Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985
29
landsins sýni dagmæðrum þá virð-
ingu að láta þær njóta sannmælis
i hvívetna og gæti þess að vera
aldrei með i að sýna þeim lítils-
virðingu. Ég vona að þær geri sér
alltaf grein fyrir því að dagmæður
leggja mikið að veði i starfi sínu.
Þær eru með heimili sín og fjöl-
skyldu inni i þvi. Dagmæður óska
eindregið eftir góðu samstarfi við
félagsmálastofnanir landsins, en
algjört skilyrði er að komið sé
fram við þær með virðingu og á
jafnréttisgrundvelli og að þeim sé
ekki sýnd valdniðsla á neinu sviði.
Dagmæður eru undir landslögum
eins og aðrar stéttir og er sjálf-
sagt að þær fari eftir þeim, en var-
ast ber að rugla saman eftirliti og
lögreglu eða dómskerfi landsins.
Eftirlit á að byggjast á gagn-
kvæmu trausti. Eins og nú háttar
eftirliti í Reykjavík held ég að við
kostum ekki borgina mikið. Eftir-
lit okkar er í samkrulli með eftir-
liti við gæsluvelli borgarinnar.
Álít ég það mjög óskylt, þar sem
annað er rekið algjörlega á vegum
borgarinnar en hitt einkarekstur.
Finnst mér þessu hafa verið rugl-
að ansi mikið saman og oft á tið-
um komið sá andi fram að eftirlit-
ið sé framkvæmdastjórn dag-
mæðra, sem er alrangt. Dagmæð-
ur, hver fyrir sig, eru fram-
kvæmdastjórar sinnar starfsemi
og bera alla ábyrgð á henni. Vona
ég eindregið að þessu verði breytt
og að borgin stuðli að því að eftir-
lit hennar við dagmæður verði vel
skipulagt og að fóstrunum verði
gefinn tími til að styrkja og upp-
fræða dagmæður, ásamt ákveðnu
eftirliti og réttsýnu.
3. maí 1984 sendi stjórn Sam-
taka dagmæðra í Reykjavík eftir-
farandi til Barnaverndarnefndar
Reykjavíkur.
Oskað var eftir að leita samn-
inga við barnaverndarnefnd
Reykjavíkur um að nefndin hlutist
til um:
1. Að sett verði reglugerð um
störf dagmæðra í Reykjavík við
gæslu barna sem taki til allra
þátta starfanna og annarra atriða
sem tengjast þeim.
2. Að nefndin hlutist til um að
námskeið Námsflokka Reykjavík-
ur fyrir dagmæður verði sam-
ræmd námskeiðum Námsflokka
Reykjavíkur fyrir sóknarkonur
sem starfa á dagvistarstofnunum i
R., meðal annars að því er varðar
kennslu o.fl., þannig að námskeið
dagmæðra verði ekki síðri á nokk-
urn hátt en námskeið sóknar-
kvenna.
3. Einnig var nefndin beðin að
hlutast til um að skilyrði fyrir
leyfi til daggæslu á einkaheimil-
um í R. verði háð félagsaðild í
Samtökum dagmæðra i R. Með þvi
er tryggt að þær fái gjaldskrá í
hendur sem er undir veðlagsráðs-
eftirliti og fréttabréf er muni upp-
lýsa þær um öll hlunnindi sem
hægt er að bjóða þeim og börnum,
sem er í gæslu þeirra, svo sem
námsmöguleikum, leikfangakaup-
um og hvernig stjórn samtakanna
vinnur að málefnum þeirra. Sem
sagt að þær verði í sambandi hver
við aðra.
Var tekið vel í þetta og hefur
nefnd verið að vinna i allan vetur
til að endurskoða alla þætti starf-
semi dagmæðra.
Höíuadur er íorraaður Samtaka
dagmæðra í Reykjarík.
Miðstjóm ASÍ:
Mótmælir ásökunum
BHMR á hendur forseta ASÍ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands:
„Fundur miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands haldinn föstu-
daginn 26. apríl 1985, mótmælir
þeim ásökunum sem fram hafa
komið á hendur Ásmundi Stef-
ánssyni, forseta Alþýðusam-
bands Islands, um að hann hafi
reynt að hafa áhrif á niðurstöður
Kjaradóms i deilu BHMR og
fj ármálaráðuney tisins.
Vegna rangtúlkunar launa-
málaráðs BHMR á niðurstöðum
úr fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar var nauðsynlegt að fram
kæmi leiðrétting.
í Kjararannsóknarnefnd sitja
þrír fulltrúar ASt auk þriggja
fulltrúa frá vinnuveitendum.
Miðstjórn lýsir fullu trausti á
störf þeirra."
Og nú gerð C-12 - ennþá meira fyrir lítið:
Sjátfvirk miðjusetning texta, sjálfvirk undirstrikun, sjálfvirk
niðurröðun talna, leiðréttingarminni ein lína o.fl.
Ananaustum 13
Innritun i símum
Hjón
03 systkini
fá 20% afslátt
á öll námskeið Mímis
svo 03 allir félajsmenn
Stjórnunarfélags Islands.
17.
maf
ATHUGIÐ:
Málaskólinn Mímir
er fluttur í
nýtt og glaesifegt
húsnæóí aö
Ánanaustum 15.
Vel heppnuð ferð er ekki sjálfsögð. Það þarf undirbúning til. Ferðanámskeið 10004 og 21655.
Mímis eru sérsniðin fyrir ferðamanninn. Við kennum tungumál og hagnýta '
ferðafræði. Markmið okkar er að þú lærir að bjarga þér á tungumálinu við |
sem flestar aðstæður. Jafnframt færðu innsýn í líf og hugsunarhátt þjóðar- |1|h9
innar sem þú heimsækir.
20.-31. maí
kl. 1830 - 2 1 00
Spænska
Frartska
ítalska
Vió bjóöum upp á kennslu í ensku, þýsku, dönsku,
frönsku, spænsku, ítölsku, serb-króatísku og grísku, —
átta tungumál — átta þjóölönd.
Ferðanámskeið Mímis er gott veganesti.
er'
VÁt \ Viei*i)vr»r\
Ert þú eins og ómálga barn í útlöndum?