Morgunblaðið - 30.04.1985, Síða 46
víðs vegar af landinu, aldursmun-
ur verulegur og uppeldis- og
þroskaskilyrði ólík. Upplag og eðli
höfðu líka sitt að segja þá eins og
nú. Þótt stutt og stopul skóla-
ganga fyrir komuna að Reykholti
væri flestum sameiginleg, var
bókakostur misjafn eftir heimil-
um og sveitum. Víða voru góð
r heimilisbókasöfn, og í sumum
sveitum höfðu ungmennafélögin
komið á fót lestrarsöfnun fyrir fé-
lagssvæði sín. Úrslitum réð þó,
hvernig einstaklingarnir nýttu sér
aðstöðuna.
Það kom brátt í ljós, að ungi
sveinninn frá Skeggsstöðum var
enginn venjulegur 17 ára ungling-
ur. Miklu frekur líktist hann fjöl-
menntuðum fulltíðamanni og
hugsuði, þegar hann tók til máls,
hvort sem það var í einkaviðræð-
um eða á mannfundum. Það leyndi
sér ekki, að hann var víðlesinn og
lestrarefni hafði ekki verið af
sama toga og flestra hinna. Hér-
aðsskólinn í Reykholti var á þess-
ari tíð hin merkasta menntastofn-
un með úrvalskennara í hverju
sæti, eins og hinir héraðsskólarnir
voru sjálfsagt líka. í sumum
námsgreinum skólans hafði Sig-
valdi aflað sér góðrar undirstöðu,
svo sem í sögu og bókmenntum, en
fyrst og fremst hafði lestrarefni
hans í heimahúsum þó verið sótt í
önnur fræði en þau, sem mest eru
ástunduð á skólabekkjum. Til
dæmis lék hann sér að því að vitna
í erlend fræðirit um heimspeki og
trúarbrögð í orðræðum um marg-
* vísleg efni. Hann hafði þá þegar
kynnt sér rækilega öll tiltæk rit
hér á landi um guðspeki, gerst fé-
lagi í Guðspekifélagi íslands og
jafnvel sjálfur ritað greinar um
fræðilegar kenningar guðspekinn-
ar.
Flestir skólafélagarnir litu líka
upp til Sigvalda með aðdáun og
virðingu, sumir e.t.v. með nokk-
urri öfund og einhverjum kann að
hafa virst hann „furðufugl." Úr
skólabrag, sem ortur var um „fé-
Á* lags- og heimilislífið" í Reykholti
veturinn ’38—’39, man ég aðeins
eina vísu, og hún hljóðar svo:
„Og þegar í Reykholti sólin er sest
og sindra’ allar stjörnur um geima
hann Sigvaldi á Skeggsstöðum segir oss mest
um sálir og fjarlæga heima.“
Við Sigvaldi vorum samtímis
tvo vetur í Reykholti, 1938—40.
Kynni okkar urðu því náin og góð.
Eiginlega hófust þau strax í fyrsta
leikfimitímanum, þegar við völd-
umst af tilviljun til að ganga hlið
við hlið í leikfiminni — eða var
það kannski ekki tilviljun? Að
minnsta kosti hélst sú samfylgd í
tvo vetur. Samstarf okkar varð þó
„. þýðingarmeira í skólastarfinu og
1 félagslífinu og þar var gott að eiga
samvinnu við Sigvalda. Hann tók
hlutina aldrei vettlingatökum, að
vera eða vera ekki var það sem
gilti.
Leiðir okkar skildi á Reykholts-
hlaði vorið 1940. Beggja hugir
stefndu þó til lengri skólagöngu.
Ég lagði þá árar í bát um sinn, en
hóf róðurinn aftur seinna. Sig-
valdi ákvað að brjótast það beint.
En fátækur, foreldralaus sveita-
piltur átti úr vöndu að ráða. Kenn-
araskólinn var þá aðeins þriggja
vetra skóli. Það var þó betra en
ekki neitt og reyndar að sumu
leyti ekki slæmur kostur.
-yi Allir verða að sjá sér og sinum
farborða og það gerði Sigvaldi
með kennslustörfum, en einkum
með blaðamennsku og ritstörfum.
Blaðagreinar hans hafa margar
hverjar verið gefnar út endur-
prentaðar í bókaformi, enda eiga
þær meira skylt við fræðirit eða
bókmenntir en blaðaskrif.
Alla tíð var Sigvaldi mikill unn-
andi fagurbókmennta, ekki síst
MQRGÚNBLAÐH), JfWmWm. W-
ljóða í hvaða formi sem var, enda
mat hann þar sem annars staðar
innihaldið meira en umbúðirnar.
Sjálfur var hann vel liðtækur við
ljóðasmíð, en lagði hana ekki fyrir
sig að marki. Einu sinni tjáði
hann mér, er fundum okkar bar
saman, að alltaf hefði hann
eitthvað ort á hverju ári, stundum
þó ekki nema eitt eða tvö ljóð.
Ljóðadísin lét hann nefnilega
aldrei alveg í friði, svo að hann
neyddist til að hlýða kalli hennar
þrátt fyrir stranga sjálfsgagnrýni.
Tvær ljóðabækur hafa komið út
frá hans hendi.
Ungur að árum kaus Sigvaldi
sér leið guðspekinnar í sannleiks-
leit sinni og á vegum hennar fann
hann mörg svör við áleitnum
spurningum lífsgátunnar. Sjálfs-
ögun, hugrækt og sálarþroski voru
hans stærstu áhugamál og ljúf-
ustu viðfangsefni, og hann fór
a.m.k. þrjár ferðir til námsdvalar
austur til Indlands á fullorðinsár-
um. Um þessi austurlensku fræði
skrifaði Sigvaldi bækur, auk
ferðaþátta frá Indlandi. I þágu
guðspekinnar lagði Sigvaldi fram
mikla vinnu. Hann var um skeið
Forseti Guðspekifélags íslands,
einnig í allsherjarráði Guðspeki-
félagsins, og loks var hann f stjórn
Evrópusambands guðspekifélaga.
Auk alls þessa ritaði hann margt
um guðspeki.
Æviskeið Sivgalda varð aðeins
sextíu og þrjú og hálft ár. Það er
ekki hár aldur nú á öld hinna öru
framfara í læknavísindum. En
hvað er langlífi? spurði listaskáld-
ið góða fyrir hálfri annarri öld og
svaraði því eins og alkunna er:
Hvað er langlífi?
Lifsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Jónas Hallgrímsson skildi, að
lífsgildi mælist ekki I árum, enda
sannaðist það á honum sjálfum. —
Það er einmitt þetta, sem mér
virtist sannast svo vel á Sigvalda.
Alefling andans var það, sem
hann keppti alla tíð að sem æðsta
takmarki.
Þegar Grétar Ó. Fells, fyrrver-
andi forseti Guðspekifélagsins,
lést 1968, ritaði Sigvaldi minn-
ingargrein um hann og nefndi
hana: Að hverfa inn í sólskinið. —
Nú er Sigvaldi sjálfur horfinn inn
f sólskinið, þar sem hann mun
ótrauður halda áfram hugrækt
sinni og sókn til andlegs þroska.
Þar munu honum birtast rök lífs-
ins í skærara ljósi á hærra til-
verustigi.
Ég votta samúð mína eiginkonu
Sigvalda, Bjarney Alexanders-
dóttur, einkadótturinni, Ólöfu,
Jóni, bróður hans, og öðrum vin-
um og vandamönnum.
ÖIl hefðum við óskað að hafa
hann lengur hér á meðal vor. En
þökkum það sem okkur var veitt.
fvar Björnsson
Einhvern veginn er það hálfveg-
is úr takti að kveðja með orðum
þann mann, sem hefur kennt
manni að þögnin segir meira en
orð, og að kyrrðin færir mann nær
hinum raunverulega kjarna alls.
Það voru þó orð, sem Sigvaldi
Hjálmarsson hafði að atvinnu
með einum eða öðrum hætti lengst
af, og það var gegnum meðhöndl-
un með orð sem kynni okkar hóf-
ust.
Sigvaldi var merkilegur maður
og vitur. Mönnum gat þó auðveld-
lega yfirsést það, því hann gat
verið hversdagslegur í viðræðum
og viðmóti ef aðstæður og viðmæl-
endur gáfu tilefni til. Hann upp-
hóf sig ekki á kostnað annarra,
heldur gerði sig „lítinn" til að öðr-
um þætti þeir vera stærri. Hann
var ræðinn og framkoma hans
einkenndist af látleysi og mann-
legri hlýju. Minnisstæð verður
manni rödd hans sem hafði mörg
blæbrigði og hann gat beitt á
áhrifamikinn hátt, og augun, sem
jafnan lýstu af glettinni góðvild,
innri styrk og jafnvægi.
Sigvaldi var afkastamikill við
ritstörf og skrifaði meðal annars
bækur sem ég hygg að muni vekja
enn meiri athygli þegar frá líður
en hingað til. Hann verður
ógleymanlegur þeim sem þekktu
hann vel, ekki vegna þess sem
hann skrifaði eða sagði, heldur
vegna þess sem hann var. Þeir
skynjuðu að hann var annað og
meira en hann virtist vera.
Á kveðjustund eru færðar ein-
lægar þakkir fyrir vináttu og
dýrmætar samverustundir og vit-
undin sveipar vorbjartri kyrrð um
minningu Sigvalda Hjálmarsson-
ar.
Jónína Michaelsdóttir
Ský af gulli
svífur yfir
og sáldrar regni
á gróður hugans
svo víðáttumar skrýðast
syngjandi blómum.
Þetta ljóð, sem er birt í síðustu
bók Sigvalda, ljóðabókinni Víðátt-
um, segir heilmikið um skáldið og
manninn, hann leitaði þess er
sveif ofar hversdagsleikanum, víð-
áttur mannlegrar vitundar voru
þau svið, er hann beindi huga sín-
um að, og með vakandi athygli
meðtók hann gullregnið, sem hann
nefnir svo, enda var gróðurinn í
hugarheimi hans skrýddur fögrum
syngjandi blómum. En Sigvalda
var ekki að skapi að njóta þess
einsamall er honum hlotnaðist,
hann dreifði blómvöndum út til
meðbræðra sinna í skrifum sínum
og hinum mörgu fyrirlestrum er
hann flutti og með persónulegum
leiðbeiningum jós hann úr þekk-
ingaríorða sínum. Þar var af
miklu að taka því alveg var ótrú-
legt hve mikillar þekkingar hann
hafði aflað sér á duispeki og heim-
speki yfirleitt, enda varði hann
ómældum tíma af lífi sínu við það
starf að kynna sér þau fræði. Sem
kunnugt er ferðaðist hann til Ind-
lands í þeim tilgangi og óhætt er
að segja, að honum hafi orðið vel
ágengt 1 þeim efnum. Á hugrækt
og yoga kunni hann góð skil og
leiðbeindi öðrum á þeim leiðum í
mörg ár.
Það var fyrir 41 ári norður á
Blönduósi, sem við Sigvaldi hitt-
umst í fyrsta sinni, er við urðum
samferða til Reykjavíkur. Á
næstu árum urðu kynni okkar ekki
önnur en að ræða saman er við
hittumst á götu. Mér fannst að
vísu strax að við værum gamlir
kunningjar, svo mikið er víst, að
mér leið ávallt betur á eftir en
undan þeim fundum. Árið 1962
hittumst við á fundi hjá Guðspeki-
félagi íslands og með þeim fundi
hófst vinátta, sem jókst ár frá ári.
í því félagi og fyrir það starfaði
Sigvaldi lengi og vel, hann var for-
seti þess um nokkur ár, og einn
aðalfyrirlesari þess um langan
tíma og allt til hins síðasta, þó
heilsubrestur hafi þar dregið úr
störfum hans. Mig grunar að eftir-
menn hans I nefndum störfum
hafi sótt til hans ómæld ráð í
langan tíma.
Sigvaldi var maður athafna, það
starf sem hann stundaði lengst af,
blaðamennska, er krefjandi um
árvekni og oft skjótar ákvarðanir,
slíkt átti vel við hann. í því starfi
nýttist honum vel sá sterki vilji,
sem hann var gæddur og agað og
gott minni. Sem fyrirlesari naut
hann sín vel, röddin hljómmikil,
framsögnin skýr, krafturinn mik-
ill, en mildin var honum einnig
eðlislæg og þekkingin á efninu yf-
irgripsmikil. Þannig er einnig með
það, sem hann skrifaði, yfir því er
sérstaklega frískur blær og var
sem hann sæi ávallt nýjar hliðar,
nýjar víddir á hverju máli og
hverjum fleti, sem aðrir komu
ekki auga á. Kynni okkar voru
mest tengd svokölluðum andlegum
málum, það er fjölbreyttur flokk-
ur mála og máske margar vilpur á
þeim leiðum, en Sigvaldi komst
framhjá þeim og seildist hærra en
flestir aðrir. Hann var orðinn af-
burðamaður á þeim sviðum, er
hann helgaði siðustu ár sín, en það
eru esóterísk fræði (eða andleg
reynsluleið).
Sólarlagið heillaði Sigvalda, en
þó held ég, að sólarupprásin hafi
verið nær vitund hans. Dögunin
stóð honum svo nærri, þegar sólin
uppljómar daginn og þerrar næt-
urdöggina er sem sálin fái vængi
og var það ef til vill á slíkri stund,
sem hann orti Ijóðið Návist, sem
byrjar þannig
Það er svo
óendanlega bjart
á þessari víðáttu
hún einsog strik
hvert sem litið er.
Sumt af störfum hans mun
geymast í bókum þeim er hann
skrifaði. Þó þær séu ekki rúmfrek-
ar á bókahillum er í þeim mikil
viska, sem mun endast lengi þeim,
er eftir leitar og sennilega ekki til
á íslensku betra veganesti ungum,
er leita návistar við almættið.
Sigvaldi var ekki maður, sem
haslaði sér völl í keppni um þægi-
legt sæti hér á Hótel Jörð og kærði
sig lítt um að safna þeim veraldar-
auði, en öðlaðist þeim mun meira
af þeim auði, er mölur og ryð fær
ei grandað.
Fyrir framtíðina reyndi hann að
starfa og finnst mér að þessar
Ijóðlínur eftir Gunnar Dal eigi vel
við hans störf:
Verk þín falla i óþekkta jörð.
Þú sáir i akur milljónanna sem bíða,
í.akur hinna óbornu sem erfa sorgir og
gleði hins liðna.
Orð þín falla í óþekkta jörð
eins og síðasti andardráttur ljóðs sem
deyr inn í morguninn.
+
Systir okkar,
SIGURLAUG HELGADÓTTIR,
Túngötu 18,
Kaflavík,
lést í Landspítalanum 27. þ.m.
Matthíaa Helgason,
Haukur Helgason,
Ólafur Hslgason,
Jóhanna Hslgadóttir,
Marfa Hslgadóttir.
+ Hjartkær móöir mín og fósturmóðlr. + Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir,
HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR, SVAVA STEFÁNSDÓTTIR,
Barónsstíg 20A, Neóra-Núpi,
Raykjavik, Mlöflrói,
lést aö kvöldi 26. april í Landspítalanum. lést aö heimili sinu sunnudaginn 28. þ.m.
EmiKa E. Thorarensen, Þorbergur Jóhannesson,
Hulda Smith. börn og tengdabörn.
Hann hafði trú á því, að mann-
kyninu mundi auðnast að lifa nýja
dögun í lífsviðhorfi og nýta til
góðs möguleika sína á þann veg,
að mennirnir lifðu með náttúru
jarðar. Allt dráp var honum
fjarri, allt líf átti sinn rétt, honum
þótti undir vænt um gróður jarðar
og tré voru honum hjartfólgin. En
fyrst og fremst beindist hugur
hans að manninum sjálfum. Fyrir
tíu árum skrifaði hann: „Maður-
inn er merkilegasta rannsókn-
arefnið og meðan ráðgátan maður
er óleyst eru allar gátur óleystar.
Þær voru margar ferðirnar, sem
ég fór heim til Sigvalda og Baddí-
ar. Ánægjulegt og fróðlegt var að
hlýða á Sigvalda ræða um sín
áhugamál. Eins er við sátum án
orða, þá, og ekki síður þá, var túlk-
un hans sterk.
Það sannaðist á Sigvalda, að
fyrir þeim sem á knýr mun upp-
lokið verða. Það er hverri þjóð
dýrmætt að eiga menn, sem hafa
þor til þess að klífa hæðirnar í
mannlegri hugsun. Sigvaldi var
einn þeirra vökumanna, hvaðan
þær fregnir munu berast frá, sem
mestu varða heill mannkyns.
Á þessum tímamótum færi ég
Sigvalda Hjálmarssyni þakkir
fyrir margar góðar stundir og góð
ráð, fyrir návist hans sem enn
varir. Baddí, við Nanna sendum
þér, Elfu og fjölskyldu, samúð-
arkveðjur og biðjum ykkur styrk
þess almættis, er öllu ræður.
Kristján Fr. Guðmundsson
Þú sveipar um þig
sólskininu
eins og svartnættið
notar myrkur
til að dyljast.
Hvaða birta
er svo björt
að hún fölni ekki
í þeirri birtu
sem er þú?
hvaða myrkur
svo dimmt
að þú ljómir ekki
í því?
Þannig kvað Sigvaldi í síðustu
ljóðabók sinni Víðáttur, og má í
þessu stutta, einfalda og djúpa
ljóði finna kjarnann i lífsviðleitni
hans alla tíð. Að skynja á áþreif-
anlegan hátt hið óendanlega Ijós,
hinn skapandi mátt sem streymir
í gegnum alheiminn, hinn óper-
sónulega guð sem þó verður að
ávarpa með persónufornafninu
Þú.
Sigvaldi var dulhyggjumaður,
mystíker, í orðsins fyllstu
merkingu. Hann notaði ekki orðið
mystík um kukl, um það að sjá í
gegnum holt og hæðir, vera
skyggn eða sjá fyrir óorðna hluti.
Fyrir honum var mystík skynjun
og upplifun í stað trúar. Að finna
umhverfis sig óumræðilega, lif-
andi þögn. Að upplifa að maður er
sjálfur hluti alls, og allt er hluti af
manni sjálfum, sameiningu hins
ytri og innri veruleika. Að finna
hina miklu návist sem svo vel er
tjáð í Ijóðinu hér að framan. Og
lifa að lokum hina endanlegu um-
sköpun sem engin orð ná yfir.
Sigvaldi var jafnaðarmaður,
lýðræðissósíalisti. Fyrir honum
var sú stefna ekki stjórnmála-
skoðun, heldur eðlileg lífsvenja.
Þess vegna var hollusta hans
bundin hugsjóninni en ekki
stjórnmálaflokki. Hann vissi
mætavel að stjórnmálaflokkar eru
ekki úr föstu efni heldur breytast
eftir forystunni hverju sinni. Hon-
um sárnaði spilling og hégómleiki
stjórnmálamanna en þóttist þó
viss um að grundvöllur hugsjónar-
innar myndi lifa þá af. Ekkert
héld ég hafi verið honum fjær en
löngun til eigna og prjáls, og ekki
held ég að hann hafi sóst eftir
vindi fáfengileikans.
Sigvaldi var heill maður og vit-
ur. Viska hans fólst í eðlislægri
grandskoðun á innsta kjarna
hvers viðfangsefnis, en ekki síður í
viðurkenningu á eigin takmörkun-
um. Hann sá betur en margir aðr-
ir að hin vitræna hugsun nær ekki