Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 44

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Starfsömu en friðsömu Búnaðarþingi lokið: Ekki tekin afstaða til breyt- inga á jarðræktarlögum SEXTUGASTA og sjöunda Búnaðar- þingi var slitið síðdegLs í sunnudag. Hafði það þi staðið yfir í 14 daga og voru samtals haldnir 17 fundir. Fyrir þingið voru lögð 49 mál og hlutu 45 mál afgreiðslu með ályktunum. Þingfulltrúar áttu annasama daga því mörg og yfirgripsmikil mál komu til kasta þingsins. Mál koma þrisvar inn á þingfundi. Fyrst þegar þau eru lögð fram og er þeim þá yfirleitt vís- að beint til nefndar, en að lokinni umfjöllun í nefndum, þar sem oft eru kallaðir til sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum, eru tvær umræður um málin á þinginu sjálfu. Höfðu þingfulltrúar á orði að þetta Búnaðarþing hefði verið með þeim friðsamari, enda var ágrein- ingur ekki um afgreiðslu neinna mála. Flest mál, ef ekki öll, voru afgreidd með samhljóða atkvæðum allra viðstaddra búnaðarþings- fulltrúa. Áður hefur verið sagt frá afgreiðslu nokkurra mála á þing- inu, en hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þeirra sem hlutu afgreiðslu síðustu daga þingsins. Endurskoöun jarð- ræktarlaga Að flestra dómi var endurskoð- un jarðræktarlaganna aðalmál þessa Búnaðarþings. Fyrir þingið voru lögð drög að nýjum lögum sem milliþinganefnd hafði samið. Álit nefndarinnar fékk umfjöllun í jarðræktarnefnd þingsins og kom úr henni þegar langt var liðið á þingtímann. Kom í ljós að þing- fulltrúar þurftu að fá margvísleg- ar upplýsingar um afleiðingar til- lagnanna og einnig var ágreining- ur um ýmis ákvæði tillagnanna. Fór fyrri umræða fram tvo síðustu daga þingsins og lauk ekki. Var málið afgreitt með rökstuddri dagskrá þar sem segir að þingið taki ekki afstöðu til einstakra at- riða málsins en milliþinganefnd- inni, sem undirbjó málið, falið að starfa áfram og fylgjast með fram- gangi þess á vegum stjórnvalda. Verði síðan athugað með að kalla saman aukabúnaðarþing áður en það verður afgreitt sem lög frá Al- þingi. í greinargerð jarðræktarnefnd- ar Búnaðarþings með frumvarpinu segir að hlutverk laganna sé þrí- þætt. { fyrsta lagi liggi að baki þeim sú meginhugsun, að landbún- aður sé undirstöðugrein í matvæl- aframleiðslu íslendinga og að hann beri að efla og styrkja til að láta þjóðinni í té mat og efni til klæða þó árferði sé misjafnt. í öðru lagi segir að það sé hlutverk laganna að skilgreina landbúnað og segja til um stuðning ríkisins við framfarir í landbúnaði og fyrirkomulag á þeim stuðningi. í þriðja lagi er tilgangurinn að kveða á um stjórn landbúnaðar- mála og félagslega uppbyggingu Búnaðarfélags íslands, sem falið er að sjá um framkvæmd laganna. Veittir verði styrkir til loðdýrabygginga I þeim drögum sem lágu fyrir Búnaðarþingi eru gerðar verulegar breytingar á texta núgildandi laga. Settar eru inn greinar um tilgang þeirra og hlutverk og skilgreiningu á landbúnaði m.a., og felldar út ýmsar úreltar greinar þess. Sett er inn ákvæði um skyldu allra bú- vöruframleiðenda til að vera fé- lagsmenn í hreppabúnaðarfélögun- um. Landbúnaðarráðherra er heimilað að skylda menn til að sækja um framlög til framkvæmda fyrirfram. Sett eru inn skerðingar- ákvæði á framlög til framkvæmda yfir ákveðinni stærð, hliðstæð þeim sem sett voru til bráðabirgða í núgildandi jarðræktarlög árið 1979 til fimm ára og eru nú að falla úr gildi. Gert er ráð fyrir að jarðræktar- framlög verði svipuð og undanfar- in ár (148 milljónir kr.) en til- færslu á milli einstakra fram- kvæmda, og er það megin breyt- ingin. Þar munar mest um styrk út á byggingu loðdýrahúsa, 30% af kostnaði, eða 14 milljónir á ári i allt. Þá er gert ráð fyrir ýmsum nýjungum sem vega minna, svo sem vinnslu lands vegna korn- og fræræktar, til skjólbelta og trjá- lunda, uppeldisgróðurhúsa með lýsingu á garðyrkjubýlum, og ann- arra framkvæmda vegna útflutn- ingsframleiðslu á lögbýlum svo sem fiskeldis og garðyrkju. Á móti er gert ráð fyrir að dregið verði úr framlögum til grænfóðurræktar, haughúsa, skurðgraftar og tún- ræktar. Með frumvarpinu fylgir tillaga að stærðarmörkum, þ.e. heildar- framkvæmdir á jörðum umfram þessi stærðarmörk njóti ekki styrkja samkvæmt jarðræktarlög- Frá Búnaðarþingi unum. Við framræslu og túnrækt verði miðað við 35 ha á býli, en 60 ha sé um að ræða félagsbú. Við byggingu uppeldisgróðurhúsa með lýsingu er miðað við allt að 150 fermetra á býli og 600 fermetra í loðdýrahúsum. í áburðarkjöllurum (haughúsum) er miðað við að styrkur greiðist út á kjallara í gripahúsum fyrir 30 mjólkurkýr auk ungviðis til viðhalds eða 500 kindur, 3.200 varphænur, eða 24 gyltur með tilsvarandi uppeldis- aðstöðu. Þá er gert ráð fyrir að framlag verði veitt út á allt að 200 fermetra verkfærageymslu. „A móti skerðingu og aukinni stjórnsemi“ Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal, talaði fyrir frum- varpinu á Búnaðarþingi en hann var jafnframt formaður nefndar- innar sem undirbjó málið. Ekki voru allir þingfulltrúar sammála frumvarpinu. Egill Jónsson á Seljavöllum var óánægður með ýmsar breytingar á texta frum- varpsins, sem hann sagði ekki vera til einföldunar eða bóta og yrði eingöngu til að tefja fyrir málinu á Alþingi. Vildi hann einungis láta- gera nauðsynlegustu breytingar. Þá var hann óánægður með anda laganna, bæði skerðingar á fram- lögum og aukningu á stjórnsemi. Sagði hann að bændur hefðu ekki góða reynslu af breytingum á jarð- ræktarlögunum og vitnaði þar til skerðingarákvæðanna frá 1979, sem hann nefndi óheillaákvæði, en ríkisvaldið hefði ekki staðið við þá samninga sem þá voru gerðir. Hugmyndir um auka Búnaðar- þing í vor Skerðingin sem nú væri lögð til sagði Egill að kæmi til viðbótar skerðingu undanfarinna 5 ára. Þá líkaði Agli ekki að með frum- varpinu væri verið að taka undir það að draga eigi úr framleiðslu- styrkjum. Sagði hann að jarðrækt- arlögin væru ekki framleiðslu- hvetjandi, fremur hið gagnstæða. Það væri frekar að „verðtrygg- ingarsúpan" neyddi menn til auk- innar framleiðslu. Egill gerði skuldasöfnun bænda og tekjurýrn- um þeirra að umtalsefni. Sagði hann að samdrátturinn í landbún- aðinum næmi sem svaraði 200—300 ærgildisafurðum, sem jafngilti störfum 400 bænda. Þess- ar tekjur næðust ekki til baka nema með nýrri framleiðslu í sveitunum. Hingað til hefðu ekki komið nema um 10% af tekju- skerðingunni til baka með öðrum störfum. Páll Ólafsson í Brautarholti vildi nema í burtu ákvæði sem hindruðu framþróunina, þróun sem væri vel á veg komin og ekki umflúin. Vísaði hann til þess að búgreinafélögin væru orðin hin eiginlegu hagsmunafélög búgrein- anna en ekki Búnaðarfélag íslands og ekki mætti setja fótinn fyrir þá þróun. Margir búnaðarþings- fulltrúar tóku til máls, óskuðu frekari upplýsinga og gerðu athugasemdir við einstakar grein- ar. Eins og áður sagði tók þingið ekki afstöðu til frumvarpsins og var samþykkt rökstutt dagskrá um það á lokadegi þingsins. Sæðingar á hrossum Búnaðarþing samþykkti að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að hlutast til um, að á þessu ári verði hafið að taka sæði úr stóðhestum til tæknifrjóvgunar á hryssum, svo og til djúpfrystingar og geymslu. Lögð verði sérstök áhersla á að ná sæði úr þeim stóðhestum, sem hlotið hafa heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Þá segir að stjórnin feli hrossaræktarráðunauti að leita eftir fjárstuðningi við þessar sæð- ingar og stofnun sæðisbanka á hestasæði hjá félögum hesta- manna, hrossaræktarsamböndum og búnaðarsamböndum. Lyfjablöndun í fóður Þingið ályktaði um blöndun lyfja í fóður búfjár og taldi sjálf- sagt að fyigja áfram þeirri reglu að í kjarnfóður búfjár verði bland- að sem minnst af fyrirbyggjandi lyfjum. í greinargerð með ályktun- inni segir að eftir ítarlegar viðræð- ur við ýmsa sérfræðinga væri það samdóma álit að það væri sjálfsagt að hafa íblöndun á fyrirbyggjandi lyfjum í algjöru lágmarki í öllum fóðurblöndum sláturdýra, og í þeim tilfellum sem sjúkdómar eða vanþrif herjuðu t.d. í alifugla- stofninum væri aðeins ráðlegt að nota læknislyf í samráði við dýra- lækni eða eftir leiðsögn hans. Þó væri hreinlæti í hænsnahúsum og rækileg hreingerning þýðingar- meira en öll lyfjameðferð þó mikil- væg sé, þegar allt er komið í óefni. Smádýr sem hlið- arbúgrein Samþykkt var að fela stjórn Búnaðarfélagsins að gangast fyrir nánari athugun á því hvort hag- kvæmt kynni að vera að flytja hingað til lands dýrategundina Nutría (eða fenjabjór) til loð- skinnaframleiðslu. Ályktun þessi var til komin vegna erindis Búnað- arsambands Áusturlands um þetta efni. Þar var einnig bent á andar- tegundina Carina til kjötfram- leiðslu en búnaðarþing taldi minna liggja á að fjölga tegundum til kjötframleiðslu eins og sakir standa. „Kúnstir stjórn- málamanna“ Búnaðarþing mótmælti harðlega öllum hugmyndum um að leggja Búnaðarbanka íslands niður eða sameina hann öðrum ríkisbönkum. Vitnað var til athugunar banka- málanefndar frá árinu 1973 og sagt að sú athugun hefði leitt i ljós að Búnaðarbankinn hefði verið með hagfelldasta rekstur af bönk- unum. Engin slík athugun hefði nú verið gerð. Þingið benti á, að það væri hverri atvinnugrein nauðsyn að hafa sem sterkasta lánastofnun og varaði við að rjúfa þau tengsl Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Búnaðarbankans, sem verið hafa frá upphafi. Verði myndaður sérstakur fjárfestingalánasjóður landbúnaðarins í stað Stofnlána- deildarinnar o.fl. sjóða leggur Búnaðarþing áherslu á að hann tengist Búnaðarbankanum með sama hætti og Stofnlánadeildin gerir nú. Einn búnaðarþingsfulltrúa, Jón Ólafsson í Geldingaholti, sagði við umræður um þetta mál að þarna væru orð í tíma töluð, kúnat.ir stjórnmálamanna væru alltaf til óþurftar og nauðsynlegt að tala utan i þá peyja. Ú tflutningsbótaré ttur verði ekki afnuminn Þingið beindi þeirri áskorun til nefndar þeirrar sem vinnur að endurskoðun laga um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins o.fl., að hún beiti sér á móti svo hastarlegum breytingum, sem boðaðar hafa ver- ið af stjórnvöldum á útflutningi búvara og að afnema skuli allan útflutningsbótarétt. I greinargerð sem ályktunartillögunni fylgdi segir m.a.: „Það hefur farið mjög í vöxt á síðari árum, að ýmsir stjórnmálamenn hafa sett fram slagorðakenndar yfirlýsingar um að breyta eigi þessu eða hinu í ís- lensku þjóðfélagi. Á þennan hátt er oft fjallað um undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, afkomu hennar og félagslega uppbyggingu. Um þekkingu á þeim málum, sem um er fjallað eða röksemdir fyrir tilbúnaði mála, er oft minna hirt.“ Afleiðingum hastarlegs sam- dráttar í landbúnaði er þannig lýst: „Verð á búvöru hlyti að hækka vegna óhagkvæmari fram- leiðsluskilyrða og verri nýtingar á vinnslu og dreifingarstöðvum. Veruleg fjárfesting í ræktun, byggingum og vélum nýttist ekki og yrði þjóðinni ónýt. Ef ekki ætti að koma til atvinnuleysis, þyrfti mjög mikla nýfjárfestingu í atvinnuuppbyggingu og íbúðum og þjónustubyggingum, ef ekki yrði spornað við búseturöskun. Samfé- lagið tapaði verulegum gjaldeyris- tekjum, en erlendar skuldir og inn- flutningur landsmanna er nú ískyggilega hátt hlutfall af þjóðar- framleiðslu. Þá er ótalinn hlutur þeirra bænda og annarra sem landbúnaðinum tengjast og hverfa þyrftu frá eignum sínum og stað- festu og hefðu litla eða enga mögu- leika á að koma eignum sínum í verð. Að þeim atriðum sem hér eru talin og mörgum fleiri þarf að hyggja áður en nýskipan mála verður ákveðin. Umfjöllun land- búnaðarmála hefur því miður oft einkennst meira af þeim málatil- búnaði, sem vikið er að í upphafi greinargerðar, heldur en hlutlægu mati og málefnalegri yfirvegun." Kveðinn verði niður neikvæður nöldur- áróður „Um leið og Búnaðarþing þakkar það mikilvæga starf, sem innt hef- ur verið af hendi til þessa af Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins, ítrekar þingið þá skoðun sína, að mikilvirk og markviss starfsemi Upplýsingaþjónustunnar sé ein að- alforsenda þess, að kveðinn verði niður sá neikvæði nölduráróður sem um árabil hefur verið haldið uppi í fjölmiðlum gegn landbúnað- inum.“ Svo segir í samþykkt Bún- aðarþings um störf blaðafulltrúa bændasamtakanna. Málið kom til kasta þingsins vegna tillögu sem fram kom um það efni frá Búnað- arsambandi Austur-Húnavatns- sýslu. Bent er á fyrri samþykkt Búnaðarþings um málið þar sem bent er á ýmsar leiðir sem liklegar þykja til árangurs. „Það sem þó veldur mestu um, að ekki hefur náðst meiri árangur en reynslan sýnir, er sú staðreynd, að skort hefur stórlega fé til þessarar þjón- ustu,“ segir einnig í samþykktinni. Er stjórn Búnaðarfélagsins falið að kanna það hvernig hægt er að leysa þau mál. Tölvur í búskapinn Búnaðarþing beindi því til Bú- fræðslunefndar að komið verði á kennslu í tölvufræðum sem sér- stakri námsgrein við bændaskól- ana, og fræðslu fyrir bændur I formi námskeiða. Fræðsla þessi taki mið af tölvunotkun í landbún- aði og hagnýtu gildi þessarar tækni við íslenskar aðstæður. „Þingið leggur áherslu á samvinnu búnaðarfræðslunnar og leiðbein- ingaþjónustunnar á þessu sviði og að hugbúnaður sé unnin af þessum aðilum þannig að notagildi hans verði í sem mestu samræmi inn- byrðis hjá bændum og félagasam- tökum þeirra," segir einnig í sam- þykktinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.