Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 23

Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 23
innulaunum háskólamanna hjá ríki og annars staðar. 3. Gögnum leynt í kjaradómsmáli I fréttabréfi kjararannsóknar- nefndar ASÍ og VSÍ, nr. 67, eru birtar tölur um launakjör á al- mennum markaði. Meðal efnis eru mælingar á tímakaupi og launa- skriði á almennum markaði. Sam- kvæmt fréttabréfinu er hreint tímakaup fyrir dagvinnu hjá skrifstofufólki ASt ekkert lakara en langmenntaðra háskólamanna í þjónustu rikisins. Skoðum nokkr- ar tölur: Laun fyrir dagvinnu ASf-HamninKur BHMR-nnmningur 4. ársf. 1984 desember 1984 Alm. skrifstofu- Háskólam. fólk 22.908 21.974 hjúkr.frœðingar Gjaldkerar og Vióskipta- og bókarar 29.626 29.752 hagfræðingar Fulltrúar 37.366 32.840 Verkfræðingar Deilda- og skrifstofustjórar á ASÍ samningum voru samkvæmt fréttabréfinu með 43.733 krónur. Nú liggja fyrir sögusagnir úr röðum ASÍ-manna að kapp var lagt á af forseta ASÍ og sam- ráðsmanni hans úr VSÍ að leyna niðurstöðum fréttabréfs kjara- rannsóknarnefndar fram yfir kjaradóm. Það vildi BHMR til happs að aðalfundur VSÍ knúði á um að þessi gögn yrðu lögð fram. Sömu heimildir segja að ASt- miðstjórnin hafi ákveðið að leggja ekki fram kaupkröfur sínar fyrr en eftir kjaradóm og yrði þá mið- að við að taka inn allar hækkanir BHMR. í samráðskerfi BHMR og ríkisins verður BHMR að sanna launakjör á almennum markaði til að fá leiðréttingu en með leyni- makki ASÍ og VSf er reynt að kippa stoðunum undan þessu kerfi. , 30. A,PRÍkl985 4. Forseti ASÍ sendir Kjaradómi greinargerð Á þessum viðkvæma tímapunkti í störfum Kjaradóms sendi forseti ASÍ (og starfsmaður VSf) grein- argerð til Kjaradóms. í henni er skýrt frá því að ríkisstarfsmenn búi við annað launakerfi en ríki á almennum markaði. Á almennum markaði fái menn ekki greitt fyrir tiltekinn vinnutíma heldur fyrir tiltekið starf en þar að auki er gefið í skyn að vinnumarkaður ríkisstarfsmanna lúti öðrum óæðri lögmálum og þetta útskýri launamismuninn milli háskóla- manna hjá ríki og annars staðar. BHMR frétti fyrst af þessum af- skiptum ASÍ-forsetans af Kjara- dómsmáli aðildarfélaga BHMR eftir að Kjaradómur hafði fellt úr- skurð sinn. Ekki var þess vegna unnt að fara fram á umfjöllun um þessa aðkomnu greinargerð. En þetta innlegg samráðsmanna bar án efa tilætlaðan árangur. 5. Útvarpsviðtal við forseta ASÍ Forseti ASf kom raunar fyrr við sögu í Kjaradómsmáli þessu. I út- varpsviðtali 26. mars sl., einmitt þá er málflutningur í málum BHMR-aðildarfélaga stóð sem hæst, fullyrðir hann, að lífeyr- issjður opinberra starfsmanna sé 70% dýrari en sjóðir ASÍ-manna og umframréttur ríistarfsmanna um 15%. Þóttist hann hafa skýrslu rannsóknarnefndar máli sínu til sönnunar en engar slíkar niðurstöður er að finna i um- ræddri skýrslu. Þetta viðtal var greinilega pant- að af himnum og átti að ganga beint til Kjaradóms til að siað- festa 15% launamismun milli rík- isstarfsmanna og þeirra sem vinna hliðstæð störf á almennum markaði. BHMR lagði hins vegar vel ígrunduð gögn fram sem sýndu að umframréttur BHMR-manna var að jafnaði nær 3% og kom varnaraðili í málinu ekki með nein gögn sem sýndu annað. Ut á hvað gengur samráðsmakkið... Ég er sannfærður um að há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn muni fyllast réttlátri reiði gagn- vart samráðsklúbbi Ásmundar Stefánssonar og Vilhjálms Egils- sonar sem lagt hefur sitt af mörk- um til að halda niðri launum ríkis- starfsmanna í BHMR. Hin vís- indalega kjarabarátta BHMR sá ekki við baktjaldabrögðum sam- ráðsmannanna. Á þessari stundu er þó vert að spyrja sig hvort takmark samráðsins sé að halda almennt launum niðri og þá sér- staklega launum ríkisstarfs- manna. Auðvitað ætla ég forseta ASÍ ekki þá skoðun að vilja stuðla að lágum launum. Ég hygg að hann sé einfaldlega fangi allra fordóma samráðsaðilans, VSÍ, um hver sé höfuðvandi efnahagsmála á Is- landi í dag. í greinargerð sinni til miðstjórnar Alþýðusambands Is- lands nýverið eru allar megin- áherslurnar þær sömu og í kveðju- ræðu fráfarandi formanns Vinnu- veitendasambands Islands. Þar er verðbólguvandinn sem er höfuð- vandinn og svo arðsemisvandamál fyrirtækja af ýmsum toga. Ég dreg í efa að Ásmundur geti nokk- uð aðstoðað VSÍ. Höíundur er hagfræðingur BHMK. SKÁKSAMBAND íslands afhenti fyrir skömmu verðlaun fyrir Skák- þing fslands. Hér mi sjá Karl Þorsteins, skákmeistara íslands 1985, með hinn veglega verðlaunagrip, sem nafnbótinni fylgir. tREMFÍLL MMI 85522 1 C .. Skákmeistari íslands i BEMT FLUGISOLSKINH) 8.MAÍ-3VIKUR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar er með hóp eldri borgara í þessari ferð. Fararstjóri verður Anna Þrúður Þorkelsdóttir; hjúkrunarfræðingur verður Kolbrún Ágústsdóttir. Athugið, að aðeins fáein sæti eru laus. Hafið því samband sem fyrst. Benidorm er á Suður-Spáni og einn vinsælasti, sólríkasti og snyrtilegasti staðurinn á sólarstrónd Spánar. Það er staðfest. Gististaðir eru íbúðir eða hótel, með eða án fæðis. Pantið tímanlega og tryggið ykkur sæti í sólskinið á ströndinni hvitu. Ferðaáætlun til BENIDORM: 8. og 29. maí / 19. júní / 10. og 31. júlí / 21. ágúst / 11. sept. / 2. okt. FERÐAÁÆTLUN 1985-, . . þú lest ferða- bæklinginn okkar af sannri ánægiu. I honum eru ferðamöguleikar sem Feroamiðstöðin hefur ekki booið áður og eru mjög gimilegir og freistandi. Við bjóðum t.d. ferðir til Grikklands, Frakklands, USA, Marokkó, Italíu, Spánar, sumarhús í Þýskalandi, Danmörku, Frakkl- andi og Englandi. Auovitað færðu líka hjá Ferðamiðstoðinni farmiða og hótel viljir þú heimsækja Norðurlöndin eða stórborgir Evrópu, Ameríku eða jafnvel Asíu! - Þetta er bara brot af því sem FERÐAÁ- ÆTLUN 1985 segir frá . . ! Hringdu í síma 28133 og við senaum þér hana í póstinum. Strax! m FERDAMIÐSTÖÐIN ADALSTRÆTI 9 SIMI28133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.