Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 43

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 43 Kristfn Ólafs- dóttir - Miiviinc/ Fædd 17. júií 1904 Díin 3. marz 1985 Mig langar með örfáum orðum að minnast Kristínar Ólafsdóttur, föðursystur minnar, sem andaðist 3. marz sl., og verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Hún var 80 ára gömul, er hún lézt, jafngömul eftirlifandi eiginmanni sínum, Oddi Oddssyni, en milli þessara heiðurshjóna var aðeins nokkurra daga aldursmunur. Fyrr á árum starfaði Oddur sem vél- stjóri, en var síðast deildarstjóri í söludeild Skeljungs. Kristín vakti hvarvetna athygli þar sem hún fór, sökum glæsileika síns. Honum hélt hún til hins síð- asta, þrátt fyrir nokkra vanheilsu. Ég hygg, að hún hafi verið í hópi glæsilegustu kvenna í Reykjavík á sínum yngri árum. Þegar ég heim- sótti þau hjón á Hrafnistu um síð- ustu jól, en þar hafa þau búið nokkur undanfarin ár, virtist mér Kristín lítið hafa breytzt f útliti, og ekki vottaði fyrir gráu hári á höfði. Flestir, sem komast til fullorð- insára, eiga í sjóði minninganna sérstakar endurminningar, sem rifjast betur upp en aðrar, af því að þær tengjast gleði og ánægju barns- og unglingsáranna. Fyrir mig og bræður mína voru jóla- heimsóknir með foreldrum okkar á heimili Kristínar og Odds á Vesturgötu 37, sérstakt tilhlökk- unarefni. Þar var tekið á móti frændfólki af slíkum rausnar- og höfðingsskap, að engin jól voru raunveruleg jól, án heimsókna í gamla vinalega húsið á Vesturgöt- unni. Þau Kristfn og Oddur, sem gengu í hjónaband 19. júní 1930, bjuggu á Vesturgötunni í 46 ár. Þar þótti þeim gott að búa. Kristín var góð húsmóðir og rausnarleg, þegar gesti bar að garði, en oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Kristín og Oddur voru meira en venjuleg hjón. Þau voru jafnframt góðir félagar og ákaflega sam- rýnd. Þau ferðuðust mikið innan- lands og erlendis á timum, þegar ferðalög voru ekki jafnalgeng og nú. Þau áttu vina- og frændfólk í Englandi, Danmörku, Noregi og víðar. Sérstaklega góð vinátta tókst með þeim hjónum og Mar- grét E. Rowntree, sem var fyrsta konan til að gegna borgarstjóra- embætti í Fleetwood í Englandi. Hún endurgalt heimsóknir þeirra hjóna og kom ekki sjaldnar en tíu sinnum til íslands á þeirra vegum. Sýnir það með öðru hversu náin vinatengsl tókust þar á milli, og gátu engin þorskastríð skyggt á þá vináttu, sem var þeim hjónum mikils virði. Kristín var næstelzt sex systk- ina. Foreldrar hennar voru Þóra Björnsdóttir, ættuð af Álftanesi, og Ólafur ólafsson, sjómaður frá Djúpavogi. ólafur lézt af slysför- um langt um aldur fram frá konu og ungum börnum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þá erfið- leika, sem blöstu við ekkju með stóran barnahóp á þeirri tíð. í þeim þrengingum, sem dundu yfir, kom það ekki sízt í hlut Kristínar og elzta bróður hennar að ráða fram úr erfiðleikunum ásamt móður þeirra. Nú eru aðeins tvö systkinanna eftir á lífi, Sylvía, sem er búsett í Danmörku og ólaf- Minning: Snonri Guðlaugur Arnason, Dalvík í dag er til moldar borinn frá Dalvíkurkirkju frændi minn, Snorri Guðlaugur Árnason, fædd- ur 17. janúar 1943, dáinn 7. mars 1985. 42ja ára fórst hann við skyldustörf sín á Dalvík. Hann var framkvæmdastjóri nýrrar fiskeld- isstöðvar þar og hafði, eins og hans var von og vísa, unnið ötul- lega að framgangi þess máls. Múr- arameistari var hann að mennt og vann hann töluvert við þá iðju. Vel á annan áratug stundaði hann búskap ásamt Rósu Helgadóttur, fyrrverandi konu sinni, fyrst í Laugahlíð i Svarfaöardal og síðar að Völlum í sömu sveit. Hörmulegt er að frétta lát sam- ferðamanna sinna. Einna átakan- legast er þó að sjá á bak fólki f blóma lífsins, á þeim aldri er það hefur öðlast góða lífsreynslu og að ætla má að starfsþrek þess muni haldast óskert um mörg ókomin ár. Ljúft er mér að minnast þessa frænda míns örfáum orðum sem svo skyndilega í önn dagsins er horfinn af sjónarsviðinu. Þó að aldursmunur okkar teldist nokkur á uppvaxtarárunum hlutu kynni okkar að verða náin vegna mikilla tengda og nábýlis. Snorri hafði að ýmsu leyti viðkvæma lund og má vera að hann hafi að einhverju leyti á stundum átt erfitt með að finna lífsorku sinni farveg. Á stuttu æviskeiði lagði hann gjörva hönd á margt. Hávaxinn og lík- amlega vel á sig kominn var hann afkastamaður og að sama skapi verklaginn. Hann sýndi einnig í stopulum stundum frá amstri dag- anna að ( honum bjuggu ágætir andlegir og listrænir hæfileikar. Lífi og þar með dauða sýnist manni misjafnlega útdeilt meðal mannfólksins. Fyrir rúmum ára- tug fórst einnig af slysförum yngri bróðir Snorra, Þorleifur Kristinn, sem varð eldri bróður sínum mikill harmdauði. Stórt er nú höggvið í þann sama knérunn. Styrkur búi með þeim nánustu er eftir standa. Sambýliskona Snorra var Ás- gerður Jónasdóttir. Börn hans voru fjögur: Helga Ester, búsett í Reykjavík; Árni Þór, bóndi á Völl- um í Svarfaðardal; Arnar Már, nemi og Atli Örn, nemi. Þeim öll- um svo og foreldrum Snorra, Þór- gunni Þorleifsdóttur og Árna Guðlaugssyni, og systur, Svan- hildi, búsettum á Dalvík, votta ég og fjölskylda mín samúð okkar. Fari hann í friði. Atli Rafn Kristinsson ur, sem er yngstur. Hin, sem látin eru, auk Kristínar, voru Ingvar Þorsteinn, sem var elztur, Jón, sem lézt úr berklum, og Egill, sem er látinn fyrir fáum árum. Á skilnaðarstund nú, eru Oddi og syni þeirra hjóna, Gunnari Bergmann og hans fjölskyldu, sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Ólafsdóttur. Alfreð Þorsteinsson + Þökkum öllum þoim er sýndu vinarhug viö andlát og útför móöur- bróöur okkar, STEFÁNS SIGURGEIRSSONAR. Ásta, Gróa og Stella Eyjólfsdrotur, Friógeir Eyjólfsson. t Viö þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýju viö fráfall og útför elskulegu litlu drengjanna okkar, brœöra, dóttursona, sonarsona og frænda, FANNARSKARLS Ofl BRYNJARSFREYS. Jóna Dóra Karlsdóttir, Guömundur Árni Stefánsson, Margrét Hildur Guómundsdóttir, Heimir Snror Guömundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karl D. Finnbogason, Margrét Guömundsdóttir, Stefén Gunnlaugsson og frrondsystkin. Lokaö i dag, fimmtudag 14. mars, frá kl. 14.00 vegna útfarar INGVARS PÁLMASONAR. I. Pálmason hf. Ármúla 36. AMSlRAD Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Niðurstöður neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg: ., A very good price for a complete system, tape recorder included, good graphics and sound. A very good buy.“ Computer Choice, september 1984. „Extremly good value for money" Computlng Today, oktober 1984 Verð aðeins 19.980 kr. stqr.! Söluumboð úti á landl: Bókabúð Keflavíkur Kaupfélag Hafnarfjarðar Músík & myndir, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf ísafirði KEA-hljómdeild Akureyri Bókaverslun Þórarins Húsavík Ari Halldórsson, Egilsstöðum Söluumboð i Reykjavík: Bókabúö Tölvudeildir: Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122 Lækjargata 2, s: 621133 TÖLVULAND H/F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.