Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 47

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 47 Ég er mjög eindregið þeirrar skoð- unar, að það eigi ekki og megi ekki breyta framleiðsluráðslögunum á þann veg að 10% útflutningsbóta- rétturinn verði skertur, hvað þá af- numinn, nema annað komi í staðinn jafngilt. Ég leyfi mér að varpa fram þeirri hugmynd að ef dregið verður úr útflutningsbótum, þá eigi að nota það fé er sparast til skógræktar í sveitum landsins, þar sem skilyrði leyfa, enda sætu bændur og sveita- fólk fyrir þeirri atvinnu sem við það skapast. Mætti þá hugsa sér að dregið yrði smámsaman úr út- flutningsbótum og búvörufram- leiðslu, ef markaðsaðstæður gefa tilefni til, en aukið jafnframt framlag'til skógræktar uns. t.d. að helmingaskipti verða, allt eftir því hvernig mál þróast. Með þessu móti væri framkvæmanlegt að hefja skógrækt sem um munar fljótlega, og í stærri stíl þegar fram líða stundir, en það er ekki framkvæmanlegt nema með opinberu fjármagni, sakir þess hversu seint hún skilar árangri. Þetta er verðugt verkefni, felur jafnvel í sér stórkostlega möguleika, sem eftir nokkra áratugi myndi skila arði sem gæti m.a. orðið und- irstaða iðnaðar. Skógræktin myndi líka stórbæta landið og milda loftslagið. Til álita kæmi að nota eitthvað af þessu fjármagni til uppgræðslu beitilands, útrým- ingar búfjársjúkdóma og ef til vill að létta undir um stundarsakir með stórum búum sem eiga í erf- iðleikum vegna nýlegra og mikilla fjárfestinga og skerts olnboga- rýmis vegna framleiðslustjórnun- ar, búmarks. Jafnframt skógræktinni þar sem hún yrði stunduð myndi hefðbundinn búrekstur dragast eitthvað saman, en lítið fyrst. Hefðbundinn búrekstur ásamt loðdýrarækt og fiskirækt yrði svo fjármögnuð á venjulegan hátt sem fyrr. Þessi tilhögun ætti að vinna gegn grisjun byggðar í sveitum og verða þjóðhagslega hagkvæm. Ég tel það stórfelld mistök ef bænda- stéttin glataði útflutningsbótaréttin- um án bóta, en ég trúi því ekki að svo verði ef hún og fyrirsvarsmenn hennar sína í tæka tíð samstöðu og einurð. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra beitti sér á sínum tíma fyrir þessum rétti. Nú skora ég á Jón Helgason landbúnaðarráð- herra að beita sér gegn því að hann verði skertur án þess að ann- að komi í staðinn jafngilt. Helstu efnisatriöi 1. Umræður um landbúnaðarmál hafa síður en svo verið málefna- legar. Neikvæður áróður hefur skaðað bændastéttina undanfarin ár. 2. Útflutningsbætur hafa verið mistúlkaðar, tap ríkissjóðs af þeim er minna en af er látið. Þær hafa veitt bændum mikinn stuðn- ing og dregið úr grisjun byggðar. 3. Bændaforustan hefur verið lin í vörn gegn þessum áróðri, sem hefur dregið kjark úr bændum. 4. Landbúnaður er þjóðfélagsleg nauðsyn og grysjun byggðar má ekki verða öllu meiri en orðið er. 5. Landbúnaðarstefnan hefur i aðalatriðum verið rétt hingað til, en stjórnun búvöruframleiðslu talsvert ábótavant. 6. Það þarf að stjórna fram- leiðslu með kvótakerfi og bú- marki, setja bremsu á stærri búin og e.t.v. tómstundabúskap. 7. Það er mistúlkun að landbún- aðurinn ógni efnahagskerfi lands- ins, þar eru allt önnur öfl að verki. 8. Málefnaleg umræða er nauð- synleg og allra hagur. 9. Úttekt á þjóðhagslegri og þjóðfélagslegri þýðingu landbún- aðarins er nauðsynleg. 10. Það má ekki skerða útflutn- ingsbótaréttinn nema annað komi í staðinn, jafngilt. Skorað er á landbúnaðarráðherra að beita sér gegn skerðingu. 11. Varpað er fram hugmynd um stórátak í skógrækt, sem yrði með tíð og tíma fjármögnuð með ríkis- fé er kæmi í stað útflutningsbóta. Frídjón Gudmundsson er bóndi á Sandi í Aðaldal. Myndin er tekin á námskeiði í meðferð tölvuratsjárinnar ARPA, talið frá vinstri: Benedikt Alfonsson, kennari, Benedikt Blöndal, rafeindavirki, Lars Andreasson, kennari frá Noregi, Jón Þór Bjarnason, kennari, Hrafnkell Guðjónsson, kennari, Pálmi Hlöðversson, kennari, Þorvaldur Ingibergsson, kennari, Vilmundur Víðir Sigurðsson, kennari, og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri. Þeir standa við tölvuratsjána. Stýrimannaskólinn eignast tölvuratsjá STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík hefur nýlega fengið tölvuratsjá — ARPA — en það er fullkomnasta ratsjá sem til er í skipum í dag. ARPA er skammstöfun á enska hetinu „Automatic Radar Plotting Aid“ eða sjálfvirk útsetning endurvarpa. Stundum hefur ARPA-ratsjáin verið nefnd „Anti-Uollision Radar Plotting Aids“ eða ratsjá með sjálfvirkri útsetningu til að koma í veg fyrir árekstra. Þetta er mjög fullkomið tæki og reiknar sjálfvirkt út stefnu, hraða og árekstrarhættu endur- varpa, sem birtast á ratsjár- skjánum. Ratsjáin getur sjálf- virkt fylgst með 50 endurvörpum og velur 20 þeirra, sem eru hættulegust fyrir skipið á sér- staklega völdu svæði umhverfis skipið. f Stýrimannaskólanum er ratsjáin tengd við tölvu, sem stýrir ratsjársamlíki skólans, en samlíkir er orð, sem íslensku- kennari skólans, Helgi J. Hall- dórsson cand. mag., myndaði yfir enska orðið „simulator", sem einnig hefur verið nefnt hermir. Samlíkir hefur reynst kennur- um og nemendum Stýrimanna- skólans ágætlega sem þjált orð í munni. Stórum hluta siglinga- og fiski- leitartækja Stýrimannaskólans er stjórnað af samlíkjum til að kennsla á tækin verði raunveru- legri fyrir nemendur. Má hér nefna lórantæki, ratsjár, sem fyrr er nefnt, dýptarmæla og fiskileitartæki. Það er mikill áfangi fyrir Stýrimannaskólann í Reykjavík, að hafa fengið tölvu- ratsjá (ARPA), en i nokkur ár hefur verið í skólanum ratsjár- samlíkir til æfinga í útsetningum og ratsjársiglingum með 2 tækj- um fyrir nemendur og einu fyrir kennara. Tölvuratsjá (ARPA) er komin í stýrimannaskóla í öllum ná- grannalöndunum og stendur Stýrimannaskólinn í Reykjavík því jafnfætis öðrum skólum á þessu sviði eftir að tölvuratsjá hefur verið sett upp í skólanum. Síðan 1982 hafa Bandarikja- menn krafist að öll olíuflutninga- skip, stærri en 20.000 brt. sem sigla til Bandaríkjanna skuli vera útbúin ARPA, en frá og með 1. september 1984 urðu öll nýbyggð skip 10.000 brt. eða stærri, að vera útbúin tölvuratsjá. Ákvörðun þessi um nýbyggð skip er samkvæmt reglum Al- þjóðasiglingamálastofnunar um öryggi manna á hafinu. Stýrimannaskólinn í Reykjavík og íslenskir farmenn eru því við öllu búnir, ef þessi stærðarmörk lækka, sem búast má við, þar eð tölvuratsjáin þykir mjög mikil- væg vegna öryggis við siglingar. Tækið er keypt frá norska fyrir- tækinu NORCONTROL í Noregi, sem framleiðir tölvubúnað, en ratsjártækið í samvinnu við Kelvin Hughes, sem framleiðir samskonar ratsjár (ANTICOL). Nýlega lauk námskeiði fyrir kennara Stýrimannaskólans á tækið. Stýrimannaskólinn í Reykjavík mun bjóða íslenskum skipstjórn- armönnum upp á námskeið í meðferð tækisins nú í vor á árleg- um endurmenntunarnámskeiðum skólans. (FrélUUIkynoing)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.