Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 63 „Verst aö annað liðið þurfi að tapa svona leik“ — sagöi Einar Bollason þjálfari Hauka eftir sigurinn á Val í gærkvöldi Morgunblaðiö/Júlíus • í ÚRSLITt Einar Bollason, þjálfari Hauka, Pálmar Sigurösson og Henning Henningsson fagna sigrinum í gærkvöldi umkringdir öörum leikmönnum Haukaliösins og áhangendum þeirra sem flykktust inn á völlinn aö leiknum loknum. „EITT er mér efst í huga nú: Þaö er verst aö annaö liöiö skuli þurfa aö tapa svona leik. Hann var frá- bær,“ sagöi Einar Bollason, þjálf- ari Hauka, eftir aö liö hans haföi sigraö Val í Hafnarfiröi, 76:74, eftir framlengdan leik, og þar meö tryggt sér rétt til aö leika viö ís- landsmeistara Njarövíkinga til úr- slita um Islandsmeistaratitilinn. Þaö þurfti þrjá leiki, þrjár frábœr- ar viöureignir Hauka og Vals- manna, til að útkljá það hvort liö- iö færi í úrslit. Fyrst unnu Vals- menn í Hafnarfiröi, þá Haukar í Laugardalshöll meö einu stigi eft- ir framlengdan leik og síöan Haukar aftur í gærkvöldi eftir framlengingu. Já, synd aö annaö líöiö skuli þurfa aö heltast úr lest- inni, en þaö er í körfunni eins og íþróttum almennt, margir eru kallaöir en aöeins einn útvalinn. Bæði liö léku mjög vel í gær- kvöldi. Haukar, meö Pálmar og Webster sem bestu menn, eins og endranær, voru undir mest allan tímann en meö miklum baráttuvilja tókst þeim aö jafna og komast yf!_ Knýja síöan fram sigur í framleng- ingu. Þaö virtist ekki veikja Vals- menn neitt aö Torfi Magnússon, þjálfari liösins, léki ekki meö vegna meiösia. Leikmenn liösins styrkt- ust bara viö þaö andiega og tóku á öllu sem þeir áttu. Þeir léku mjög vel, þá ber fyrst aö nefna Tómas Holton, sem var frábær í síöari hálfleik, og Kristján Ágústsson, sem ætíö leikur vel liggur mér viö aö segja. Synd aö þessi stórkost- legi leikmaöur ætli sér aö leggja skóna á hilluna í vor. Staöan í leikhléi var 34:33 Vals- mönnum í vil og í síöari hálfleikn- um voru þeir lengst af yfir. Reynd- ar meö unninn leik í höndunum er um sjö mín. voru eftir — staöan þá 60:53 eftir aö Tómas Holton haföi skoraö aöra af tveimur þriggja Ribe í 1. deild Ribe, liöiö sem Gunnar Gunn- arsson og Gísli Felix Bjarnason leika með í dönsku 2. deildinni I handknattleik, sigraöi AGF í Ár- ósum í gærkvöldi, 22:17. Gunnar skoraói 4 mörk í gær og Gísli stóö *'9 vel í markinu. stiga körfum sínum í leiknum En meö frábærri baráttu tókst Haukunum aö jafna, 62:62, eftir aö Kristinn Kristinsson skoraöi úr tveimur vítaskotum þremur og hálfri mín. fyrir leikslok. Jóhannes Magnússon, sem lék mjög vel und- ir lokin og skoraöi dýrmætar körf- ur, kom Val yfir á ný en félagi hans Jón Steingrímsson jafnaöi fyrir Hauka með „sjálfskörfu". Hann blakaöi knettinum ofaní eigin körfu. Spenna var mikil lokakaflann — bókstaflega allt á suöupunkti í íþróttahúsinu þar sem stór hópur hvatti bæöi liö til dáöa og stemmn- ingin í húsinu var hreint frábær. Pálmar skoraöi 68. stig Hauka eftir aö hafa brotist í gegnum vörnina — staöan 68:66, en sex sek. fyrir leikslok jafnaði Jóhannes Magn- ússon 68:68 meö skoti úr horninu. Varla munaöi meira en einum metra aö Valur kæmist þar meö í úrslit — svo tæpt var á því aö Jói væri fyrir utan þriggja stiga línunal Framlengingin var jafn spenn- andi og aörir hlutar leiksins. Valsmenn uröu á undan aö skora, Tómas Holton, en Webster jafnaöi. Kristján skoraöi fyrir Val en Webster jafnaöi aftur — úr tveim- ur vítum. Jóhannes Magnússon skoraöi enn fyrir Val en Pálmar jafnaöi. Staöan 74:74. Rúm mín. þá eftir. Pálmar skoraöi siöan sig- urstigin úr tveimur vítaskotum er hálf mín. var eftir. Valsmenn náöu ekki aö skora á ný. Leikurinn var frábær og stór- skemmtilegur á aö horfa. Leik- menn beggja liöa hittu mjög vel og varnarleikurinn var oft meö ágæt- um. Stig Hauka: ivar Webster 32, Pálmar 19, Hálfdán Markússon 8, Henning Henningsson 6, Ólafur Rafnsson 2, Kristinn Kristinsson 6, Sveinn Sigur- bergsson 2. Stig Valm: Kristján 22, Tómas 19, Leifur Gústafsson 8, Jón Stelngrimsson 8, Björn Zoéga 6, Jóhannes Magnússon 8 og Einar Ólafsson 3. Sagt eftir leikinn: fvar Webmter: .Ég vissi aö þetta yröi mjög erfitt þó Torfi væri meiddur. Hinir myndu bara tvíeffast. Þaö komst ekki nema eitt aö hjá mér i leiknum: aö hiröa fráköst. Nú er þaö aö mæta Njarövík- ingum. Ég las einhvers staöar aö þeir vildu frekar fá Hauka en Val í úrslitum — og það veröur sko ekki til neins ann- ars en aö stappa í okkur stálinu. Þaö verður gaman aö takast á viö þá. Ég er mjög hamingjusamur fyrir Hauka — aö felaginu skuli takast aö komast í úrsllt." Henning Henningtson, Haukum: ,Ég var alveg búinn í lokin. En þaö voru áhorfendur sem hjálpuöu okkur viö aö komast áfram. Þeir voru frábærir í kvöld. Við heföum aldrei getaö þetta heföu þeir ekki veriö svona rosalegir." Tómaa Holton, Val: „Jú, þaö er auö- vitaö svekkjandi aö tapa þessu. En aliir þrir leikirnir voru svo jafnir aö hvort llö- iö sem var heföi getaö sigraö. Viö fáum ekki tækifæri til aö keppa viö Njarövík- inga — útkoman úr leikjum okkar i vet- ur viö þá er 2:2, en ég vona og held aö Njarövikingar muni vinna mótiö." — SH Luton og Everton áfram LUTON, sem er í næstneðsta sæti ensku 1. deildarinnar ( knattspyrnu, komst í fjögurra liða úrslit í bikarnum f gær- kvöldi er liöíö sigraöi Millwall 1:0 é heimavelli sínum. Ever- ton, efsta líóiö ( deildinni og núverandi bikarmeistari, komst einnig i undanúrslitin í gærkvöldi meö 1:0 sigri é Ipswich é útivelli og mætir einmitt Luton næst. Þaö voru mikil læti á Kenil- worth Road meðan leikur Luton og Millwall stóö yfir og einnig á eftir. Áhangendur Millwall, sem eru þeir verstu á Englandi, gengu berserksgang á lelk- vanginum og á götum úti á eft- ir. Tíu lögregluþjónar slösuöust og varö aö flytja þá í sjúkrahús. Einn leikur var í 1. deildinni: Aston Villa og Arsenal geröu markalaust jafntefli á velli þeirra fyrrnefndu. Anderlecht, langefsta liöiö í belgísku 1. deildinni, var slegiö út úr bikarkeppninni þar í landi í gærkvöldi. Liege sigraöi And- erlecht. Eftir venjulegan leik- tírna var staöan 1:0 fyrír Liege, sama markatala og Anderlecht vann fyrri leikinn meö, og Llege vann síöan á vítaspyrnukeppni. Roy Hobbs (Robert Redford) sér langþráða drauma rætast, er hann verður liösmaöur New York Knights. Hobbs er óráöin gáta, enginn veit hvaðan hann kemur og hann minnist aldrei á fortíö sína. Barbara Hershey leikur Harriet Bird, dularfulla konu, sem hrífst af dugmiklum íþrótta- mönnum. Hún á eftir aö leika stórt og afdrifamikiö hlutverk í lífi Roy Hobbs. Robert Duvall (Tender Mercies, Bullitt, True Grit, The Godfather, Apocalypse Now, The Great Santini), leikur íþróttafréttamanninn Max Mercy. Hann er ákveöinn í aö grafast fyrir um fortíð Roy Hobbs, einkum vegna þess aö hann er viss um aö hafa séö kappann áöur. Kvikmyndin „The NaturaP er gerö eftir verölaunaskáldsögu Bernards Mala- muds, sem hlaut Pulitzer-Price verölaunin. Leikstjórinn er Barry Levinson, en hann hefur m.a. leikstýrt myndum eins og „Diner“, „High Anxiety", „Silent Movie“ og „And Justice for all“. Kvikmyndun annaöist Caleb Deschanel, en hann hlaut margar viöurkenn- ingar fyrir störf sín er hann kvikmyndaöi „The Black Stallion**. Deschanel vann einnig viö gerö „Apocalypse Now“, meö Francis Ford Coppola, enda eru þeir fyrrum skólabræöur. Wilford Brimley leikur Pop Fisher, þjálfara New York Knights. Brimley hefur áöur leikiö meö þeim Robert Redford og Duvall í myndunum „The Electric Horseman“ og „Brubaker“. Brimley var oröinn fulloröinn er hann hóf kvikmyndaleik, en er nú mjög eftirsóttur. Hann hefur m.a. sést í myndum eins og „The China Syndrome“, „Absence of Malice“, „The Stone Boy“ og „Hotel New Hampshire“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.