Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRtL 1985 Sturlungar w Asunnudagskvöldið birtist alls óvænt á skjánum hinn nýi útvarpsstjóri Markús örn Ant- onsson og gerði stuttlega grein fyrir hinu viðamikla þjónustu- hlutverki ríkisfjölmiðlanna. Benti Markús örn réttilega á hve ódýr sú þjónusta er í raun og veru, en við borgum ekki nema 15—20 krónur á dag fyrir allt heila gall- eríið. Hvað sem því líður þá finnst mér ágæt nýbreytni að leiða fram útvarpsstjórann sjálfan þegar lít- ið liggur við, en ekki bara á gaml- árskveld. Annars minntist nú Markús örn til allrar hamingju ekki bara á peninga í þessu spjalli sínu, heldur gaf hann glögga mynd af því menningarstarfi, er ríkisfjölmiðlunum er rétt og skylt að inna af hendi. Benti hann rétti- lega á að ríkisfjölmiðlunum er ætlað að stuðla að varðveislu menningararfleifðar vorrar og þjóð- tungu. Get ég verið útvarpsstjóra sammála um að þar hefir Ríkis- útvarp/sjónvarp ræktað garðinn af alúð. Vil ég nefna eitt dæmi úr gildum sjóði þessu til sönnunar. Á söguslóð Á sunnudagsmorgnum klukkan 10.25 hefir undanfarið verið á dagskrá Ríkisútvarpsins þáttur- inn Stefnumót við Sturlunga í um- sjón Einars Karls Haraldssonar. Þáttur þessi fjallar eins og nafnið gefur til kynna um fornbókmennt- ir vorar og leggur þar með rækt við þann andlega sjóð er hóf þjóð- ina um aldir yfir ok fátæktar og erlendra yfirráða. Sunnudaginn var var þátturinn með dálítið óvenjulegu sniði því þá skrapp þáttarstjórinn vestur i Dali þar sem Dalamenn sýndu á Snorrahátíð, kunnáttu sína f Sturlungu. Einar Karl stýrði sjálfur spurn- ingakeppninni og er ekki að orð- lengja, að sjaldan hafði hann að fullu lokið við spurninguna, er bjallan glumdi og Dalamenn komu með svarið, slík er kunnátta þeirra í Sturlungu. Og segi menn svo að bókmenntaarfurinn sé að falla í gleymsku, ekki meðan slíkir menn ríða um söguslóðir. Hin þjóðin Já, svo sannarlega yljaði frammistaða þeirra Dalamanna fjölmiðlarýninum um hjartarætur og líka sú staðreynd að Ríkisút- varpið sá ástæðu til að varpa svör- um þeirra til alþjóðar. Svo lengi sem áhrifamestu fjölmiðlarnir leggja þannig rækt við menning- ararfleifðina vofir vart sú hætta yfir að vér gerumst húskarlar á erlendu menningarhöfuðbóli. En það er ekki sama Jón og séra Jón I landi voru. Á sama tíma og hinn nýbakaði útvarpsstjóri áréttar á skjánum að ríkisfjölmiðlunum beri að standa vörð um menningu vora og þjóðtungu, koma fram á sjónarsviðið einstaklingar er hyggjast reisa hér sjónvarpsstöð er alfarið byggir dagskrá sína á „ ... erlendum þáttum og kvik- myndum". Er nema von að talað sé um að tvær þjóðir byggi land vort, annarri er ætlað að bera hit- ann og þungann af varðveislu menningar vorrar og jafnframt að bjarga þjóðarbúinu undan hol- skeflum en hin virðist ætla sér i krafti kenningarþrugls hálfbrjál- aðra gyðinga að sigla hér lygnan sjó hins alþjóðlega vitundariðnað- ar, rétt eins og íslensk tunga og menning sé boði sem sveigja ber framhjá. Það skyldi þó aldrei vera að langskip vort eigi eftir að steyta á skeri þessara manna verði kúrsinn ekki tekinn á vor eigin mið, í fleiri en einum skiln- ingi. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓNVARP „Verðir laganna“ - krókódflaveiðar ■I „Verðir lag- 25 anna“ hefja — göngu sína á ný í sjónvarpinu og hefst fyrsti þátturinn klukkan 21.25 i kvöld og nefnist hann „Krókódílaveiðar". Alls verða átta þættir sýndir að sinni og verða þeir á dagskrá á þriðju- dagskvöldum. Nokkrir þættir voru sýndir í fyrra- sumar. Þættirnir eru banda- rískir og i aðalhlutverkum eru: Daniel J. Travanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi er Bogi Arnar Finnboga- son. Fylgst er með starfi á lögreglustöð í skugga- hverfi bandarískrar stórborgar. „Langferð Jónatans“ - ný útvarpssaga M Lestur nýrrar 35 útvarpssögu hefst í kvöld klukkan 21.35. Sagan heit- ir „Langferð Jónatans“ eftir Martin A. Hansen. Birgir Sigurðsson rithöf- undur les þýðingu sína. Martin A. Hansen, sem er danskur rithöfundur, er einn af öndvegishöf- undum Norðurlanda. Hann féll frá á besta skeiði. Skáldsaga hans „Langferð Jónatans“ kom fyrst út árið 1941 þegar myrkur og ofboð heims- styrjaldarinnar síðari grúfði yfir Evrópu. Það myrkur náði þó ekki inn á síður þessarar bókar því þar situr kímnin og fyndnin í fyrirrúmi ásamt ofurlitilli iblöndun af góð- látlegu háði. Timinn, þjóðfélagið og mannlífið speglast í alþýðlegum spéspegli og velvilji höf- undar gagnvart mann- skepnunni og safarík lífssýn hans yljar frá- sögnina af ferðum járn- smiðsins Jónatans. Söguhetjan er járn- smiðurinn sterki, Jónat- an, sem var manna fær- astur við að herða og sjóða járn og sótti kirkju sina jafn dyggilega og krána. Dag nokkurn ræð- ur sig til hans vinnupilt- ur, sem er dverghagur en kokkálar meistara sinn, og framferði hans er i stuttu máli þannig að Jónatan skilur aö þar fer Kölski sjálfur. Smiðurinn sterki mölvar kirkju- klukkuna, steypir úr henni flösku og ginnir þann gamla ofan í hana. 1 hvert sinn sem hann slær í flöskuna, þar sem Kölski er innilokaður, uppfyllast óskir hans svo sem var um Aladdin forðum. Síðan heldur smiðurinn að heiman til þess að koma flöskunni í réttar hendur. Það verður löng ferð stór- kostlegra ævintýra sem upplýsa margt um lifið og mennina. Ætlun höfundar er að skemmta lesandanum, en vekja hann um leið til vit- undar um heilbrigðari, einfaldari og gleðiríkari veruleika en þann sem um sinn hefur mestu ráðið á plánetu okkar. „Langferð Jónatans“ hlaut mikla hylli danskra lesenda og hefur komið út í mörgum útgáfum. „Vinna og verðmæti“ - hagfræði fyrir byrjendur B Nýr þáttur 25 hefst í sjón- — varpinu klukk- an 19.25 í kvöld og nefnist hann „Vinna og verðmæti — hagfræði fyrir byrjend- ur“, en þættirnir eru gerð- ir til að veita börnum um 10 til 14 ára undirstöðu- skilning á hagfræði. Þættirnir eru breskir og eru fimm talsins og munu verða á þriðjudögum á sama tíma. Notaðar eru teiknimyndir til að gera dæmin auðskilin og eru dæmi úr daglega lífinu tekin fyrir. Við fylgjumst með fjölskyldu einni sem býr í litlu einangruðu fjallaþorpi. 1 fyrsta þætti reynir fjölskyldan að fleyta sér áfram á því sem landið gefur, en þegar lengra dregur koma upp alls konar hugmyndir og uppgötvanir sem gera líf- ið mun auðveldara fyrir fólkið. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl. 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorö: — Ingimar Ey- dal talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hollenski Jónas" ettir Gabriel Scott. Gyða Ragn- arsdóttir endar lestur þýö- ingar Sigrúnar Guðjónsdótt- ur (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10A5 „Man ég þaö sem löngu leið". Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 Viö Pollinn. Umsjón: Ingi- mar Eydal (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman. Umsjón: Heiödls Noröfjörö. (RÚVAK.) 1320Sheila Chandra. Sade Adu og Kate Bush syngja. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson les (26). 1420 Miödegistónleikar. Ball- ettsvlta nr. 2 eftir Manuel de Falla. Flladelfluhljómsveitin leikur; Riccardo Muti stjórn- ar. 1425 Uþptaktur. — Guö- mundur Benediktsson. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar. a. „Washington’s birthday" eftir Charles Ives. Félagar I Sinfónluhljómsveit Osló- borgar leika; William Strick- land stjórnar. b. Sinfónla nr. 3 I c-moll op. 78 eftir Camille Saint-Saéns. Fllharmonlusveit Berllnar- borgar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 17.10 Siödegisútvarp 18.00 Fréttir á ensku. Tilkynningar 1925 Vinna og verðmæti — hagfræöi fyrir byrjendur. Fyrsti þáttur. Breskur fræöslumyndaflokk- ur I fimm þáttum sem kynnir ýmis undirstððuatriði hag- fræöi á auöskilinn og lifandi hátt, meðal annars með teiknimyndum og dæmum úr daglegu llfi. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 2040 Heilsaö upp á fólk 13. Kristmundur Bjarnason. 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1920 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 A framandi slóðum. Oddný Thorsteinsson segir frá Japan og leikur þarlenda tónlist. Fyrri hluti: (Aður út- varpaö 1981). 2020 Mörk láðs og lagar — Þáttur um náttúruvernd. Dr. Glsli Már Glslason talar um mengun I Islenskum ám og vötnum. 2020 Reguiem á Munkaþverá. Steingrlmur Sigurðsson flyt- ur. 21.05 islensk tónlist a. Blásarakvintett eftír Jón Asgeirsson. Blásarakvintett Reykjavikur leikur. ÞRIÐJUDAGUR 30. april Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg, skjalavöröur viö Héraösskjalasafn Skagfirö- inga á Sauöárkróki, er lands- kunnur fyrir fræðimennsku og ritstörf, einkum á sviði byggöasögu á Noröurlandi. f þættinum ræðir Ingvi Hrafn Jónsson við Kristmund um hugöarefni hans. 2125 Veröir laganna (Hill Street Blues) 1. Krókódllaveiöar. Fyrsti þáttur af átta I nýrrí syrpu þessa bandarlska b. „A krossgötum” svlta eftir Karl O. Runólfsson. Sinfónlu- hljomsveit islancjs leikur; Karsten Andersen stjórnar. 2125 Útvarpssagan: „Lang- ferö Jónatans" eftir Martin A. Hansen. Birgir Sigurösson rithöfundur byrjar lestur þýö- ingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsíns. Orð kvöldsins. 2225 Frá kammertónleikum Sinfónfuhljómsveitar islands I Gamla blói 5. aprfl I fyrra. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Joseph Ognibene. a. „Les Indes galantes", ballettsvlta nr. 2 eftir Jean- philipe Rameau. b. Hornkonsert nr. 2 I Es-dúr myndaflokks sem sjónvarpiö sýndi slðast fyrir tæpu ári. i þáttunum er fylgst með starfinu á lögreglustöö I skuggahverfi bandarlskrar stórborgar. Aðalhlutverk: Daniel J. Tra- vanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýöandi Bogi árnar Finnbogason. 22.15 Kastljós Þáttur um erlend málefnl. Umsjónarmaöur Ögmundur Jónasson. 2220 Fréttir I dagskrárlok. K. 417 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. c. „Pelléas et Mélisande", svlta op. 80 eftir Gabriel Fauré. d. Sinfónla nr. 1 I D-dúr (klassíska' sinfónlan) eftir Sergej Prokofjeff. Kynnir: Jón Múli Arnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 30. aprll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vaggogvelta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frfstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarö Ingólts- son. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.