Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 45

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 45
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 45 Sænski söngvarinn Tomas Lcdin. Enski gamanleikarinn J J. Waller. Sænskur söngvari skemmtir á Broadway SÆNSKI söngvarinn Thomas Ledin skemmtir í veitingahúsinu Broadwaj næstkomandi fóstudag og laugardag, dagana 15. og 16. mars. Ledin er vaxandi stjarna á dæg- urlagahimni þeirra sænsku og kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, sem er dóttir Stig Anderson, hins fræga Stikkans, en hann er og hefur verið frá upphafi um- boðsmaður sænsku hljómsveitar- innar ABBA og hefur verið aðal- skipuleggjandi þessa fjármála- veldis sem orðið hefur til í kring- um hljómsveitina ABBA frá því hún öðlaðist heimsfrægð. Dóttir hans stýrir plötufyrirtæki hans, Polar-musik og Ledin er ein skær- asta stjarna þess fyrirtækis nú. Ledin leikur hér með undirleik hljómsveitar Gunnars Þórðarson- ar, en auk hans kom fram í Broad- way þessi kvöld Ríó tríóið og enski gamanleikarinn J.J. Waller, sem nú er staddur hér á landi og mun skemmta í veitingahúsunum Hollywood og Broadway næstu tvær vikur. Vegna þessarar viða- miklu skemmtidagskrár mun skemmtun Ríó tríósins hefjast fyrr en ella þessi tvö kvöld. Útkoman veröur alltaf sú sama: Þú fœrö mest fyrir peningana, þegar þú kaupir MAZDA! Til dæmis MAZDA626 árgerð 1985: Hann kostar frá aðeins kr.426.300 Opið laugardaga 3ILABORG HF. Smióshöfða 23 sími 812 99 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Síðasta mánudag lauk Butler- tvímenningi félagsins. Röð efstu para: Jenný Viðarsdóttir — Dúa Ólafsdóttir 139 Soffía Theodórsdóttir — Aldís Schram 137 Ása Jóhannesdóttir — Kristín Þórðardóttir 133 Guðrún Halldórsdóttir — Guðmunda 132 Guðrún Bergsdóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 130 Ingunn Hoffman — Ólafía Jónasdóttir 129 Guðrún Jörgensen — Erla Guðmundsdóttir 128 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 127 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 126 Þuríður Muller — Sigrún Straumland 125 Næsta mánudag, þann 18.þ.m., verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en mánudaginn 25. mars byrjar svo parakeppni félagsins. Þá skulu spila saman karl og kona og eru þátttakendur beðnir að láta skrá sig hjá öldu s. 17933, Ámínu s. 42711 og Sig- rúnu s.11088. Bridgefélag Suðurnesja Lokið er 4 umferðum í Meist- aramóti Suðurnesja í sveita- keppni og er staða efstu sveita þessi: Stefán Jónsson 85 Haraldur Brynjólfsson 73 Karl Einarsson 63 Sigríður Eyjólfsdóttir 60 Sigurhans Sigurhansson 60 Aðalsteinn Sigfússon 58 Nesgarður er með 54 stig og á óspilaðan leik. I vetur hefir verið spilað í Sandgerði og vekur það athygli hve heimamenn fjölmenna í keppnir vetrarins svo og góður árangur þeirra. T.d. má nefna að sveit Karls Einarssonar er í 3. sæti í meistaramótinu. Þá varð hin aldna kempa Maron Björns- son í 3. sæti í barometer- tvímenningnum sem nýlega er lokið og sveit Marons varð í 3. sæti í sveitakeppni sem spiluð var fyrir áramót. Fimmta umferðin i sveita- keppninni verður á mánudaginn kemur kl. 20. Þá hefir stjórnin ákveðið að spila bæði á mánu- dögum og fimmtudögum á næst- unni til þess að hægt verði að ljúka meistaramótinu fyrir sumarleyfi með góðu móti. Hjónaklúbburinn Lokið er 4 umferðum af 5 í butler-tvímenningnum og er staða efstu para mjög jöfn og spennandi: Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 167 Guðrún Reynisdóttir — Ragnar Þorsteinsson 166 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 157 Árnina Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 148 Ester Jakobsdóttir — Sigurður Sigurjónsson 147 Dúa Ólafsdóttir — Jón Lárusson 144 Margrét Margeirsdóttir — Gissur Gissurarson 143 Síðasta umferðin verður spil- uð 19. marz í Hreyfilshúsinu kl. 19.45. Bridgefélag Hafnarfjarðar Barometer-tvímenningurinn er nú u.þ.b. hálfnaður og er staða efstu para þessi: Magnús Jóhannsson — Hörður Þórarinsson 80 Dröfn Guðmundsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 78 Kristján Hauksson — Ingvar Ingvarsson 68 Þórarinn Sófusson — Friðþjófur Einarsson 49 ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 34 Hulda Hjálmtýsdóttir — Þórarinn Andrewsson 32 Ekki verður spilað mánudaginn 18. marz en keppnin heldur áfram 25. marz kl. 19.30. Spilað er í íþróttahúsinu viö Strand- götu. JPRGRIP MURBOLTINN kú ‘ÖKIIESxaiffS BORINN SAMAN VIÐ •FJÓRA KEPPINAUTA Á MARKAÐNUM. VIDURKENND. SÆNSK PRÓFUN Á HALDSTYRK I STEINSTEYPU S-300 iTHORSMRNS TORGRIP múrboltarnir frá fást f flestum byggingavöruverslunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.