Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 51 Harður árekstur á Akranesi Akranrai, 12. mare. í DAG VARÐ hardur árekstur á mótum Heiðarbrautar og Stillholts, þegar tveir bflar rákust saman og endaöi annar bfllinn uppi á gangstétt og braut þar niöur grindverk á nokkurra metra kafla. Engin slys uröu á mönnum, og er þaö mesta mildi, því fólk heföi getað verið á gangi þar sem áreksturinn varö. J-G. Höfn, Hornafirði: Enn unnið að björgun tækja úr Sæbjörgu VE Höfn, Hornafirdi 11. mnrz. LOÐNUSKIPINU Sæbjörgu, sem strandaöi við Stokksnes fyrir nokkru, hefur nú verið velt viö á strandstaö til að auðvelda björgun þeirra tækja, sem enn eru eftir í skipinu. Björgunarsveitarmenn á Höfn hafa unnið aö björgun taekja síðan um jól og telja þeir sig eiga eftir tveggja til þriggja mánaða vinnu þar til öllu nothæfu verður náö. Skipinu var velt um síöustu helgi og það dregið enn lengra upp í fjöruna, svo nú fjarar undan því. Nú er ætlunin að ná hliðarskrúf- um öðru megin svo og glussagír, en öllu bitastæðu hefur verið náð innan úr skipinu. Renna menn hýru auga til góssins, einkum Ijósavéla, en ekkert af því hefur verið selt enn. Harður kjarni manna hefur unnið við björgun tækjanna og gefið nær alla vinnu sína. Ennfremur hafa nemendur vélskólans á staðnum tekið upp ljósavélarnar og þannig fengið tækifæri til verklegrar reynslu. Fréttaritari. Loönuskipinu Sæbjörgu hefur nú enn verið velt á strandstað til aö auövelda björgun tækja úr því. Skipið er nú komið svo nálægt landi aö á fjöru fellur undan því. Sjö meginkröfur Alþjóða- samtaka neytendafélaga Frá árinu 1983 hafa Alþjóðasamtök neytendafélaga (IOCU) haldiö 15. mars hátíðlegan sem alþjóöadag neytendaréttinda með þátttöku neytendafé- laga um allan heim. í frétt frá Neytendasamtökun- um á íslandi segir, að samtökin hafi reynt að vekja athygli ís- lenskra neytenda á sjálfsögðum lágmarksréttindum neytenda og styðja eindregið þær sjö megin- kröfur, sem neytendafélög um all- an heim hafa sett fram í samein- ingu um árabil. Upphaflega var um að ræða fjögur atriði, sem Kennedy, Bandarikjaforseti, setti fram í frægu ávarpi til þjóðþings Banda- ríkjanna þann 15. mars, 1962. Síð- an hefur þremur verið bætt við. Atriðin sjö, sem alþjóðleg neyt- endafélög setja á oddinn, eru öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræðsla og umhverfi. í þessum orðum felst meðal annars, að' neytendur eigi rétt á vernd gegn vörum, framleiðslu- háttum og þjónustu, sem eru hættuleg heilsu og lífi. Upplýsing- um eiga neytendur að eiga kost á, þannig að þeim sé gert kleift að taka ákvarðanir af skynsemi og ábyrgð og einnig eiga þeir að eiga rétt á fjölbreyttum varningi og þjónustu á samkeppnisverði. Neytendur eiga ennfremur, samkvæmt Alþjóðasamtökunum, rétt á því að sjónarmiða þeirra sé gætt og tekið sé fullt og sann- gjarnt tillit til þess og hagsmuna þeirra við mótun og framkvæmd fjárhagsstefnu. Réttmætar bóta- kröfur neytenda eiga að fá sann- gjarna úrlausn, þeir eiga að fá fræðslu um þau mál, er þá varða og siðast en ekki síst eiga allir neytendur rétt á vernd gegn um- hverfisspjöllum. •\4A * .. Ármúla 8 — 108 Reykjavík Sími (91) 19294 Nýtt Mannlíf Tímaritið Mannlíf, fyrsta tölublað ársins 1985, er komið út. Efni ritsins er fjölþætt. M.a. eru í blaöinu viötöl viö Geir Hallgrímsson, utanríkisráö- hcrra, Sigurö Helgason, hinn nýja forstjóra Flugleiða og Maríu Guö- mundsdóttur, fyrrverandi feguröar- drottningu og Ijósmyndafyrirsætu. Meðal efnis í Mannlifi eru einn- ig greinar um stjórnmál, ýmis fé- lagsleg fyrirbæri, fólk og listir, grein um mannasiði og tískuþátt- ur. Ritið er eitthundrað síður að stærð, ríkulega myndskreytt og að mestu prentað í lit. NISSEN DANMARK Marsafsláttur 10% afsláttur af öllum trévörum Notið viðinn við öll tækifæri í þrjá áratugi hefur handverksmaöurinn Nissen veriö í fremstu röö viö gerö hagnýtra búsáhalda. Ýmsar gerðir áhalda, t.d. hnífar, brauöbretti, skál- ar og margt fleira. Komið og sjáið hina listfengu muni sem auk gagnlegrar notkunar eru mikil prýði hverju heimíli. -5ERVERSLUN MED GJAhAVORUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.