Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. APRÍL 1985 íslandsmótið í vaxtarrækt. Fjnn varð íslands- meistari fótbrotinn „ísland.smei.staratitillinn kom mér ekki á óvart, ég hafói stefnt að þessu með þrotlausum sfingum í fimm mánuði. Það er vissulega taugastríð að koma fram en þetta tókst,“ sagði fslandsmeistari karla í vaxtarrækt, Sigurður Gestsson, í samtali við Morgunblaðið. Hann hlaut titilinn f sínum þyngdarflokki og reyndist síð- an bestur yfir heildina. Aldís Arnar- dóttir varð fslandsmeistari kvenna og hlaut einnig titilinn í sfnum flokki. „Það er meiriháttar góð tilfinning að vera íslandsmeistari," sagði Aldís. Július Ágúst Guðmundsson varð Ís- landsmeistari í unglingaflokki. í vaxtarræktarmótinu sem fór fram á Broadway var keppt f átta þyngdarflokkum og hlutu sigurveg- arar þeirra allir Islandsmeistara- titil. Að lokinni þeirri keppni var gert upp á milli þess hver væri allra lögulegastur yfir heildina, en alls tóku 25 keppendur þátt. Voru fimm ameríkanar af Keflavíkur- flugvelli meðal þátttakenda. „Gald- urinn við að ná árangri í vaxtar- ræktarmóti er margslunginn og margir þættir verða að mynda sterka heild," sagði einn dómara keppninnar, Finnbogi Helgason, í samtali við Morgunblaðið. „Auk þess að vera vöðvamiklir þurfa keppendur að hafa góð hlutföll á milli líkamshluta. Skurður þarf að vera góður, þ.e. lítið fitulag á lfk- amanum svo vöðvarnir sjáist greinilega. Síðan skiptir góð fram- koma og reisn máli. Einnig að hafa gott vald á líkamanum við frjálsar' æfingar með músfk, þar sem vöðv- arnir eru spenntir. Það gilda sömu reglur hjá konum og körlum, en kvenmenn hafa náttúrulega ekki sömu möguleika á vöðvauppbygg- ingu. Ég held að enginn fþrótt krefjist eins mikils af keppendum og vaxtarrækt. T.d. tveimur mán- uðum fyrir keppni hætta keppend- ur flestir að láta ofan f sig matar- bita umfram það sem kemur að gagni við uppbyggingu fyrir keppni," sagði Finnbogi. ísland.smeistari í undir 90 kg flokki — fótbrotinn. Magnús Oskarsson keppti með ógróið beinbrot á vinstri fæti. Hann vant- ar ekki keppnishörkuna ... Það voru fremur fáir keppendur f sumum flokkanna á Islandsmótinu. En í unglingaflokki voru þó fímm kappar. Tvar Hauksson vann örugg- lega léttari unglingaflokkinn, hafði meiri vöðva og betra hlutfall en mótkeppendurnir. Einar Guðmann varð í öðru sæti, en Björn Brodda- son, Pétur Broddason og Ronald E. Miley komu honum næstir. í þyngri unglingaflokknum voru aðeins tveir keppendur og þar fór Júlfus Ágúst Guðmundsson með sigur af hólmi, en Sigurður Pálsson reynd- ist ekki eins þrekinn. Júlíus hlaut DSMOT íslandsmeistarar yfir heildina. Júlíus Ágúst Guðmundsson í unglinga- flokki (Lv.), Aldís Arnardóttir í kvennaflokki og Siguröur Gestsson í karlaflokki. Ljóamyndir Mbl./GunnlauKur Rögnvaldaaon Kvenlegur yndisþokki skín úr andliti Guðrúnar Reynisdóttur í frjálsum æflngum. síðan Islandsmeistaratitil unglinga eftir að hafa keppt við fvar, sigur- vegara léttari flokksins. Voru dóm- ararnir sammála um að Júlfus væri allur vöðvameiri og öllu stæltari. Daníel Olsen varð augljós sigur- vegari í flokki karla, 70 kg og undir. Hann hafði mestu vöðvana og var betur skorinn en Kenneth Bollinger og Sævar Símonarson. Sigurður Gestsson varð einnig öruggur í 80 kg flokki, en jöfn keppni var um annað sætið milli Macc L. Krocker og Gests Helgasonar. Sá fyrrnefndi hafði betur, vegna meiri handleggs- og axlarvöðva. Magnús Óskarsson lét ekki fótbrot tveim mánuðum fyrir keppni aftra sér frá þátttöku. Hann pumpaði stíft járn þó rúm- liggjandi væri og æfði grimmt. Kom hann fram í keppninni í gifsi þó sárið væri ekki talið gróið! Hann uppskar sigur og Islandsmeistara- titil f 90 kg flokki, en Kristinn Æg- isson varð annar. Augljós sigurveg- ari f yfir 90 kg flokki var Kári Ell- ertsson. Hann atti síðan miklu kappi við Sigurð Gestsson um Is- landsmeistaratitilinn yfir heildina, Fyrrum íslandsmeistari í vaxtar- rækt, Jón Páll Sigmarsson, fór létt með að böggla saman reiðhjól, með berum höndum. Vöktu nokk- ur uppátæki hans um kvöldið mikla kátínu áhorfenda en mikið fjölmenni fylgdist með keppninni. en Sigurður hafði betur vegna betra hlutfalls milli vöðva og miðað við líkamsstærð. Kvennaflokkar voru tveir. Þann léttari vann Ása Kristfn Árnadótt- ir, var hún í betri þjálfun en eini mótkeppandinn, Guðrún Reynis- dóttir, þótti betur skorin og sýndi betur vöðvana sökum þess. Áldís Árnadóttir vann þyngri kvenna- flokkinn örugglega, en aðrir kven- keppendur voru nýliðar. Svandís Grétarsdóttir og Katrín Gísladóttir voru jafnar eftir forkeppnina, í öðru sæti, en Svandfs náði sfðan að gera betri æfingar við músik í úr- slitakeppninni, sem reyndar báru af í keppninni, og náði silfrinu. Þær Kristjana Ivarsdóttir og Norma Le Vally komu á eftir þeim stöllum. G.R. Hér keppa þrír íslandsmeistarar í sínum þyngdarflokkum um heildarsigur. Daníel Olsen (t.v.), Sigurður Gesbwon og Magnús Óskarsson í frjálsum æflngum við músík. ívar Hauksson vann léttari unglingaflokkinn örugglega. Ilann er mikill íþróttamaður, vel liðtækur í golfi, karate og nú vaxtarrækt. Það er engu líkara en Herkúles sé mættur á svæðið ... en þetta er Akureyringurinn Kári Ellertsson, sigurvegari í yflr 90 kg flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.