvöð á at- vinnureksturinn, ef samþykkt yrði, myndi hafa áhrif á aðra greiðslugetu hans og því á kjara- samninga næstu ára. Spurning væri hvort þessi fjárhæð væri ekki betur komin beint í launaumslög almennings, ef atvinnureksturinn væri talinn aflögufær. Hér gæti eitt báknið enn verið í fæðingu, að sænskri fyrirmynd, sem þungt gæti verið í burði, þó talsmenn töl- uðu í þá veru að enginn þyrfti að greiða neitt. Það sem okkur vant- aði væri ekki enn ein viðbyggingin Ragnar Arnalds enn við sjóðakerfið. Athyglisvert væri að í greinargerð væri látið að því liggja að endanlega komi byrð- in á ríkissjóð, þ.e.a.s. alla skatt- greiðendur, þ. á m. og ekki sízt launafólk. Eiður Guðnason (A) minnti á samþykkt ASÍ-þings um nauðsyn þess að safna saman upplýsingum um framvindu hliðstæðra mála meðal nágrannaþjóða. Hyggilegra hefði verið að gefa ASf tóm til að vinna að eðlilegum undanfara þessa máls, sem beri í framlögðum búningi merki fljótræðis og orki tvímælis um sumt. Launamanna- sjóðir séu mjög umdeildir í Sví- þjóð, ekki aðeins milli flokka, heldur einnig innan Jafnaðar- mannaflokksins. Hér sé um mál að ræða sem máske komi ekki Al- þingi fyrst og fremst við, heldur sé samningsatriði aðila vinnumark- aðarins. í því formi sem frum- varpið sé lagt fram kunni það að þýða einn baggann enn á skatt- greiðendur. Fleiri tóku til máls þó hér verði ekki frekar rakið. Valdimar Indriðason Jón Páll og bangsinn vinur hans spila í nazistana. Jean- Paul hittir Adolf Li'J'Ph'.UJ.T.mi Árni Þórarinsson Tónabíó: Ás ásanna — L’As des As ★ ★ Frönsk-þýsk. Árgerð 1982. Ilandrit og leikstjórn: Gerard Oury. Aðalhlutverk: Jean-Paul Bel- mondo, Marie-France Pisier, Rachid Ferrache, Giinther Meisn- er. Þeir Adolf Hitler og Jean-Paul Belmondo komust fyrst í tæri hvor við annan í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Síð- an bar fundum þeirra saman á elleftu Ólympíuleikunum sem Adolf setti upp í Berlín árið 1936. Þangað kom Jean-Paul sem þjálfari liðs Frakka í hnefaleik- um. En af því að Jean-Paul er spaugsamur ævintýramaður með gullhjarta drap hann tím- ann í Berlín með því að aðstoða ungan gyðingastrák og fjöl- skyldu hans við að komast und- an mönnum Adolfs úr landi; hann varð að vísu fyrir því óláni að taka feil á landamærum Austurríkis og fjallasetri Adolfs í Suður-Þýskalandi. En Jean- Paul bjargaði sér og félögum sínum út úr þeim ógöngum sem öðrum, og naut við það hjálpar gamals vinar úr stríðinu sem orðinn var hershöfðingi hjá Adolf, franskrar blaðakonu, ungs skógarbjarnar, systur Adolfs sem var afbrýðisöm út í Evu Braun og fleira góðs fólks. Svona lítur mannkynssagan út í þessum glaðbeitta fransk- þýska farsa, sem hér er þvl mið- ur dubbaður upp á amerísku. Þetta er fremur lipur afþreying sem mun hafa notið mikiila vinsælda í Frakklandi eins og flestar mynda leikstjórans Oury og stjörnunnar Belmondo. Að visu eru dauðir punktar og held- ur hallærisleg stýring á samúö með gyðingum og andúð á naz- istum sem er út úr stíl við fár- ánlegar forsendur grínsins. En svo eru skemmtilegheitin nógu frískleg þess á milli. Og auðvitað væri As ásanna ekki neitt neitt án Jean-Paul. Hann er að vísu orðinn 52 ára, sljórri í augunum, rauðþrútnari á brotnu boxaranefinu og notar aöeins víðara belti en áður. En hann leikur enn þá áhættuatrið- in með jafn sprækum hreyfing- um og skrúfar frá sjarmanum eins og kalda vatninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.