Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 3

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIP, ÞRfÐJZJDACUB 30, AfRÍL lýff Óboðinn gestur í hjóna- rúminu LÖGREGLAN í Reykjavík var kvödd að íbúðarhúsi við Suðurgötu síðdegis á sunnudaginn til að fjar- Isgja óboðinn gest, sem hafði hrciðrað um sig í hjónarúminu. Húsfreyjan varð mannsins vör er hún kom heim til sín og hafði maðurinn komist inn i íbúðina á meðan heimilisfólkið var fjarver- andi, en íbúðin var ólæst. Hér var um að ræða utanbæjarmann, og gat hann engar skýringar gefið á ferðum sínum í húsinu. Hafði hann verið að skemmta sér um helgina. 1 Leðurblakan frumsýnd Leðurblakan var frumflutt í íslensku óperunni á laugardagskvöld. Söngvurum var vel tekið á frumsýningunni. Hljómsveitarstjóri er Gerhard Deckert og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Myndin er tekin í lok sýningarinnar. SIM BREYTTIST Á EINNINÓTTU Þú getur skemmt þér stórkostlega í Glasgow, borg- inni sem breyttist á einni nóttu. Þótt þér dauðleiðist sekkjapípumúsík, finnist skotapils hallærisleg og gamlir kastalar óspennandi, þá er fjölmargt annað í Glasgow sem gæti heillað þig upp úr skónum og gert þig að aldavini skoskrar menningar og lífshátta. Glasgow er nútímaborg á gömlum grunni. Þangað er aðeins um 2 klukkustunda flug með Flugleiðum frá íslandi. Þessi nágrannaborg okkar á sér vaxandi aðdáendahóp hérlendis. Þökk séviðmóti Skotanna, kránum, veitingahúsunum, næturklúbbunum, diskótekunum, verslununum, ágætum söfnum og skemmtilegri menningu. - Skoski ballettinn, Skoska óperan, Skoska sinfónían og Skoska þjóðleikhúsið hafa aðsetur í Glasgow! - I Glasgow eru 16 fyrsta flokks diskótek, og auðvitað tugir af verri gerðinni! - Glasgow státar af 36 veitingahúsum, þar sem matur og þjónusta eru í hæsta gæðaflokki! - Glasgow er draumastaður sælkera og lífsnautnamanna. f borginni eru hvorki fleiri né færri en 80 vínstúkur, ölkrár og litlir matsölustaðir sem hægt er að mæla sérstaklega með. En þá eru ótaldir staðir sem heiðarlegir Skotar geta ekki mælt með! Þú átt varla kost á ódýrara sumarleyfi en ef þú flýgur með Flugleiðum til Glasgow. Þar býðst gisting á vönduðum hótelum fyrir hlægilegt verð og í verslunum borgarinnar eru vörurnar á mun lægra verði en i London. Gieymdu öliu sem þú hélst að þú vissir um Glasgow! Skemmtileg bcrg meó lágan aógangseyrí GLASGOW LEiTIÐ FREKARI UPPLÝSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HjA UMBODSMÖNNUM OG FERÐA SKRIFSTOFUM. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.