Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 58

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 58
58 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 „ held ab þer muni pykjcn gaman ab vinno. Ir\krr\a.. Víá arum mjög óAsrm/egir." Ast er . . . 1= 5i? ... ad lofa mömmu hans líka. TM Rea. U.S. Pat. Ofl.-aU ftghts r«s«rv«d •t»4 Los Angetss Tlmes Syndlcate Með morgunkaffinu 139 l*ú ættir að muna það að síðast kvartaðir þú yfir því að það væri of lítið krydd í matnum. HÖGNI HREKKVlSI Það eru ýmsir sem ávallt eru boðnir og búnir til að aðstoða náungann. Hjálpfús bílstjóri Tvær þakklátar skrifa: Kæru samlandar. Laugardagskvöld nokkurt vildi svo óheppilega til er við stöllur vorum á kvöldkeyrslu um bæinn, að vinstra framdekkið sprakk á bílnum. Við létum það ekki á okkur fá, enda hraustar stúlkur og tókum til við að leita tiltækra verkfæra. En viti menn, tjakkur- inn var bilaður og voru nú góð ráð dýr. En þar sem við vorum á besta stað bæjarins, þ.e. á Laugaveginum, héldum við að það yrði ekkert mál að kippa þessu í lag en reyndin varð önn- ur. Engin lögregla var á ferðinni né greiðviknir piltar. Þá var bara að bjarga sér og við tókum til þess ráðs að ganga á leigubílaröð við Þjóðleikhúskjallarann. Tók það ærinn tíma því alls sex leigu- bílstjórar synjuðu beiðni okkar. Loks hittum við fyrir Ásmund Jóhannsson, fyrrverandi bíl- stjóra hjá Steindóri. Tók hann strax vel undir beiðni okkar og tók meira að segja af okkur allt ómakið. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Bréfritari þakkar sjónvarpinu fyrir dýralífsmyndir og annað náttúrufræðiefni og vonast til að fleiri þættir af því tagi verði sýndir. Af grunn- og fram- haldsskólakennurum Tekið svari sjónvarps Þeir munu ekki vera margir sem fá jafn mikið af skömmum í dálkum blaðanna og sjónvarpið. Enda vanþakklæti íslendinga yf- irgengilegt á flestum sviðum. Mín skoðun er sú að dagskrá ís- lenska sjónvarpsins sé fyllilega sambærileg við dagskrá í öðrum Evrópulöndum að Englandi und- anskildu, en þar er dagskrá bæði löng og fjölbreytt og sú eina sem akkur væri í að fá hingað. Bollaleggingar um samnor- rænt, norskt eða franskt sjón- varp hingað finnst mér út í hött. Ef svona miklir peningar eru til að eyða í sjónvarpsrekstur er betra að láta íslenska sjónvarpið njóta þeirra. Það liggur svo i augum uppi að útvarpsrekstur okkar hlýtur að vera mjög dýr í okkar fámenna og strjálbýla landi en saman- burðar er gjarnan leitað í millj- óna þjóðfélögum. Ekki er hægt að skilja við sjón- varpið án þess að minnast á Dall- as. Þó að það séu ágætir þættir er fyrir löngu komið nóg, enda þetta orðinn sami grautur í sömu skál sem sífellt verður þynnri og þynnri. Ég vil svo að endingu þakka sjónvarpinu fyrir dýralífs- myndir og annað náttúrufræði- efni og vonast eftir fleiri þáttum af því tagi. Við erum nokkrir starfsfélag- ar, sem langar að vita hvað kenn- arar hafa í laun. Það virðist vera eitthvað erfitt að fá þær upplýs- ingar. Við vitum um grunnskólakenn- ara sem var boðið kr. 32.000.- í laun við verzlunarstörf fyrir ári, en fannst það of lítið. Við vitum um framhaldsskóla- kennara sem hefur sa. kr. 42.000,- á mánuði fyrir 26 kennslustundir á viku í dagvinnu og 18 tíma í aukavinnu. Nú spyrjum við: Hver er vinnuskylda grunn- og framhaldsskólakennara á viku? Hver er vinnutími grunn- og framhaldsskólakennara á viku? Hvað er skólatíminn langur á ári? Hvað er jóla- og páskafrí langt? Hver er vinnutími kennara á dag þá 1—2 mánuði sem próf standa yfir? Fyrir hvað fá kennarar auka- greiðslur? Er hægt að fá nákvæmar upp- lýsingar um þessi atriði? Starfsfélagar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.