Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 42

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Anna Halldórs- dóttir - Minning Fædd 5. ágúst 1893 Dáin 5. mars 1985 Mig langar að skrifa nokkur orð í minningu ömmu minnar Önnu Halldórsdóttur frá Burstabrekku í Ólafsfirði, dóttur hjónanna Hall- dórs Guðmundssonar og Guðrúnar Gottskálksdóttur. Amma var næst elst af sex systkinum, og er seinust af þeim til að kveðja þennan heim, en þau náðu öll háum aldri nema ein syst- ir, sem dó á barnsaldri. Þegar ég man eftir ömmu fyrst var hún orðin fullorðin kona um sjötugt, en hún var alltaf í góðu skapi, létt á fæti og hlý í viðmóti, hún átti líka alltaf eitthvað gott í pokahorninu til að gefa okkur systkinunum þegar við komum í heimsókn til hennar. Hún var mjög trúuð kona, svo þegar við krakkarnir komum til að gista hjá ömmu, settist hún alltaf hjá okkur á kvöldin og fór yfir kvöldbænirnar með okkur og sagði okkur sögur Ég veit að hún bað fyrir velferð allra í fjölskyldunni á hverju kvöldi á meðan hún lifði. Ég bjó nokkur ár hjá ömmu eft- ir að ég var orðin fullorðin, því við vildum ekki að hún væri ein, enda þá orðin yfir áttrætt. Kom okkur alltaf vel saman og vorum við mjög góðir vinir. Sagði hún mér frá ýmsu fróðlegu og kenndi mér hluti sem ég kem til með að minn- ast meðan ég lifi. Þá kunni hún ógrynni af kvæð- um og gátum sem hún hafði lært þegar hún var ung. Sumt hafði ég aldrei heyrt áður, og efast ég um að fyndist nokkurs staðar á prenti. Síðusti tvö ár ævinnar var hún á elliheimilinu Grund enda orðin mjög veikburða og þurfti að fá meiri umönnun en hægt var að veita henni heima. Nú er hún farin á vit feðra sinna og veit ég að hún var hvíldinni fegin eftir langan æviferil. Vil ég svo þakka öllum þeim sem reyndust ömmu vel síðustu árin. Sonja Anna fæddist að Burstabrekku í ólafsfirði, dóttir hjónanna Hall- dórs Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Gott- skálksdóttir, Anna var næstelst barna þeirra. Hjónin í Bursta- brekku, þau Halldór og Guðrún, voru dugnaðarfólk og komu börn- um sínum upp þrátt fyrir búsetu í harðbýlli sveit og oft við erfitt ár- ferði. Mun Halldór faðir hennar hafa stundað sjómennsku samhliða bú- skapnum, m.a. verið á hákarla- skipum. Þrátt fyrir kröpp kjör var ekki um skort að ræða á heimilinu í Burstabrekku. Anna óist upp í for- eldrahúsum fram að unglingsár- um. í þá daga fyrir 75—80 árum var tíðarandinn annar en nú er, þótti þá sjálfsagt að unglingar færu að vinna fyrir sér eins fljótt og getan leyfði. Anna var mjög ung þegar móðir hennar dó, fór hún þá úr foreldra- húsum til að vinna fyrir sér. Fyrst lá leiðin til Akureyrar, en til Reykjavíkur kemur hún 1918 og hefur verið heimilisföst þar síðan. Hún reyndist alls staðar hinn ágætasti starfsmaður, með af- brigðum stundvís, reglusöm og ósérhlífin, enda vinsæl af hús- bændum sínum og samstarfs- mönnum. Anna eignaðist eina dóttur, Guðrúnu Halldóru, með manni sínum, Kristjáni Jóhannssyni, bíl- stjóra, en þau voru gift skamman tíma. Guðrún er gift Vilhjálmi Jóns- syni skipasm. Eiga þau fimm börn og barnabörnin eru níu. Hafði hún allan hugann við börn og barna- börn dóttur sinnar, vildi hag og velferð þeirra sem mesta, sem sárt sakna ömmu og langömmu sinnar. Anna var fríð og fíngerð kona, hafði létta lund og ég, sem þessar línur skrifa, þakka sérstaklega fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast önnu og eiga samleið með henni í 40 ár. Ástæða er til þess að þakka starfsfólki Grundar fyrir hlýjuna og hjálpsemina í hennar garð. Vilhjálmur Jónsson Hún amma mín er farin til fyrirheitna landsins, þangað sem leið okkar allra liggur þegar við hverfum úr þessum heimi. Þrátt fyrir háan aldur, sem hún bar mjög vel, munum við systkinin öll geyma í hjörtum okkar minn- ingarnar um þessa lítríku konu, sem fylgdist með okkur vaxa úr grasi og sýndi með sinni skapfestu og ábyrgðartilfinningu hvað okkur var fyrir bestu. Það var okkur hollt að þiggja hennar góðu ráð- leggingar, þegar við vorum á við- kvæmum aldri og margt sem freistaði. Þegar ég lít um öxl í dag met ég mikils hennar kærleika og um- hyggjusemi, sem við tókum í þá daga sem afskiptasemi. Ámma var gift afa mínum, Kristjáni Jóhannssyni, og er móð- ir okkar einkadóttir þeirra. Það var reisn yfir ömmu, hún hafði ákveðnar skoðanir, átti heimili sem við höfðum alla tíð greiðan aðgang að og var fastur punktur í tilveru okkar, þar sem foreldrar okkar bjuggu erlendis. Þegar við fórum að flytjast heim frá Svíþjóð hvert af öðru, nema Anna systir okkar, sem er gift kona í Svíþjóð, að undantekn- um elsta bróður okkar, sem eftir varð hjá ömmu í Stigahlíðinni, tók hún okkur þremur opnum örmum við heimkomuna. Eftir aö ég stofnaði mitt eigið heimili tók amma strax miklu ástfóstri við eiginmann og syni okkar þegar þeir fæddust. Við er- um henni þakklát fyrir það góða samband sem ávallt var á milli okkar og kreðjum hana með sökn- uði. Guð blessi hana fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og fylgi henni inn um hið Gullna hlið. Linda Björk Vilhjálmsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og tengdasonur, JÓN QRÉTAR ÓSKARSSON, Melbæ 28, lést i gjörgæsludeild Borgarspitalans þann 12. mars. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju þriöjudaginn 19. mars kl. 13.30. Kristin Jónsdóttir, Óskar örn Jónsson, Arna Björk Jónsdóttir, Örvar Jónsson, Óskar Ágústsson, Anna Jónsdóttir, Jón Hjaltalin Gunnlaugsson, Jóna Bjarnadóttir. t Sonur minn og fósturfaöir, SVEINN HELGASON bókari, Frakkastig 12 A, áöur til heimilis Háaleitisbraut 107, lést á heimili sínu aö morgni 11. mars. Fyrir hönd systkina hans og annarra vandamanna, Magnea G. Magnúsdóttir, Einar Kárason. t Móðir okkar, GUORÍOUR STEFÁNSDÓTTIR, Kirkjubraut 60, lést i sjúkrahúsi Akraness, fimmtudaginn 7. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 15. mars kl. 14.30. Jórunn Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir. t Bróöir okkar, HUGI FALUR JÓNSSON trá Drangsnesi, lést i Landakotsspitala mánudaginn 4. mars sl. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey. Systkini. t Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Stigahlfö 16, andaóist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. mars sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hinnar látnu. Guórún Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. t ARNKELL JÓNAS EINARSSON vegaeftirlitsmaður, verður jarósunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. mars kl. 13.30 Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans er bent á Hrafnkelssjóö í Bókabúó Braga, Lækjargötu 2. Elfn Ág. Jóhannesdóttir og börn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÍDUR EIRÍKSDÓTTIR, Herjólfsgötu 16, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 15. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Kristján Kristjánsson, Bryndís Jónsdóttir, Friöþjófur Kristjánsson, Ragnheiður Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona min, systir og mágkona, ÓLÍNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Dvergabakka 24, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 10.30. Fyrir okkar hönd og systrabarna, Ottó Þorsteinsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Magnús Jónsson. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, PETRU ARADÓTTUR, Vffílsgötu 21, sem andaóist 8. mars, fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík á morgun, föstudaginn 15. mars, kl. 13.30. Arnheíöur Marta Bjarnadóttir, Höróur Bjarnason, Magnús Guöjónsson, Pétur Bjarni Magnússon. t Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar, KRISTÍNAR E. EINARSDÓTTUR frá Noröfirói, sföast til heimilis á Noröurbrún 1, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00. Lilja Sveinsdóttir, Sigrföur Hjartardóttir, Sigursteinn Hjartarson, Kristfn Lára Hjartardóttir, Hjörtur Einarsson, Helgi Reynisson, Marfa Guömundsdóttir, Signý Harpa Hjartardóttir. t Minningarathöfn um móöur okkar, BJÖRGU BJARNADÓTTUR, Aóalbóii, Reyðarfiröi, sem lést 10. mars sl. fer fram i Búöareyrarkirkju, Reyöarfiröi, föstudaginn 15. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Heilsugæslustööina Egilsstööum njóta þess. Unnur Benediktsdóttir, Ingólfur Benediktsson, Sverrir Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.