Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 80. APRlL 1985
33
Að lifa af ragnarök
Símamynd/Ar
Fjórir þátttakenda í ráðstefnu um „Hvernig eigi aó komast hjá ragnarökum kjarnorkustyrjaldar“ á
blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudag. A mvndinni eru f.v. dr. Allan A. Boesak,
prestur frá Suður-Afríku, Schridath S. Rampal frá Gyana, Willy Brandt, V-Þýzkalandi, og Ólafur Ragnar
Grímsson, íslandi.
V-Þýskaland:
Vinstri menn sprengja
á þremur stöðum
IJtísseldorf, 29. opríl. AP.
ÞRJÁR sprengjur sprungu í morgun í Dtisseldorf og Köln. Talsvert tjón varð
á mannvirkjum en engan sakaði. Hryðjuverkasamtök vinstrimanna lýstu
ábyrgð á verknaðinum og kváðu sprengt til þess að mótmæla leiðtogafundi
um efnahagsmál, sem hefst á fimmtudag í Bonn.
Sprengjurnar sprungu með 10
minútna millibili, sú fyrsta í bygg-
ingu Hoechst-efnaverksmiðjunnar
í Köln og skrifstofu járniðnaðar-
ins þar í borg. Þriðja sprengjan
sprakk við byggingu Deutsche
Bank í Dusseldorf.
Fyrsta sprengjan sprakk
skömmu eftir miðnætti. Talið er
að tjónið hjá Höechst og Deutsche
Bank nemi a.m.k. 1,5 milljónum
króna á hvorum stað, en minni
háttar skemmdir urðu hjá skrif-
stofu járniðnaðarins.
Samtökin, sem lýstu ábyrgð á
Washington, 29. aprfl. AP.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja
heims, að kommúnistaríkjunum
undanskildum, koma saman til
fundar í Bonn í Vestur-Þýskalandi
síðar í vikunni. Verður þar leitað
leiða til að ýta undir áframhaldandi
hagvöxt og draga úr þeim ágreiningi,
sem uppi er um viðskipti og verslun,
gjaldeyrismál og efnahagsstefnu ein-
stakra ríkja.
Bandaríkjamenn, Kanadamenn og
Evrópuþjóðirnar hafa horn í síðu
Japana vegna gífurlegs útflutn-
ings þeirra til þessara landa í
skjóli hafta á sínum eigin heima-
markaði og Kanadamenn, Japanir
og Evrópuþjóðirnar leggja hart að
Bandaríkjamönnum að ráða bót á
fjárlagahallanum, háum vöxtum
og sterkum dollar, sem heldur
gjaldmiðlum hinna þjóðanna
niðri. Bandaríkjamenn, Kanada-
menn og Japanir eru svo saman
um að hafa áhyggjur af litlum
hagvexti og úreltum vinnubrögð-
um í Evrópu.
hendur sér, eru talin hættulegustu
hryðjuverkasamtök Þýzkalands.
Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkjanna hefst á föstudag:
Meginverkefnið meiri og jafnari
hagvöxtur og minni ágreiningur
Þessi mál eru svo flókin, að
tveggja daga leiðtogafundur mun
ekki finna á þeim neina lausn en
mestar vonir eru bundnar við, að
mönnum skiljist betur en áður, að
þjóðir heims eru sem ein fjöl-
skylda og að erfiðleikar einnar
draga dilk á eftir sér fyrir hinar.
Fiðrildi
gegn
illgresi
London, 29. aprfl. AP.
BRETAR hyggjast flytja inn
margar milljónir af sérstakri
fiðrildategund frá Suður-Afríku
og sleppa þeim lausum upp í
sveitahéruðum Bretlands.
Markmiðið með þessu er að
bjarga verðmætu og víðáttumiklu
graslendi frá því að leggjast í
órækt sökum ágengni burkna og
annars illgresis. Skýrði blaðið
Sunday Telegraph frá þessu í
gær.
Rannsóknir hafa leitt í ljós,
að fiðrildi þessi og lirfur þeirra
éta gífurlegt magn af burkn-
um, sem á undanförnum árum
hafa dreifzt yfir þúsundir
hektara af graslendi í Bret-
landi. Fiðrildi þessi eru hins
vegar ekki talin hættuleg öðr-
um gróðri. Svo rammt hefur
kveðið að útbreiðslu burkn-
anna, að þeir hafa lagt undir
sig nær 7000 hektara af gróð-
urlendi árlega í Bretlandi.
Síðastliðin þrjú ár hefur hag-
vöxtur farið vaxandi hjá öllum
þátttökuþjóðunum, Bandaríkja-
mönnum, Vestur-Þjóðverjum,
Japönum, Frökkum, Bretum, ítöl-
um og Kanadamönnum, en að því
er stefnt, að hann verði sem jafn-
astur í öllum ríkjunum og nái
einnig til þjóða þriðja heimsins. f
nýlegri skýrslu frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, sem 148 þjóðir eiga
aðild að, segir, að á síðasta ári
hafi verið meiri þróttur í efna-
hagslífi heimsins en við hefði ver-
ið búist, framleiðsla aukist, verð-
bólga minnkað og fjárhagur fá-
tækra þjóða batnað. Hagvöxtur í
iðnríkjunum var nærri 5% í fyrra,
sá mesti síðan 1976, en búist er
við, að hann verði um 3% í ár og á
næsta ári. Talið er hins vegar, að
hann muni standa fastari fótum
en verið hefur og verði ekki eins
sveiflukenndur.
í skýrslu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins er einnig bent á ýmis
áhyggjuefni eins og mikinn halla á
greiðslujöfnuði iðnaðarþjóðanna,
sem lýsir sér t.d. í þvf, að erlend
fjárfesting í Bandaríkjunum er
miklu meiri en fjárfesting Banda-
ríkjamanna í öðrum löndum. Vak-
in er athygli á atvinnuleysinu í
Evrópu, sem virðist erfitt að ráða
bót á, og á því hve hægt gengur að
bæta lífskjör fólks í þróunarríkj-
unum.
Ágreiningsefni iðnríkjanna sjö
eru margvísleg og þau hafa ýmis-
legt að athuga hvert við annað.
BILL SEM
HÆFIR ÖLL
Hann hefm sannad kosti sina vid islenskar adstœdui sem:
/ kjörínn íjölskyldubíll
/ duglegui atvinnubíll
/ vinsæll bUaleigubíll
/ skemmtilegur sporíbíll
Verð frá kr. 394.000
6 áia lydvamaiábyigd
50 ára reynsla
í bílainnílutningi og þjónustu
IHIHEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 21240
VOLKSWAGEN
GOLF
PÝSKUR KOSTAGRIPUR
KEFLAVIK — NEW YORK - KEFLAVIK
1. maí, 8. maí og 15. maí
FLUGLEIÐIR
FLUGFRAKT