Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Guðrún Húlfdanar- dóttir - Minning Fædd 1. október 1897 Dáin 8. mars 1985 Aðfaranótt föstudagsins 8. mars sl. andaðist á Hrafnistu DAS í Laugarási Guðrún Háifdánardótt- ir eftir langvarandi vanheilsu. Guðrún fæddist 1. október 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Magnúsdóttir frá Lamb- hóli við Skerjafjörð í Reyjavík og Hálfdán Kristjánsson, sjómaður frá Sauðárkróki, en hann var fæddur á Hugljótsstöðum í Hofs- hreppi, sonur Kristjáns Jónssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Þorláksdóttur. Þau Ingunn og Hálfdán foreldr- ar Guðrúnar fluttu að Glettinga- nesi við Borgarfjörð eystri og hófu þar búskap sinn. Þá voru þar fengsæl fiskimið og góður afli. Guðrún fæddist i Neshjáleigu við Loðmundarfjörð og var elst systkina sinna, sem voru auk hennar Sigurbjörg, Margrét Ing- unn, Kristján, Magnús og Þorlák- ur. Flest voru þau fædd á Sauðár- króki nema næstelsta dóttirin, Sigurbjörg, sem var fædd á Glett- inganesi. Þessi systkinahópur er nú allur fallinn frá og varð Guðrún síðust til að kveðja. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, fór ung til Reykja- víkur og stundaði almenna vinnu sem aðallega var fiskverkun og heimilisstörf. Hún giftist Erlendi Sigurðssyni skipstjóra sem var sonur hins þekkta sjógarps og útvegsbónda Sigurðar Jónssonar í Görðum við Skerjafjörð. Þau Guðrún og Erlendur bjuggu í farsælu hjónabandi og eignuðust þrjár dætur. Þær eru Ragna, sem er búsett í Buffalo og er gift Miland Boyanish, ólöf, sem er ekkja eftir Guðjón Bjarnason flugumferðarstjóra, og Ester, sem einnig býr i Ameríku, í Maryland, gift Robert Harris. Lengst af bjuggu þau Guðrún og Erlendur á Hverfisgötu 98 í Reykjavík, áttu það stóra hús, bjuggu við mikla rausn og voru höfðingjar heim að sækja. Guðrún var sérstaklega myndarleg hús- móðir og átti fallegt heimili. Hún reyndist systkinabörnum sínum góð og umhyggjusöm frænka er þau voru stödd hjá henni fjarri heimahögum sínum. Þá átti móðir hennar, Ingunn Magnúsdóttir, þegar hún var orðin ekkja og hætt að halda heimili alltaf öruggt at- hvarf í skjóli dóttur sinnar. Þau Guðrún og Erlendur bjuggu vel og við góð efni og voru alltaf fremur veitandi en þiggjandi í líf- inu. Erlendur er fallinn frá fyrir nokkrum árum og eins og áður sagði hefur Guðrún dvalist á Hrafnistu DAS í Laugarási síð- ustu 2—3 árin. Hún var oftast rúmliggjandi og var mjög þakklát fyrir þá hjúkrun og aðhlynningu sem hún naut. Þakkir eru færðar starfsfólki Hrafnistu og forsvarsmönnum DAS. Frænda sínum Einari Jónssyni frá Lambhóli var hún mjög þakk- lát fyrir tryggðhans og umhyggju- semi. Ég, sem þessar línur rita, þakka Guðrúnu fyrir góðan kunnings- skap og vináttu og bið henni allrar blessunar. Ég votta dætrum hennar, barnabörnum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Pétur Hannesson Minning: Guðbjörg Ingvars- dóttir frá Klömbru Fædd 7. júlí 1902 Dáin 3. mars 1985 í dag verður til moldar borin frá Fossvogskapellu Guðbjörg Ingv- arsdóttir frá Klömbru. Begga frænka, eins og við kölluðum hana, fæddist í Klömbru, Austur- Eyjafjallahreppi, þann 7. júlí 1902. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að bera-st í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal cinnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu iínubili. Hún var dóttir hjónanna Krist- bjargar Jónsdóttur og Ingvars Pálssonar. Föður sinn og 2 systk- ini af 9 missti hún aðeins 8 ára gömul og var þá höggvið stórt skarð í hópinn. Nú eru aðeins eftir 3 bræður á lífi af Klömbrusystkin- unum. Oft hefur sjálfsagt verið þröngt í búi hjá ömmu með barna- hópinn sinn, en hún hélt heimilinu saman með miklum dugnaði. Begga fór ung að heiman til að vinna fyrir sér, bæði austur í Vík í Mýrdal og til Vestmannaeyja, en lengst af vann hún í Reykjavík. Hún kom oft á heimili foreldra minna, því faðir minn, Guðni Ingvarsson, var einn af Klömbru- systkinunum. Alltaf var Begga boðin og búin til að rétta hjálp- arhönd á heimili okkar og ef á þurfti að halda. Árið 1954 fór Begga aftur heim í Klömbru og hélt þar heimili með tveim systk- inum sínum meðan kraftar entust. Það sem mér er best í minni nú eru öll sumrin sem ég og bræður mínir áttum austur í Klömbru hjá föðurfólki okkar. Þaðan eru marg- ar og góðar minningar. Það sem einkenndi Beggu var dugnaður, tryggð og gestrisni, hún var vinur vina sinna. Síðustu árin dvaldi hún á elliheimilinu Grund. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd móður minnar, bræðra og fjölskyldna okkar þakka Beggu fyrir alla tryggð hennar og hlýju okkur til handa. Hanna Guðnadóttir Minning: Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir Fædd 12. september 1904 Dáin 5. mars 1985 Okkur langar með örfáum orð- um að kveðja hana ömmu í Smiðjugötunni. Þar fæddumst við og vorum fyrsta árið sem við lifð- um; og höfum alla tíð síðan átt öruggt skjól hjá afa og ömmu. Al- veg eins eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Því þangað fluttum við líka fjótlega á eftir þeim. Amma sem fullu nafni hét Rannveig Svanhvít fæddist 12. september 1904 á ísafirði, dóttir hjónanna Guðmundu Sigurðar- dóttur og Benedikts Kristmunds- sonar. Innan þriggja ára aldurs hafði hún misst foreldra sína. Fór hún þá til móðurömmu sinnar, Svanhvítar, en missti hana þegar hún var 8 ára gömul, þá er hún tekin í fóstur til frænda síns, Steinþórs í Dalshúsum og konu hans, þar er hún ól unglingsárin. 18 ára gömul fer hún svo í atvinnuleit eins og títt var um ungar stúlkur á þeim árum, fyrst til ísafjarðar og síðan til Álfta- fjarðar sem átti eftir að verða ör- lagaríkt því þar kynntist hún afa, Halldóri Ásgeirssyni, og gengu þau í hjónaband 25. desember 1927, og hófu búskap í félagi við foreldra hans að Svarthamri. Þau eignuðust sex börn og tvö af þeim eru látin. Amma eignaðist eina dóttur áður en hún giftist afa, einnig ólu þau upp dótturson sinn frá fæðingu. Árið 1939 brugðu þau búi og fluttust til ísafjarðar þar sem afi stundaði sjómennsku alla tíð og alltaf áttum við systkinin og öll barnabörnin öruggt skjól hjá ömmu og afa í Smiðjugötunni, það brást ekki þó þau flyttu til Reykjavíkur, það var jafn gott að koma á Langholtsveginn, amma var oft með glens og grín sem hressti okkur. Sérstaklega ef eitthvað bjátaði á var gott að líta til hennar. Þrátt fyrir dapurlega æsku glataði amma aldrei gleðinni og því létti hún okkur oft lund þegar við heimsóttum hana. Fyrir það og allt annað sem hún gerði fyrir okkur viljum við nú þakka henni af heilum hug. Amma og afi bjuggu alla tíð á Langholtsvegi 4 eftir að þau fluttu til Reykjavíkur þar til amma vegna sjúkleika fór á Sólvang í Hafnarfirði á síðasta ári. Hún andaðist þar 5. mars. Við viljum fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka starfsfólki Sólvangs innilega fyrir allt sem það gerði fyrir hana. Að lokum viljum við biðja guð að blessa afa og létta honum ævikvöldið. Hafi amma þökk fyrir allt og allt. Ella og Jóna t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu vlö fráfall eigin- manns mins, fööur, tengdafööur og afa, CARLS GUNNARS ROCKSÉN, fyrrverandi vararæðiamanns. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Land- spitalans, Hátúni 10B, 4. hæö, fyrir góöa umönnun. Helga Rockaén, Karl-Erík Rockaén, Halldóra Áagrimadóttir, Helga Karlsdóttir, Ásgeröur Karlsdóttir, * Gunnhildur Karlsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍOAR SIGTRYGGSDÓTTUR, frá Flatey á Skjálfanda, börn, tengdabörn og barnabörn. FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifíng: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686S45 — 687310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.