Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985
plfirgmi Útgefandi nMafrifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. -
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar. Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Fréttabæklun
sjónvarpsins
(f ) Tnfcri
ptioKIo-
numcnti
cujuidam
Lundenfít
io Scanu.
D*.
mú.M.
MM44
3: ®er ^ilp/ ®U6 {líllp / Deus adjuvet. (fí
LEXICON ISLANDICUM
ShfCj
GOTHICÆ. RUNÆ
vtl
Lingv* Scptcntrionalis Didionaríum
[pattimprout hoc Idiotna in Vetuftis Ccdicibui & Anti-
qvis Ardioum Documcntis incorruptum ac inviolatum ma-
r: refiduum j pat tim qvatenus hodie apud Gentem Nor- ftý M-X-jk ý,
vegicatr. in extrcma Islandia lárrum teÁum in qvondiano f/"
loqvendi ufu & fcnbendi remanet modo : Inferta porrö '*
funt multa Vocabula neoterica & i peregrinis Ungvis mu- T.-Ifcgy* *2ZÍt
tuata,qv* fubmde in ufu elTe coeperunt: Adjeda tandem —
cft non rarb Vocum probabilis Origo, &ccerens
cun’ Lingvis ccnvenientia ]
in grttiam eorum <pjt etrcbt.ct. 1 Gothktgentit smont
ftrmomtm fot dU.fmU .tmeéomstmm, fdw-
firtptwv 1 ** - -■ • a I
GUÐMllNDO ANDREÆ ISLANDO
uunc rar.deiii *. ' icem p’-oduétúm pcr
PETR.UM jOHAN. Í'.ESENIUM.
hIvnYíF. Jmti
yp»3 W/.rviNr;. ryp^. & fumptibuf ''
-W Bibliop.
ChlUyTiER CiHP!--
M. Pú LXXTi
AirJi JíjcKi y
Ljósrit af titilsíðu íslensku ordabókarinnar og sýnishorn af textanum.
íslensk-latnesk
orðabók finnst
í Ungverjalandi
ÍSLENSK-LATNESK orðabók, sem var prentuð í Kaupmannahöfn árið
1683, fannst í fórum bókasafnsins í Szeged í Ungverjalandi í vetur. Dr.
Cúri Károlyné, deildarstjóri á bókasafninu, sagði í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins að fundurinn væri mikilvægur af þvi að bókin er
bundin inn í miðaldahandrit sem er eista handritið í eigu safnsins.
Orðabókin var áður í eigu Car- í bókina og merkti sér hana árið
olos Somogyi, kórsbróður, en 1719. Miðaldahandritið, sem
hann gaf bókasafninu yfir 17.000 orðabókin er bundin inn í, er
bækur á síðustu öid. Fyrri eig- þýskt.
andi hefur ritað „Rarisimus" inn
Stbruá PÍbUT.Cf^»r.'»rbor.L/{iM
uirintu.
(5þor.M.g Chorm pro Ttmplifmr-
tt inttMd, mbi ctmnnr.
(Jþriflur/ Chriým <SWftnc.F.«Se/u.
•v,<Sþurfurfl(/ BUCltr, á ÍIqXtUCiu
ðt ffifíftt (rtmsnm.
- fflnfei* fonimuquiniitgGallicú cA
£irffl/ro.g Circinut,iCirculo.
€Ipflur/ tflpftrt/ djftcrinm, a<
flpRra/f/i*/«uro.
íor / Colciqvo piogumur &
fcri buncur thftohrn...
Cfoinp^gn/ Ctllegti. ComfágniCtlU■
ct.m, focietasin Contraöibus:
<>an(fa/ CtmfonUt.
Œ-Omp£t/ ’^Amuftum , Soltrinm,
bcráTÍnm ■ Schápmm
(£un(raftja/ EjftgUt, CTontrafijrrf.
FiCi-r.
<Jopi i' vel Cstfinm, ExtmpUr, Pie-
vúi 'nm, áfegrtrfkrmtj.
<£t>Jfpr IV g. i Ctestnrm pro Ani-
nsalcul raro.
^.."fOftlfl / (.rotoJilm, (JíOiíSt::n
X'Jft/Crtctuili (xrrjmtt
jjreoflo * utrur br^. : e ftc. U ttr-
aytntur falfchrú.
<5 liftaH rf <Jtiflf.W 3l 'if/Chpl/ tU
lmarrv'&‘ frigut r.fvcalk&'tfUcirj.
-’unlnaur/CunicáUu, pu ,1 r ,1a!
(4?)
fflrrfur Sc (Jlrrfrrfrf cUriem
Sc etrnm OrAt, á »Aií;®*. Strt,fo{fei-
fuficl.pttrám.
(Jlumrna/ Tjptgráphtrum fftgimt
Jnfineu.
Sic CaRanít brr/ Crffrþrr&cO-
ftftniá (ft Ceráfnm-t.
(Jomrblr & (J omrbianffrarrr/ira
exotuá, q\«rdam verohorumper 3t
lolcnniccr fcripn reperiuntiir. 8e
plura in Licera X. ejufdem lannz
funr rcqvirenda_».
(Slaufi/ Cáu'ulá fenttntiofá.,.
D- A
DlnLingvii csrdinalibi’s qvar-
tum pan.tr clementum in-
*cra veculhflima Runmum
GrámuttUá orr.iflum. ac per vel
T.mpenfatum videtur. Hísete-
... Lirenscognatum geric jinnm
atq; ptttftátcm. ícu D. cjus vicem
r.Diöionum iniriononmtpqvaru
obiiflebaf voces teftantur: f < pro
• r*or Aiij. U gn/ 4» -f</
J) (fnan; Li*nnst Si» í dt/
af'pctlcrájfmP•;c. InratJoautera
| vr.euai tl freqvcuciuspro ..' leíen-
/•.iin vene-atur. Intetea fio-m ver-
I bctu. :T oro D egregiéclaudit. vc-
I luti & hcc &. P .manis conniio-
ilo.Dí*. jjar.f!*. i qvam pro icdifféteori fuerat, ut
íf o ■ »t t:í p* / Yar« Sc ^urrrtifjjaltt í han' vel háut, nfuá, atut, fic verba
'ti i.o’ii/ Si< pjjittá, Gkutil'nm.’ cirx. perfonac: ftt,fecu, áíeer.jit,
i/wuiíf Lec/m. 'jf.uiii'vafliD.pronuritiargau-
E z ticnt
Ljósrit úr handritinu.
Vegagerðin sparar helm-
ing kostnaðar með útboðum
Forsíðufrétt Morgunblaðs-
ins á sunnudag um veiru-
sjúkdóminn AIDS vakti verð-
skuldaða athygli. Fyrirsögn
hennar fór þó sérstaklega
fyrir brjóstið á kommissörun-
um á ríkisfréttastofu sjón-
varpsins. Var henni slegið upp
í átta-fréttum á sunnudags-
kvöldið með þeim orðum, að
Morgunblaðið ýkti og skýldi
sjónvarpið sér í því efni á bak
við orð sem Sigurður B. Þor-
steinsson, læknir, lét falla,
þegar hann var spurður á
þann veg, hvort Morgunblaðið
gengi ekki of langt með fyrir-
sögn sinni. f lokafréttum sjón-
varpsins á sunnudagskvöld
voru „ýkjur" Morgunblaðsins
um hættuna af AIDS enn
helsta efnið. í fréttum sjón-
varpsins bar hins vegar einnig
svo til, að þulur las meginefni
fréttar Morgunblaðsins og
byggði á samtali blaðsins við
þá Sigurð B. Þorsteinsson og
dr. Harald Briem, sem eru
nýkomnir heim frá AIDS-
ráðstefnu í Atlanta í Banda-
ríkjunum. Þar voru um tvö
þúsund sérfræðingar saman-
komnir og flutt voru um 700
erindi um þennan lífshættu-
lega veirusjúkdóm, sem hlotið
hefur hið fáránlega íslenska
heiti „áunnin ónæmisbæklun".
Sjúkdómurinn lýsir sér þannig
að lítt þekktar veirur brjóta
ónæmiskerfi líkamans niður
með þeim afleiðingum að hann
á í vök að verjast gagnvart
öðrum sýklum.
Fyrirsögnin sem fór fyrir
brjóstið á fréttastofu sjón-
varpsins var svona: „Allt
mannkynið í hættu". Með
fyrirsögninni er það eitt gefið
til kynna sem nú er vitað, að
AIDS-sjúkdómurinn er ekki
bundinn við kynhverfa karl-
menn, blæðara og eiturlyfja-
neytendur. í forsíðufrétt
Morgunblaðsins segir: „Nú er
talið fullsannað að AIDS-
veiran geti borist með kyn-
mökum af hvaða tagi sem er,
sem gerir allt mannkynið að
áhættuhópi." Fyrirsögn frétt-
arinnar vísar til þessarar
staðreyndar. Hitt er einnig
staðreynd, að einungis sumir
þeirra sem veikjast af AIDS
deyja úr sjúkdómnum. Rann-
sóknir á honum eru að vísu svo
skammt á veg komnar, að eng-
inn getur sagt með fullri vissu
um tjónið sem hann kann að
valda. Það er því full ástæða
til að vara við þessari nýju,
hættulegu drepsótt. Viðvaran-
ir gegn hættunni af AIDS er
ástæðulaust að hafa í flimt-
ingum að hætti fréttastofu
sjónvarpsins. Bandaríska
vikuritið Time talar í frétta-
grein sinni, 29. apríl. sl., um
AIDS-ráðstefnuna í Atlanta,
um „aukna ógnun við al-
menning" í heiminum vegna
meiri útbreiðslu veikinnar en
áður var talið. Sjúkdómurinn
muni ógna mannkyninu um
langan tíma — og vitnar þá í
ummæli bandarísks sérfræð-
ings í krabbameini.
Morgunblaðið reyndi á eng-
an hátt að nota samtal sitt við
þá Sigurð B. Þorsteinsson og
dr. Harald Briem til að auka á
ótta eða ýkja ástandið. For-
síðufrétt blaðsins var byggð á
frásögnum breska vikublaðs-
ins Observer og bandaríska
tímaritsins Newsweek, en í
hvorum tveggja var sagt frá
ráðstefnunni í Atlanta. Viðtal-
ið við íslensku læknana birtist
á blaðsíðu 4B í Morgunblaðinu
á sunnudag undir fyrirsögn-
inni: „Aðeins spurning um
tíma hvenær AIDS berst til
íslands". Þar kemur hið sama
fram og á forsíðunni, að ráð-
stefnan í Atlanta hafi staðfest
að menn eru hættir að líta svo
á, að AIDS einskorðist við
ákveðna áhættuhópa, allt
mannkynið sé áhættuhópur,
svo uggvænlegt sem það nú er.
í Bandaríkjunum eru 9.608
skráð tilfelli af AIDS og þar af
hafa 4.712 látist. Þá er einnig
talið, að fjöldi Bandaríkja-
manna, sem hafi veiruna í
blóði sínu, sé mun meiri en
þessar tölur segja til um, eða
milli fimm hundruð þúsund og
ein milljón. Fréttadeild sjón-
varpsins þótti að vísu ekki
þörf á að tíunda þetta, sem er
undarlegt í gúrkutíðinni sem
þar herjar um þessar mundir.
Fréttastofa sjónvarpsins sá
ekki heldur ástæðu til að
spyrjast fyrir um valið á for-
síðu-fyrirsögninni hjá Morg-
unblaðinu. Hefði fréttastofan
viljað kynna sér málið hefði
hún getað komist hjá því að
ganga í vatnið og sæta ámæli
fyrir slæm vinnubrögð og það
að nota afl sjónvarpsins og
einokun til að koma höggi á
eina keppinaut sinn hér á
landi. í heimild Morgunblaðs-
ins, Newsweek, tölublaði dag-
settu 29. apríl, sem fréttastofa
sjónvarps fær kannski ein-
hvern næstu daga, segir, að
AIDS sé einn óhugnanlegasti
smitsjúkdómur þessarar aldar
og allra alda, hann „ógni
mannkyninu" („threatening
the world general population")
og gera megi ráð fyrir, að
hann sé orðinn að því sem
kalla megi heimsfaraldur
(„pandemic").
Að öllu þessu athuguðu er
ástæðulaust fyrir Morgun-
blaðið að taka aftur orð af því
sem það hefur sagt um mál
þetta. Hitt er einnig ástæðu-
laust að skilja forsíðu-fyrir-
sögn blaðsins þannig, að í
henni felist yfirlýsing um að
yfir öllu mannkyni vofi
AIDS-hætta á næsta leiti.
Morgunblaðið hvetur sjón-
varpið og lækna til að stuðla
að árvekni, svo að stjórnvöld
og almenningur séu á varð-
bergi þar sem AIDS-
ógnvaldurinn er annars vegar.
Þetta sem hér hefur verið
sagt eða í sjónvarpinu í tilefni
af fyrirsögninni „Allt mann-
kyn í hættu“ er engan veginn
kjarni málsins, eða það sem
beina á athyglinni að í umræð-
um um AIDS. Mestu skiptir að
uppræta sjúkdóminn sjálfan
eða finna haldgóðar leiðir til
að halda honum í skefjum og
lækna þá sem veikjast. Nú er
komið í ljós að veiran býr um
sig í miðtaugakerfi (heila og
mænu) sjúklinga, sem hefur í
för með sér að erfiðara er að
etja við hana, eða eins og Sig-
urður B. Þorsteinsson orðaði
það í Morgunblaðssamtalinu:
„Menn vissu reyndar fyrir að
mikilla skemmda verður oft
vart í miðtaugakerfi AIDS-
sjúklinga, en það er ekki fyrr
en nýlega sem tekist hefur að
rækta veiruna úr frumum í
miðtaugakerfinu. Þessi upp-
götvun dregur mjög úr líkum á
að meðferð geti skilað árangri,
því afar fá lyf eru þeim eigin-
leika gædd að geta brotið sér
leið inn í miðtaugakerfið."
Fyrir okkur íslendinga
skiptir höfuðmáli, hvernig
staðið verður gegn því, að
þessi hættulegi veirusjúkdóm-
ur breiðist út í landi okkar. Að
horfa í fjármuni í því forvarn-
arstarfi er fráleitt. Undir for-
ystu heilbrigðisráðherra og
ráðuneytis hans er skylt að
gera gangskör að því að komið
verði til móts við óskir sér-
fræðinga um hæfileg viðbrögð.
í því efni er ástæða til að
staldra við ummæli dr. Har-
alds Briem, sem sagði í Morg-
unblaðssamtalinu: „Það er
auðvitað landlæknis að ákveða
hvað gert verður. En það er
okkar skoðun að það eigi að
rannsaka mótefnaástand ís-
lendinga gagnvart þessari
veiru, sér í lagi blóðgjafa, og ef
þess er nokkur kostur ein-
staklinga, sem tilheyra þess-
um svokölluðu áhættuhópum.
Aðeins á grundvelli slíkra
upplýsinga er hægt að spá um
það með nokkru viti hvað
verður um þennan sjúkdóm
hérlendis á næstu árum.“
Morgunblaðið tekur undir
þessi orð læknisins. íslend-
ingar eiga hér jafn mikið í
húfi og aðrar þjóðir í barátt-
unni við þennan sjúkdóm sem
herjar á allt mannkyn, þótt
ekki sé hann bráðsmitandi,
sem betur fer. Allt þetta hefði
sjónvarpið getað tíundað í
gúrkutíðinni. Áhugi ríkis-
fréttastofunnar var þó meiri á
fyrirsögn Morgunblaðsins en
efni málsins og hinu brýna
forvarnarstarfi sem er nauð-
synlegt til að stemma stigu við
A IDS-sj úkdómnum.
TILBOÐ í tvö verkefni sem Vega-
gerð ríkisins bauð nýlega út voru
opnuð í gær og voru lægstu tilboð í
báðum tilvikum innan við helmingur
af kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar. Kostnaðaráætlun verkanna er
samtals 13.246 þúsund kr., lægstu
tilboð eru 6.034.700 kr. samtals og
getur Vegagerðin því sparað sér 7,2
milljónir kr. með því að taka lægstu
tilboðum, miðað við að kostnaðar-
áætlun sé reiknuð út frá því hvað
það hefði kostað Vegagerðina sjálfa
að framkvæma þessi verk.
Hagvirki hf. á lægsta tilboðið,
kr. 4.888 þús kr., í vegarlagningu á
Laxárdalsheiði. Kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar er 10.790 þúsund
kr. og er tilboðið því 45,3% af
kostnaðaráætlun. 16 verktakar
buðu í verkið og voru öll tilboðin
undir kostnaðaráætlun. 16 aðilar
buðu einnig í akstur á styrkingar-
og malarslitlagi í Krísuvíkurveg.
Hörður Brandsson á lægsta tilboð-
ið, 1.146 þúsund kr., sem er 46,7%
af kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar, en hún er 2.456 þúsund kr.