Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRtL 1985 Sturlungar w Asunnudagskvöldið birtist alls óvænt á skjánum hinn nýi útvarpsstjóri Markús örn Ant- onsson og gerði stuttlega grein fyrir hinu viðamikla þjónustu- hlutverki ríkisfjölmiðlanna. Benti Markús örn réttilega á hve ódýr sú þjónusta er í raun og veru, en við borgum ekki nema 15—20 krónur á dag fyrir allt heila gall- eríið. Hvað sem því líður þá finnst mér ágæt nýbreytni að leiða fram útvarpsstjórann sjálfan þegar lít- ið liggur við, en ekki bara á gaml- árskveld. Annars minntist nú Markús örn til allrar hamingju ekki bara á peninga í þessu spjalli sínu, heldur gaf hann glögga mynd af því menningarstarfi, er ríkisfjölmiðlunum er rétt og skylt að inna af hendi. Benti hann rétti- lega á að ríkisfjölmiðlunum er ætlað að stuðla að varðveislu menningararfleifðar vorrar og þjóð- tungu. Get ég verið útvarpsstjóra sammála um að þar hefir Ríkis- útvarp/sjónvarp ræktað garðinn af alúð. Vil ég nefna eitt dæmi úr gildum sjóði þessu til sönnunar. Á söguslóð Á sunnudagsmorgnum klukkan 10.25 hefir undanfarið verið á dagskrá Ríkisútvarpsins þáttur- inn Stefnumót við Sturlunga í um- sjón Einars Karls Haraldssonar. Þáttur þessi fjallar eins og nafnið gefur til kynna um fornbókmennt- ir vorar og leggur þar með rækt við þann andlega sjóð er hóf þjóð- ina um aldir yfir ok fátæktar og erlendra yfirráða. Sunnudaginn var var þátturinn með dálítið óvenjulegu sniði því þá skrapp þáttarstjórinn vestur i Dali þar sem Dalamenn sýndu á Snorrahátíð, kunnáttu sína f Sturlungu. Einar Karl stýrði sjálfur spurn- ingakeppninni og er ekki að orð- lengja, að sjaldan hafði hann að fullu lokið við spurninguna, er bjallan glumdi og Dalamenn komu með svarið, slík er kunnátta þeirra í Sturlungu. Og segi menn svo að bókmenntaarfurinn sé að falla í gleymsku, ekki meðan slíkir menn ríða um söguslóðir. Hin þjóðin Já, svo sannarlega yljaði frammistaða þeirra Dalamanna fjölmiðlarýninum um hjartarætur og líka sú staðreynd að Ríkisút- varpið sá ástæðu til að varpa svör- um þeirra til alþjóðar. Svo lengi sem áhrifamestu fjölmiðlarnir leggja þannig rækt við menning- ararfleifðina vofir vart sú hætta yfir að vér gerumst húskarlar á erlendu menningarhöfuðbóli. En það er ekki sama Jón og séra Jón I landi voru. Á sama tíma og hinn nýbakaði útvarpsstjóri áréttar á skjánum að ríkisfjölmiðlunum beri að standa vörð um menningu vora og þjóðtungu, koma fram á sjónarsviðið einstaklingar er hyggjast reisa hér sjónvarpsstöð er alfarið byggir dagskrá sína á „ ... erlendum þáttum og kvik- myndum". Er nema von að talað sé um að tvær þjóðir byggi land vort, annarri er ætlað að bera hit- ann og þungann af varðveislu menningar vorrar og jafnframt að bjarga þjóðarbúinu undan hol- skeflum en hin virðist ætla sér i krafti kenningarþrugls hálfbrjál- aðra gyðinga að sigla hér lygnan sjó hins alþjóðlega vitundariðnað- ar, rétt eins og íslensk tunga og menning sé boði sem sveigja ber framhjá. Það skyldi þó aldrei vera að langskip vort eigi eftir að steyta á skeri þessara manna verði kúrsinn ekki tekinn á vor eigin mið, í fleiri en einum skiln- ingi. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓNVARP „Verðir laganna“ - krókódflaveiðar ■I „Verðir lag- 25 anna“ hefja — göngu sína á ný í sjónvarpinu og hefst fyrsti þátturinn klukkan 21.25 i kvöld og nefnist hann „Krókódílaveiðar". Alls verða átta þættir sýndir að sinni og verða þeir á dagskrá á þriðju- dagskvöldum. Nokkrir þættir voru sýndir í fyrra- sumar. Þættirnir eru banda- rískir og i aðalhlutverkum eru: Daniel J. Travanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi er Bogi Arnar Finnboga- son. Fylgst er með starfi á lögreglustöð í skugga- hverfi bandarískrar stórborgar. „Langferð Jónatans“ - ný útvarpssaga M Lestur nýrrar 35 útvarpssögu hefst í kvöld klukkan 21.35. Sagan heit- ir „Langferð Jónatans“ eftir Martin A. Hansen. Birgir Sigurðsson rithöf- undur les þýðingu sína. Martin A. Hansen, sem er danskur rithöfundur, er einn af öndvegishöf- undum Norðurlanda. Hann féll frá á besta skeiði. Skáldsaga hans „Langferð Jónatans“ kom fyrst út árið 1941 þegar myrkur og ofboð heims- styrjaldarinnar síðari grúfði yfir Evrópu. Það myrkur náði þó ekki inn á síður þessarar bókar því þar situr kímnin og fyndnin í fyrirrúmi ásamt ofurlitilli iblöndun af góð- látlegu háði. Timinn, þjóðfélagið og mannlífið speglast í alþýðlegum spéspegli og velvilji höf- undar gagnvart mann- skepnunni og safarík lífssýn hans yljar frá- sögnina af ferðum járn- smiðsins Jónatans. Söguhetjan er járn- smiðurinn sterki, Jónat- an, sem var manna fær- astur við að herða og sjóða járn og sótti kirkju sina jafn dyggilega og krána. Dag nokkurn ræð- ur sig til hans vinnupilt- ur, sem er dverghagur en kokkálar meistara sinn, og framferði hans er i stuttu máli þannig að Jónatan skilur aö þar fer Kölski sjálfur. Smiðurinn sterki mölvar kirkju- klukkuna, steypir úr henni flösku og ginnir þann gamla ofan í hana. 1 hvert sinn sem hann slær í flöskuna, þar sem Kölski er innilokaður, uppfyllast óskir hans svo sem var um Aladdin forðum. Síðan heldur smiðurinn að heiman til þess að koma flöskunni í réttar hendur. Það verður löng ferð stór- kostlegra ævintýra sem upplýsa margt um lifið og mennina. Ætlun höfundar er að skemmta lesandanum, en vekja hann um leið til vit- undar um heilbrigðari, einfaldari og gleðiríkari veruleika en þann sem um sinn hefur mestu ráðið á plánetu okkar. „Langferð Jónatans“ hlaut mikla hylli danskra lesenda og hefur komið út í mörgum útgáfum. „Vinna og verðmæti“ - hagfræði fyrir byrjendur B Nýr þáttur 25 hefst í sjón- — varpinu klukk- an 19.25 í kvöld og nefnist hann „Vinna og verðmæti — hagfræði fyrir byrjend- ur“, en þættirnir eru gerð- ir til að veita börnum um 10 til 14 ára undirstöðu- skilning á hagfræði. Þættirnir eru breskir og eru fimm talsins og munu verða á þriðjudögum á sama tíma. Notaðar eru teiknimyndir til að gera dæmin auðskilin og eru dæmi úr daglega lífinu tekin fyrir. Við fylgjumst með fjölskyldu einni sem býr í litlu einangruðu fjallaþorpi. 1 fyrsta þætti reynir fjölskyldan að fleyta sér áfram á því sem landið gefur, en þegar lengra dregur koma upp alls konar hugmyndir og uppgötvanir sem gera líf- ið mun auðveldara fyrir fólkið. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl. 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorö: — Ingimar Ey- dal talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hollenski Jónas" ettir Gabriel Scott. Gyða Ragn- arsdóttir endar lestur þýö- ingar Sigrúnar Guðjónsdótt- ur (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10A5 „Man ég þaö sem löngu leið". Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 Viö Pollinn. Umsjón: Ingi- mar Eydal (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman. Umsjón: Heiödls Noröfjörö. (RÚVAK.) 1320Sheila Chandra. Sade Adu og Kate Bush syngja. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson les (26). 1420 Miödegistónleikar. Ball- ettsvlta nr. 2 eftir Manuel de Falla. Flladelfluhljómsveitin leikur; Riccardo Muti stjórn- ar. 1425 Uþptaktur. — Guö- mundur Benediktsson. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar. a. „Washington’s birthday" eftir Charles Ives. Félagar I Sinfónluhljómsveit Osló- borgar leika; William Strick- land stjórnar. b. Sinfónla nr. 3 I c-moll op. 78 eftir Camille Saint-Saéns. Fllharmonlusveit Berllnar- borgar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 17.10 Siödegisútvarp 18.00 Fréttir á ensku. Tilkynningar 1925 Vinna og verðmæti — hagfræöi fyrir byrjendur. Fyrsti þáttur. Breskur fræöslumyndaflokk- ur I fimm þáttum sem kynnir ýmis undirstððuatriði hag- fræöi á auöskilinn og lifandi hátt, meðal annars með teiknimyndum og dæmum úr daglegu llfi. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 2040 Heilsaö upp á fólk 13. Kristmundur Bjarnason. 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1920 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 A framandi slóðum. Oddný Thorsteinsson segir frá Japan og leikur þarlenda tónlist. Fyrri hluti: (Aður út- varpaö 1981). 2020 Mörk láðs og lagar — Þáttur um náttúruvernd. Dr. Glsli Már Glslason talar um mengun I Islenskum ám og vötnum. 2020 Reguiem á Munkaþverá. Steingrlmur Sigurðsson flyt- ur. 21.05 islensk tónlist a. Blásarakvintett eftír Jón Asgeirsson. Blásarakvintett Reykjavikur leikur. ÞRIÐJUDAGUR 30. april Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg, skjalavöröur viö Héraösskjalasafn Skagfirö- inga á Sauöárkróki, er lands- kunnur fyrir fræðimennsku og ritstörf, einkum á sviði byggöasögu á Noröurlandi. f þættinum ræðir Ingvi Hrafn Jónsson við Kristmund um hugöarefni hans. 2125 Veröir laganna (Hill Street Blues) 1. Krókódllaveiöar. Fyrsti þáttur af átta I nýrrí syrpu þessa bandarlska b. „A krossgötum” svlta eftir Karl O. Runólfsson. Sinfónlu- hljomsveit islancjs leikur; Karsten Andersen stjórnar. 2125 Útvarpssagan: „Lang- ferö Jónatans" eftir Martin A. Hansen. Birgir Sigurösson rithöfundur byrjar lestur þýö- ingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsíns. Orð kvöldsins. 2225 Frá kammertónleikum Sinfónfuhljómsveitar islands I Gamla blói 5. aprfl I fyrra. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Joseph Ognibene. a. „Les Indes galantes", ballettsvlta nr. 2 eftir Jean- philipe Rameau. b. Hornkonsert nr. 2 I Es-dúr myndaflokks sem sjónvarpiö sýndi slðast fyrir tæpu ári. i þáttunum er fylgst með starfinu á lögreglustöö I skuggahverfi bandarlskrar stórborgar. Aðalhlutverk: Daniel J. Tra- vanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýöandi Bogi árnar Finnbogason. 22.15 Kastljós Þáttur um erlend málefnl. Umsjónarmaöur Ögmundur Jónasson. 2220 Fréttir I dagskrárlok. K. 417 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. c. „Pelléas et Mélisande", svlta op. 80 eftir Gabriel Fauré. d. Sinfónla nr. 1 I D-dúr (klassíska' sinfónlan) eftir Sergej Prokofjeff. Kynnir: Jón Múli Arnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 30. aprll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vaggogvelta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frfstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarö Ingólts- son. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.